Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S Stofnuö 192 5 42. tbl. 25. nóvember 1995 — 70. árg. Bræður himins og Egils saga Eiríkur blóðöx, Gunn- hildur og sporðdrekinn Eftir EINAR PÁLSSON Eitt af því sem nú má heita löngu ljóst er að himinhvolfið gegnir miklu hlutverki í allegóríu Egils sögu. Beztu allegóríur miðalda voru reistar yfir per- sónur og atburði úr því lífi sem lifað var í sagnfræðilegri merkingu; alleg- órían var launsögnin, sem miðaldamönnum bar að ráða til að fá botn í hina andlegu merkingu. Eitt af því forvitnilegasta við Egils sögu er það, að Noregi var á miðöldum líkt til stjörnumerkis þess, sem Skorpio nefnist (R.H. Allen, Star Names, (Dover. publ. New York, 1963, s. 364). Á íslenzku nefnd- ist Skorpio Drekinn, nú Sporðdrekinn. Þegar svo er tekið til orða, að Noregi hafi verið líkt til merkis Sporðdreka þýðir það, að Noregur var talinn undir áhrifa- valdi Sporðdreka ellegar að Sporðdreki réð auðnu Noregs. Hins vegar hlýtur maður að velta fyrir sér lögun Noregs, þegar samsvörun Sporðdreka við Noreg er gaum- gæfð. Svo kann að vera, að Noregur hafi verið seldur undir Sporðdreka, þar sem hann snýr vestur, til landa sólarlagsins, en mér hefur oft komið í hug, hvort ekki hafí það beinlínis valdið lögun Sporðdreka. Fáum dýrum líkist Noregur eins og því kvikindi skúmaskotanna. í bókinni Egils sögu og Úlfum Tveim, sem út kom 1990 (E.P., Mímir, Rvk.), var talsvert rætt um merki Sporðdreka. Sporð- drekamenn voru í nánum tengslum við Bogmann, þ.e. Mann-dýrið, sem Agli var líkt til (sjá t.d. k.42-47, 81,82). Svo segir þar: Sporðdreki hefur fra ómunatíð verið andstæðingur Bogmanns í goðsögnum himinhrings. Ein ástæða þess er sú, að ör Bogmanns er beint að hjarta Sporðdrekans. En fleira virðist bera til, meðal annars það, að Sporðdreki hefur ætíð verið tákn myrkurs og dauða ... (s. 203) Þannig kemur í ljós, að Sporðdreki var eigi einasta óvinur Bogmanns heldur áttu konungur og drottning Noregs, sem réðu landi Sporðdreka, í þrotlausri baráttu við Bogmanninn Egil. Þetta er feiki athyglis- vert, eins og þeir vita sem kynnt hafa sér málið. Segja má einfaldlega, að barátta Egils við þau Eirík blóðöxi og Gunnhildi kóngamóður í frumsögninni hafí verið barátta Bogmanns gegn Sporðdreka. KONUNGUR og drottning sporðdrekamerkis. Þau drotta yfír undirheimum, dauða oggetnaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.