Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 5
að fara sér hraðar,'1 er haft eftir bandarískum diplómat, sem starf- aði i Saudi-Arabiu. En Feisal er þeirrar skoðunar, að bezt sé að flýta sér hægt. „Byltingar geta komið ofan frá úr hásætum, ekki síður en upp úr kjöllurum sam- særismanna," segir hann. „Okkur vantar næstum allt, en það er sama: Stöðugleiki er höfuðskil- yrðið. Byggingin má ekki koll- steypast. Við byggjum frá grunni og verðuni áð fara okkur hægt. Kraftaverk gerast ekki á einni nóttu." Þessi varúð getur orðið nokkurt vandamál. 1 Saudi-Arabíu er risin upp ný stétt ungra tæknikrata, menntaðra á vestur-lenzka vísu. Þessir menn þyrpast nu út í við- skipta- og skriffinnskulíf lands- ins. Vera má, að ekki líði á löngu þar til þeir krefjast þess, að róð- urinn verði hertur og þeim fengin meiri hlutdeild i stjórn og stefnu landsins. Þá er sá vandi að velja eftir- mann Feisals. Beinar ríkiserfðir eru ekki skilyrði í Saudi-Arabfu. Arið 1965 kaus konungsfjölskyld- an hálfbróður Feisals, Khalid krónprins, til að verða eftirmaður hans. En Khalid, sem nú er sextíu og þriggja ára gamall, er sagður óframfærinn og hæggerður og þjáist i þokkabót af lijartasjúk- dómi. Þvi er trúlegt, að ekki verði allir á einu máli uih valiö, er Feisal fellur frá, og verður það tekið til endurskoðunar. Líklega yrði þá samið, svo allir gætu vel við unað; Khalid t.d. krýndur kon- ungur, en stjórntaumarnir feng- nir i liendur yngri og dugmeiri manni. En þetta mun tæpast verða íyrir opnum tjöldum. Saudfjölskyldan hefur aldrei borið deilur sínar á torg. En hver sá, sem fær það hlut- verk að stjórna landinu eftir daga Feisals, mun fá torleysan vanda að glíma við: stöðu Saudi-Arabíu i Miðausturlöndum. Þar til fyrir skömmu taldi Feisal það fyrsta og fremst hlutverk Saudi-Arabíu að vera eins konar andlegt einingar- afl Islams, þeirra landa þar sem Múhammeðstrú ríkir, enda hafa Sudi-Arabar haldið sig í nokkurri fjarlægð frá átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Annarra þjóða Arabar hafa margir hverjir litið þá illu auga fyrir vikið og jafnvel sagt þá einskisnýta villimenn. En stríðið hefur fært Arabaþjóðirnar 'hverja nær annarri og samþykki Feisals við útflutningsbanni á olí- unni hefur orðið þar þyngst á metunum. Hefur það aflað honum meiri virðingar og vinsælda með- al Ai-alia en dæmi eru til áður. Vinni oliubann Feisals þann sig- ur, sem vopnunum brást, getur svo farið, að konungur Saudi- Araba verði áður lýkur enn mesti leiðtogi i sögu Miðausturlanda vorra daga. YAMANI OLÍUSJEIK ÚR ALÞ ÝÐUSTÉTT Fáir menn urðu eins skyndilega heimsfrægir á síðasta ári og oliu- ráðherra Saudi - Arabiu, hinn slétti og felldi sjeik, Ahmed Zaki Yamani. Hafi honum og Feisal kóngi þótt útkjálkabragur á landi sinu og áhrifin smá í heimstaflinu mikla, þá hljóta þeir nú að vera komnir á aðra skoðun. Enda þótt Feisal hafi hin siðustu og endan- legu völd, hefur mönnum fundist olíuráðherrann furðulega sjálf- stæður, likt og hann væri þjóð- höfðinginn sjálfur. Það má með göðum rökum segja, að þeir Feisal og Yamani ráðherra hafi haft hendurnar á olíukrönunum og það er í stórum dráttum komið undir duttlungum þeirra, hvort úr þeim flæðir á gamia visu, eða hvort þeir láta aðeins dropana drjúpa i náð. Síðan þetta varð lýðum ljóst, hefur Yamani verið á þönum um heimsbyggðina svo aðeins Kiss- inger, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, getur státað af meiri þeytingi. Raunar er Kissinger að- eins einn þeirra, sem Yamani hef- ur hitt að máli, en þar að auki fjöldann allan af oliuforstjórum og ráðherrum Vesturianda. Hann er nákvæmlega eins og myndirn- ar sýna: Sléttur eins og ungbarn, fágaður og kurteis og jafnan er tvírætt bros á andliti hans. Öhætt er að segja, að Yamani fer vel með það mikla vald, sem honum hefur verið fengið í hend- ur; hann hælist ekki um yfir því, og hann er sízt af öllu maður, sem reigir sig og bvrstir róminn. Svip- ur hans er meira i ætt við refinn og enginn frýr honum vits. Eftir fundi með ráðamönnum eru um- mælin jafnan á einn veg: „Gáfað- ur“, „harður", „stórbrotinn". Ber- ist lofsyrðin honum til eyrna, bandar hann aðeins út höndunum með kurteislegri hneigingu og segir: „En ég er bara venjulegur Bedúini." Ekki er það nú alveg svo ein- falt. Oliuráðherrann er vel að sér í heimspólitikinm, enda búinn að ræða einslega og opinberlega við karla eins og Pompidou, Heath og Ford, hinn nýja varaforseta Bandarikjanna. I Danmörku átti liann viðræður við K.B. Ander- sen og dáðist að islenzkum lopa peysum i búð, en lifir annars og starfar á þeim breiddargráðum, þar sem lopapeysur eru litt við hæfi. Hitt er svo annað mál, að lopapeysur kynnu að verða helzta úrræðið, þar sem Arabar skrúfa alveg fyrir. Heima fyrir er Yamani Arabi meðal Araba; hann gengur þá með hinn hefðbundna, hvita höf- uðbúnað. En í kokkteilboðum i sendiráðum Washingtonborgar er hann eins og klipptur út úr tízku- blaði i Chardin-fötum og á háhæl- uðum skóm. Enginn virðist sýna vald sitt minna en hann og í rök- ræðum spyr hann og spyr án þess að hækka róminn, þar til hann hefur fundið gat i röksemda- færslu andstæðingsins. Þeir sem héldu að hann væri eins og hver annar glaumgosi með fullar hendur fjár, urðu að endurmeta afstöðu sina. í olíumálunum reyndist hann eins sérfróður og hver annar. Einn amerískur oliu- forstjóri orðaði það svo: „Hann er með fluggáfuðustu og hörðustu samningamönnum, sem ég hef haft þá vafasömu ánægju af að semja við." Ahmed Zaki Yamani er 43 ára og fæddur i arabisku borginni Taif i fjöllunum fyrir ofan þá heilögu borg Mekka. Og vitaskuld þarf ekki að þvi að spyrja, að hann er einlægur fylgismaður Islams og spámannsins. Hann er í raun og sannleika af alþýðlegu bergi brotinn og ekki fæddur sjeik; þeim titli hefur þótt rétt að sæma hann eftir að vegur hans fór svo mjög að aukast. Faðir Yamanis var þó lærður maður og dómari og sjálfur tókst hann á hendur að undirbúa son sinn und- ir nám við háskólann i Cairó. Hinn ungi og óráðni Ahmed Zhaki útskrifaðist þaðan með lagapróf, en lét ekki þar við sitja og fór i framhaldsnám i Háskóla New Yorkborgar og Hanvard laga- skólanum. Þar kynntist hann Lilah, eiginkonu sinni, sem var frá trak. Eftir nám í tveimur bandarískum háskólum, var Yamani sannarlega búinn að hleypa heimdraganum og fær i flestan sjó. Þegar þessi ungi og vel menntaði lagakrókamaður kom til sins heima, var honum fengið starf sem ráðunautur i ráð- herrasamkundunni. Fljótlega kom þáverandi prins og forsætis- ráðherra, Feisal, auga á frama- girni hans og hæfileika. Ráðherra án ráðuneytis varð Yamani 29 ára og getur Eysteinn Jónsson því státað af þvi að hafa orðið ráð- herra árinu yngri. Samt var Yamani þá yngsti maður, sem hafði orðið ráðherra þar í landi. Arið 1962 veðjaði Feisal til fulln- ustu á þennan unga hest og gerði liann að olíuráðherra, þrátt fyrir mótmæli sumra úr konungsfjöl- skyldunni þar á meðal 450 prinsa, sem ekki gátu hugsaðsér, aðmað- ur af alþýðlegum Uppruna gegndi svo veigamikilli stöðu. En til þess að bægja slíkri gagnrýni frá, hef- ur Feisal gert son sinn, prinsinn Saud al Faisal að aðstoðarráð- herra olíumála. Sá hefur einnig bandaríska háskólamenntun og talinn sérfróður vel í öllu sem að olíu lýtur. Ekki bendir heldur neitt til þess að Feisal kóngur hafi þurft að sjá eftir því að lyfta Yamani í þennan valdasess. Það var til dæmis Yamani, sem öðrum frem- ur gekkst fyrir sambandi oliu- framleiðsluríkja, sem siðan hefur tekið fram fyrir hendurnar á hinum alþjóðlegu oliufélögum i að ákveða olíuverðið. Til að herða betur að hnútunum, gekkst Yamani árið 1958 fyrir olíusam- bandi Arabaríkja. En stærsti sigur hans var að þvinga vest- rænu oliufélögin (Arameo) til að Framhald á bls. 13. Heima fyrir klæðist Yamani eins og aðrir Arabar, en i Vesturlandaferðum er hann sem klipptur út úr tizkublaði. Myndin að neðan: Yamani brosir, en brosið er tvírætt. Hér brosir hann með Kiss- inger. Yamani varð ekki aðeins frægur á svipstundu. Hann hefur gerzt víðförull og er eftirsóttur í kokkteil veizlur sendiráðanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.