Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Stanley, stærsti bærinn á Falklandseyjum.
Fólk, mór og mörgæs-
ir á Falklandseyjum
ví meir sem ég ferðast þeim mun ríkari verður
sú tilfmning að ég sé alltaf að fara af einu
styrjaldarsvæðinu á annað. Aldrei hefí ég þó
fundið svo sterklega fyrir því sem þá er ég fór
í breskri herflugvél til Falklandseyja í janúar-
mánuði 1990. Ástæðan fyrir því að farið
var með herflugvél var sú, að eyjarnar
voru þá enn taldar hernaðarsvæði eftir
styrjöldina við Argentínumenn 1982. Það
var meira að segja svo að í tollinum voru
okkur sýndar jarðsprengjur og önnur vopn
sem notuð voru gegn einstaklingum.
Fyrsta daginn sem við vorum að skoða
fugla var staðið við girðingu sem reist var
kringum svæði þar sem enn voru jarð-
sprengjur. Þaðan horfðum við á mörgæs-
irnar í sandhólunum.
Það var í sjálfu sér afrek að komast til
Falklandseyja. Þar eð farið var í herflug-
vél varð hún að millilenda á Ascension-
eyju (St. Helenu) í miðju Atlantshafi. Ver-
Allt þarna ber þess merki
að vera breskt, og gætir
þess miklu meira en í
Bretlandi sjálfu. Hér
eigum við heima, en við
viljum vera bresk. Fólkið
er líka af breskum
uppruna ef frá eru taldir
nokkrir gamlir íbúar frá
Chile, en þó er fólkið
örlítið blandað Irum og
Dönum og fleiri þjóðum.
EftirTERRYG.LACY
ið var að endurbæta flugbrautina og því
voru lendingar flugvéla mjög takmarkað-
ar, og sagði fararstjórinn okkar, Engiend-
ingur, að innanríkisráðuneytið, utanríkis-
ráðuneytið, varnarmálaráðuneytið, Marg-
'aret Thateher og fjöldinn allur af stórlöx-
um hefði orðið að beita áhrifum sínum til
þess að orðið gæti af þessari för.
Það voru ísjakar á hafinu í kringum
Falklandseyjar þegar við flugum inn að
þeim. Ekið var með okkur á þægilegt
„sveitahótel" í Stanley. Eins og í öðrum
húsum sem við komum í var þarna verönd
og ræfilslegar geraníur í pottum. Stanley-
borg er byggð á hæð við flóann og tekur
ein bogadregin húsaröðin við af annarri.
Engin miðborg er í Stanley. í West Store
fæst allt (eins og kaupfélagi úti á landi á
íslandi) og það sem ekki fæst er hægt að
panta eftir vöruli^tum frá Englandi. West
Store á mest allt land á eyjunum og í
höndum þessa verslunarfélags er nær öll
verslun þar. Enda þótt Stanley sé smábær
er þarna aðalhöfn eyjanna og þangað koma
Mörgæsahópur á Sæh'ónaeyju.
öll börn sem fara í framhaldsnám eftir að
þau hafa lokið heimanámi með aðstoð út-
varpsins. Eina sjúkrahús eyjanna er þar
og ófrískar konur koma þangað til að ala
börn en sé um einhverjar meiriháttar að-
gerðir að ræða er farið með sjúklingana
til Lundúna.
í bátsferð til Kidney-eyjar gafst mér
tækifæri til þess að ræða við skipstjórann.
Hann er Breti eins og flestir þarna. Hann
og margir fleiri hafi framfæri af því að
ferja menn tfl og frá veiðiskipum úti á
rúmsjó. Þar eru stundaðar veiðar á smokk-
fiski frá stórum verksmiðjuskipum og er
síðan lestað í stór flutningaskip á hafí úti.
Smokkfiskurinn er seldur til Japan og
Evrópu. Fiskveiðar eru undir eftirliti allt
að 75 sjómílur frá landi en þar fyrir utan
er allt frjálst og 6-700 fiskiskip veiða þar
eins og þa.u framast geta.
Eftir að ég kom úr þessari ferð samdi
Margaret Thatcher við Argentínustjórn um
að flugvélar frá Argentínu megi lenda á
Las Malvinas (Falklandseyjum). Falklend-
ingum er í fersku minni stríðið 1982 sem
stóð í 74 daga og þeir eru því ekkert hrifn-
ir af því að breska stjórnin semji bak við
þá. Þeim fannst líka undarlegt að heyra
þessa frétt fyrst hjá fiskimönnum frá Chile
en ekki frá eigin ríkisstjórn. Fiskimennirn-
ir hafa mikið samband við útlendinga og
talsverðir flutningar á sjó eru á milli Falk-
landseyja og Punta Arena í Chile og
Montevideo í Urugay.
Á heitum degi er ég reikaði um Stanley
rabbaði ég við gamlah mann sem var að
þurrka ull á girðingu sem reist var utan
um garðinn við hús hans. Hann keypti ull
og bjó til ábreiður. Hann þvoði, táði og
spann sjálfur ullina. Bærinn er sambland
af gróðurhúsum, kjúklingum, viktoríönsk-
um húsagöflum, tilbúnum húsaeiningum,
köttum, flagnaðri málningu, nýrri máln-
ingu, Land-Roverum, móhraukum og all-
mörgum skiltum sem á stóð: Bönnum hval-
veiðar.
Næsta dag var haldin veisla. Leiðsögu-
maður okkar frá Guernsey hafði meðferð-
is ávaxtaköku sem skreytt var fána Falk-
landseyja úr ís. Veislan var á hótelinu og
þangað komu heimamenn sem margir eru
ættaðir frá Guernsey. Þarna komu blaða-
menn og landstjórinn skar kökuna. Þetta
var skemmtileg aðferð til að kynnast fólk-
inu. Langar samræður við heimafólkið
færði heim sanninn um að svéitafólk er
gætt þolinmæði sem borgarfólk hefur glaí-
að.
Augljóst var að barinn var helsti sam-
komustaður margra þar í bæ. Maður sem
ég hitti þar hafði verið á íslandi í þeim
erindum að kaupa skip. Annar ræddi lengi
um hvernig unnt væri að losna við að
borga virðisaukaskatt þegar farið væri
milli Englands og Frakklands. Það var
engu líkara en London væri í næsta ná-
grenni og eru þangað þó 12.000 kílómetr-
ar. Allt þarna ber þess merki að vera
breskt, og gætir þess miklu meira en í
Bretlandi sjálfu. Hér eigum vi heima en
við viljum vera bresk. Fólkið er líka af
breskum uppruna ef frá eru taldir nokkrir
gamlir íbúar frá Chile, en þó er fólkið
örlítið blandað írum og Dönum og fleiri
þjóðum. Þarna má líka greina mismunandi
framburð sem sýnir að fólkið er komið
víða að.
Eftir stríðið urðu Bretar að gera upp
við sig hvað gera ætti við Falklandseyjar.
Stór herstöð með fjölbýlishúsum og sjúkra-
húsum var ekki fýsilegur kostur. Þá var
komið á fót Þróunarfélagi Falklandseyja.
Ein hugmyndin var að rækta grænmeti í
sérstakri gerð gróðurhúsa; tómata, salat,
agúrkur. Tvö okkar fengu tækifæri til
þess að skoða slík gróðurhús. Gróðursett
er í fíberglastúbum og næringarefni blönd-
uð sjálfkrafa og veitt til hverrar plöntu
fyrir sig. Hingað til hefur þetta ekki borg-
að sig.
Þessi hús eru hituð upp með mó. Það
er mórinn sem hingað til hefur verið helsti
hitagjafi í öllum húsum á eyjunum. Þarna
er lítill sem enginn trjágróður en mórinn
gerði eyjarnar byggilegar. Nægur mór er
í grennd við Stanley og er ætlað að hann
muni endast í 100-150 ár. Haustið 1878
var snjór óvenjumikill á eyjunum og 29.
nóvember skreið hæð sem að mestu var
úr mó yfir þorpið. Árið eftir fór mórinn
enn af stað og fórust þá tveir menn í
móskriðu.
Á Falklandseyjum er maður annaðhvort
í Stanley eða í „camp" (dregið af campos
í spænsku). Þegar farið er milli tveggja
stærstu eyjanna og reyndar hinna 700
minni er mest notast við litla flugvél eða
44
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48