Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Frí Þingvöllum.
„Ég er alltaf annars
staðar en fólk
heldur að ég sé .. "
í samtali við Matthías Johannessen sem
birtist á sínum tíma í Kjarvalskveri:
„Ég er ekki meistari sjálfur, ég er
fjósamaður hans. En þeir sem vinna að
einhverju öðru en meistarar í engu sér-
stöku, það er ákaflega merkilegt, ef þú
hefur kynnst því. Ég hef eðli til að vinna
og það hef ég alltaf haft, en ég er ekki
meistari."
Þrátt fyrir þessi hógværu orð tókst
Kjarval ekki að sporna gegn því að hann
öðlaðist nafnbótina „meistari" í munni
íslensku þjóðarinnar, einn fárra slíkra.
Og á sýningunni á Kjarvalsstöðum nú í
haust geta íslendingar enn einu sinni
endurnýjað kynnin við meistara sinn.
Enn einu sinni, já. Hvað verður þetta
annað en ennþá ein Kjarvalssýningin?
Skyldu menn ekki fara að verða leiðir á
Kjarval?
Þóra Kristjánsdóttir, listráðunautur
Kjarvalsstaða, svaraði þessari oflát-
ungsfullu spurningu þannig:
„Það er ekki hægt að verða leiður á
Kjarval. Hann var svo merkileg per-
sóna, alveg burtséð frá málverkunum.
Fólk hefur svolítið verið að einblína á
furðuleg uppátækin í honum að undan-
förnu og vissulega voru þau mörg hver
heldur skrýtin. En ég er alveg sannfærð
um að þetta hafi ekki verið neinar inn-
antómar tiktúrur hjá honum. Hann
var... ja, hann var bara svona."
Og hvernig þá? Því munu menn að
líkindum geta kynnst allvel á sýning-
unni í haust. Auk málverkanna sem
spanna allan feril Kjarvals frá upphafi
verður nefnilega lögð sérstök áhersla á
að kynna manninn, persónuna Kjarval
og verður sá hluti sýningarinnar að
mestu byggður upp á munum og pappír-
um sem hann átti sjálfur.
„Þegar Kjarval fór á sjúkrahús, það-
an sem hann átti síðan ekki aftur-
kvæmt, þá ánafnaði hann Reykjavíkur-
borg drjúgan hluta eigna sinna. Menn
hafa kannski ekki verið alveg á eitt sátt-
ir um það hvernig staðið var að þessari
gjöf en það er óhætt, held ég, að leggja
þennan skilning í málið," sagði Þóra
Kristjánsdóttir ennfremur. „Og þessar
eigur hans voru svo settar niður í kassa
og kassarnir innsiglaðir þar til almenni-
legt tóm gæfist til þess að flokka inni-
haldiÖ og kanna. Flestallir kassarnir
Þaö er sjónin
og náttúran
semvílja
aö ég búi
til myndir
Texti: Illugi Jökulsson
l'óra Krístjinadóttir.
JJ3. Kjarval: Regntjbld voraina 1964.
JJS. Kjarval: Þorpið 1947-67
Jóhannes Sveinsson Kjarval hefði orðið eitt
hundrað ára hinn 15. október næstkomandi ef
hann hefði lifað svo lengi. Og víst komst hann
nær því en margur annar þótt núorðið verði
ekki betur séð en önnur hver kerling haldi upp
á aldarafmælið sitt. Kjarval lést hinn
13. apríl 1972 og var þá tæpra 87 ára að
aldri. Og öll þessi ár féll honum varla
verk úr hendi. Hann var sívinnandi að
list sinni og oftast með pensil ellegar
blýant milli stórgerðra fingranna enda
var hann afkastamikill sem því nemur. í
rauninni veit enginn ennþá hversu mörg
málverk hann festi á striga um dagana,
hvað þá hversu margar teikningar hann
hristi fram úr erminni. 250 málverk eft-
ir hann verða hengd upp á mikilli sýn-
ingu sem Reykjavíkurborg stendur fyrir
og opna mun á Kjarvalsstöðum (hvar
annars staðar?) á 100 ára afmælisdegin-
um, en allur sá fjöldi er þó ekki nema
svolítið brot af öllum verkum málarans.
Kjarval sagði sjálfur um vinnusemi sína
hafa síðan verið innsiglaðir í læstri
geymslu fram á þennan dag. Nú erum
við að fást við að opna þá og skoða inni-
haldið. Á því sem upp úr þeim kemur
byggjum við þann hluta sýningarinnar
sem fjallar um manninn Jóhannes
Kjarval og verður hann á göngum húss-
ins en málverkin í báðum sölunum. Auk
þess verður stillt upp stækkuðum ljós-
myndum af honum og þess háttar."
Það kennir margra grasa í kössunum
hans Kjarvals, enda voru þeir rúmlega
120 talsins. Kjarval eins og margir aðrir
þeirrar náttúru að henda helst aldrei
neinu og því er innanum heldur lítil-
fjörlegt dót en inni á milli hinir merk-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16