Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						BOÐBERI  NUTIMALISTAR
EL
GRECO
EFTIR HANS PLATSCHEK
íþrjá oghálfan áratugeða frá árinu 1580 tilársins 1614 málaðiEl Greco suðuríToledo
á Spáni myndir af riddurum, helgum mönnum ogatriði úrgoðsögnum. Enþað varsvo ekki
fyrr en ílok síðustu aldar að hann var uppgötvaður á nýjan leik — sem dulhyggjumaður,
er málaði ofsafengnar sýnir ívímu; eðaþá menn álitu hann guðhræddan draumhuga með
heldur lélegt handbragð ímálaralistinni.
En ístærstu sýningu, sem nokkurn tíma hefur veriðhaldin á verkum El Grecos, kemur
málarinn fram ínýju ljósisem snilldarmálarí, eryfirvegar afýtrustu nákvæmni áhrifámátt
litameðferðar ogmyndbyggingar. Hann ermálarí, semyfirvann hömlurríkjandimálarahefðar
síns tíma og varð brautryðjandi nútíma málaralistar.
afnvel nafn hans — eða öllu heldur uppnefni hans
— hljómar ekki rétt: „El" er ákveðni greinirinn á
spænsku, en „Greeo" er ítalskt nafnorð. Sennilega
talaði Domenikos Theotokopoulis, eins og hann
hét réttu nafni, eingöngu ítölsku þegar hann kom
til Spánar frá Feneyjum í kringum 1576
og átti að svara þeirri spurningu, hvers
lenzkur hann væri: „Greco", Grikki. Það er
þó nokkuð fleira vitað um æviferil hans,
enda þótt nokkur óvissa ríki um dagsetning-
ar og ártöl.
Skólaður Hjá Ítölum
Málarinn fæddist árið 1541 á Krít. Fjöl-
skylda hans, sem bar ættarnafnið „Theo-
toki" — þ.e. „af Guði getinn" — var frá
Býsanz (Miklagarði) og bjó við mjög góðan
efnahag. í fyrstu málaði hann sennilega
eingöngu íkon eða grísk-kaþólskar helgi-
myndir af Jesú, Maríu mey eða einhverjum
dýrlingi; allar þær myndir eru nú löngu glat-
aðar. Árið 1565 hélt hann til Feneyja, en
eyjan Krít var á þeim tímum feneysk ný-
lenda. Ætlun hans var að læra málaralist
þeirra tíma hjá meisturunum Tizian og
Tintoretto. Myndir hans frá því tímabili
bera vitni um iðni hans og auðsveipni við
kennara sína; hefðbundnar í myndbyggingu
og litameðferð. Hann dvaldi nokkur ár við
listnám sitt í Feneyjum og Rómaborg.
Þessi gríski listmálari hélt til Spánar af
því að hann hafði heyrt, að Filippus II,
Spánarkonungur, væri að leita uppi lista-
menn til þess að skreyta höll sína Escorial,
rétt við Madrid, sem þá var verið að byggja.
Mynd hans „Píslarvætti heilags Máritíusar
og hinnar þebversku hersveitar," sem máluð
var árið 1580 og ber þegar öll einkenni El
Grecos sem sérstæðs listamanns, fann af
trúarlegum ástæðum alls enga náð fyrir
augum konungsins: Honum fannst staða
hermannanna á þessarí altaristöflu allt of
áberandi í myndfletinum, en líflát hins helga
manns hljóta of veigalítinn sess.
Þar sem listamaðurinn hafði þar með
reynzt ónothæfur sem hirðmálari, dró hann
sig í hlé til borgarinnar Toledo, en þar ávann
sér fljótlega aðdáendur, vini og stuðnings-
menn. Heimili hans var ríkmannlegt og
fjölmennt, enda kostaði heimilishaldið hann
drjúgan skilding. Hann fylgdist vel með í
bókmenntum og tók mikinn þátt í tónlist-
arlífi Toledoborgar; þegar svo bar við, að
hann lenti í málaferlum við þá aðila, sem
pantað höfðu myndir hjá honum, þá snerist
málið nær aldrei um sjálfar myndirnar, held-
ur fremur um þá upphæð, sem málarinn
vildi fá í þóknun fyrir listaverkið.
í Skugga
RANNSÓKNARRÉTTARINS
Þessi innflytjandi átti aldrei í neinum
útistöðum við hina voldugu spænsku kirkju;
þvert á móti naut málarinn sérstakrar hylli
prestastéttarinnar í Toledo. Hinn sögulegi
bakgrunnur þeirra tíma verður að teljast
haldgóð skýring á því, hvers vegna hinum
sérkennilegu, litríku og glæsilegu myndum
El Grecos var svo vel tekið af kirkjunnar
mönnum á Spáni. Á þessu tímabili var kaþ-
ólsk trú á Spáni mun strangari en í sjálfri
Róm. Spánverjar gengu að því með oddi og
egg að koma á hjá sér kaþólskri siðbót.
Þannig hóf Filippus Spánarkonungur, í nán-
ustu samvinnu við kirkjuna, allt að því
ofstækisfulla herferð um gjörvallt ríki sitt;
hann lét ofsækja trúvillinga, lét með valdi
skíra gyðinga og araba til kristinnar trúar.
Rannsóknarréttur spænsku kirkjunnar tók
þá þegar að ávinna sér það skelfllega orð-
spor að vera hinn miskunnarlausi og ósveigj-
anlegi hæstiréttur í öllum trúarlegum
efnum. Hann var ekki lagður endanlega
niður fyrr en árið 1834. Hin fræga mynd
El Grecos af Nifto de Guevara, kardinála,
sýnir ekki einungis kirkjuhöfðingja með
hornspangargleraugu, heldur einnig rán-
fuglssvipinn á forseta Rannsóknarréttarins,
sem vakir með miskunnarlausri hörku yfir
trú sinni.
Andstæður þessa skuggalega trúarofsa
birtast svo aftur í hugmyndum manna um
hið yfirnáttúrulega svið tilverunnar, sem
ekki einungis kemur svo glögglega fram í
list El Grecos, heldur og á trúverðugan
hátt fram í spænskum helgisögum á borð
við sögu Theresu frá Avila og mörgum
fleiri áþekkum.
Siðbót kaþólsku kirkjunnar á Spáni vildi
því enn minna hina trúuðu á þá skyldu sína
að heyja baráttu og stríð, Guði og kristinni
trú til dýrðar og framgangs. Það var El
Eittaí'stórverki
„Jarðarför de Orgazargreit
atburðurian látinn geraatji
„Kristur á OlmfjaUmu"
(lo2xll4cm) er máluð einhvern tíma á árunum milli 1597
og 1603 og var ein afþeim fjðlmörgu myndum, sem máluð
var eftirpöntun spænskra klerka. Neðan við engilinn virðist
svo sem postularnir sofi ígagnsseum klettaskúta.
24
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48