Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						8. tbl. 21. febrúar 1971, 46. árg.
Sr. Kolbeinn Þorleifsson
Eskifirði
FYRSTI
ÍSLENZKI
KRISTNI-
BOÐINN
I. HLUTI
UPPELDISÁR
Iferkilegt vottorð
Egill Þórhallason fæddist
þann 10. nóv. 1734. Var hann
sonur Þórhalla Magnússonar
prests á Borg á Mýrum og
konu hans, Bóthildar Egilsdótt
ur. Þórhalli prestur þótti góð-
ur að búa unga menn undir
skóla. Þannig kom til hans
Eggert Ólafsson, áður en hann
fór í Skálholtsskóla. Minntist
hann æ síðan þessa kennara
sins með virðingu. Bróðir
Eggerts, Magnús, varð i Kaup-
mannahöfn   einkavinur   Egils.
Má vera, að þar kenni hins
fyrra sambands, sem verið hef-
ur milli heimilisins á Borg og í
Svefneyjum. Bóthildur, móðir
Egils, var aftur á móti tengd
frœndsemisböndum við bræð-
urna frá Hitardal, síra Finn i
Reykholti og síra Vigfús í Hít-
ardal. Vegna þess er síra Egill
fyrst nefndur í opinberum bréfa
bókum 12 ára gamall.
Séra Þórhalli lézt nefnilega
árið 1746, og var þá drengnum
Agli komið í fóstur hjá þeim
brœðrum. Á þeim árum var
biskupslaust í Skálholti, og fór
síra Finnur í Reykholti með
biskupsvald, var officialis, eins
og kallað var. Það útheimti m
a., að hann varð að færa ræki-
lega bréfabók um mikilvægustu
verkefni embættis síns. Um þær
mundir sem síra Finnur er að
skila af sér embættinu til herra
Ólafs Gíslasonar Skálholtsbisk
ups, lætur hann færa í bókina
beztu persónulýsingu á hinum
veröandi GrænlandstrúboÖa,
sem hægt er að biðja um. Það
er vottorð hans með drengnum.
þegar hann er tekinn í Skál-
holtsskóla. Vottorðið er dag-
sett 4. september 1747, og hljóð-
ar þannig (i nútima stafsetn-
ingu).
Attest Egils
Þórallasonar
Ungmennið Egill Þórhallason
var á minu heimili næstliðið
vor nokkrar vikur til reynslu,
hvort sem þætti hæfilegur til
bóknáms og vitna ég hér með,
að það frekast ég hefi skyn-
semd á memoria eður næmi í
meðallagi en um ingeniuml) og
judieiuiri2) er varla nú til
reynt, þar hann er fyrsta far-
inn að bera við að gjöra latn-
eskan stíl. Þó er hugboð mitt,
að muni verða tækilegt. Hlýð-
inn, þægur, frómur til orðs og
æðar, samt sæmilega viljugur
til að læra. Reyndist hann það
ég til hans vissi. Guð gefi hon-
um að eflast að aldri, vizku,
náð fyrir Guði og mönnum.
Þessu til merkis mitt nafn og
signet.
Reykholti etc.
Þannig lýsti hinn frábæri
lærdómsmaður Islendinga á
sinni tíð drengnum, sem átti
eftir að verða fyrsti íslenzki
kristniboðinn eftir siðaskiptin.
En áður en að þvi kom liðu
næstum 20 ár.
1)   Greind.
2)   Dómgreind.
Grænlendingar veiða niður um
ís. Göniul teikning.
INN-
GANGS-
ORÐ
Þann 3. júlí 1971 verða 250 ár liðin siðan hinn mikli
Grænlandstrúboði Hans Egede sigldi skipi sinu Voninni
að eyju þeirri í mynni Godthaabsf jarðar, er síðan
hefur borið nafnið „Ey Vonarinnar" (Haabets ö).
Þe'tta varð upphafið á trúboðsstarfi hans meðal Kskimóa,
sem frægt er orðið í sögu kristinnar kirkju. Þessa mun
væntanlega verða minnzt á verðugan hátt siðar.
Ég vii aðeins minna á það, að þjóðskáld okkar
Davíð Stefánsson hreifst svo af starfi þeirra Egede-hjóna
í Grænlandi, að hann skrifaði um það leikrit, sem nefnist
„Landið gleymda", og byggir það á raunverulegum atburðum,
þótt skáldlega sé með efnið farið, eins og búast mátti við
af stórskáldi. Vaeri ekki tilvalið, að þeir, sem til þess
eru haefir, tækju þetta verk til flutnings í tilefni
af þessu merlásafmæli?
f þetta sinn verður annað efni þessu skylt kynnt almenningi.
I kjölfar Egedes sigldu nefnilega menn úr ýmsum stöðum
í dansk-norska ríkinu til Grænlands, bæði sem verzlunarmenn
og trúboðar. Þar voru Danir, Norðmenn og fslendingar.
Þessi grein og næstu þrjár munu f jalla um fyrsta íslenzka
trúboðann, séra Egil Þórhallason frá Borg á Mýrum,
sem var einn af helztu eftirmönnum Egedes sem trúboði
í Godthaab, og var síðustu ár sín í Grænlandi
fyrsti prófastur yfir Suður-Grænlandi.
Greinar þessar byggja á frumheimildum, sem höfundur fann
í Ríkisskjalasafni Dana ásamt heimildum i íslenzkum
söfnum, sem hann rakti sig til eftir hinúm. Höfundur
vill færa menntamálaráðuneytinu kærar þakkir fyrir að hafa
gert sér kleift að komast að þessum heimildum með
styrkveitingu síðastliðið ár. Minning séra Egils hefur
alltof lengi verið hjúpuð hulu gleymskunnar hjá fslendingum,
þótt sagufræðingar Dana hafi haldið minning-u hans á loft.
Starf hans var það mikilvægt í grænlenzkri sögu,
að ekki er hægt að komast framhjá honum.
Kolbeinn Þorleifsson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16