Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Page 3
LESBOE
S ® B @ S] 0 ® B H ® ® [E ® ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johanneaaen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjðri: Bjöm Bjarnason. Ritstjórnarfuittr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100.
Skjárinn
snýr út til þjóðarinnar, en bak við skjáinn gerist vita-
skuld margt, sem ekki kemur í ljós. Þetta er síðari
hluti greinar Emils Björnssonar fýrrum fréttastjóra
sjónvarpsins um upphaf íslenzka sjónvarpsins fyrir
tveimur áratugum.
Forsíðan
er ný grafíkmynd eftir Braga Ásgeirsson og er birt .
í tilefni hinnar árlegu sýningar Grafíklistafélagsins.
Inni í blaðinu eru fleiri myndir, sem verða á sýning-
unni og þar er rakin saga grafíklistar hér á landi og
rætt við þau Ragnheiði Jónsdóttur og Daða Guðbjöms-
son.
Kennedy
var maður hins nýja tíma 1960 og kunni að nota sér
sjónvarpið, þegar hann og Nixon tóku þátt í frægum
kappræðum vegna kosningabaráttunnar. Þessi sjón-
varpsþáttur markaði tímamót og varð til þess að
milljónir kjósenda fylktu sér um Kennedy.
Tvö þjóðkvæði frá Kóreu og Spáni
Jón úr Vör snéri
Vegna fjarveru þinnar
Frá Kóreu.
Lækir renna í fljótin,
svo rennur tíminn hjá.
Vegna fjarveru þinnar
eru augu mín orðin tóm.
í gær kviknaði tunglið nýja
með sín rauðu blóm.
En í dag eru engin blóm
og jörðin er ötuð blóði.
Fyrir haustmána spenntar
fljúga villigæsirnar,
þær hafa komið við, ég heyrði þær,
en eru nú horfnar.
Þær hafa flogið hjá
og skilið mig eftir án kveðju.
Aðeins fallhljóð regnsins
heyri ég, regnsins hvíta.
Við verðum öll rík
Frá Spáni.
Við verðum öll rík að lokum.
Ekki að blindri hending,
nei, samkvæmt reglu
og réttri röð.
En því miður. . .
flestir deyja
áður en komið er að þeim.
Þau tvö lcvæði, sem hér verða samferða til íslands, eru komin langt að, sitt
úr hvorri áttinni. Þau eiga það sameiginlegt að enginn veit hver ort hefur eða
hve gömul þau eru. Þau hafa verið þýdd úr sænskum sýnisbókum.
Hvatning til að fjalla
um sögu okkar og menntir
Hinn 14. september var
öld liðin frá fæðingu dr.
Sigurðar Nordal pró-
fessors. Af því tilefni
efndi Sverrir Her-
mannsson mennta-
málaráðherra til
afmælisfagnaðar í
Þjóðleikhúsinu. Þar las hann upp reglugerð
um Stofnun Sigurðar Nordal við Háskóla
íslands. í ávarpi sínu sagði ráðherra m.a.:
„Brýnni nauðsyn hefur þótt til þess bera
en áður að efna til aðgerða til sóknar og
varnar íslenzkri tungu og menningu af aug-
ljósum ástæðum: Undirstaða menningararfs
okkar, tungan, á í vök að verjast. Glötum
við henni er allt unnið fyrir gýg-“
Ráðherra tekur djúpt í árinni. Hann ólst
upp við fátækt en gott atlæti foreldra sinna
inni í Djúpi og lærði að lifa af og með nátt-
úrinni. Þá fékk hann ríka tilfínningu fyrir
landinu og fólkinu, sem það byggir. Síðar
hefur þessi tilfinning orðið sterkari, eftir
að sjóndeildarhringurinn víkkaði og honum
lærðist að sjá og skynja þjóð sína í sam-
félagi annarra slíkra. I öllum þeim
manngrúa fá verðmætin annað gildi og það
gerðist af sjálfu sér, að í huga hans varð
tunga okkar þjóðtunga og menningin þjóð-
menning, — fjöreggið sjálft.
Engri stofnun er betur treystandi til að
gæta fjöreggsins en stofnun Sigurðar Nor-
dal, — og leyfi ég mér þá að ganga út frá
því að stofnunin beri meistara sínum vitni.
Og hvað á ég við með því? Enginn hefur
Qallað um íslenska menningu af meiri alúð
og væntumþykju en Sigurður Nordal. Ef til
vili er það þess vegna sem honum veittist
svo létt að miðla öðrum, — hann hafði allt-
af ráð á því að vera einlægur og segja það,
sem hann meinti. Textinn verður fljótt
óskiljanlegur, þegar höfundinum er ekki
alveg ijóst sjálfum, hvað hann er að fara.
Fyrir nokkrum dögum bárust mér í hend-
ur ljóðmæli Kristjáns Fjallaskálds, en
prófessor Matthías Viðar Sæmundsson rek-
ur ævisögu hans og fjallar um verk hans.
Sagt er, að Kristján hafl átt meiri vinsæld-
um að fagna en nokkurt annað skáld um
sína daga. Kvæði hans og stökur voru á
hvers manns vörum, enda minnir tungutak-
ið á Jónas Hallgrímsson þegar honum tekst
best upp. Ég rifja upp þessa stöku:
Fölnar rós og bliknar blað
á birkigreinum;
húmar eins og haustar að
í hjartans leynum.
Ljóðmæli Kristjáns Jónssonar eru mikil
bók og smekkleg, nær 400 síður. Það er
með ólíkindum hversu miklu hann hefur
afkastað á sinni stuttu og dapurlegu ævi
að ekki sé talað um fjölbreytni bragarhátta
og sterk tök á tungunni. Ég hef að gamni
mínu verið að gæla við þá hugsun, að hann
hafí verið fyrsta íslenska skáldið, sem orti
öfugan þrílið lýtalaust í kvæðinu Heimkom-
an:
Yfir eyðilegt hjam,
þar sem engin vex rós,
gengur einmana halur um kvöld.
Langt er heimkynni að,
því að heiðin er löng,
dynur hríðin svo bitur og köld.
Mér er ógleymanlegt hversu sterk áhrif
þetta kvæði hafði á mig ungan, þegar við
vorum látin læra það utanbókar í Laugar-
nesskólanum hjá okkar gamla og góða
kennara Skeggja Ásbjamarsyni. Einstaka
orð voru okkur að vísu framandi eins og
halur, svanni eða siklingur, en boðskapur
kvæðisins komst til skila.
Aðeins fáum er gefið að fjalla um ljóð
og skáldskap með þeim hætti, að verulegt
gagn sé að. I mínum huga skiptir sköpum,
hvort viðkomandi þykir vænt um skáldið
eða ekki. Og auðvitað verður hann líka að
sætta sig við að vera í skugga skáldsins á
meðan, — láta það tala.
Ritgerð Matthíasar Viðars Sæmundsson-
ar er ítarleg og fróðleg um margt og ber
vott um þekkingu hans. Það er kannski af
þeim sökum sem ég leyfi mér í þessu sam-
hengi að gera þá athugasemd, að mér finnst
framsetningin of flókin. Hann segir t.d. á
einum stað: „í ofangreindum ljóðum er til-
finning hins staka í sjónarmiðju, en ásamt
henni hugsýn, sem kenna má við opinberun.
Skáldið sér út úr lífí sem er aðgreint og
óviðunandi inn í algleymisástand, þar sem
ríkir fullkomið samræmi. En þetta ástand
er ekki lifað augnablik heldur liðið, ímynd-
að. Pjarveran ríkir.“
Þetta er skrýtin klausa og skýrir auðvitað
ekki neitt í ljóðum Kristjáns, enda tungutak-
ið miklu fjær Kristjáni en tungutak Kristjáns
nútímanum.
Auðvitað veit ég, að ekki er sanngjamt
að taka klausu úr samhengi með þessum
hætti, en hér á bókmenntafræðingur í hlut,
sem líka tekur vísuorð skálda úr samhengi.
Og sjálfur er ég stjómmálamaður, sem er
orðinn vanur við hvort tveggja: Að taka orð
úr samhengi og að mín orð séu úr sam-
hengi tekin. Ég vil líka láta koma fram, að
Matthías Viðar á skilið heila þökk fyrir út-
gáfu sína á ljóðmælum Pjallaskáldsins. Þó
finnst mér sumt hefði mátt liggja í þagnar-
gildi þess sem þar er birt. Skáldið ætlaðist
aldrei til þess að því yrði á loft haldið með
þessum hætti og svo lengi.
Ég vil að lokum þakka Sverri Hermanns-
syni fyrir það framtak hans að setja Stofnun
Sigurðar Nordal við Háskóla íslands á lagg-
irnar. Ég efast ekki um, að hún eigi eftir
að gera mikið gagn íslenskri tungu og menn-
ingu og vera íslenskum bókmenntafræðing-
um hvatning til að fjalla þannig um sögu
okkar og menntir, að allir kunni vel að njóta.
Halldór Blöndal
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4 OKTÓBER 1986 3