Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Blaðsíða 10
Úr fórum Kjarrals. rjett breyttu formi frá því sem áöur var... Fólk, sem hefði ráð á að breyta bæn- um sínum svona, myndi þekkja sjálft sifí öðruvísi á eftir, og allt líf þess fólks og allar hugsanir myndu verða öðruvísi — slíkt fólk myndi skapa sjer nýjan himin og nýja jörð — á fleiri ótrúlegum stórvirkjum, og óþekkjanlegar borgir myndu rísa upp fyrir nútímafólki." Þarna er ekki hugsað smátt. Menn geta svo reynt að gera sér í hugarlund hvernig Austurvöllur og nágrenni hefði litið út ef einhver borgarstjórinn hefði haft döngun í sér til þess að gera hug- myndir Kjarvals að veruleika. Þær minna einna helst á teikningar Guðjóns Samúelssonar af háskólaborg þeirri sem hann vildi reisa á Skólavörðuholtinu... Eins og getið var um í upphafi er skráning verka Kjarvals heldur ófull- komin enn sem komið er. Kjarval var ótrúlega örlátur maður og gaf málverk á báðar hendur ef honum bauð svo við að horfa. Eru til margar sögur um slík- ar gjafir Kjarvals og nægir hér að vísa Kjarvalsstöðum í haust eru hins vegar svo til eingöngu myndir úr einkaeign og hefur því verið unnið mikið starf Við að fara í heimahús, skoða myndir og ljós- mynda þær. Að þessu verður án efa búið lengi. Sýningin á Kjarvalsstöðum verður hin vandaðasta og má gera ráð fyrir að margir hlakki til að endurnýja kynni sín af meistaranum ellegar kynnast honum í fyrsta sinn. Það má líka alltaf finna á honum nýjar hliðar; hann var aldrei all- ur þar sem hann var séður. Enn skal hér vitnað til Kjarvalskvers. Þar segir Jó- hannes Kjarval á einum stað: „... Það er svo mikill vandi að vera manneskja, það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig. Ég er alltaf annars staðar en fólk heldur að ég sé, en það er sjónin og náttúran sem vilja að ég búi til mynd- ir...“ til Kveðjuorða Matthíasar Johannessen í Kjarvalskverinu. En fyrir vikið eru upplýsingar um mörg verka hans af skornum skammti og sjálfur fjöldi þeirra óviss. Enn minna er vitað um teikningar, skissur og ýmislegt krot sem Kjarval framleiddi ógrynnin öll af. Hann mátti vart setjast niður án þess að vera farinn að teikna og þá á hvern þann pappír sem hendi var næstur. Sumt af þessu kroti þykir vitaskuld heldur lítilfjörlegt en annað harla merkilegt. Og því vilja menn gjarnan vita sem allra mest um allt sem meist- arinn snerti á. í sambandi við Kjarvalssýninguna nú í haust hefur verið gerð gangskör að því að skrá málverk Kjarvals. Það hefur Iengi verið illilega vanrækt þó vissulega hafi þegar verið unnið mikið starf. Það var árið 1959 sem Menntamálaráð ís- lands samþykkti einróma á fundi sínum að láta gera skrá yfir öll málverk Jó- hannesar Kjarvals og yrði þar tilgreind stærð verkanna, gerð þeirra, heiti, ár, eigendur og sitthvað fleira til gagns og gamans. Jafnframt yrðu teknar ljós- myndir af öllum verkunum í fullum lit- um. Þetta hefur enn ekki verið gert svo fullnægjandi geti talist. Á sýningunni á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.