Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Niöarós eöa Þrándheimur eins og
bærinn heitir í dag er aö mörgu leyti
tengdari íslendingum en aðrir staðir
í Noregi frá sögulegu sjónarmiöi.
íslendingar geröu tíöreist til Niðar-
óss á söguöld eins og fram kemur af
bókum og áttu þangað margskonar
erindi. Og það er íslenskum sögurit-
urum aö þakka aö Norömenn eiga
ýmsar heimildir um þennan staö frá
miööldum sem annars heföu glatast.
Bærinn stendur á gömlum merg.
Það var Ólafur konungur Tryggva-
son sem ákvaö áriö 997 aö þar
skyldi vera aðsetur Noregskonunga
og mun hafa þótt staðurinn fýsilegur
fyrir margra hluta sakir. Hann lá
nokkuö miðsvæðis í hinum langa og
mjóa Noregi — þar voru blómleg
héruð um kring og greiðar samgöng-
ur til Svíaríkis yfir Kjölinn og þaöan
til sjávar viö Botneskaflóann og viö
ósa árinnar Niö var hiö ákjósan-
legasta skipalægi fyrir þeirra tíma
skipakost.
Olafur konungur Haraldsson kem-
ur mjög viö sögu Niöaróss, ekki
síður eftir fall hans á Stiklastaö áriö
1030 og fregnir fara að berast af
jarteiknum við skírn hans og hann er
tekinn í heilagra manna tölu. Þá tóku
pílagrímar að streyma til staöarins
hvaðanæva að og hafa þeir aukið
hróður hans svo um munaöi. Erki-
biskupsstóll var settur í Niöarósi áriö
1152 og þá þegar var hafist handa
um eina merkustu kirkjubyggingu á
Noröurlöndum, þar sem er dómkirkj-
an. Hún er í dag talandi vottur um
stórhug, auð og völd kirkjunnar á
þessum tíma. Það er skemmtileg
tilhugsun, að íslendingar, sem þarna
voru margir á ferð eftir að kirkjan var
risin af grunni, hafi barið augum
þvílíkt mannvirki komandi sennilega
úr lágreistum húsum heima.
Bærinn hefur síðan átt sína niður-
lægingartíma og sín blómaskeið. Þar
komu til átök milli hins kirkjulega og
veraldlega valds, ófriöur konunga og
ríkja á milli og skæðar drepsóttir.
Eldsvoðar voru tíðir í bænum fyrr á
öldum enda byggingum hætt, þar
sem hús voru allflest úr timbri og
stóðu þétt. í einum brunanum árið
1681 brann t.d. 9/10 hluti húsa og
dómkirkjan fór ekki varhluta af
eyðileggingum elds. Alltaf var þó
byggt upp á ný enda Þrándheims-
búar enn í dag orðlagðir fyrir þraut-
seigju samfara hæfilegri íhaldssemi.
Hnattfræðilega stendur Þránd-
heimur örlítið sunnar en Reykjavík
eða álíka og Vestmannaeyjar. Um-
hverfið er þó allt gróskumeira en hjá
okkur, skógivaxnir ásar og hæöir um
kring og árið 1830 var gert verulegt
Til vinstri:
Dómkirkjan í Niðarósi eða
Þrándheimi er tvímæialaust
ein merkasta kirkjubygging á
Norðurlöndum og þótt víðar
vaari leitað. Bygging hennar
hófst um 1150 og var henni
valinn staður á eöa vid gröf
Ólafs helga. Kirkjan er byggö
í ensk-gotneskum stfl og ber
stórhug og veldi kirkjunnar á
þeim tíma glöggt vitni. Kirkj-
an hefur þó oröið fyrir ýmsum
skakkaföllum í aldanna rás,
bœði vegna eldsvoða og af
öörum orsökum en síðustu
100 ár hafa farið fram gagn-
gerar endurbætur á henni og
er þeim ekki lokið enn þótt
langt sóu komnar.
Nærmyndin af forhlið dóm-
kirkjunnar ætti að gefa
nokkra hugmynd um hvernig
menn á 12. öld töldu að
standa ætti að byggingu
guöshúss.
Að neðan til vinstri:
Fagrar línur og lístileg smíð
við dyr á hliðarskipi Dóm-
kírkjunnar.
HULDA VALTYSDOTTIR
átak í því að planta götutrjám í
miöbænum sem setja á hann hlýleg-
an svip. íbúarnir eru um 135 þúsund
og hefur fjölgað mjög síðustu ár. Ný
hverfi hafa risiö í útjaöri bæjarins
með stórum blokkarbyggingum eins
og víða annars staðar og eru lítt
aölaðandi. í miðbænum virðist á ytra
borði allt frekar íhægagangi, umferð
lítil þótt á staönum sé fjölskrúðugt
athafnalíf. Gömlum timburhúsum er
vel við haldiö og nú er farið varlega í
allar nýbyggingar í hjarta bæjarins.
Stundum   stöðvast   pær   af   ófyrir-
sjáanlegum orsökum eins og t.d.
þegar fara átti að byggja við bóka-
safnið á bökkuð Niðelfunnar árlð
1970 skammt frá þeim stað þar sem
er álitið að konungsgarðurinn hafi
staðið til forna. Þegar farið var að
grafa var komið niður á mannabein
og minjar frá þvíum árið 1100. Síðan
er ekki hfoflað við neinu á bygg-
ingarlóöinni nema með teskeiö — og
við þaö situr. En það er ótal margt í
Þrándheimi sem minnir á söguna og
forna frægö, og yröi allt of langt mál
upp   aö   telja,   en   dómkirkjan   er
í miöbænum eru götur víöa þröngar og eru kallað
„veitur". Þarna er horft inn Bruveita, sem er al
ekki sú þrengsta. Þessar mjóu götur setja sérsta
an svip á bæinn og bera þess vott að hann stendi
á gömlum grunni sem lagöur var löngu fyrir bílaö
— já, löngu fyrir daga Snorra Sturlusonár.
®
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16