Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SÚÐAVÍKURKIRKJA
Framhald af bls. 8
menn áttu svo að segja hvert kot og
höfuðból. Fólk er líka orðið frjálsara
og djarfara í allri framkomu. Jafnvel
galdratrúin og brennuæði prestanna er
hjá liðið, og heilbrigð skynsemi ræður
rneir í viðskiptum manna en blind hjá-
trú og takmarkalaust vald lénsmanna
og kirkju. Árið 1786 skrifar sóknar-
presturinn og biskupssonurinn síra
Teitur Jónsson í Ögurþingum biskupn-
um í Skálholti og kvartar sáran undan
orðbragði Súðavíkurbóndans, Magnúsar
Ólafssonar lögsagnara á Eyri Jónssonar
og fær þrjár konur til að vitna það, að
téður Magnús hafi sagt við sig í bað-
stofunni á Svarfhóli. „Vertu blövaður og
farðu í djöfulinn, og þú ert helvítis
hundsspott." Rúmum hundrað árum
áður, þegar Jón þumlungur var þarna
prestur, hefði enginn vogað sér þvílíkt
orðbragð, því að Jón hefði látið brenna
hann lifandi sem galdramann. Þá var
hjátrúin svo mikil, að það var jafnvel
hægt að telja mönnum sjálfum trú um,
að þeir væru galdramenn, og láta þá
játa það, en að vísu þurfti stundum
að svíða þá dálítið áður með glóandi
járnum, eins og Jón þumlungur gerði
við Kirkjubólsfeðga.
x\rið 1733 kvartar Ólafur Jónsson
Iögsagnari á F.yri undan því við Jón
Árnason biskup, og segist gera það fyrir
hönd sóknarbarna, að of sjaldan sé
messað á Eyri vegna guðsþjónustugerðar
í Súðavíkurbænhúsi. Hvað hér vakir
fyrir Ólafi skal ósagt látið en geta má
þess þó að Álftfirðingar hafi lítt sótt
messur á Eyri þar eð hinn ágæti prest-
ur síra Ásgeir Bjarnason veitti þeim
óspart alla guðsblessun í kirkjunni í
Súðavík. Þarna virðist mér það koma
fyrst í ljós að Álftfirðingar kusu heldur
að kirkjan væri þar en á Eyri og hefur
Ólafur sjálfsagt séð fram í tímann með
það, að fyrr eða síðar kæmi að því að
aðalkirkjan yrði þar, sem hún þjónaði
bezt. Ekki verður séð að biskupinn
hafi neitt aðhafzt í málinu.
Þrem árum áður eða 173-0 var prestur
í Ögurþingum síra Arnfinnur Magnús-
son (f. 1666, d. 1741). Hann fékk Ögur-
þing 16. sept 1691 og var prestvigður
sama ár. Þetta ár var síra Arnfinnur
drukkinn við messugjörð í Súðavíkur-
kirkju og framdi þá ýmis afglöp segir
í ísl. æfiskrám. Fyrir þetta vék biskup-
inn Jón Arnason prestinum frá tafar-
laust en frávikning hans var staðfést
á preststefnu árið eftir. Sagt er um
biskupinn að „hann veik prestum frá
tafarlaust ef honum þótti vansæmd að
framkomu þeirra" og einnig að, „hann
var hinn mesti hófsmaður sjálfur."
Hann lagðist fast að því tvívegis í til-
lögum sínum til stjórnarinnar að hefta
fluting brennivíns og tóbaks til lands-
ins en kaupmenn og stiftamtmaður
hömluðu á móti. Um síra Arnfinn er
það sagt að „hann var frómur maður
en mjög fráleitur öðrum mönnum í
háttsemi og undarlegur". Páll Eggert
segir um hann. „Hann var alla ævi
ókvæntur og aldrei við kvenmann
kenndur, og það er tekið fram í heim-
ild að hann hafi haft sérlegan viðbjóð
á kvenfólki". Hann hefur átt heima á
Skarði og síðar á Garðsstöðum en síðast
í Ögri hjá Markúsi sýslumanni Bergs-
syni. Faðir hans var síra Magnús á Stað
í Steingrímsfirði Einarsson en kona síra
Magnúsar var Guðrún Halldórsdóttir
frá Melgraseyri. Svo er sagt, að síra
Arnfinnur átti 10 hundruð í Melgras-
eyri — og gaf Markúsi sýslumanni í
próventu sína. Þegar síra Arnfinni var
vikið frá Ögurþingum 1730, fékk Ás-
geir Bjarnason brauðið og staðfestingu
á því ári síðar eða mánuði eftir að
prestastefna hafði samþykkt frávikn-
ingu Arnfinns. Síra Ásgeir var síðasti
prestur, er þjónaði Súðavíkurkirkju, og
honum verður ekki um kennt þó svo
færi sem fór, að Súðavíkurkirkja tókst
af í hans tíð. Hann gerði allt sem í hans
valdi stóð til að viðhalda kirkjunni, en
allt kom fyrir ekki. Skal nú birt hér
orðrétt bréf síra Ásgeirs til biskups
1753.   Það hljóðar svo:
„Bænhúsið í Súðavík er endilega
nauðsynlegt að viðhaldist, þar eð van-
færir í Álftafirði, hvort heldir af veik-
leika eður aldurdómi, kunna þangað að
sækja þjónustu opinbera, þótt þeir ei
seu vegna vegalengdar og torfæru færir
til að sækja höfuðkirkjuna að Eyri, en
fyrir því í sagðan máta ómótsegjanlega
nauðsynlegt. - - Bænhús er næsta hrör-
legt orðið sökum tregleika hlutaðeig-
enda við þess endurbót um nokkra tíma
— og ekki sem stendur fullkomlega
isæmilegt til þjónustugjörðar. Útheimtir
það undandráttarlausa Reparation af
þeim, er hún tilkemur að lögum, svo
það mætti eftir sinni Fundatíu setjast
í sitt fornige stand.
Til staðfestu er mitt undirskrifað
nafn og signet að Eyri við Seyðis-
fjörð, 6. júní 1753.
Ásgeir Bjarnason
Ecel. ögri og Eyri
p. t. pastor."
Mýrum til dauðadags. Um hann segir
Páll Eggert í ísl. æfisk.: Hann var
•merkismaður, hægur og siðlátur, ágæt-
ur skrifari ag hefir skrifað upp fjölda
handrita, hagmæltur. Skrifaði ættartölu-
bók, annál og íslenzk-latneskt orða-
safn.
E
I kki virðist biskup neitt hafa
gert í þessu máli, og 1761 er svo komið
að búið er að leggja kirkjuna niður
mneð öllu. Hún sjálf í grunn niður fall-
in og, eins og síra Ásgeir orðar það í
bréfi til biskups, „fyrir tveim árum
ófær til guðsþjónustugjörðar en orna-
menta, (það er messuklæði) og annað
er til guðsþjónustugjörðar var notað
flutt í Eyrarkirkju." Segir prestur
þetta stafa af forsómun og hirðuleysi
jarðareigenda en noiskrum réttum
myndugleika.
Það virðist því ðruggt, að kirkjan í
Súðavík sé lögð niður 1759 en um 25
lárum síðar er sjálfur biskupsstaðurinn
í Skálholti aftekinn. Nú rís ný kirkja
í Súðavík samtímis og þjóðkirkjan
endurheimtir Skálholt og hyggst gera
það að biskupssetri í einhverri mynd.
Viðhorfin hafa breytzt á báðum stöð-
unum. Súðavíkurkirkja verður líklega
aðalkirkjan þar í sveit, því að þar er nú
þorp með prestssetri, sem virðist vera
heppilegt og gefast vel. En í Skálholti
er nú ekki eins hagkvæmt og fyrr að
hafa aðalbiskupssetur landsins. Það a
að vera í Reykjavík, margra hluta
vegna. En það eiga að vera fleiri biskups
stólar en einn. Þjóðkirkjan okkar verð-
ur að geta viðhaldið kristinni trú hér
og haft vakandi auga með öllu kristni-
haldi og eflt það ekki minna en fólks-
fjölgunin, sem er og verður ör á næstu
tímum, útheimtir.
J\ sgeir Bjarnason var eins og áð-
ur er sagt prestur ögurþinga þegar
Súðavíkurkirkja hin forna var aftekin
1759. Hann var sonur síra Bjarna í Ár-
mesi Guðmundssonar og konu hans Guð-
rúnar Árnadóttur prests í Skarðsþing-
¦um Einarssonar. Kona síra Ásgeirs var
Þórdís Jónsdóttir yngra í Veiðileysu í
Strandasýslu Sigmundssonar. Börn
þeirra voru Sigríður fyrri kona Sig-
urðar stúdents og hreppstjóra í Ögri,
Ólafssonar lögsagnara Jónssonar á Eyri
í Seyðisfirði, og síra Jón Asgeirsson
prófastur í Holti, en dóttir síra Jóns var
Þórdís rrióðir Jóns Sigurðssonar forseta
og síra Ásgeir prófastur í Holti faðir
síra Jóns á Álftamýri, sem Álftamýrar-
œtt er frá komin.
Síra Ásgeir Bjarnason var fæddur
1707, d. 4. ágúst 1772. Hann bjó á ýms-
¦um stöðum í ögurþingum. Á Fæti var
hann þegar danski kennimaðurinn
¦Harboe vísiteraði hjá honum 3. júlí
4745. Harboe segir að hann hafi góðan
lærdóm og gáfur. Hann hælir honum
mjög í skýrslum sínum og var hvata-
maður að því að sira Ásgeir fékk von-
arbréf frá Holti 10. júní 1746, en hann
Tiýtti það ekki. Síðast var síra Ásgeir
prestur í   Dýrafjarðarþingum og bjó á
E,
ig hef oft heyrt það hjá fólki
í Eyrarsókn að það muni margir prestar
Ögurþinga hafa búið á Svarfhóli, en
sannleikurinn er sá að þar munu aðeins
fáir prestar hafa búið. Ég veit aðeins
um þrjá: Síra Jón Grímsson um 1604,
frá honum segir í ævisögu Jóns Indía-
fara. Björn Þorleifsson um 1665, er taldi
sig og konu sína verða fyrir galdra-
ofsóknum og síra Magnús Þórðarson, er
skrifaði sóknarlýsingar um sóknir sín-
ar. Hann bjó þó lengst af annars staðar,
einkum á Hvítanesi.
í jarðabókinni 1710 segir svo um
Svarfhól: Munnmæli segja að þar hafi
að fornu verið bænhús og sést þar þá
enn til tóftar og kirkjugarðs í túninu, þar
sem Kirkjutunga heitir. Jörðin konungs-
eign og hefur þá lengi verið lögð prest-
inum til uppeldis, hefur hann og öll
byggingarráð. Þar er þá annað býli og
heitir Svarfhólshús. Nafnið Kirkjutunga
getur vel verið dregið af ítökum þeim
sem kirkjan í Súðavík átti í landi jarð-
armnar alla tíð frá 1405. Ég hef hvergi
fundið heimild fyrir því að bænhús hafi
verið í Eyrarsókn utan hálfkirkjan í
Súðavík sem stundum er kölluð því
nafni. Síra Magnús nefnir nokkra staði
í sóknarlýsingum sínum par sem hann
hefur heyrt að verið hafi bænhús en
engar sannanir hefur hann fram að
færa sögunum til stuðnings. Skömmu
eftir siðaskipti eignaðist konungur
margar jarðir í Álftafirði, og um 1600
er jörðin Svarfhóll lögð til framfærslu
prestinum. Astæðan fyrir því að svo
fáir prestar sitja jörð þessa er sú að
leigur af henni voru svo háar, að þeim
fannst gróðavænlegra að hirða leigurn-
ar, en búa annars staðar.
Þ
ess er hvergi getið að jarðsett
hafi verið að Súðavík meðan kirkja
var þar, þó hlýtur svo að hafa verið.
1 dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar
stendur þetta sem hér fer á eftir. Orð-
rétt tekið upp úr Arsriti Sögufélags
ísfirðinga 1961 bls. 70: „Miðvikudaginn
21. október 1903 var verið að grafa
fyrir kjallara í baðstofugólfi í Súðavík
og var þá komið niður á mannsbein og
mannsístru. Fannst höfuðkúpa, tæplega
hálf og molar af ístru. Vel sást hvernig
líkið hafði legið, en það var á venju-
legan hátt: höfuðið í vesturátt á móti
austri. Þar fannst og hnúta en hún var
s-vo fúin, að hún datt í sundur er farið
var með hana.
Ég fór inn í Súðavík og handfór
höfuðkúpubrotið. Var hún (höfuðkúp-
an) þykk og mikilfengleg og auðséð,
að hún var úr stórum manni.
Sagt er að bænhús (kirkja) hafi til
forna verið í Súðavík og mótar þar
fyrir garðvegg (kirkjugarðsvegg?) ut-
anvert við baðstofu þá er mannsleif-
arnar fundust í. Eftir því stendur bað-
stofan innanvert  í miðjum   garðinum.
Hætt var við að grafa kjallarann, því
búizt var við, að fleiri mannsleifar
mundu finnast, og mold og grjót aftur
fellt niður."
Með nýjustu rannsóknaraðferðum má
eflaust fá úr því skorið, hversu gömul
þau mannabein eru, sem þarna liggja í
jörðu.
I
Hr. Sigiirbjörn Einarsson biskup
vígir Súöavíkurkirkju.
upphafi þessa máls var getið um
gjöf Bjarnar Jórsalafara Einarssonar til
kirkjunnar í Súðavík 1405 og það gef-
ið í skyn, að vel mætti vera, að Björn
hafi látið byggja kirkju þessa í upphafi
— og þess getið jafnframt, að Björn
hafi verið ættaður frá Súðavík. Reki
maður karllegg Einars eins langt aftur
og auðið er, nemum við staðar við mann
að nafni Sigmundur Gunnarsson. Eng-
inn veit um ættir hans, og er hann þó
vel kunnur af frásögn Sturlungu.
1234 er hans fyrst getið og þá í liði
Órækju Snorrasonar, er hann fór með
Kolbeini norður á land á móti Sig-
hvati k Grund. Árið eftir er Sigmundur
með Órækju í Borgarfirði, og það ár er
hrúðkaup Sigmundar að Hrafnseyri, þar
sem hann gengur að eiga Herdísi, dótt-
w Hrafns Sveinbjarnarsonar. Segir
Sturlunga, að veizluföngum til brúð-
kaupsins hafi verið aflað „á vestfirzku"
þ e. með ránum, því farið var til
Álftamýrar og búfé tekið þar úr hög-
um og slátrað eftir þörfum. Sama ár
fær Sigmundur Súðavík hjá Órækju, er
hafði tekið þó jörð af Þorgrími bratt,
er ber hafði orðið að fjörráðum við
Órækju. Sigmundur var í Skálholts-
bardaga 2. jan. 1242 með Órækju og
Sturlu Þórðarsyni, er þeir sóttu a3
Gizuri, og gekk þá Sigmundur á
mannbroddum á þaki forskálans, er lá
að kirkjunni. Hann var og í Flóabar-
daga 1244 á skipi því, er kallað var
Ognarbrandurinn. Hann var þar einn
af þrem fyrstu mönnum, sem gengu á
skip Kolbeins, en þeim var öllum rutt
í sjóinn af spjótsoddum Norðlendinga
og voru dregnir á skip sín aftur. Son-
ur þeirra Herdísar var Sveinbjörn Súð-
víkingur. Hann, og líklega þeir feðgar
baðir,   munu hafa  veríð  í  liði Hrafnj
12   IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS
17. tölublað 1963
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16