Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Jóhann Hjaltason
& •   11 •
rti alh
Turnafögur Hornbjarg heitir
höll við marar ál.
Þar á vori um kvöld ég kom,
sá kynt í hamri bál.
Hallardyr að haf i snúa.
„Hér mun ríkur kóngur búa".
Gulls- og silki-glit frá tjöldum
¦geisla sást í öldum.
Sólin rauð frá hafsbrún horfði,
hljóður hvíldi sær.
Flagg að hún á fieyi steig,
er færðist bjargi nær.
Hér var ei að koma að koti.
Kóngi heilsað var með skoti.
Brátt til svara bumbur allar
buldu í hvelfing hallar.
Varpfugl svaf, en við þær
kveðjur
vaknar, hver ein tó
-úr sér \*ængjum óteljandi
yfir djúpið spjó.
Hristist loft, en hljóða-gargið
hermdi og tuggði eftir bjargið,
og með rámra radda súgnum
rigndi d'rit frá múgnuim.
Þorsteinn Gíslason.
H„
lornbjarg er án efa eitt
kunnasta fuglabjarg landsins,
bæði vegna gagnsemi sinnar í
fuglaveiði og eggjatöku, og
ennfremur fyrir stórfengleik
sinn og hrikalega fegurð, sem
ýmsum listamönnum hefur orð-
ið að yrkisefni, í máli eða
myndum.
Þar sem bjargið lækkar og
teygir sig lengst til austurs, er
á bjargbrúninni lægð mikil
eða kvos, sem kallast Látravík,
þó að vík sé þar raunar engin
í venjulegri merkingu orðsins,
og báti verði ekki komið ann-
ars staðar en í þröngum hamra-
bási, sem skerst inn í ca. 30 m
háan bjargvegginn. í þessari
svonefndu vík, skammt frá
hamrabrúninni, srtendur nú
Hornbjargsvitinn, sem er eina
byggða bólið á því svæði öllu,
er fyrr lá undir tvo fjölmenna
hreppa, en það  er önnur  og
nýrtri saga.
Um 1880, eða ef til vilí að-
eins fyrr, hóf byggð í Látra-
vík fyrstur manna hin nafn-
kunna refaskytta Jóhann Hall-
dórsson, sem þekktastur var
undir nafninu Jóhann skytta.
Hann var Húnvetningur að ætt
og uppruna og atgervismaður
til líkama og sálar, hefðu hon-
um því váfalaust verið ýmsir
aðrir vegir færir til lífsafkomu
én hokur á slíkum stað, enda
undruðust það margir að hann
skyldi velja sér þessa kletta-
kvos til búskapar. Um það
farast dr. Þorvaldi Thoroddsen
svo orð, í ferðasögu sinni frá
Hornströndum árið 1886: „Kom
um við síðan niður í Látravík.
Það er kvos niður í bjargrönd
ina með nokkru grasi, mýra-
og dýjaflesjum í botninum.
Hér er hátt niður að sjó, og
verður bóndinn að hafa stiga
til þess að komast niður að bát
sínum, og hefir hann misst
hvern bátinn eftir annan í brim
um. Bóndinn, sem býr í Látra-
vík, er úr Húnavatnssýslu og
hefir látið mæla sér nýbýli hér
í bjargkvosinni, og mætti þó
ætla, að hann einhversstaðar; á
landinu hefði getað fengið sér
skárri blett til búnaðar."
Jóhann skytta og börn hans
munu hafa búið í Látravík um
futtugu ára skeið eða þar um
bil, en eftir það lagðist kotið í
eyði og var ekki byggt upp
aftur fyrr en allmörgum árum
síðar, þégar reistur var þar
Hornbjargsvitinn um 1930.
Sunnan að Látravík liggur Ax-
arfjall, sem er 2—300 m á hæð
og bratt uppgöngu báðum meg-
in, en nær þverhnípt fuglabjarg
sú hlið þess, er að hafinu snýr.
Þar er hamar einn nefndur
Öxi, og ber fjallið nafn af hon-
um.
Sunnan við Axarfjall er
Hrollaugsvík, þar sem Frímann
Haraldsson frá Horni, þá vita-
vörður í Látravík, hafði fjár-
bú og beitarhús um og fyrir
1940. Mun fjárins hafa  verið
vitjað daglega á vetrum,
hverju sem viðraði. Er þá eigi
um aðra leið að ræða en yfir
Axarfjall. Þó að vegur sá sé
ekki mjög langur, er hann
þeim mun hættulegri í norð-
austan byljum og stórviðri, með
hamrabrúnir fjallsins á aðra-
hönd en öræfi Hornstranda á
hina. Er það vissulega hæsti
og hættulegasti beitarhúsaveg-
ur, sem um getur á Vestfjörð-
um ogjafnvel þótt víðar væri
leitað. Ég hygg að Frímann hafi
haft meiri umsvif í búskap en
aðrir vitaverðir, sem í Látra-
vík hafa verið. Þrátt fyrir erf-
ið ræktunarskilyrði, færði
hann mjög út túnblettinn í
kringum . vitabygginguna og
reisti góð fénaðarhús, enda var
hann framkvæmdamaður mik-
il, manna hagastur og stund-
aði mikið smíðar.
í Hrollaugsvík er landið lágt,
þótt eigi sé það tóglendi víð-
lent. Þar er nes eitt lítið, sem
Bjarnarnes heitir. Þar hefur
stundum verið búið, einkum á
19. öld, þó að ekki sé þar nú
búsældarlegt um að litast, frem
ur en í Látravík hinum megin
fjallsins. Jarðabók Árna Magn-
ússonar og Páls Vídalíns frá ár
inu 1710, lýsir staðnum svo:
„Bjarnanes heitir eitt nes eður
landspláss fyrir austan Horn-
ið, þar hafa menn brúkað ver-
stöðu á vor úr Strandasýslu og
Grunnavikursveit um lítinn
tíma og smíðað þar upp ver-
búð, en hjer um fyrir 20 árum
hefur einn maður bygt hjer
úr verbúð lítið bæjarkorn og
dvaldi þar við með konu sinni
og einu barni um 2 ár og varð
þó nokkuð á milli áranna.
Hvorki hefur þar verið bygð
áður né síðar.
Dýrleiki er óviss a þessu
landi, því það tíundast öngv-
um og kallast almenningur
bæði austur og vestur £rá þessu
takmarki Bjarnanesi, sem eru
hverjum manni heimilir til
brúkunar tollfrí eftir laganna
útvísan. Galt og þessi maður,
sem 'hjer bygði, ekkert eftir þá

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16