Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
181
Menn verða því að finna upp
hugvitsamlegri ráð í baráttunni
við skordýrin. Þeir verða að finna
gróður, sem stenzt skordýraplág-
una. Þeir eru komnir vel á veg með
það að verja hús sín fyrir hvítu
maurunum, síðan þeir fundu upp
að byggja úr málmi, plast, gleri
eða brenndum leiri. Gerviefnin,
sem nú er farið að nota í fatnað,
eru líka örugg gegn mölnum. Þetta
er allt gott og blessað. En menn
ættu að gera meira að því en gert
hefir verið að tryggja sér liðveizlu
annarra óvina skordýranna, svo
sem fuglanna. Það er alveg ótrú-
legt hve stór skörð fuglarnir geta
höggvið í hóp skordýranna.
Til eru og meinlaus skordýr, sem
lifa á því að eta önnur skordýr,
sem eru skemmdarvargar. Sumar
bjöllutegundir eru iðnar við að út-
rýma allskonar blaðlús og lirfum.
Hér er um að ræða „jafnvægi"
náttúrunnar sjálfrar og með því að
tryggja sér aðstoð hennar, er hægt
að halda öllu í skefjum.
Nýustu framfarir eru hér tví-
eggjað sverð. Það er kunnugt, að
við hverja kjarnasprengingu eykst
geislamagn loftsins, og það er
einnig kunnugt að það getur vald-
ið stökkbreytingum. En það er
sýnt, að stökkbreytingar verða
skordýrunum til gagns.
Talað hefir verið um, að kjarn-
orkustyrjöld geti útrýmt mann-
kyninu algjörlega. En það er engin
hætta á, að hún mundi eyða skor-
dýralífinu, enda þótt allt annað líf
færi forgörðum. Þau eiga sér alls
staðar felustaði, þar sem þessi
Ragnarök mundu ekki ná til þeirra.
Allt bendir því til þess að skor-
dýrin muni erfa jörðina.
Takist manninum að umgangast
náunga sinn svo að mannkynið
geti haldið lífi, verður hann líka
að læra hvernig hann á að hegða
sér gagnvart skordýrunum. Geri
hann það ekki, ber að sama brunni
Hvaða  kvalir eru sárastar?
ÞÉR kannist ef til vill við hverjar
þjáningar fylgja tannpínu, höfuð-
verk eða beinbroti. En þær þján-
ingar eru ekkert á móts við þær
kvalir, sem menn taka út ef þeir
fá „tic douloureux". Þær þjáning-
ar eru svo ofboðslegar, að menn
hafa stundum framið sjálfsmorð
þeirra vegna.
En hvað er þá „tic douloureux?"
Það eru þjáningar í taugakerfinu,
og til þess að lýsa veikinni skulum
við taka dæmi af sérstökum manni.
Hann sat að miðdegisverði og
kenndi sér einkis meins, þar til allt
í einu að hann fekk óþolandi kvalir
í kjálkann og lagði verkinn upp í
eyra. Þetta kom jafn snögglega eins
og hann hefði fengið raflost. Hann
hafði aldrei fengið aðrar eins kval-
ir, og hann varð hræddur. En til
allrar hamingju hurfu kvalirnar
jafn snögglega og þær komu, eftir
svo sem 10—15 sekúndur, enda þótt
hann hefði einhverja einkennilega
tilkenningu í kjálkanum.
Skömmu seinna fór hann í skrif-
stofu sína, og þá fekk hann annað
kast. Þegar það leið frá, sat hann
eins og dauðadæmdur við borðið og
þorði sig ekki að hreyfa af ótta
við að kvalirnar mundu þá koma
aftur. Eftir þetta fekk hann hvert
kastið af öðru, þangað til hann
leitaði sér læknis, og læknirinn sá
þegar hvað að honum gekk.
-8C-
Þjáningarnar koma og hverfa
jafn snögglega, án þess nokkur or-
sök sé sjáanleg til þess. En þján-
ingarnar koma alltaf aftur, þegar
— það verða skordýrin sem fara
með sigur af hólmi.
(Úr „New York Times Magazine')
minnst varir. Og í hvert skifti sem
þær koma standa þær lengur en
áður og eru verri. Þær geta komið
af því að maður sé að tyggja, eða
aðeins að tala. Menn vakna oft upp
um miðja nótt við kvalirnar, vegna
þess að andlitið hefir strokist við
koddann. Oft fá karlmenn þær þeg-
ar þeir eru að raka sig, og konur
þegar þær eru að snyrta sig.
Lengi var það, að menn heldu
að þetta væri tilfallandi verkur,
sem ekkert yrði við gert og leituðu
því ekki læknis. En svo var flutt
erindi um sjúkdóminn í útvarp í
Bandaríkjunum og þá gáfu sig þeg-
ar fram 212 sjúklingar.
Venjulega er það aldrað fólk,
sem verður fyrir þessu. Og vegna
þess að menn eru nú orðnir lang-
lífari en áður, má búast við því að
sjúklingum fjölgi. Þess vegna hafa
læknar lagt mikið kapp á að reyna
að finna eitthvert meðal við veik-
inni.
-00—
Veikinnar er fyrst getið á 18. öld
og þá gaf franskur læknir henni
nafn og dró það af því að sjúkling-
ur hans var ung og fögur greif-
ynja. Hann segir um sjúklinginn:
„Hún er svo ung og fögur, að það
kemur ,við hjartað í manni að horfa
á þjáningar hennar. Andlit hennar
afmyndast og líkaminn verður stíf-
ur og eins og stirnaður. Svo óbæri-
legar eru kvalirnar að hún óskar
þess helzt að deyja".
Læknar þekkja nú veikina og
hvernig hún hagar sér, en þeir vita
ekki af hverju hún kemur, og hafa
þó sérfræðingar í taugasjúkdómum
lagt sig alla fram um að komast að
því.
Ef maður meiðir sig eitthvað, það
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184