Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						héh
18. tbl.
Sunnudagur 20. maí 1956.
XXXI. árg.
Arni   Óléi:
Kotlafirðir og Kollahúðir
IJÉR Á LANDI eru um 100 nafn-
greindir firðir, og er fjórði
hluti þeirra kenndur við menn.
Vitum vér nokkur deili á flestum
þeim nafngiftum eftir frásögnum
Landnámabókar. Þessi nöfn skift-
ast þar þannig, að í 16 þeirra er
talið að sé eiginnafn manns, í 7
kenningarnöfn, en um tvö, Hafurs-
fjörð og Hrafnsfjörð, verður ekki
með vissu sagt bvort þar sé kennt
við menn. Samnefndir eru tveir
Bjarnarfirðir í Strandasýslu, og
svo eru þrír Kollafirðir, einn í
Kjósarsýslu, annar í Strandasýslu
og inn þriðji í Barðastrandarsýslu.
Eigi er samnefndir fleiri firðir af
þeim, er draga nöfn sín af mönn-
um.
Nu má það merkilegt og grun-
samlegt kallast, að þrír firðir skuli
kenndir við Koll (eða Kolla), því
að nöfnin Kollur og KolU virðast
hafa verið alveg óþekkt í Noregi
á landnámstíð. Nafnið kemur
aldrei fyrir í Heimskringlu fyrr en
á dögum Inga konungs. Þá er getið
um Kolla prúða skáld, og var hann
íslenzkur. E. Lind (Norsk-islandske
dopnamn) telur að Kolla-nöfn komi
þar ekki fyrir fyrr en á 11. öld.
En það er eigi aðeins að firðir
hér á landi séu kenndir við Kolla,
heldur einnig bæir, svo sem Kolla-
vík í Þistilfirði, Kollslækur í
Hálsasveit í Borgarfirði, Kollsvík
hjá Patreksfirði, Kollabær í Fljóts-
hlíð, Kollabúðir í Þorskafirði,
Kollsá bæði í ísafjarðar og
Strandasýslu, og í Vallahreppi í
Suðurmúlasýslu voru Kollsstaðir
og þar er enn bær sem heitir Kolls-
staðagerði.
Vér skulum nú athuga hvað
Landnámabók segir um Kollafirð-
ina.
Kollafjörður í Strandasýslu:
Kolli hét maður er nam Kollafjörð
og Skriðinsenni, og bjó undir Felli
meðan hann lifði.
KoIIaf jörður í Barðastrandasýslu:
Kolli Hróaldsson nam Kollaf jörð og
Kvígandanes, en seldi ýmsum
mönnum landnám sitt, en hann fór
í Laxárdal á Höskuldsstaði er hann
kvongaðist. Hann var síðan kall-
aður Dala-Kollur.
Þessar upplýsingar eru harla lít-
ils virði. Um fyrra nafnið er það
að segja, að engu er líkara en að
höfundar Landnámabóko. hafi tal-
ið svo sem sjálfsagt, að Kollafjörð-
ur í Strandasýslu sé kenndur við
landnámsmanninn og hann hafi
því hlotið að heita Kolli (eða Koll-
ur), en hafi ekki vitað neitt meira
um hann né það landnám. Um
seinna nafnið er það að segja, að
þar er landnámsmanninum Kolla
Hróaldssyni blandað saman við
Dala-Koll, sem sagður er Veðrar-
Gríms son Ása sonar hersís. Þessi
ruglingur er svo rækilegur, að rak-
in er ætt frá Kolla Hróaldssyni eins
og frá Dala-Kolli: Höskuldur —
Þorleikur — Bolli, sem átti Guð-
rúnu Ósvífursdóttur. Gæti þetta
staðizt, ef gert væri ráð fyrir því,
að hér væri um sama mann að
ræða og að Dala-Kollur hefði num-
ið land norðan Breiðafjarðar, áður
en hann kvæntist. Guðbrandur
Vigfússon heldur að þeir hafi verið
frændur, ættaðir úr HaddingjadaL
og sömu ættar hyggur hann Kollá
á Felli í Kollafirði. En það virðast
ágizkanir einar. Um Dala-Koll seg-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 277
Blašsķša 277
Blašsķša 278
Blašsķša 278
Blašsķša 279
Blašsķša 279
Blašsķša 280
Blašsķša 280
Blašsķša 281
Blašsķša 281
Blašsķša 282
Blašsķša 282
Blašsķša 283
Blašsķša 283
Blašsķša 284
Blašsķša 284
Blašsķša 285
Blašsķša 285
Blašsķša 286
Blašsķša 286
Blašsķša 287
Blašsķša 287
Blašsķša 288
Blašsķša 288
Blašsķša 289
Blašsķša 289
Blašsķša 290
Blašsķša 290
Blašsķša 291
Blašsķša 291
Blašsķša 292
Blašsķša 292