Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						irkiur me
Sundum
Effir  Árna  Óla
Svo segja vitrir menn að nokk-
urir landnámsmanna hafi
skírðir yerið, þeir er byggt hafa ís-
land, flestir þeir er komu vestan um
haf (Leturbreyt. hér) ... og heldu
þeir sumir vel kristni til dauðadags.
En það gekk óvíða í ættir, því að
synir þeirra sumra reistu hof og
blótuðu, en land var alheiðið nær
hundraði vetra.
Þannig segir í Sturlubók Land-
námu og eru þetta elztu heimildir
er vér höfum um trúbragðasögu ís-
lendinga. Fræðimönnum ber ekki
saman um það hve margir hafi kom
ið hingað vestan um haf (þ.e. frá
Bretlandseyum, áttin vestur miðuð
við stefnu þangað frá Noregi). En
ekki er að sjá, að trúarbrögðin hafi
valdið neinum deiluim hér í önd-
verðu. Kristnir menn og heiðnir
bjuggu í nábýli og ekki fara sögur
af neinum trúardeilum. Svo virðist
sem fullkomið umburðarlyndi í trú-
málum hafi þá verið hér á landi.
Kristnir menn reistu nokkrar kirkj-
ur, en heiðnir menn, er héraðshöfð-
ingjar vildu verða, reistu hof; var
það vænlegast til mannaforráða,
enda virðist flestum hafa verið
meira í mun að ná völdum, heldur
en að þeir reistu hofin vegna áhuga
fyrir trúmálum. Þó eru þar undan-
tekningar.
Landið varð albyggt á 50-60 árum og
liíðu þá enn margir landnámsmenn og
synir þeirra, segir Sturlubók. En þá
verður hér gagnger breyting á. Árið
930 er allsherjarríki sett á stofn á ís-
landi og jafnframt er þá Alþingi stofn-
að, og það setur ríkinu hina fyrstu
. stjórnarskrá (Úlfljótslög). Þar er svo
fyrir mælt, að íslendingar skuli allir
vera Ásatrúar og gjalda toll til hofa.
Hér urðu hin fyrstu siðaskifti á íslandi,
pótt fátt hafi verið um þau talað og rit-
að. Áður var hér algert trúfrelsi, menn
máttu trúa á Æsi, Krist, stokka og
steina eða mátt sinn og megin. En nú
skyldu allir hafa sömu trú. Engar sagn-
ii eru um að kristnir menn hafi mót-
mælt þessu, enda er flest á huldu um
undirbúning stofnunar allsherjarríkis á
Islandi og setningu Alþingis. Ef til vill
hefir þetta farið friðsamlega fram,  og
Dómkirkjan í Reykjavík.
Bessaslaðakii-kja,
ef til vill hafa menn fremur litið á þessa
breytingu frá pólitísku sjónarmiði en
trúarlegu og talið hofskattinn gjald til
að standa straurn af kostnaði við land-
stjórn. Þó eru þess dæmi, að kristnir
menn hafi neitað að greiða hoftoll, eins
og sést á frásögninni um Þorleif kristna
í Krossavík í Reyðarfirði (Vopnfirð-
ingasaga). En þar sem það mál hjaðnaði
niður, mætti ef til vill gera ráð fyrir,
að fleiri slik mál hefði á undan farið og
ekki verið gengið ríkt eftir því að kristn
ir menn greiddu hoftolla. Hafi kristni
því þróazt í landinu, þrátt fyrir allsherj-
arlögin og gæti það skýrt hvers vegna
Ásatrúin stóð svo höllum fæti árið 1000,
þegar kristni var lögtekin.
i3 am-kvæmt fornsögunuiri gætir lif
andi trúar lítt hér á landi í heiðnum
sið. Þó verða menn reiðir þegar Stefn-
ir Þorgilsson kemur hingað í trúboðs-
erindum á fyrsta ríkisstjórnarári Ólaís
konungs Tryggvasonar, og var það
vegna fruntalegs framÆerðis hans, þar
sem hann tók að brjóta skurðgoð, hof
og hörga. Trúboði Stefnis var tekið með
kæruleysi, en ofbeldisverk þoldu menn
honum ekki.
í trúboðssiögu Þorvalds Koðránssonar
ei og getið atviks, sem sýnir að kæru-
ieysi í trúarefnum hefir verið býsna
rótgróið. Þorvaldur kom að Hvammi í
Dölum, þar sem bjuggu afkomendur
Auðar djúpúðgu, en nú var þar komið
hof. Þorvaldur boðaði trú, 'en Friðgerð-
ur húsfreyja fór inn í hofið og svaraði
honum þaðan. En Skoggi sonur hennar
hló að þeim. Þetta viðbragð unglingsins
yirðist benda til þess að ekki hafi stað-
ið djúpt virðing manna fyrir trúar-
brögðunum. Þessi unglingur, sem var
sonur hoígoða og hodgyðju, hæðist að
því er móðir hans og trúboðinn leiða
saman hesta sína. Honum finnst það
skoplegt. Hann átti þó að erfa goðorð
föður síns og hefði átt að hafa fengið
það uppeldi, að hann hefði staðið stöð-
ugur í trúnni og átt að veita móður
sinni lið í viðureigninni við aðkomu-
manninn, sem boðaði nýjan sið. En við-
brögð hans urðu öll önnur, ofe hvers
mátti þá vænta af almenningi. Orsök
þess var sú, að A^atrúin talaði ekki til
hjartnanna, og þsss vegna fylgdi henni
ekki sá andlegi kraftur, sem hefir gert
heittrúarmenn að hetjum og píslarvott-
um. Ásatrúin var miklu fremur við-
skiftalegs eðlis, því að menn keyptu sér
aðstoð guðanna mað fórnum og blótum.
Þeir gerðu upp reikninga sína við guð-
ina á vissum tinum, líkt og þegar menn
eru nú að greiða víxla sína eða , gera
upp" við kaupmanninn. Þeir „skyldu
blóta í móti vetri til árs, en að miðjum
vetri blóta til gr^ðrar, hið þriðja að
sumri, það var s:;urblót". En ef vetur
voru harðir og uppskera brást, mundi
þá ekki hafa ve.ið heldur dauft yfir
sigurblótinu?
u,
m 70 ár vr.r Asatrúin lögskipuð
hér í landi. En svo koimu þeir Hjalti
Skeggjason og Gissur hvíti með kristni-
boðið árið 1000 og fluttu mál sitt á Al-
þingi. Þá kom ser.diboði hlaupahdi með
þær fréttir, að jarðeldur væri kominn
upp í Ölfusi og stefndi hraunflóðið á
Hjalla, bæ Þórodds goða. ,.Ei er undur í
að goðin reiðist tölum slíkum", sögðu
þá hinir gallhörðustu heiðingjar. En
Snorri goði svaraði þeim: „Um hvað
reiddiist goðin þá er hér brann hraun-
ið er nú stöndum vér á?" Þetta svar
eins hins vitrasta íroðorðsmanns sýnii
íra.ijMiald á bls. 6.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16