Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Síða 8
HALLEYI
HEIMSOKN
inhvers staðar á jarðkringlunni gerast á hveiju
ári svo hörmulegir viðburðir, að þeir sem spá
illu í sambandi við halastjömu, verða ömgg-
lega sannspáir. Hún getur þess vegna komið,
þegar hún vill.“ Á þessa leið skrifaði þýzka
skáldið J.P. Hebel árið 1811.
En hún kemur ekki, þegar hún vill, heldur
samkvæmt nákvæmum útreikningum nú í
fjórða sinn. Hún vekur varla lengur angist
og ótta, en þó verulega athygli og mikið
umtal, enda þótt fæstir jarðarbúar muni líta
hana augum. Hin miklu læti í kringum komu
frægustu halastjömunnar skýrir bandaríski
stjömufræðingurinn Brian Marsden þannig;
„Frá sjónarmiði mannsins á götunni er sól-
kerfið samsett af Mars, hringjunum um-
hverfis Satúmus og Halley-halastjörnunni."
Nú er hún enn í heimsókn hin minnstá
meðal risastjamanna í geimnum. 27. nóvem-
ber sl. fór hún framhjá jörðinni í 93 milljón
kílómetra fjarðlægð — mestu jarðnánd við
komuna hingað. I byijun janúar fór hún
yfir braut jarðar, hinn 9. febrúar kemst hún
næst sólu og 14. marz mun gervihnöttur
Geimvísindastofnunar Evrópu, Giotto, heilsa
upp á hana og þess fundar er beðið með
mikilli eftirvæntingu. (Sjá einnig grein um
Giotto.)
Floti könnunarhnatta
verður sendur til móts við
Halley-halastjömuna og þ.
14. mars munu menn fá
vitneskju sem ekki hefur
áður fengist. Nú er þessari
frægu halastjömu tekið
með eftirvæntingu en áður
vakti hún óhug.
NýVitneskja
Enginn vafi er á því, að stjömufræðingar
munu nú öðlast meiri vitneskju en nokkra
sinni fyrr um þessa halastjömu, sem birtist
jarðarbúum að jafnaði á 76 ára fresti. Sex
gervihnettir munu verða á gægjum eftir
halastjömunni og bandarísk geimferja átti
að fara í sérstaka för hennar vegna í marz,
en nú er allt í óvissu þar um vegna slyssins,
og í fyrsta skipti í sögunni verður hún
skoðuð fyrir ofan gufUhvolf jarðar, sem ella
torveldar athuganir. Á jörðu niðri hafa
stjömufræðingar úr austri og vestri, norðri
og suðri bundizt samtökum um að standa
„alþjóðlega Halley-vakt“. Það eru mörg ár
síðan það var ákveðið. 835 vísindamönnum
frá 47 löndum færði halastjaman gleði
gagnstætt því orði, sem af henni hefur
farið, og það meira að segja einnig á hinu
pólitíska kuldaskeiði síðustu ára. Við §ölda
þeirra sérfræðinga, sem beina öllum tiltæki-
legum sjónaukum að Halley, bætast her-
skarar áhugamanna. Engin halastjama
hefur verið rannsökuð jafiilengi og nákvæm-
lega og Halley núna, þegar hún kemur í
30. sinn í „heimsókn" hingað, svo vitað sé.
En það er heldur enginn vafi á því, að
áhugamenn um stjömufrasði, sem búast við
svo miklu af komu halastjömunnar, muni
verða fyrir verulegum vonbrigðum. Því að
í þetta sinn era skilyrðin til að sjá hana
með beram augum hin verstu, sem verið
Breski stjöm ufræðingurinn Edmond
Halley komst að þeirri niðurstöðu við
rannsóknir sínar að halastjaman mundi
birtastmeð vissu millibili ogskráðimeð
þeirri uppgötvun nafn sittá spjöld sög-
unnar. Hér ermyndaf honum máluð
1721.
hafa síðustu tvö þúsund árin, að því er Ray
Newbum, stjömufræðingur í Pasadena,
segir. Og Newbum veit, hvað hann syngur,
því að hann stjómar hinni alþjóðlegu Hal-
ley-vakt ásamt Jiirgen Rahe, prófessor, í
Bamberg.
SéstKannskiEkki
MEÐBERUMAUGUM
í bók sinni, „Halley-halastjaman“, vara
höfundamir, Gustav Tammann og Phillippe
Véron, menn í Mið-Evrópu við því að búast
við því að sjá yfirleitt neitt til hennar með
beram augum. Almenningur muni verða
fyrir vonbrigðum af öllum þessum látum út
áf Halley. Og bandaríski halstjömufræðing-
urinn Joe Laufer viðurkennir í tímaritinu
„Life“, að lesendur muni geta séð Halley
bezt á sjónvarpsskermum, „þegar gervi-
hnettimir fara að senda myndir sínar til
jarðar".
En þessar viðvaranir gátu þó ekki komið
í veg fyrir það, að Halley-halastjaman yrði
að „stjömu" og þá fyrst og fremst í Banda-
ríkjunum. En það var þó ekki fróðleiksfýsn
og eftjrspum eftir nýjum upplýsingum um
Halley, sem kom henni á markaðinn. Hið
bandaríska „Time“ birti grein undir fyrir-
sögninni „Að hagnast á halastjömu“ og var
þar haft eftir forstjóra. „General Comet
Industries", að hér væri um að ræða hið
„himneska afbrigði af ólympíuleikunum".
Hann kvaðst hafa stofnað fyrirtæki sitt „til
gamans" með „halastjömuhlutabréfum",
sem kostuðu $9,95 hundrað stykki („endur-
greidd 29. apríl 2061“). Síðan vora fram-
leiddar „halastjömu-töflur" með jógúrt-
bragði og sólblómakjama. En úr þessu gríni
varð fyllsta alvara, og þessir halastjömu-
kaupahéðnar búast við því, að velta fyrir-
tækisins muni nema um 500 milljónum
dollara í Bandaríkjunum einum.
í Ljóma Halans
Bókaútgefendur freista gæfunnar að
sjálfsögðu einnig í ljóma halans. í Bandaríkj-
unum hafa komið út yfir 30 bækur af þessu
tilefni og um 10 í Þýzkalandi. Og þá láta
framleiðendur og seljendur sjónauka ekki
sitt eftir liggja. Mikil eftirspum er eftir
skemmtiferðum með skipum og flugvélum
á suðurhveli jarðar, þar sem Halley mun
sjást greinilega hátt á himni frá því síðast
í febrúar fram í apríl eftir myrkur. Þegar
í ársbyijun 1985 var uppselt í sjóferð með
bandaríska stjömufræðingnum Carl Sagan.
Um 80.000 japanska halasljömu-pílagríma
á að vista í tjaldborg í Mið-Ástralíu nálægt
hinum fræga Ayer’s Rock.
Halley-halasljaman átti mestan hlut' að
máli bæði hvað það snertir að skapa ótta
manna við halastjömur og hina stjam-
fræðilegu heimsmynd nútímans. Elztu heim-
ildimar og hinar áreiðanlegustu era frá
Kína. Koma Halley-halastjömunnar var
skráð mjög nákvæmlega þegar árið 240
f.Kr., því að í ríki miðjunnar var litið á
halastjömur sem örlagatákn. Næstelztu
vitnisburði um komu Halleys er að finna á
leirtöflum frá Babylon. Þær staðfesta ferðir
hennar á áranum 164 og 87 f.Kr.
GiottiMálaði
Hana Fyrstur
Nákvæmar heimildir er ekki að finna á
hinum kristnu Vesturlöndum fyrr en miklu
seinna. Meira að segja kom helgisagan um
jólastjömuna ekki til skjalanna fyrr en á
miðöldum — um Betlehemsstjömuna. FVrstu
jólastjömuna í mynd halastjömu málaði ít-
alski listmálarinn Giotto di Bondone í byrjun
14. aldar í veggmynd í Scrovegni-kirkjunni
í Padua. Sennilega var Giotto undir áhrifum
af komu Halley-halastjömunnar 1301, þeirr-
ar sem gervihnöttur með naftii hans stefnir
nú til móts við úti í geimnum.
Þegar óvenjulega björt halastjama birtist
á himni árið 837, leit Lúðvík keisari hinn
frómi, sonur Karls mikla, ekki á hana sem
neinn gleðiboðskap, heldur sem illan fyrir-
boða. Þá kom Halley-halastjaman nær jörðu