Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 1
 “v |— 12. tbl. 28. marz 1965. 40. árg. — | ALDARAFMÆLI SIBELIUSAR ÍEAN SIBELIUS Á sjöunda áratug aldarinnar hefur þegar verið minnzt hundrað ára fæð- ingarafmælis tveg.gja mikilla tónskálda — Debussys, meistara impressjónism- ans, oig Richards Strauss, meistara síð- rómantíska tímabilsins. Árið 1965 beinist athyglin til hllorður-Evrópu og Finnlands, því Jean Sibelius, sem samdi sjö symifóníur, fæddist 8. des- ember fyrir 100 árum. Meðal þeirra listamanna, sem taka þátt í Sibeliusar- vikunni í maí til að minnast aldaraf- mælisins, eru Herbert von Karajan og Fílharmóníuhljómsveit Berlínar, Bingit Nilsson og David Oistrakh, Cleveland- ihljómsveitin og George Szell, Sir John Barbirolli, Eugene Ormandy og Bartók- kvaríettinn. Meðal merkra viðburða minningarársins, sem fram fara í föður- landi Sibeliusar, enu alþjóðleg tónlistar- ráðstefna í Jyváskyla og alþjóðleg sam- keppni í fiðluleik, sem kennd verður við Sibelius, í Helsingfors í nóvember- mánuði n.k. Sibeliusarárið verður að teljast ntokkurs konar heimsviðburður, því yfir tvö hundruð Sibeliusartónleik- ar verða haldnir víða um heim á árinu til viðbótar þeim, sem finnskir lista- menn halda utan heimalands síns svo og hljómleikaferð borgarhljómsveitar- innar í Helsingfors um fjölmörg Evrópu- lönd. að eru ©kki svo mörg ár fró því fregnin urn lát Jeans Sibeliusar barst út um heiminn. >að var að kvöldi hins 12. septemiber árið 1957. Tónskáldið fékk Ihægt andlát í Ainola í Jarvenpáa, ein- mitt þegar Sir Malcolm Sargent var að Btjórna fimmtu symfóníunni á hljóm- leik'um borgarhljómsveitarinnar í Heis- ingfors. Ekkja tónskáldsins, Ainto Si- belius, sem er 94 ára að aldri, býr enn í hinu kyrrláta bjálkalhúsi meðal birk- isins og furunnar, þar sem svo mörg af huigstæðustu verkium Sibeliusar urðu til í áranna rás. Á síðustu árum ihans varð til „Þögnin í Airjola", sem þjóðsögur hafa skapazt um. Síðustu þrjátiu ár ævi sinnar gaf tónskáldið engin verk út. Áttunda sym.fónían, sem svo lengi var beðið eftir, varð hin dulda ráðgáta al'ls tónlistarheimsins. Minningarhljómleikar um allan heim A þessu ári miun tónlist Sibeliusar óma um heim allan. Samkvæm.t wppiýsingum sem föngizt hafa munu verða haidnir fleiri en 200 hijómleikar viða uim lönd. í Bandaríkjunium heíur Sibeliusarárinu verið veitt sérstök at- hygli. í ársbyrjun fluttu bæði forseti Finnlands og forseti Bandaríkjanna á- vörp til að minnast afmælisins og með- al hinna fjölmörgu Sibeliusarhljómleika sem eru fyrirhugaðir má nefna þá, sem hljómsveitin í Fíladelfíu heldur undir stjórn Eugenes Ormandys í hljóm leikaför sinni um austurströnd Bandaríkjanna í desember-mánuði, og hljómleika í Carnegie Hall í marzmán- uði undir stjórn Sir Johns Barbirollis. í helztu stórborgum Evrópu verður aldai-afmæilis Sibeliusar minnzt á eftir- tektarverðan hátt. Allar hljómsveitirn- ar í London og Vínarborg munu hafa verk tónskáldsins á efnisskrám sínum og í desembermánuði verða sérstakir afmælistónieikar í London, París, Múnohien, Genf, Rómaborg, Búdapest, Leningrad, Varsjá og Osló, svo nokkur dæmd séu nefnd. Meðal fjöimargra heknsþekktra hJjómsveitarstjóra og hljómsiveita þeirra munu þeir Emest Ansermet, Jevgeny Mravinsky, 0ivind Fjelstad, Witnld Rowicki,, Karel Ancerl og Akeo Watanabe hylla Sibelius. í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi eru sér stakar Sibeliusarhátíðir í undirbúningi og það virðist ljóst, að tónskáldið hafi haldið sinni ei-nstaklega sterku stöðu í hinum enskumælandi heimi. J. haust mun borganhljómsveitin i Helsingfors fara í langa hljómleikaför, sem hefst í London og heldur svo áfram um helztu borgir á meginland- inu og Austur-Evrópu, um Vínarborg og til Moskvu, og lýkur í höfuðborgum Norðurlanda. Hljómsveitarstjórarnir verða Sir John Barbirolli og Jorma Panula og með hljómsveitinni koma fram hinn heimsfrægi fiðluieikari Hen- ryk Szerymg og hin þekkta finnska sópransöngkona Anita Válkki. Fjórir af Herþert von Karajan helztu sérfræðingum Finna í verkusn Sibeliusar munu fara í fyririestraferð- ir um Mið-Evrópu, Norðurlönd, Rúss- land og Bandaríkin. Þar sem Sibelius samdi einkum tón- verk fyrir hljómsveitir er eðlilegt, að finnskir hljómsveitarstjórar verði önn- um kafnir. Paavo ,Berglund mun stjórna mörgum hljómleikum í London og víðar í Bretlandi, svo og Vestur-Þýzka- landi og París. Hann mun einnig stjórna 16 hijómleikum í Ástralíu í vor. Jussi Jalas stjórnar í Washington og víðar í Bandaríkjunum síðari hluta ársins. Helztu söngvarar Finna, Kim Borg, Anita Valkki, Martti Talvela og Tom Krause, munu kynna sönglög Sibeliusar, m.a. í Vínarborg, Rcmaborg, Frank- furt og Múnchen. Fjölmargar útvarps- og sjónvarpsstöðvar munu minnast af- mælisins og hafa útsendingar frá hé- tíðahöldunum, sem eru ekki aðeins bundin við Evrópu og Bandaríkin, því þau verða einnig t.d. í Japan, ÁstraRu og nokkrum ríkjum Suður-Ameríku. Frœgir Sibeíiusartúlk- endur til Helsingfors I Finnlandi er 100 ára fæðingar- afmæiið opinber viðburður. Urho Kekkonen, forseti, hefur fallizt á að vera verndari hátíðahaldanna og dag- skráin 'hefur verið samin a.f ráðgjafar- nefnd, sem skipuð var a.f ríkisráðimu. Af skiljanlegum ástæðum er þetta tal- inn vera þýðingarmesti viðburður í menningarsögu landsins. Hin árlega Sibeliusarhátíð hefut aldrei fyrr verið skipulögð á svo breið- um grundvelli. Með breytilegum efnis- skrám hljómleikanna verður gefin heiid armynd af verkum tónskáldsins. Þar sem Sibelius samdi fyrst og fremst hlj óimsveitarverk er eðlilegt, að athygli manna beinist fyrst og fremst að hin- um frægu hljómsveitarstjórum, sem munu heimsækja Helsingfors nú í ár. Herbert von Karajan og Berlínarhljóm- sveitin munu túlka fjórðu og fimmtu symfóníuna, Sir John Barbirolli hina fyrstu, Eugene Ormandy aðra, Ge- orge Szell þá sjöundu og á efnisskná þeirra verða einnig nokkur af hinum symifónísku ljóðu-m tónskáldsins, meðal annarra verk frá yngri árum hans. En Saga og Pohjolan tytár. Tengdasonur tónskáldsins, Jussi Jalas, mun stjórna hinu fáheyrða verki — Kullervo-sym- fóníunni. Sjöttu og þriðju symfóníunni verður stjórnað af hinum ungu finnsku hljomsveitarstj órum Faavo Berglund og Jorma Panula. Á efnisskrá Davids Oi- strakhs verður meðal annars hinn heims fraegi fiðlukonsert, Birgit Nilsson mun syngja mörg af hinu.m minna þekktu sönglögum hans, Bartók-kvartettinn mun flytja strengjakvartettinn, sem saminn var í London árið 1909, og einn- ig verður mikið flutt af kammermúsik . hans. Framhald. á bls. 12. £ugene oiuuuuy

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.