Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 25. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LUCIANO
PAVAROTTI
einn vinsælasti óperusöngvari
heimsins um þessar mundir
Luciano Pavarotti minnir á þá
þjóðsagnamenn, sem uppi voru á
blómaskeiði söngs (það blóma-
skeið er auðvitað liðið eins og öll
önnur!). Hann er mikill fyrir sér
bæði á sviði og utan sviðs, rödd
hans er feikimikil, og hún missir í
engu hin fínni blæbrigði og mýkt
sína, þótt Pavarotti þenji hana
upp i hæstu tónhæðir. Pavarotti
hefur enda verið nefndur
sæmdarheitinu „konungur hinna
háu C-a".
Pavarotti stendur nú á fertugu.
Lífsskoðun hans er í stuttu máli á
þá leið, að allt eigi að gera í óhófi.
Hann stendur fast við þessa skoð-
un og er hann til dæmis afburða-
maður í matgræðgi, drykkju,
svefni og gjafmildi. Fáir munu
verða til þess að standa í móti
gestrisni hans, ekki slzt vegna
þess, að hann er sex feta hár og
vegur 175 kg, að því er beztu vinir
hans segja, en 200 kg að sögn
þeirra næstbeztu. Hann á sér
enga óvini. Það er bæði af því,
hve hann er fádæma góðlyndur
og af því, að hann er heljarmenni
að burðum.
Pavarotti er eftirsóttastur
óperusöngvari um þessar mundir.
Aðdáendur hans eru sannnefndir
ofstækismenn og aðdáun þeirra
ofsalegri en gerist meðal nokk-
urra poppunnenda. Pavarotti á
sér unnendur um allan heim og
það eru miklir fagnaðarfundir,
þegar þeir hittast í tónleikasölum.
En auk þess hafa þeir keypt
meira en hálfa milljón eintaka af
hljómplötum hans (hann hefur
gefið út fimm einsöngsplótur og
ellefu óperuplötur) og borgað
fyrir þær mikið fé. Það gleður
Pavarotti mjög. Hann hefur nú
u.þ.b. hálfa milljón dollara
(meira en 85 millj. ísl. kr.) í árs-
tekjur og munu þær fara hækk-
andi.
En þrátt fyrir aðdáunina, sem
Pavarotti nýtur og féð, sem sífellt
strey.mir í sjóði hans týnir hann
stundum gleði sinni og gerist þá
þunglyndur mjög. Það verður
helzt rétt áður en hann á að far-é
inn á sviðið og taka til að syngja.
Fyrir skömmu söng hann í ,,I
Puritani" í Metropolitanóper-
unni. Hann söng hlutverk
Arthurs lávarðar, sem er riddari
og verður ástfanginn af ungri
púrítanastúlku í miðju stríði
Olivers Cromwells við krúnuna.
Joan Sutherland og Sherill
Milnes sungu með Pavarotti
meðal annarra. Hlutverk Arthurs
er afar erfitt, og Pavarotti var
ákaflega svartsýnn fyrir sýning-
una. „Ég var að sálast úr
hræðslu,"  sagði  hann.  Bellini
Ivi
Pavarotti f I Puritani ásamt Joan
Sutherland
sagði einhvern tima sem svo: „.. í
leikriti við tónlist þurfa
leikararnir að gráta, þola skelf-
ingar og deyja syngjandi" og
Pavarotti reyndi það svo sannar-
lega af fremsta megni. En ekki
var hann glaður, og sagðist hann
ekki geta óskað versta óvini sin-
um þess, að lenda í öðru eins.
Þegar hann var beðinn að nafn-
greina þennan versta óvin sinn
vafðist honum hins vegar tunga
um tönn. Hann þóttist hugsa sig
um og sagði: „Mér kemur bara
enginn i hug. Ég gleymi svo fljótt.
En ætli það sé ekki einhver
sópransöngkona?" Svo hló hann
svo, að undir tók í húsinu. (Ég má
til að bæta því við, að það er
unaðslegt að heyra Pavarotti tala
ensku. Hreimurinn er svo sterk-
ur, að furðu gegnir og þar að auki
bætir Pavarotti stafnum „h"
framan við öll orð, sem byrja á
sérhljóða!)
í „I Puritani" verður tenórinn
að syngja af öllum kröftum á hin-
um efri tónsviðum og það nærri
látlaust. Pavarotti er einn örfárra
tenóra, sem geta þetta. En jafnvel
honum getur ofboðið. Því var það
að hann lækkaði aðeins nokkra
hæstu tónana i verkinu. „Þessu
má líkja við stanzlaust hástökk og
ráin alltaf i heimsmetshæð,"
sagði hann. „Felli maður hana þó
ekki sé nema einu sinni, er öllu
Pavarotti f Rigoletto 1963 (efst). Að neðan og til hægri: Óperusöngvar-
inn tekur á móti fagnaðarlátum áheyrenda og gefur eiginhandarárit-
anir á hljómplötur.
lokið. Ég festi ekki svefn kvöldið
fyrir frumsýninguna. Ég fékk
niðurgang. Það lá við borð, að ég
hringdi til Metrópólianóper-
unnar og boðaði forföll."
Hann var álika skelkaður áður
en hann átti að syngja I „II
Trovatore" fyrsta sinni. Það var í
september i fyrra. Þá reyndi
Pavarotti að telja í sig kjark með
tilhugsuninni um það, að hann
hafði komizt af úr flugslysi um
jólin áður. Sat hann fyrir sýning-
una og hugsaði sem svo: „Það var
kraftaverk, að ég komst lífs af.
Lífið er mikils virði. Það er gott
að vera lífs, og jafnvel nú.
Kannski drepst ég ekki heldur
núna." Svo fór hann að svipast
um eftir bognum nagla, „un
Chiodo Curvo". Slikan happagrip
verður hann að hafa á sér, er
hann gengur inn á svið. Honum lá
reyndar í léttu rúmi, þótt hann
fyndi engan naglann, því hann
hefur ævinlega varanagla á sér!
Svo skSlmaði hann inn á sviðið í
leðurstígvélum og sveipaður
svörtu flaueli. Hann líktist engu
meira en hinu gæflynda trölli
Gargantua. Að minnsta kosti líkt-
ist hann ekki enskum aðalsmanni.
Mesta raddraun tenórsins i „I
Puritani" verður rétt eftir, að
hann kemur inn á sviðið. Hann er
ekki fyrr kominn I ljósin, en hann
verður að rifa sig upp með ógur-
legum fyrirgangi I aríu, „A Te, O
Cara", sem fer öll fram á efstu
tónsviðum. Ótti Pavarottis reynd-
ist ástæðulaus. Það var líkast þvi
sem hann hefði ekkert fyrir þess-
um gríðarháu tónum. Og sú
púritanastúlka hefði verið í meira
lagi harðbrjösta, sem ekki hefði
fallið fyrir þeim söng.
Það var hins vegar augljóst í
þetta sinn eins og oftast, að
Pavarotti er margt betur gefið en
leikhæfileikar. Það er helzt, að
hann- leiki vel kynduga sveita-
menn. En Pavarotti lætur sér
þetta í léttu rúmi liggja. „Operu-
söngvarar þurfa ekki að vera
jafnokar Laurence Olivier," segir
hann. Hann skeytir líka litt um
leikinn. Að þessu sinni í „I
Puritani", sem hér um ræðir, gaf
hann unnustu sinni tæpast nokk-
urn gaum og var rétt svo, að hann
sýndi þess merki, að hann hefði
einhvern tíma séð hana áður.
Hann lék sjálfan sig allan timann.
Það er það leikhlutverk hans öll
einu nafni: „Pavarotti mikli".
En söngurinn var stórkostlegur.
Pavarotti fór á kostum í hinum
miklu raddraunum i fyrsta og
þriðja þætti. I rödd Pavarottis
koma saman barnslegur þýðleiki
og þroskað næmi, sakleysi og æf-
ing, svo að engir aðrir núlifandi
tenórar leika eftir. Þegar Pavar-
otti leikur getur hann gert kónga
að kotbændum, en þegar hann
hefur upp raust sina verða kot-
bændur kóngar.
ENGINN VEIT
HVAÐ ÁTT HEFUR...
„Ég hef ævinlega verið hrædd-
ur um mig," segir Pavarotti.
„í upphafi náði ég ekki hæstu
tónunum. Ég var hræddur um
mig þá. Ég er ekki fæddur söng-
vari. Þegar tímar Iiðu náði ég háu
tónunum. En þá varð ég strax
hræddur um að týna þeim aftur.
Stundum á morgnana lætur rödd
min ekki að stjórn. Þá lfzt mér
ekki á blikuna. Þegar ég tek mér
frí frá söngskemmtunum hef ég
jafnan áhyggjur af röddinni. Ég
er hræddur um, að ég missi hana
og verð að prófa hana öðru
hverju. Ég tek allar söng-
skemmtanir mínar upp á segul-
band. Eftir skemmtun leik ég allt
bandið og hlusta grannt. Þetta
getur tekið þrjá tima. Ég er alltaf
dauðþreyttur     eftir     söng-
skemmtanir og ætti að fara í hátt-
inn undir eins er þeim lýkur, en
ég ann mér ekki hvíldar. Ég verð
að ganga úr skugga um það,
hvernig hafi tekizt til. Þegar vel
gengur er ég svo ánægður, að það
heldur fyrir mér vöku. Hafi aftur
á móti gengið illa heldur örvænt-
ingin fyrir mér vöku. Llf
söngvara er enginn dans á rósum.
Það er eins og varðhald. Maður
hefst við einn í hótelherbergjum
og horfir á sjónvarp eða leggur
kabal. Og ég, sem var „borinn
frjáls"! Eg fæddist á ströndinni
við Ancona. Nei, Caruso vissi
hvað hann söng. Hann komst svo
að orði: „Við tenórar þekkjum
upphaf okkar, en endinn ekki."
En hvað áhrærir Pavarotti má
telja endinn upphafið. Þegar
frumsýning „I Puritani" lauk og
þolrauninni þar með lék hann á
als oddi. Búningsherbergi hans
fylltist af gestum, sem vildu árna
honum heilla og þakka honum
sönginn og hann gaf þeim I glas
en kyssti falegar stúlkur á báða
bóga. Pavarotti hefur sérlega
gaman af þvi að gantast við konur
en fær misjafnar undirtektir. Eitt
sinn söng hann ásamt Joann
Grillo í „Rígólettó" I Metrópól-
ítanóperunni. Pavarotti tók Grillo
traustum tökum. „Ég reyndi auð-
vitað að fara undir fötin við
hana," ségir hann. „Ég tók það
fram, að ég væri ekki hr. Pavar-
otti, heldur hertoginn af Mantúa.
En  hún  misskildi  allt."  Joann
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16