Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Sjöundi dagurinn í Paradís
Ein þekktasta mynd Muggs — nú í eigu Listasafns íslands.
En hvernig komst hún frá Danmörku til íslands?
EFTIR LEIF SVEINSSON
Maður var nefndur Poul
Uttenreitter, danskur að
ætt, lögfræðingur að
mennt, blaðamaður og
rithöfundur með lista-
sögu að sérgrein, einkum
málaralist. Hann var
fæddur 15. desember
1886, dó 1956. Bjó í Kaupmannahöfn. Hann reit
um fjölda listmálara, m.a. bók um Mugg (Guð-
mund Thorsteinsson) 1930 og aðra um Jón Stef-
ánsson 1936. Poul var góðvinur Muggs og eignað-
ist margar myndir eftir hann, m.a. átti hann
fjórar myndir á Den islandske udstilling á Char-
lottenborg í Kaupmannahöfn 1927. Muggur dó
eins og kunnugt er 26. júlí 1924, aðeins 32 ára.
Skömmu eftir að Poul Uttenreitter hafði lokið
við bók sína um Mugg, hringir hann í Júlíönu
Sveinsdóttur, föðursystur mína, og segir henni,
að nú sé hann búinn að gera nóg í minningu
vinar síns og nú vilji hann selja henni Sjöunda
daginn í Paradís fyrir Dkr. 500.00. Mynd þessi,
sem er klippimynd (glitpappírslíming) var unnin
af Mugg fyrri hluta árs 1920 og telur Björn Th.
Björnsson listfræðingur í hinni merku bók sinni
um Mugg (Helgafell 1960), að þetta verk muni
lengst halda nafni hans á lofti allra mynda hans.
Björn segir m.a.: „Guð allsherjar gengur hægum
skrefum inn á sviðið alskapað, eldrautt höfuð
hans er tákn almættisins, og englarnir tveir, sem
fylgja honum, eru persónugervingar þessara ár-
daga. Trén teygja fram greinarnar og dýrin
hneigja sig fyrir meistara sínum — meira að
segja kengúrubarnið stingur höfðinu upp úr pok-
anum og vill líka fá að sjá. Litirnir stemmast
saman í hátíðlegri rósemd, ómáðir af veðrum og
sól."
Júliana segir við Poul, að því miður eigi hún
ekki Dkr. 500.00, en hún skuli spyrja Gunnar
Gunnarsson skáld, hvort hann vilji ekki kaupa
myndina. Júlíana hringir í Gunnar, en hann vill
ekki kaupa mynd Muggs, en segist hafa áhuga á
að kaupa mynd eftir Júlíönu. Heimsækir hann
síðan Júliönu og kaupir af henni olíumálverkið
Smali á heimleið, sem Júliana hafði málað í
Borgarfirði 1924, á Dkr. 500.00. Júlíana kaupir
síðan Sjöunda daginn i Paradís fyrir þessa pen-
inga.
Maður var nefndur Elof Christian Risebye, f.
3. mars 1892, stundaði nám við Listaháskólann í
Kaupmannahöfn á árunum 1914—21. Var þar
samtíða Júlíönu Sveinsdóttur og fleiri íslenskum
málurum. Hann varð prófessor við fresco- og
mosáikdeild Listaháskólans í Kaupmannahöfn
árið 1949 og starfaði þar til dauðadags 1961. Elof
kynntist aldrei Mugg meðan báðir lifðu, en er
hann kynntist verkum Muggs tók hann slíku
ástfóstri við þau, að einstætt má telja.
Nú er að segja frá Júlíönu, að hún er í sjöunda
himni vegna þess að hafa eignast Sjöunda daginn
í Paradís, en þá lítur Elof Risebye inn hjá henni
og verður svo hugfanginn af myndinni að hann
segir: „Þessa mynd tek ég með mér heim, ég læt
þig hafa eitthvað í staðinn eftir mig." Síðan tek-
ur hann myndina undir hendina og gengur út, en
Júlíana stóð orðvana eftir. Þetta var hvorki
fyrsta né síðasta myndin, sem Elof Risebye eign-
aðist eftir Mugg. Hann safnaði 46 myndum eftir
Mugg og gaf þær allar Listasafni íslands 5. ágúst
1958. Hann hafði þó áður látið reisa legstein yfir
Mugg í gamla kirkjugarðinum í Reykjavik, og
fellt í hann mosaikmynd, gullfallega, og ættu
Reykvíkingar ekki að láta hjá líða að skoða þetta
frábæra listaverk. Hann ætlaði sér alltaf til ís-
lands að afhenda myndirnar sjálfur, en heilsa
hans leyfði ekki íslandsför og kom það í hlut
Júlíönu Sveinsdóttur að afhenda þær Listasafni
íslands. Ein myndanna var Sjöundi dagurinn í
Paradís. Hann var loks kominn heim.
Leifíir Sreinsson er lögfræðingur íReykjavík og
tramkvæmdastjóri í Timburvöruverzluninni Völ-
undi.
¦                                                                                                                                                                                                                                                 i
Legsteinn Guðmundar Thorsteinsson í Gamla kirkjugarðinum í Reykjavík
með mosuk-myndinni eftír Risebye.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  11. FEBRGAR 1984
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16