Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 16
I I I I I [ I I [ ! í i [ I I f f \ I t . í ! í t - Tilbrigði rið blátt og grátt Ingibjörg Styrgerður býr í Garðabæ og hefur vefstól og vinnustofu í íbúð sinni á efstu hæð í sambýlishúsi rétt hjá miðbænum. Út um vesturgluggana hefur hún dýrlegt útsýni yfir Faxaflóann með Snæfellsjökul í baksýn, Álfta- nesið og inn til Reykjavíkur. Það gekk á með éljum þótt svo ætti að heita að komið væri vor; stundum dimmt, stund- Um veflist og feril Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur, sem opnar í dag sýningu á Kjarvalsstöðum um skellibjart, en alltaf einhver tilbrigði við grátt og blátt. Ég þekkti ekki veflist Ingibjargar Styr- gerðar; samt kom mér á óvart í fýrsta lagi, að þau eru alveg geómetrísk og mjög ströng í formi og í annan stað, að þau eru nánast einvörðungu tilbrigði við grátt og blátt, rétt eins og umhverfið, þegar litið var út yfir Faxaflóann. Það var einkum formið, sem kom á óvart, því mér hefur virzt í seinni tíð, að veflist væri oftar með áherzlu á þrívídd eins og skúlptúr, eða þá með ein- hverskonar samanflæði lita og efna, svo formið hverfur eða skiptir engu máli.Ég þóttist skynja áhrifin frá umhverfinu og íslenzku landslagi yfírhöfuð í litnum, en hversvegna þessi ströngu, geómetrísku form? Ingibjörg tók því vel að útskýra bláa litinn, sem hún segir tákn um eitthvað óend- anlegt, og geómetríuna, sem er að hluta til komin af hrifningu á því einfalda. En áður en hún svarar því nánar, segir hún svo frá ferli sínum og framhaldsnámi í Austurríki: „Ég hóf nám mitt í M> ndlista- og handíðaskóla íslands haustið 1967 og stund- aði þar nám til vorsins 1974. Það hafði alltaf verið ásetningur minn að leggja stund á myndlist. I forskóla uppgötvaði ég vefinn sem tjáningarmiðil, en þar var Sigríður Halldórsdóttir vefnaðarkennari haukur í homi, hún fræddi og þræddi leiðina í gegn- um bindifræðina og vefstólinn af alúð. Frá þessum árum er Hörður Ágústsson mér einnig ofarlega í huga sem þroskandi leið- beinandi. Forlögin réðu því að ég fór til Austurrík- is 1974 og tók inntökupróf í Hochschule fur angevandte Kunst in Wien og var svo lán- söm að vera í hópi þess þriðjungs umsækj- enda sem tekinn var inn og hóf þá nám í Ijósm. Lesbók/Ámi Sæberg Ingibjörg Styrgerður við vefstólinn í vinnustofunni í Garðabæ, þar sem hún býr. Gestaltungslehre hjá prófessor Herbert Tas- quil. Þar lagði ég aðallega stund á formfræði og módelteikningu og lauk prófi úr þeirri deild vorið 1976 með góðum vitnisburði. Þá um haustið komst ég sem „Meisterschul- er“ (lokaprófsnemandi) inn í Meisterklasse fur dekorative Gestaltung und Textilien hjá prófessor Margarete Raader-Soulek, en í þeirri deild var ég til vorsins 1979. Af fjöl- skylduástæðum varð ég að flytja heim ári áður en ég hefði getað tekið diplom (loka- próf). Ég tel mig hafa verið lánsama að lenda þama hjá góðum og ströngum kennur- um. Ég met þau bæði enn mikils. Mér fínnst það alltaf nokkuð athyglisvert, að allir að- stoðarkennarar prófessor Raader-Soulek voru karlmenn, allt frá þeim sem kenndi góbelínvefnaðinn til þeirra sem kenndu á Jaquard-vefstólana. Þetta vom allt ágætir karlar og em nokkrir þeirra ennþá góðir Eitt af veflistaverkum Ingibjargar Styrgerðar á sýningu hennar á Kjarvalsstöðum. Halastjarna, stærð 120x185 sm. vinir mínir. í sunnanverðri Evrópu er það algengara að karlmenn séu sérfræðingar á textilsviðinu heldur en hér á Norðurlöndun- um. I háskólanum eignaðist ég marga góða skólafélaga, við ferðuðumst saman, m.a. til Tyrklands og Frakklands. Hjá prófessor Raader-Soulek lagði ég aðallega stund á textílhönnun fyrir hýbýli ásamt myndvefn- aði. Síðasta árið í þeirri deild tók ég fyrir sem verkefni að hanna allan textíl inn í kirkju sem var í smíðum, allt frá gólfdregl- um til altarisveggteppis. Draumur minn hefur alltaf verið að fá slík heildarverkefni, en þessi hugmynd mín var aldrei útfærð í raunvemleikanum. Ég reyndi fyrst eftir að ég kom heim að bjóða fram þjónustu mína hjá stærstu vefnaðarverksmiðjunum hér á landi en hafði ekki erindi sem erfiði. Strax eftir að ég fluttist heim, síðla sum- ars 1979, kom ég mér upp verkstæði, en á þessum sl. átta ámm hef ég flutt með allt mitt hafurtask fjóram sinnum. Ég hef aðal- lega fengist við það að sérhanna og vefa hökla og altarisklæði fyrir kirkjur. Einnig hef ég tekið þátt í nokkmm samsýningum, þar á meðal Nordisk Textiltriennale III 1982—83. Vorið 1985 var mér boðið, eina þátttakandanum frá íslandi, á alþjóðlega ráðstefnu, Textil Art and Constmctive Tradition, í Norrköping í Svíþjóð. I fram- haldi af ráðstefnunni var efnt til samsýning- ar ráðstefnugesta í Norrköping Konst- museum. Hvers vegna geometría? í verkunum em mínar eigin tilfinningar og það hugarástand sem ég er í hveiju sinni og áhrif frá því samfélagi sem ég bý í. Nöfn verkanna gefa það að einhveiju leyti til kynna, annars má hver og einn lesa úr þeim það sem hann vill. Ég hef lengi haft þess áráttu að búa til einfalt element og varíera með það, ein- faldleikinn höfðar mjög sterkt til mín. Mér finnst gaman að búa til kerfí, nú vefstólinn virkar eftir bindikerfi, t.d. ef ég færi ívafið alltaf reglubundið til á uppistöðuþráðunum þá endar það einfaldlega í geometrískum línum. Nánast undantekningarlaust er ég búin að búa til módel af verkunum áður en ég byija að vefa með tilliti til þess hvemig vefstóllinn virkar. Hvers vegna blátt? Verkin þyrftu ekki endilega að vera blá. Aðalatriðið er að þau flæði úr dökkum tóni í ljósan og ljósum tóni í dökkan. Blái liturinn virkar vel á mig eins og er. Ég skemmti mér daglega við að horfa heima hjá mér út á hafið. Fyrir mér er blái liturinn tákn um eitthvað óendanlegt eins og himinninn. Ég kaus að hafa verkin öll blá á þessari sýningu og halda mér við ein- faldleikann." GS Elísabet Jökulsdóttir í hallar- garði einmana- leikans I hallargarði einmanaleikans er margt um manninn en enginn með sjálfum sér. Fyrr en skyggja tekur. Rósir með þyrnum opnast aðeins í úfnu bergmáli úlfarnir liggja afskomir undir fullu tungli. Einhver Ieikur á líru fyrir stjörnubjarta elskendur í blárri nóttinni. Einn langur koss deyr út. Grímubúningar stíga fölir dans í hallargarði einmanaleikans ung stúlka teiknar nafnið sitt á glugga með frostrósir í augunum. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. Pétur Eggerz Pétursson Sumarnótt Landið í vatninu. Tunglið. Og við dönsuðum dalalæðuna í lognrökkrinu. Höfundurinn er leikari í Reykjavík. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.