Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Blaðsíða 4
Bræður himins og Egils saga EGAR ég var að skrifa verkið Egils sögu og Úlfa tvo lét ég nokkrum forvitnilegum spurn- ingum ósvarað til að lengja ekki bókina um skör fram. Nauðsyn ber til að gæta þess, að meginþættir séu raktir án þess aukaatriði beri Sagan af Agli Skallagrímssyni er ekki einasta af Mann-dýri Borgar á Mýrum runnin hún er runnin af gjörvöllum ás Hjóls Vesturlanda frá norðri til suðurs. Svo margt tengir Egil mannskepnunni góðu, sem annarsvegar var skáld og læknir — en beit menn hinsvegar á barkann og stakk úr þeim augun — að vart mun þurfa við að auka. Fyrri hluti Eftir EINAR PÁLSSON „HIN MIKLA móðir“ sem mær. Mærin sækist eftir hinum innri hreinleiku sem erhenni eiginlegur. ritið ofurliði og er einatt örðugt að greina þar á milli. Meðal þess sem ég lét liggja milli hluta var gagnstæða Tvíbura og Bogmanns á lendum himins. Þeir sem þekkja til mála vita, að langsamlega einfaldasta skýringin á eðli Egils Skallagrímssonar í allegóríunni er sú, að hann hafi verið Mann-dýrið í forn- um sögnum, sem nútímamenn þekkja bezt af sögu Roberts Louis Stevenson um dr. Jekyll og Mr. Hyde. Mann-dýrið hefur lengi nefnzt Bogmaður í stjörnusjám, en af fyrir- bærinu voru til margar sagnir að fomu; þekktastar eru þær sennilega af Mann-tarf- inum (Minotár) á Krít. Fleiri dýr komu við sögu, m.a. blendingur af mönnum, úlfum og hestum. Eins og sjá má af dr. Jekyll var lækningamáttur eitt helzta einkenni Mann- dýrsins og að hann umbreyttist í úlf má sjá af fjölda þjóðsagna um varúlfa. Virðist sag- an af Mann-dýrinu vera eitt þekktasta stef mannkyns síðastliðin fimm þúsund ár. Sú sögn er í raun eins konar könnun mannsins á sjálfum sér; hvað gerir það að verkum, að maðurinn er annars vegar skáld og lækn- ir, hins vegar hamslaus svoli? Þessi spurning verður ný og fersk með hverri kynslóð. Svo vill til, að Mann-dýr stjörnusjárinnar er staðsett á Mýrum. Það er að segja: sá staður á jörðu endurspeglaði Mann-dýrið á himni (Sagittarius) í stjörnusjánni. Það er því vægast sagt athyglisvert, að Egill bjó að Borg á Mýrum, sjálft Mann-dýr Islend- ingasagna dæmigert. Þessi depill markar hásuður. Eru því efni gerð skii í Egils sögu og Úlfum tveim. Hitt er að sjálfsögðu ekki óforvitnilegt, að á hánorðurdepli stjörnusjár Vesturlands eru Tvíburarnir frægu á himni. Erfitt hefði verið að skjóta þessu inn í rit um Egil án þess að bæta við miklu efni; því var það ekki gert. En rétt þykir mér hins vegar að vekja athygli á þessu. Tvíbur- amir voru jafnan gagnstæður, annar Ijós og hinn myrkur. Þetta eru helztu atriði í lýsingum þeirra tvennda sem Egils saga fjallar um, þeirra Þórólfanna annars vegar og Kveld-Úlfanna (Skallagríms og Egils) hins vegar. Nákvæmasta bók um nöfn stjarnanna, sagnir þeirra og merkingu sem til er mun vera „Star Names. Their Lore and Mean- ing“ eftir Richard Hinckley Allen (Dover Publications, New York, 1963). Ef vér skoð- um nú helztu einkenni Tvíburanna hjá Allen kemur í ljós, að annar Tvíburinn var kennd- ur við Sól, hinn við Tungl (s. 225). Þessu hefðum vér búist við að fyrra bragði ef Tvíburarnir vörðuðu Þórólf og Egil. Annar var sólskinsbarnið, hinn var fæddur undir mánasigð. Skap Egils óð bókstaflega í skýj- um. Þá sjáum vér, að Tvíburarnir em ekki ætíð nefndir Tvíburar, heldur og Bræður (meðal Engilsaxa og Normanna, s. 222), svo að sú hlið kynni einnig að eiga við í þessari rannsókn. Þá er það eftirtektarvert, að fræðimaður- inn dr. Thomas Hyde hafði nafnið Jauzah, sem merkir miðja, um Tvíburana, því að hann vildi sýna, að þessar stjömur væru í raun á því svæði sem lengi var litið á sem miðju himins (þetta er svo mikilvægt vegna Egils sögu, að vér hljótum að birta á ensku: „Hyde adopted another form of the word, — Jauzah, the Centre, — as designating these stars’ position in medio coeli, or in a region long viewed as the centre of the heavens: either because they were in a zen- ith constellation, or from the brilliancy of this portion of the sky“ s. 223). Þetta er merkilegt fyrir tveggja hluta sakir: Línan milli Mann-dýrs (Borgar á Mýrum) og Tví- TVÍBURAR himins: Gagnstæður og andstæður. bura (nálægt Hvammi í landnámi Auðar djúpúðgu) er hrein og klár miðja, eins og slíkar miðjur voru hugsaðar að fornu, en auk þess em Tvíburarnir einmitt í ZENITH, þ.e. í hápunkti baugs Vesturlands. Þá fáum vér jafnframt þær upplýsingar, að speking- urinn Ampelíus hafi talið norðanvindinn renna frá Tvíbumnum („Ampelius assigned to it the care of Aquilo, the North Wind, the Greek Boreas that came from the north one third east“, s. 228). kæmi það einkar vel heim á Mýmm, ef norðanvindurinn hefði verið kenndur til Tvíburanna í norðri. Frægustu nöfn Tvíburanna síðustu tvö árþúsundin em Castor og Pollux. Castor er svo lýst, að hann hafi einatt boðað belli- brögð og ofsa („mischfef and violence", s. 231), svo að vart leikur vafí á, að Agli hef- ur verið líkt til Castors — og Þórólfi til Polluxar, hins vaska bardagamanns — liggi tengsl í millum. Blaðað í Bókmenntum Maður er nefndur Peter Lum. Hefur hann ritað bókina „The Stars in our Heaven“ (Pantheon, New York, endurpr. 1962). Er sú bók ekíri jafn nákvæm og rit Allens, en býr yfír ýmsu efni, sem runnið er úr bók- menntum kynslóðanna. Segir Lum, eins og raunar öllum má ljóst vera, sem kynna sér þessi mál, að flestar sögur, sem goðsagnir eiga sameiginlegar af tveim hetjum ellegar tvenndum, hafí í einn tíma eða annan verið ofnar inn í þessar tvær stjörnur, Tvíburana (s. 151). Er til mikill fjöldi slíkra sagna. Tvíburamir vom um eitt skeið bræður Hel- enu innar fögru og yrði of langt mál að rekja alla þá ina fornu þræði. En til forna og langt fram miðaldir vom Tvíburarnir átrúnaðargoð sjómanna. Voru þeir frægir ’fyrir lærdóm auk óhemju styrks og dirfsku (s. 152). Þá vom þeir bræður tignaðir sem megingoð Rómaborgar og líkt við stofnhetj- urnar Rómúlus og Remus. Poilux var upp- haflega ódauðlegur, en bróðir hans Castor hins vegar dauðlegur. Lentu þeir í hremm- ingum vegna þessa: þeir urðu ástfangnir af tveim fögrum systmm, sem vom illu heilli lofaðar öðmm. Þeir Castor og Pollux börðust til kvennanna og drápu andstæðinga sína, en svo bar við, að Castor féll. Pollux varð frávita af harmi yfír dauða tvíburabróð- ur síns; var sem honum þætti helmingur af verund sjálfs sín horfinn og reyndi hann að svipta sig lífi til að komast til Heljar. Þetta tókst honum þó ekki, því að — sem fyrr segir — var hann ódauðlegur. Svo fór að lokum, að Júpíter miðlaði þar málum. Hann fyrirskipaði að bræðurnir skyldu dveljast annan helming sólarhrings ! undirheimum og hinn í ljósi dags. Þessi lausn sýnist Peter Lum fela í sér uppruna- legan mun tvenndarinnar — mun dags og nætur og annarra helztu gagnstæðna og andstæðna veraldar. Ef það er rétt hjá Lum er eðli Sólar og Mána beinlínis fmmásýnd hinna tveggja bræðra á himni. Varð Pollux löngum tákn bróðurástarinnar í heimi hér. Talið er, að Tvíburarnir séu mörg þúsund árum eldri en klassiskar goðsagnir Rómar. Eru til nefndir „Aswin“-bræðurnir, sem vom reiðmenn og eldri bræður sólampprás- ar meðal Indó-Evópumanna. Vom þeir, eins og Castor og Pollux síðar, verndarar sæf- ara. Athyglisvert er, að jafnvel elzta gerð Tvíburanna gerir þá að læknum (s. 155). Þá vom táknin Yin og Yang — hvalirnir tveir — við þá bræður fest; og er ráð fyrir því gert í ritsafni mínu RÍM, allt frá Bak- sviði Njálu (E.P. Rv. 1969:51). Byggist sú tilgáta á því, að hugmyndin hafí borizt hing- að frá Skjöldungum í Danmörku. Það tákn hyggur Peter Lum elzta tákn sem þekkist úr nokkurri siðmenningu; ef svo er hefði það þá getað búið í hinni upphaflegu ásatrú (s. 157). Stjömumerki Tvíbura nefndist Válaskjálf meðal norrænna manna samkvæmt tilgátum RÍM (E.P. 1978 (Rammislagur): k. 16). Bendir það til þess, að Tvíburarnir hafi nefnzt Viðar og Váli á tímum landnámsins. Eru þeir Viðar og Váli þá væntanlega eld- forn goðmynd bræðranna tveggja í Eglu, þess sem kenndur var við sól og hins sem kenndur var til mána. Væri það frábær lausn, ef rétt reyndist. Stjörnumerkið Sag- ittarius nefndist Fólkvangur samkvæmt til- gátum RIM og er það að nokkru skýrt í Egils sögu og Úlfum tveim, svo og Ramma- slag. Af öllu þessu verður vart nema ein álykt- un dregin: sagan af Agli Skallagrímssyni er ekki einasta af Mann-dýri Borgar á Mýrum runnin: hún er runnin af gjörvöllum ás Hjóls'Vesturlands frá norðri til suðurs. Svo mörg og skýr meginatriði tengja Egil

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.