Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1957, Qupperneq 8
M6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Geislabrandar himinhvelsins
Halastjörnur eru merkileg fyrirbæri
í SÓLHVERFI voru eru eigi aðeins
jarðstjörnurnar, heldur einnig aðr-
ar undarlegar stjörnur, sem nefn-
ast halastjörnur og nemur tala
þeirra áreiðanlega yfir 100.000. Þær
fara eftir vissum brautum um-
hverfis sólina, alveg eins'og jarð-
stjörnurnar.
Vér þekkjum nú um þúsund hala
-stjörnur, en vér getum giskað
á að á móti hverri einni þeirra
eru 200—300 aðrar, sem vér höfum
ekki séð, en líklegt er að koma
muni í ljós. Ástæðan til þessa er
einföld. Flestar halastjörnur faia
eftir afarlöngum sporbaugum um-
hverfis sólina, og eru sumar allt að
40.000—50.000 ár að fara eina hring-
ferð. En frá jörðinni er halastjarna
ekki sýnileg nema aðeins stutta
hríð þegar hún er næst jörðu. Og
venjulega verða þær ekki sénar þá,
nema í víðsjá, vegna þess hve dauf
birta þeirra er. Þó kemur líklega
ein halastjarna á hverju ári að
meðaltali svo björt, að hægt er að
eygja hana með berum augum.
En fjórum eða fimm sinnum a
Öld kemur svo björt halastjarna, að
hægt er að sjá hana með berum
augum, jafnvel um bjartan dag.
Ein slík kom í janúarmánuði 1910
og önnur í desember 1927, og sá-
ust aðallega á suðurhveli jarðar.
Búast má við því að tvær eða þrjár
svo bjartar stjörnur muni birtast
áður en þessari öld er lokið.
Á hverju ári koma í ljós að með
altaii 3—4 af þessum langferða-
stjörnum, og á þessu hefir gengið
stöðugt um margar aldir. En þar
sem hver þessara stjarna er um
40.000 að íara eina hringferð,
Grein þessi er útdráttur úr bókinni „The Modern Universe" eftir dr.
Raymond A. Lyttleton, kennara í stærðfraeði við háskólann í Cam-
bridge, og fyrrverandi varaforseta konunglega stjörnufræðafélagsins i
Lundúnum.
eða jafnvel enn lengri tíma, þá er
það skiljanlegt að fjöldi haia-
stjarnanna muni fara fram úr
100.000.
Þegar um slíkar langferðastjörn-
ur er að ræða, er ekki hægt að
segja fyrir um komu þeirra, at
þeirri einföldu ástæðu, að liðin erU
að minnsta kosti 40.000 ár síðan
þær voru hér á ferð áður og á
þeim tíma voru menn ekki farnir
að fást við stjörnuathuganir og
gang himinhnatta.
Til eru um 100 halastjörnur, sem
eiga sér miklu skemmri hringbraut
um sól, og koiha því í ljós nokkurn
veginn reglulega og með stuttu
millibili. Kunnust af þeim er hala-
stjarnan, sem kennd er við Halley,
vin Newtons, því að hann athugaði
hana gaumgæfilega fyrstur manna.
En Halley fann ekki þessa hala-
stjörnu, hún hafði sézt mörgum
sinnum áður. Fyrstu fregnir, sem
menn hafa af henni, eru að minnsta
kosti 240 árum f. Kr., og líkur eru
til þess að hún hafi sézt 467 árum
f. Kr. Það var þessi halastjarna,
sem sást árið 1066 í þann mund, er
orustan við Hastings var háð cg
Vilhjalmur bastarður brauzt til
ríkis í Englandi. Þess vegna er hún
sýnd á einni myndinni á hinum
fræga Bayeux-refli. Seinast sásc
þessi halastjarna árið 1910 og næst
mun hún koma í lok ársins 1980.
Brooks-halastjarnan, sem sást 21. okt.
1893. Halinn er einkennilega hlykkj-
óttur.
Þótt halastjörnur virðist miklar
fyrirferðar, eru þær þó svo lausar
í sér, að væri efni þeirra þjappað
fast saman, mundi ekki úr því
verða stærri hnöttur en svo sem
2—3 km. í þvermál. En þessar
stjörnur hafa vakið meiri skelf-
ingu og hjátrú meðal manna en
öll önnur fyrirbrigði á lofti. Senni-
lega er ástæðan sú hve geisilega
stórar þær sýnast, og að halinn
verður stundum eins og eldhaf, eða
líkt og „brugðinn sem skjómi
himni á“, þegar þær fara næst sól-
inni. Halinn, sem þá sést getur ver-
ið hundruð miljóna kílómetra lang-
ur, og stundum er eins og hann
nái þvert yfir himingeiminn. Eins
og áður hefir verið sagt, kemur að
meðaltali á hverju ári ein haia-