Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Blaðsíða 3
íslenzkt þjóðlíf í 1000 ár er heiti á glæsilegri nýrri útgáfu á rannsókn- arverki Daníels Bruun, sem fór í alla landshluta íslands í lok síðustu aldar og skráði íslenzka menningu og þjóðlíf. Um þetta ræðir Magnús Þorkelsson fomleifa- fræðingur við Ásgeir S. Bjömsson, sem séð hefur um útgáfuna. Glerlist stunda ekki margir hér á landi, en Gier í Bergvík hefur starfað með listrænum metnaði í 5 ár. Af því tilefni hefur Kristín Maija hitt þau Sören og Sigrúnu Einarsdóttur í Bergvík að máli. Forsíðan Myndin er af málverki Margrétar Elíasdóttur og heit- ir „Fjallkonan og mosinn hennar". Þetta er ein af þeim myndum, sem Margrét sýndi á Kjarvalsstöðum í ágúst, en vegna þess að hlé varð á útkomu Lesbókar í sumar, var ekki hægt að fjalla um sýningu Margrét- ar. Hún hefur margt reynt þótt ung sé og ferðast víða, en býr nú og starfar í Stokkhólmi. Margrét vakti vemlega athygli með þessari sýningu, ekki sízt fyrir hugmyndaflug og fæmi í teikningu, en um leið er þróunin hjá henni dæmigerð fyrir marga, sem leita nú að útgönguleiðum frá grófleika nýja málverksins. Skútinn er nýtt farartæki frá Volkswagen. Hann er á þremur hjólum; að sumu leyti eins og bíll og að sumu leyti eins og mótorhjól. Frá þessu farartæki segir Jón B. Þorbjömsson bflaverkfræðingur. IMXIg (m! @ S @ El 0 H [3 H @[S] (H (n) ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 691100. GYRÐIR ELÍASSON MORGUNN í LÍFI INNBROTSÞJÓFS i draumur um kilimanjaro II vaknar við hástemmdan söng bensínfugla sólin í óðaönn að logsjóða sig gegnum gluggatjöldin og notar ekki einusinni hlífðaigleraugu hugsar hann gægist út klæðir sig pissar burstar tennur hár fær sér kaffi allt einsog í sænskri skáldsögu í skóna frammi í forstofu III hleramir í gólfi strætisvagnsins minna á biskupagrafirnar við altari hóladómkirkju hankar til að smeygja krókum undir situr á einum aftasta kirkjubekknum og horfir á stöðumæla stika niður götuna útvarpsmessan eftir tvo daga IV gangstéttin endalaust taktfast tak fóta yfír bænum sker risafuglinn úr afrikusögunum himininn einsog óslípaðan gimstein hann staðnæmist við dymar að bláa húsinu með hvítu gluggaumgjarðimar dorgar Iykil uppúr jakkavasanum lítur I kringum sig bankar enginn kemur opnar hrekkur við þegar kötturínn stekkur á buxna- skálmarnar í rökkrí forstofunnar dregur á sig hanska sem liggja í hillu við fatahengið og leggur af stað inn í myrkviði hússins til stefnumóts við silfur í antikbrúnum skápum þar sem skeiðarnar Iiggja án þess að hafa nokkru sinni komist í samband við annað fljótandi en fægilög Höfundurinn er fæddur 1961, ættaður frá Borgarfiröi eystra, ólst upp á Sauöárkróki en hefur að undanförnu dvaliö í Borgarnesi þar sem hann var að Ijúka skáldsögu. Ljóðið er úr nýlega útkominni Ijóðabók hans, Haugrofi, sem er ný og endurskoöuö útgáfa Ijóöabókanna Svarthvít axla- bönd, Bak við Maríuglerið og Blindfugl/Svartfugl. Dýri bíllinn í Björgvin Nýjasta undur veraldar kvað vera rússnesk drossía sem Norðmenn em látnir kaupa á tvö- földu íslandsverði. (Og kemur vel á vondan, ekki hrifnari en Norð- menn em af íslensku verðlagi ef þeir komast hér í búðaráp.) í fyrsta lagi fáum við hana einhverri vit- und billegri frá Rússanum, og er það fagurt dæmi um gildi þess fyrir lífskjör í landinu að kaupsýslumenn standi í stykkinu við inn- kaup sín. í öðra lagi leggur norska ríkið miklu meiri skatta á bflinn en það íslenska, sem raunar er ekki alls kostar að marka, því að til íslands er bfllinn fluttur með kjara- bótatolli, sem er víst ekki nærri nógu hár og ætlar ríkisstjómin að ráða nokkra bót á því innan skamms. En í þriðja lagi er álagn- ing norsku bflasölunnar (eða norsku millilið- anna samtals) margföld á við álagningu hér. Þetta er merkilegur munur. íslenska álagningin er furðu lág. Þegar aðflutnings- gjöldin lækkuðu og bílar vom allt í einu orðnir ódýrir — að manni fannst miðað við eldra verðið — þá hefðu bflasalar getað hækkað álagninguna án þess kúnninn fyndi fyrir því. Eitthvað í þá áttina gerðist líka fyrstu mánuðina, og reyndi verðlagseftirlitið að halda þar í hemilinn. Hvort sem það var eftiriitinu að þakka eða alfarið niðurstaða markaðsaflanna, þá hefur a.m.k. þetta bíla- umboð valið að halda bflunum ódýram og selja þannig nógu rosalega marga til að þurfa ekki mikla álagningu á hvem einstak- an. Norska álagningin er merkilega há. Mað- ur skyldi halda að einmitt vegna hárra skatta yrði að stilla álagningu mjög í hóf til að gera bflinn ekki alveg óseljanlega dýran. En svo er önnur hlið á því máli: Ur því að bfllinn er dýr, þá er ekki hægt að selja hann nema með miklum tilkostnaði (auglýsingum, sýningarsölum...), og þessi kostnaður dreifist á fáa selda bfla, þannig að álagningin verður að vera há. Háa álagn- ingin er ekki endilega til marks um að norsku bflasalamir búi við væga samkeppni og raki því í makindum saman stórgróða. Hún getur alveg eins verið afleiðing harðr- ar samkeppni sem reki bflasala út í mjög kostnaðarsama verslunarhætti. Samkeppnin er nefnilega vandakind, leið- ir ýmist til ráðdeildar eða sóunar, eftir því hvemig mörkuðum er háttað. Það er alkunna hvað Islendingum bregður stundum í brún þegar þeir sjá í erlendum tískuverslunum lopapeysur eða annan tísku- vaming héðan — á verði sem á okkar mælikvarða er himinhátt. Og háa verðið skilar sér ekki heim, því að í þessari verslun- argrein hefur hörð samkeppni í fór með sér gífurlegan milliliðakostnað. Dreifíngarkerfi íslenskra búvara er dæmi um gjörólíkan markað. Skipulagning er þar mikil — þótt heldur sé hún að gliðna síðustu árin — og samkeppni er takmörkuð, svo að heldur hefur þótt einokunarsvipur á starf- seminni og ásakanir löngum uppi um óþarfan milliliðakostnað vegna skorts á að- haldi markaðarins. En veijendur kerfisins, fulltrúar bændasamtaka eða milliliðanna sjálfra, hafa átt auðvelt með að drífa upp dæmi um margfalt hærri milliliðakostnað, einmitt í löndum þar sem samkeppni fær að njóta sín. Ég býst við að sú samkeppni færi neytendum einhver hlunnindi i vöm- vöndun, úrvali eða þjónustu, en sem sagt ekki í verði, þvert á móti. Þjónusta fasteignasala í Reykjavík er hins vegar klassískt dæmi þar sem hörð sam- keppni þrýstir ekki niður verði þjónustunnar, heldur fer samkeppnin út í mjög dýra sölu- mennsku þar sem urmull smáfyrirtækja heldur úti sölumönnum daga, kvöld og helg- ar. Nú er milliliðakostnaður, álagning, þjón- ustugjöld og slíkt, geysistór hluti af neyslu okkar. Raunar eitt af úrslitaatriðunum um lífskjör í landinu og kannski það atriði sem nú kallar helst á stórátak: að koma íslensku verðlagi niður í eitthvert skikkanlegt horf, bæði á vömm og þjónustu. (Væri það ekki einmitt slíkt markmið sem þjóðin gæti sett sér, á þessum tímum sem kenndir em við einstaklingshyggju og lífskjarakapphlaup?) Dæmið af rússnesku drossíunni f Noregi sýnir okkur að það er ekkert náttúmlögmál að allt sé dýrast á íslandi. Það sýnir líka að opinberar álögur skipta miklu máli, en alls ekki öllu. Dæmið mætti líka minna okkur á hvað verðmyndun er flókið fyrir- bæri: hvað samkeppnin getur verkað misjafnlega á verðlag. Til að gera ísland að skikkanlega ódým landi verðum við auð- vitað að treysta mikið á fijálsa samkeppni, en þó ekki alfarið, heldur þreifa okkur áfram um farsæla blöndu af frelsi og forsjá. HELGI SKÚLI KJARTANSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.