Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						L    I
Er dýrðin
bráðum búin?
H
ér áður fyrr þótti Ástralía engin Paradís á
jörð. Bretum sem þar fóru með völd fannst
vel við hæfí að senda þangað misendis- og
glæpamenn til að afplána refsingu sína og
þeir losnuðu þannig við  óþjóðalýðinn  af
heimaslóðum. Þeir sendu þangað hvert
fangaskipið af öðru og þannig tengdist
Ástralía afbrotamönnum, harðræði og refsi-
vist í hugum fólks í hinum vestræna heimi,
langt fram eftir 19. öldinni.
En nú er öldin önnur. Ástralíubúum hefur
tekist að sjá sér vel farborða og menning-
arlíf blómstrar þar á mörgum sviðum.^ Má
þar fyrst til nefna kvikmyndagerð en Ástr-
alíumenn hafa skipað sér þar í fremstu röð,
bæði að því er varðar listrænt gildi og eins
hafa kvikmyndirnar orðið til að kynna land
og þjóð um viða veröld. Þá hafa kappsigling-
arnar við Fremantle löngum þótt heimsvið-
burður. Þangað hópast ferðamenn svo
tugum þúsunda skiptir ár hvert. Ástralía
er ekki lengur fjarlægur útkjálki sem vestur-
landabúar settu þrepi neðar en sitt heima-
land. í þessu auðuga landi ríkir almenn
velmegun og þar hafa orðið stórstígar fram-
farir á flestum sviðum þjóðfélagsins síðustu
áratugina. Fólki í „gamla heiminum" svo-
kailaða leikur forvitni á að kynnast háttum
andfætlinganna af eigin raun svo ferða-
mannastraumurinn þangað eykst í sífellu.
Nýlega birtist grein í^ bandarísku tíma-
riti, eftir burtfluttan Ástralíubúa, Tony
Clifton að nafni. Hann heimsækir ættland
sitt annað slagið og á hægara með en marg-
ur annar að gera sér grein fyrir þeim miklu
breytingum sem orðið hafa á þessum slóðum
undanfarna áratugi. Hér fara á eftir glefsur
úr fyrrnefndri grein.
Atvinnuástandið er
gott og lífsstíllinn
minnir á
Miðjarðarhafslönd eða
Kaliforníu. En í þessari
Paradísájörðuer
eitthvert
smánarlegasta
unglingavandamál sem
um getur og frægur
rithöfundur segir^ að
afskiptaleysi gagnvart
vaxandi vandamálum
stafi einfaldlega af því
að fólki leiðist. Það
þurfl ekkert fyrir líflnu
að hafa, hafi ekki
tileinkað sér nein
persónuleg markmið í
lífinu né metnað. Því
nægi að synda í
sjónum, leika tennis og
bruna á brimbrettum,
drekka vín og stunda
líkamsæfingar
LÍFSSTÍLLINN MlNNIR
Á KALIFORNÍU
Tony Clifton fæddist árið 1937 í litlu þorpi
þar sem hvorki var vatnsleiðsla eða rafmagn
og að hans sögn mótaðist hugsunarháttur
manna mest af viktoríanska tímabilinu í
Bretlandi. Ástralía var með rauðum lit á
landakortinu eins og aðrar nýlendur Breta
og börnin í skólanum sóru breska konungin-
um hollustueið á hverjum mánudagsmorgni.
Eftir 1950 fóru innflytjendur að flykkjast
til Ástralíu. Þeim fannst Ástralíubúar ósköp
gamaldags og vandlátir bókstafstrúarmenn.
Bjórkrám var lokað klukkan 6 á daginn,
matarvenjur voru breskur arfur: ofsoðið
kjöt, feikn af kartöflum og harðar grænar
baunir. Börnum voru kynntar eldri sígildar
bókmenntir en nútímahöfundar voru bann-
aðir vegna ritskoðunar.
Tízka.ii er sú sama og á Vesturlöndum og almenn afstaða, að fólk eigi að taka
lífinu með ró.
Allt slíkt er nú úr sögunni. Lífsstílnum
svipar nú mest til þess sem gengur og ger-
ist í Kaliforníu eða við Miðjarðarhaf — og
mörgum fínnst þjóðlífið jafnvel einkennast
um of af léttúð og ábyrgðarleysi.
Mikil náttúrufegurð og ríkidæmi blasir
við ferðamönnum sem til Ástralíu koma til
að njóta sumarleyfis, hvítar baðstrendur,
hreinn sjór, tært loft- gæði sem teljast
munaður á okkar dögum.
En nú gæti einhverjum ferðamanninum
dottið í hug að spyrja: Hvar eru frumbyggj-
arnir? Hvernig vegnar þeim? Hvað er um
eiturlyfjavandamál að segja? Eða eyðni? Er
ekkert atvinnuleysi í Ástralíu?
	* «**		
	ílL	il	
I			, i"
>/1			ttt&p**' -:""vv--...
B^	fÆ  9		
	*      ' -	- *í	Bp^^
Sóldýrkendur í Nýja Suður-Wales.
NÓGATVINNA
Sumir segja að Ástralíubúar neiti að viður-
kenna að um nokkurt vandamál af þessu
tagi sé að ræða, en við nánari eftirgrennsl-
an kemur annað í ljós.
Hins vegar má hrósa þeim fyrir að hafa
veitt að minnsta kosti 3 milljónum innflytj-
enda af ýmsum kynstofni ríkisborgararétt
án þess að til teljandi vandræða hafi komið.
í hópi þessara innflytjenda eru t.d. ein millj-
ón Breta, þrjú hundruð þúsund ítalir og
töluvert af Júgóslövum, Grikkjum, Tyrkjum
og Pólverjum. Og eftir lok Vietnamstíðsins
hafa um 80 þúsund Vietnamar flust búferl-
um til Ástralíu.
Þessir innflytjendur setjast að í vissum
borgarhverfum eða landshlutum og setja
sinn svip á umhverfíð, en þeir eru ekki litn-
ir hornauga af þeim sem fyrir eru eins og
gerist víða í Evrópu og Bandaríkjunum.
Innflytjendur aðlagast fljótt áströlskum
siðvenjum— þeir þurfa ekki að hanga á
horriminni því velmegun er mikil í landinu.
Atvinnutækifæri fyrir þetta fólk virðast
vera nægileg og landrými^ sömuleiðis. Og
þá má ekki gleyma því að Ástralíubúar sem
fyrir voru telja það ekki hvað síst þessum
innflytjendum að þakka að Bretar misstu
yfirráðarétt sinn í landi þeirra. Að því leyti
ríkir gagnkvæm velvild.
Hins vegar er illskiljanleg afstaða Ástr-
alíubúa og stjórnvalda þar til frumbyggj-
anna annars vegar og barna og unglinga
hins vegar. Og væri sennilega hvorugt látið
viðgangast óátalið hjá öðrum þjóðum sem
vilja teljast siðmenntaðar á nútímavísu.
ElNS OG DÝRATEGUND
Frumbyggjarnir eru 1% af þjóðinni eða
um 160 þúsund talsins. Á austurströndinni
Horft yfir stórborgina Sidney.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16