Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						U R
SÖGU    SKÁKLISTARINNAR
I  S  L  A N  D  I
V   II E
HNEFTAFL
Eftir
JÓNTORFASON
ómverski sagnaritarinn Tacitus getur þess að
germanar leiki teningatafl en lýsir því ekki
nánar. Talið er að flestar taflleifar í forn-
niinjafundum á Norðurlöngum séu úr hnef-
tafli. Fornleifafræðingar halda að hneftafli
tilheyri borð, töflur sem flestar eru jafnstór-
ar en ein yfirleitt stærri og f mannsmynd
og loks teningur. Aftur á móti er óhægt
um vik að kynna sér leikaðferðir. Hneftafl
hefur líklega dáið út á 12. öld um líkt leyti
og skákin ruddi sér rúms. Hér skulu tíundað-
ir helstu staðir í fornritunum þar sem drep-
ið er á leikmáta f hneftafli.
í Hervarar sögu og Heiðreks eru svo-
nefndar Gátur Gestumblinda en þar kemur
sjálfur Óðinn á fund Heiðreks konungs í
líki mannsins pestumblinda og leggur fyrir
hann gátur. í tveim gátum er spurt um
hneftafl:
Hverjar eru þær brúðir
er utn sinn drottinn
vopnlausar vega.
Hinar jarpari [dekkri] hlífa
um alla daga
en hinar fegri [Ijósari] fara?
Heiðrekur konungur,
hyggðu að gátu.
„Góð er gáta þín Gestumblindi. Getið er
þeirra. Það er hneftafl. Hinar dökkri verja
hnefann en hvítar sækja" [í öðru handriti
stendur: „... töflur drepast vopníausar um
hnefann og fylgja honum hinar rauðu"].
Hvað er það dýra
er drepur fé manna
og erjárni kringt utan.
Horn hefur átta
en höfuð ekki
og fylgja þvi margir mjög?
Heiðrekur konungur,
hyggðu að gátu.
„Góð er gáta þín Gestumblindi. Getið er
þeirra. Það er húnn í hneftafli. Hann heitir
sem björn. Hann rennur þegar er honum
er kastað."
Hér er líklega átt við tening.
Hervarar saga mun samin á 13. öld en
Gátur Gestumblinda kunna að vera miklu
ejdri. En hvort sem gáturnar eru ungar eða
fornar verður að notast við þær sem heim-
ild um hneftafl því fátt annað er til.
í Ragnars sögu loðbrókar tefla synir
Ragnars hneftafl þegar þeim berst sú fregn
að faðir þeirra sé fallinn en ekkert segir frá
leikshættinum. En í annarri fornaldarsögu,
þar sem setið er að hneftafli, er dálítið gefið
í skyn um leikbrögð og er það í Friðþjóf3
sögu frækna. Sú saga er lfklega rituð á 14.
öld og þess vegna ekki sem traustust heim-
ild um hneftaflsiðkun fornmanna en hún
iYi'i'i'r -—^— ——-->— ^--¦
lÍÍÍ
ililllll
Taftið frá Baldursheimi.
hefur orðið síðari tíma skáldum gott yrkis-
efni. *~
Frásögnin í Friðþjófs sögu er á þessa leið:
Sendu þeir Hilding fóstra til Friðþjófs og
skyldi biðja hann að fara til liðs með konung-
unum. Friðþjófur sat að hneftafli er Hilding-
ur kom.
Hann mælti svo: „Kóngar vorir sendu þér
kveðju og vildu hafa liðsinni þitt til orustu
í móti Hringi kóngi er ganga vill á ríki
þeirra með ofsa og ójafnaði."
Friðþjófur svarar honum engu og mælti
til Bjarnar er hann tefldi við: „Bil er þarna
fóstbróðir og muntu ei bregða því heldur
mun eg setja að hinni rauðu töflunni og
vita hvort henni er forðað."
Hildingur mælti þá aftur: „Svo bað Hélgi
kóngur mig segja þér Friðþjófur að þú skyld-
ir fara í herför þessa eða þú mundir sæta
afarkostum þá er þeir kæmu aftur."
Björn mælti þá: „Tvíkostur er þarna fóst-
bróðir og tvo vegu frá að tefla."
Friðþjófur sagði: „Þá mun ráð að sitja
fyrst að hnefanum og mun þá verða ótrauð-
ur tvíkosturinn."
Engan fékk Hildingur annan úrskurð
sinna erinda.
(Friðþjófs saga frækna, 2. kafli.)
Orðræðurnar í Friðþjófs sögu veita ein-
hverja innsýn í hugmyndir 14. aldar manna
um hneftafl er líklega er lítið að marka þær
um hvernig teflt var í raun og veru.
Það sem má ráða af þessum fátæklegu
lýsingum er að í hneftafli hafi hnefinn ver-
ið aðalmaðurinn, ef til vill samsvarað kóngi
í skáktafli að einhverju leyti. Með honum
eru rauðar (jarpar) töflur sem verja hann
en ljósar töflur sækja að honum. Einnig er
svo að sjá að húnn, þ.e. teningur, hafi verið
notaður. Húnninn drepur fé manna en það
hlýtur að merkja að hann hafi ráðið mestu
um það hvaða menn voru drepnir. Má gera
ráð fyrir að taflmennirnir hafi kastað tening-
unum til skiptis og tölugildin sem upp komu
ráðið því hvað langt mátti leika mönnunum
eða með hverjum hætti. Það er líklegt að
teflendur hafi átt um fleiri en einn leik að
kjósa hverju sinni.
Sigurður málari Guðmundsson leiddi að
því getur að hneftafl hafi verið sama tafl
og refskák eða líkt henni en þar á ein tófa
í höggi við 13 lömb og drepur með því að
stökka yfir þau. Nafnið á hneftaflinu hafi
verið dregið af því að töflurnar, sem teflt
var með, hafi líkst hnetum að lögum. Þetta
kemur þó ekki vel heim og saman við heim-
ildirnar.
Nú vill svo til að lappar í Norður-Svíþjóð
léku tafl sem á nokkuð vel við þær lýsingar
að hneftafli sem til eru. Ekki ófrægari
maður en grasafræðingurinn Linne sá það
og lýsir því t frásögn af ferðum sínum um
Lappland árið 1732.
Það er kallað tablut og leikið á borði sem
á er 81 reitur, þ.e. níu reitir á kant. í öðru
liðinu er kóngur og stendur hann á miðreitn-
um og má enginn annar maður fara á þann
reit. Honum fylgja átta Svíar sem standa á
skyggðu reitunum. í hinu liðinu eru sextán
Rússar og er þeim deilt í fjóra staði. Þeir
reitir eru merktir með krossi. Allir mennirn-
ir hafa sama gang og er leikið eins og hrók-
um í skák. Reynir sá sem kónginn hefur
að koma honum út á jaðar borðsins, og
hefur þá unnið, en hinn að aftra honum frá
því og máta hann og hefur hann þá hlotið
taflið. Leikið er til skiptis. Ekki er hægt
að drepa kónginn. Maður er drepinn á þann
veg að tveir menn andstæðingsins fara á
næstu reiti beggja vegna við hann og á
sömu línu og hann stendur á. Er hann þá
tekinn af borðinu. Ef Svíi stendur á c5 og
Riíssi á c4 og öðrum Rússa er leikið til c6
er Svíinn fallinn.
Ef kóngurinn stendur á d5 og þrír Rúss-
ar á c5, d4 og d6 er hann mát og Rússarn-
ir hafa unnið. Ef kóngurinn er á e5 og Svíi
á f5 en Rússar á d5, e4 og e6 geta Rússarn-
ir drepið Svíann með því að leika fjórða
manninum til g5.
Þegar leið kóngsins út á jaðarinn er greið
verður sá taflmaður, sem honun stýrir, að
aðvara andstæðinginn með því að segja „ra-
ichi". Ef kóngurinn á völ á tveim leiðum út
á jaðarinn segir skákmaðurinn „tuichu" en
þá er honum sigurinn vís.
Þetta kemur nokkuð vel heim við það sem
vitað er um hneftafl. Að vísu er ekki minnst
á tening í lappneska taflinu en bæði getur
verið að húnninn eða teningurinn í Gátum
Gestumblinda eigi ekki við hneftaflið og að
eitthvað hafi breyst frá þvf norræn gpð og
víkingar iðkuðu hneftafl fram á 11. eða 12.
öld þar til lappar léku tablut á öndverðri
18. öld.
Norður í Mývatnssveit á bænum Baldurs-
heimi blés upp fornaldarkuml árin 1860-61.
Það mun vera frá 10. öld og voru í því leif-
ar af beinum manns og hests, reiðtygjum,
sverði, öxi, spjóti, skildi og loks af tafli. Þar
fundust 24 töflur úr beini, líkan af manni
og teningur. Þar munu komnar töflurnar,
hnefinn og húnninn sem tilheyrt hafa hnef-
taflinu.
Arngrímur Gíslason á Grænavatni samdi
skýrslu um fundinn og gerði uppdrátt af
mununum. Var það sent Sigurði Guðmunds-
syni málara og kom skýrslan í Þjóðólfi 10.
apríl 1862. Hálfum mánuði síðar birti Sig-
urður svo hugvekju sína um nauðsyn þess
að stofna þjóðlegt forngripasafn og varð
þetta ásamt fleiru hvatinn að stofnun Þjóð-
minjasafnsins. Tóku því fljótlega að berast
munir. Það atvikaðist svo að gripirnir frá
Baldursheimi urðu þeir fyrstu sem safninu
áskotnuðust og má sjá þetta elsta islenska
tafl þar á sfnum stað. Skortir nú í rauninni
ekki annað á en að einhver kynni virkilega
að tefla á það.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  '5. NÓVEMBER 1988   15
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20