Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 16
1
Alíalenzk sveitahjörtu.
ÆRINKARAOG
KREMLARBÆNDUR
Sú hreyfíng í myndlist, sem nefnd hefur verið
súrrealismi, stóð í mestum blóma fyrr á öld-
inni. Enda þótt Salvador Dali sé tórandi ennþá,
eru þeir allir gengnir, sem áunnu sér frægð
undir þessu merki, t.d. Magritte, Max Emst og
Yves Tanguy. Þótt nú sé sú óskatíð, að
allt telst leyfílegt, hafa yngri myndlistar-
menn að mestu látið stefnuna ósnerta og
fyrirbærið er afskaplega fyrirferðarlítið í
íslenzkri myndlist, nema við gefum okkur
það, að eitthvað af fantasíum Kjarvals og
Flóka sé súrrealismi, sem er vfst hæpið.
Um þessa helgi iýkur á Kjarvalsstöðum
sýningu Lýðs Sigurðssonar. Eins og mynd-
imar bera með sér, sem hér eru prentaðar,
er Lýður hreinræktaður súrrealisti og ætti
þarmeð að hafa skapað sér nokkra sérstöðu
hér. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að
hafa valið þessa leið, segir Lýður:
„Ég lá í bókum á Amtsbókasafninu á
Akureyri; þar voru listaverkabækur og það
kom einhvemveginn af sjálfu sér, að ég
hallaðist strax að því sem sá þar eftir súr-
realistana. En þetta má líka, held ég, rekja
til æsku minnar á bænum Glerá við Akur-
eyri, þar sem ég ólst upp. Ég var mikið
einn og átti ekki leikfélaga. Maður bjó sér
til ímyndaðan heim og seinna, þegar ég fór
að grúska í Dali og Magritte, þá fann ég
eitthvað, sem ég kannaðist við og höfðaði
til mín.“
„Kynntirðu þér kannski hugmyndafræði
súrrealista frá því um 1920 eins og hún
birtist í stefnuskrá Bretons?"
„Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef mína
éigin hugmyndafræði, en á bak við þetta
er líka viss virðing fyrir fallega unnu verki,
eða góðu handverki getum við sagt. Það
er kannski til komið vegna þess, að ég lærði
á sínum tíma húsgagnasmíði, þar sem gott
handverk er að sjalfsögðu grandvallaratriði
og ennþá nota ég húsgagnasmíðina til að
sjá mér farborða. Ég hélt ég mundi hætta
öllum myndiistarpælingum eftir að ég sneri
StúJka á sólarströnd.
Örstutt spjall við LÝÐ
SIGURÐSSON sem
sýnir nú á
Kjarvalsstöðum og hefur
haslað sér völl undir
merki súrrealisma
mér að smíðunum^en þessi árátta vildi ekki
láta mig f friði. Ég hélt áfram að hugsa
um myndir og fór á öll þau myndlistamám-
skeið, sem í náðist fyrir norðan. Árið 1982
flutti ég suður og fór þá í Myndlistarskóla
Reykjavíkur. Síðan hef ég búið í Reykjavík.
Áður hafði ég haldið tvær einkasýningar á
Akureyri, en þetta er fyrsta einkasýningin
í Reylq'avík.
Þetta er að veralegu leyti frásagnarleg
myndlist. En sú frásögn er ekki hnitmiðuð
í þá veru, að allt í myndinni sé fyrirfram
ákveðið. Óft gef ég ímyndunaraflinu lausan
tauminn og þá breytast myndimar í með-
föranum. Það er einmitt það, sem mér finnst
mest spennandi og skapandi, þegar eitthvað
nýtt kemur til sögunnar og heimtar aðild
að myndinni. Það gerist mest á fyrri vinnslu-
stigum. Svo kemst hugmyndin á hreint og
þá gengur maður í sjálft handverkið og klár-
ar myndina."
Lýður Sigurðsson.
„En þetta hlýtur að vera mjög tímafrek
aðferð."
„Já, hvorttveggja er, að aðferðin er mjög
tímafrek og eins gerir hún miklar kröfur
um fæmi í nákvæmnisútfærslu. Ég hef
reynt að losa um vinnubrögðin, mála dálítið
grófar eða expressjónískara. En það virðist
ekki ganga upp, svo ég held mig við þessa
raunsæisútfærslu.
Ég leik mér stundum með orð, eða orða-
tiltæki.og geri þau að myndefni. Fræg
poppsljama heitir Ireen Cara, framborið á
íslenzku Ærin. Úr því varð ærin Kara: Popp-
stjaman er þá með ærhöfuð og með plástrað
fýrir augun, því hún er að koma úr augnað-
gerð. Hún er hluti af mynd, þar sem einnig
era Gói, ríðandi á leið til útlanda og hefur
höfuð og háls hestsins umbreyzt í flugvélar-
hreyfil og skrúfu. Þriðja persónan í mynd-
inni er mr. Seafood; maður með þorskhaus,
sem hugar að netum. Fleira af þessu tagi
mætti nefna: Hvítabimi við störf í flug-
stjómarklefa og Amarflugsmenn, sem eru
með amarhöfuð. Hrafn, sem sparkar manni
fram af hömrum - það er að sjálfsögðu
hrafnaspark - og einnig getur að líta Kreml-
arbændur með sauði sína; uppúr hausunum
á þeim standa myndavélar. Þetta er kannski
einna helzt það, sem flokka mætti undir
pólitíska list. Svo er það íslenzk búhátta-
brejrting: Kýmar hafa breyzt að hluta til í
gulrætur og stundum er ívaf af táknmynda-
stefnu eða symbólisma. Dæmi um það er
mynd, sem heitir „Alíslenzk sveitahjörtu"
og sýnir Heiðarhomið í Borgarfirði, en á
sléttunni stendur torfbær að því er virðist.
Þegar betur er að gáð, era þetta kindar-
hjörtu og geta minnt okkur á, að við höfum
lengst aí lifað af þessari skepnu."
GS.
.-I
16