Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1993, Blaðsíða 8
-I í ! í l | i l f I I I Bessastaðir á Alftanesi Svipmyndir frá 17. öld Dýrkeyptur eltinga- leikur við unnustann Stundum hefur heyrst að reimt sé á Bessastöðum, bústað forseta Islands á Álftanesi. Sagt er að ung kona gangi þar aftur og fái engan frið í gröf sinni. Þessa kona hét Appollónía Schwartz- kopf. Hún lést sumarið 1724 og var talið að Örlög Appollóníu Swartzkopf hafa orðið landsmönnum hugstæð síðan hún kom á eftir unnusta sínum til Bessastaða, amtmanninum Níels Fuhrmann, sem hafði látið hjá líða að kvænast henni. En ráðskonan á Bessastöðum ætlaði dóttur sinni hjónasængina með Fuhrmann. Eftir BRYNDÍSI SVERRISDÓTTUR henni hefði verið byrlað eitur. Hafa örlög hennar síðan orðið mörgum umhugsunar- efni. Vorið 1722 kom danskt kaupskip að vanda í Hólminn, verslunarstaðinn við Faxaflóa.' Með kaupskipinu kom ung kona, Appollónía, sem fyrr var nefnd. Hún var á leið til unnusta síns, Níelsar Fuhrmann amtmanns á Bessastöðum, en hún vissi samt vel að hún var þar síður en svo vel- kominn gestur. Þau höfðu verið heitbundin í mörg ár en Níels hafði hingað til komið sér undan því að kvænast henni. Síðustu fjögur árin hafði hann verið embættismað- ur konungs á Islandi, og hún hafði grun um að hann hefði sótt um starfið til að geta verið sem lengst í burtu frá henni. Appollónía sté af skipsfjöl og hélt rak- leiðis til Bessastaða. Ekki er annað að sjá en að Níels hafi tekið kurteislega á móti henni. Um þetta leyti var verið að gera við amtmannsbústaðinn og því lánaði hann gestinum herbergi sitt, en svaf sjálfur í tjaldi úti á túni. Þau borðuðu saman á hveiju kvöldi og eftir matinn tefldu þau stundum skák. Ekkert varð þó af brúð- kaupi þeirra. Á þeim tíma var heitrof litið alvarlegum augum. Ef maður lofaði að kvænast stúlku varð hann að standa við sín heit, annars gat farið svo að stúlkan kærði hann fyrir svik, og það hafði Appollónía einmitt gert. Hún hafði kært Níels fyrir konungi og dómur hafði fallið á þá leið, að Níels yrði að greiða henni tvö hundruð ríkisdali á ári þar til brúðkaupið hefði farið fram, ef hann kvæntist henni ekki tafarlaust. Tvö hundruð ríkisdalir voru miklir peningar, nærri helmingur árslauna Níelsar fyrstu árin sem hann var amtmaður. En hann var vinsæll maður á íslandi og kom sér vel við marga, meðal annars við Guðmund í Brokey, einn ríkasta mann landsins, og svo fór að Guðmundur og kona hans ar- fleiddu Níels að öllum eigum sínum og þar með var hann orðinn efnaður maður. Eftir það skiptu greiðslurnar til Appollóníu hann minna máli. Amtmaðurinn Var Allra HUGLJÚFI Niels Fuhrmann er lýst sem hávöxnum, fyrirmannlegum, skarpvitrum, vel talandi manni, forförnum í flestum lærdómslistum og tungumálum. Þar að auki var hann friðsamur, ljúfur, lítillátur, glaðsinnaður og örlátur. Hann var ættaður frá Bergen í Noregi og varð amtmaður hér fyrir eigin verðleika, en það var sjaldgæft á tímum þegar flestir embættismenn voru aðals- bornir, sem Níels Fuhrmann var ekki. Hann var vinsæll maður og kom á friði hér á landi, en áður en hann tók við emb- ætti hafði verið töluvert um eijur milli höfðingja landsins. En þó að Fuhrmann sé lýst sem einstökum manni í alla staði voru ekki allar gjörðir hans til fýrirmynd- ar. Áður en hann kynntist Appollóníu hafði hann svikið aðra stúlku, sem síðar veslað- ist upp og dó úr þunglyndi. Áður en hún dó óskaði hún Níelsi Fuhrmann alls ills á lífsleiðinni fyrir svikin við sig. Ráðskona amtmannsins hét Katrín Hólm og hafði hún komið með honum frá Kaupmannahöfn. Hún var ijandsamleg í garð Appollóníu þegar frá fyrsta degi. Dóttir ráðskonunnar, Karen, kom til Is- lands vorið 1723. Eftir það versnaði vist Appollóníu með degi hveijum. Amtmaður- inn hætti að borða með henni á kvöldin og Katrín ráðskona hreytti í hana ónotum hvenær sem færi gafst. Greinilegt var, að Níels hafði mun meiri áhuga á hinni ungu Karenu en Appollóníu, heitmey sinni. Appollóníu Byrlað Eitur Vorið 1724 veiktist Appollónía skyndi- lega eftir að hafa borðað vöfflur. Hún hresstist þó aftur, en nokkrum dögum síð- ar veiktist hún snögglega og taldi sjálf að það hefði verið af graut, sem henni hafði verið borinn. Nú fór hana að gruna að ekki væri allt með felldu. Hún lét færa sér hænu, sem hún hafði í búri í herbergi sínu, og hænuna lét hún síðan bragða á öllum mat, sem komið var með til hennar. Einn morguninn lá hænan dauð í búri sínu. Kvöldið áður hafði hún étið af graut, sem Appollóníu var ætlaður. Appollónía var sannfærð um að Katrín ráðskona sæti um líf sitt. Hún vissi að ráðskonan reri að því öllum árum að amt- maðurinn kvæntist Karenu dóttur hennar og myndi einskis svífast til að svo mætti verða. Appollónía fann sárt til með Níels sem virtist ekki sjá gegnum blekkingavef þeirra mæðgna og aldrei virðist hana hafa grunað að hann gæti verið þeim samsekur. Um sumarið hélt Appollónía að mestu kyrru fyrir í herbergi sínu. Hún lifði í stöðugum ótta um að henni væri byrlað eitur í öllum mat, og þorði því lítið að borða. Grunur leikur á að hún hafi verið lokuð inni um tíma og jafnvel ekki fengið að hafa hjá sér ljós. Síðustu sjö vikurnar sem hún lifði lá hún máttfarin í rúmi sínu. Hún hafði bjöllustrenginn bundinn um úlnliðinn, því hún var of máttlaus til þess að toga í hann ef hún þurfti á aðstoð að halda, og hún neyddist til að borða þann mat, sem henni var réttur, því hún hafði ekki þrek til þess að streitast á móti. Þann 20. júní 1724 lést Appóllónía Schwartz- kopf á Bessastöðum eftir miklar og lang- varandi þjáningar. Eftir lát Appollóníu komust á kreik sögusagnir um að henni hefði verið byrlað eitur. Reynt var að kveða niður þennan orðróm, en það tókst ekki með nokkru móti, enda voru mörg vitni að því hvemig meðferð Appollónía hefði mátt þola á Bessastöðum síðasta árið. Þeirra á meðal var danskur verslunarmaður, Povel Kinch að nafni. Hann hafði heimsótt Appollóníu tveimur dögum áður en hún dó og borið henni kveðju frá vinum hennar í Kaup- mannahöfn. Þá hafði hann séð hve hún var illa farin og heyrt um grundsemdir hennar gagnvart ráðskonunni og dóttur hennar. Einnig hafði Komelíus Wulf land- fógeti, sem bjó á Bessastöðum, fylgst með líðan Appollóníu og margoft hvatt hana til að fara burt. En Appollónía mátti ekki heyra á það minnst að fara burt frá unn- usta sínum, þvi þá mundi hjarta hennar bresta af harmi, eiris og hún sagði. Korn- elíus kom til Appollóníu mánuði áður en hún dó og sá strax að hún átti skammt eftir ólifað. Hann ráðlagði henni að búast við dauðanum og ráðstafa eigum sínum. Hún bað hann að sjá til þess að hún yrði jarðsett í kór Bessastaðakirkju, íklædd brúðarserknum, sem hún hafði sjálf saum- að úr dýrum efnum fyrir margt löngu, og ætlað að bera við brúðkaup sitt og amt- mannsins. Kornelíus lofaði þessu. Þegar honum var tilkynnt lát Appollóníu fór hann til herbergis hennar og tók til það sem þurfti til útfararinnar, en brúðarserkurinn var horfinn og vissi enginn hvað um hann hafði orðið. RÉTTARHÖLD í Kópavogi Orðrómurinn um það hvernig dauða Appollóníu hefði borið að höndum barst að lokum til Kaupmannahafnar. Franz bróðir hennar skrifaði konungi og bað um að málið yrði rannsakað. í ágúst 1725 var settur dómstóll í Kópavogi og stefnt þang- að mörgum vitnum. Réttarhöldin stóðu í sex vikur og féll dómur á þann veg, að þær mæðgur og Níels Fuhrmann væru saklaus af því að hafa byrlað Appollóníu eitur. Margt var sérkennilegt við þessi réttarhöld, meðal annars það, að mæðg- urnar voru aldrei yfirheyrðar, heldur voru þær aðeins viðstaddar og hlustuðu á vitna- leiðslurnar. Þótti mörgum nóg um hve hart amtmaðurinn gekk fram í að veija þær við réttarhöldin, þó að margt benti til þess að þær væru sekar, sérstaklega Katrín Hólm. Mörg vitnanna báru ráðskonunni illa söguna. Eitt þeirra, Þórdís Kjær, eiginkona varalögmannsins í Nesi við Seltjörn, sagði frá því, að skömmu áður en skip Appollón- íu kom til landsins hefði komið til hennar dönsk stúlka frá Bessastöðum, send af Katrínu Hólm. Stúlkan vildi fá að ræða einslega við Þórdísi og þegar þær voru orðnar einar sagði hún að Katrín hefði beðið sig að spyija, hvort Þórdís gæti ekki útvegað öflugan galdramann til þess að granda skipinu áður en það kæmi að landi. Þórdís sagðist ekki þekkja nein galdra- mann, „enda væri varla til svo magnaður djöfull að hann gæti þotið út á haf“, eins og hún orðaði það. Stúlkan fór aftur til Bessastaða með þessi skilaboð til Katrín- ar, sem þá varð að grípa til annarra ráða. Við réttarhöldin kom einnig fram að Katr- ín hefði boðið manni 50 ríkisdali fyrir að ráða Appollóníu af dögum. Ekkert varð þó af því og þá á kerling að hafa gripið til eitursins. Katrínu Hólm, eða „Hólma kerlingu“, eins og hún var líka kölluð, er lýst sem hinu versta flagði. Hún var metnaðargjörn lágstéttarkona, sem vildi allt vinna til þess að dóttir hennar giftist hinum myndarlega og vinsæla amtmanni. Appollónía var ógn- un við áætlun hennar. Hver gat vitað nema henni tækist að ná aftur ástum amtmanns- ins? Það var að minnsta kosti ljóst að Appollónía gæfist ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hún hafði látið dæma amtmann- inn fyrir heitrof, og þar að auki lagt í langa ferð yfír hafið til þess að vera nálægt honum, þó að hann vildi ekkert með hana 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.