Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 10
Edda Jónsdóttir: HJuti af myndverkinu FjöJJ, 1986. Lisa K. Guðjónsdóttir: Eyðijörð, 1985. Jenný Guðmundsdóttir: Úr myndröð um Konuna. Fríðrika Geirsdóttir: EngiII, 1986. Dúkskurður. athygli. Þannig var að við Björg Þorsteins- dóttir höfðum fengið inngöngu í svonefnt „Atelier 17“ í París, margfrægt grafíkverk- stæði sem rekið var af enska þrykklista- manninum Stanley William Hayter. Atelier 17 var ekki skóli heldur verkstæði þar sem grafíkerar úr öllum áttum komu til að bæta við þekkingu sína. Þeir skildu eftir nokkur þrykk í vörslu Hayters og hluta af þeim sendi hann til íslands svo við gætum haldið sýningu á þeim. En hvað með innlendar sýningar; var erfitt fyrir ykkur að plægja akur- inn? Grafík Eða Málverk? Eins og ég sagði þá fékk sýningin í Unu- húsi frekar dræmar undirtektir. Að vísu skrifuðu tveir gagnrýnendur um sýninguna, en það voru ekki beysnir dómar. T.d. sagði annar þeirra að karlmennimir sýndu ágæt tilþrif, en konurnar væru efnilegir byijend- ur. Svona var það nú í þá daga. En 1972 var haldin norræn grafíksýning og þá gerði sænska sendinefndin sem hingað kom sér lítið fyrir og keypti eina mynd af hveijum íslensku þátttakendanna. Þetta varð til að opna augu fólks fyrir þessari ungu list- grein. í kjölfarið fylgdi hver sýning félagsins á fætur annarri og fengu rífandi undirtektir. Var það þá sem fólk tók við sér og fór að hamstra grafík eins og sumir vilja meina? Eða finnst ykkur að grafíklistin hafi orðið fyrir ómaklegri gagnrýni vegna þess hversu vel hún selst? Það er gjörsamlega úr lausu lofti gripið þegar menn halda því fram að grafik seljist eins og heitar lummur. Kannski eru einn eða tveir sem selja nokkuð stöðugt, en obb- inn selur ekki nema kringum sýningar og þá helst þegar um einkasýningar er að ræða. Auk þess er ekki hægt að miða verð á grafík við verð á málverkum, því u{>phæð- irnar eru svo miklu lægri. Fólk verður að skilja það að þegar það kaupir þrykk, þá er það að kaupa hluta af fmmmynd. Það getur búist við því að sjá sömu mynd á fjölda heimila. En menn fara með fleipur þegar þeir halda því fram að sala á grafík skyggi á sölu málverka. Góðar Horfur En að lokum, hveijar eru horfumar í sambandi við grafík? Hafa íslend- ingar nokkurn áhuga á öðm en málverkum? Horfumar eru mjög góðar sagði Daði. Félögum hefur fjölgað mjög upp á síðkastið og möguleikar til sýninga erlendis em alltaf að verða meiri. Fjölbreytnin hefur einnig aukist, þótt menn séu að vissu leyti að hverfa æ meir til hefðbundinna aðferða. Framtíð íslenskrar grafíkur er því björt. En hvað varðar hitt, þá er það staðreynd að íslendingar hafa verið og em mjög þröng- sýnir í mati sínu á list. Til að mynda þá hafa teikningar aldrei höfðað til þeirra, enda er einungis einn listamaður starfandi í landinu sem kallar sig teiknara. Það er hann Flóki. Stafar þetta vanmat af heimsku, eða skortir einfaldiega kynningu á gildi svartlistar? Það skortir tilfinnanlega upplýsinga- streymi varðandi svartlist, sem og aðra myndlist. Það er raunar furðulegt hve mik- inn áhuga almenningur hefur á myndlist þegar þess er gætt hve litla umfjöllun hún fær á vettvangi fjölmiðla. Það er stórfurðu- legt hve mörg heimili í landinu skarta myndlist. Útlendingar reka upp stór augu þegar þeir koma hingað og sjá fleiri mál- verk prýða stofur venjulegs fólks. En þetta verður að rækta, því það er ekki sama hvaða myndlist fólk hefur fyrir augum alla daga. Það þarf að hlúa að smekk manna, ekki síður í myndlist en bókmenntum og það verður ekki gert nema með miklu átaki, s.s. aukinni kynningu í fjölmiðlum. Þegar ég kveð þau Ragnheiði Jónsdóttur og Daða Guðbjörnsson og óska þeim góðs gengis, verður mér hugsað til allra þeirra tækifæra sem við höfum til að efla íslenska menningu, en látum ónýtt vegna hleypidóma og þröngsýni. í innganginum að viðtalinu var einkum stuðst við ágætan formála Aðalsteins Ing- ólfssonar að sýningarskrá á tíu ára af- mælissýningu íslenskrargrafíkurárið 1979. HALLDÓR B.IÖRN RlINÓLFSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.