Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 5. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						-r—"i    ¦   :   Vl   'í
a) UÓSMYND af klettanesinu þar sem vígi Þórólfs á að hafa veríð. Horft suður yfir gijúfur Friðmundarár. „Þórsham-
arinn" í berginu er fyrir miðri mynd. b) Teikning til skýringar sem sýnir túlkun höfundar á klettamyndinni.
V>
Hamarinn
<,<.
við Friðmundará
NN AF Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu gengur
afdalur sem nefnist Forsæludalur, en hann er vett-
vangur mikilla og furðulegra atburða í fornsögun-
um. Hann liggur í nokkuð beinu framhaldi af
Vatnsdalnum til landsuðurs, og eftir honum rennur
Vatnsdalsáin. Innsti bærinn er samnefndur
dalnum, en þar innar þrengist dalurinn og
áin rennur í gljúfrum. Rúmum tveimur kíló-
metrum innan við bæinn rennur Friðmund-
ará úr austri í Vatnsdalsá, og er í djúpu
gljúfri við ármótin, Friðmundarárgili.
í júnímánuði 1992 var ég staddur inni
við Friðmundará, en erindi mitt á þessar
fáförnu slóðir var að kanna hvort ég sæi
nokkur ummerkí eftir Þórólf heljarskinn, svo
sem virki hans þar á klettanesinu sem seg-
ir frá í Vatnsdæla sögu. Þar sem ég stóð
og skyggndist suður yfir gljúfrið, kom ég
auga á óvænta mynd í klettaveggnum þar
á móti. Mjó skora gengur skáhallt inn í
bergið ofan frá brún og myndar drang sem
er að nokkru skilinn frá klettaveggnum.
Þessi klettastandur líkist uppreiddum Þórs-
hamri. Hamarinn er uppréttur með stuttu
digru skafti, og um það heldur krumla mik-
il sem virðist koma skáhallt út úr bjarginu.
Á mynd la) er ljósrnynd sem ég tók þá af
fyrirbærinu, en b) sýnir einfalda teikningu
af útlínum þessarar myndunar, eins og ég
skynja hana. Hamarshausinn er upptypptur
eða með strýtulagaðan koll, af sömu gerð
og sá forni helgi- eða verndargripur sem
sýndur er á 2. mynd.
Við þessa sjón varð mér skyndilega ljóst
hvernig skilja mætti hina ótrúlegu og mót-
sagnakenndu sögu um fyrrnefndan Þórólf
og samskipti hans við Vatnsdælinga, enda
væri nafn hans valið til að minna á Ása-
Þór sjálfan. Í Vatnsdælu er Þórólfur kynnt-
ur til sögunnar tæpitungulaust:
„Þórólfur hét maður og var kallaður helj-
arskinn. Hann nam land í Forsæludal. Hann
var ójafnaðarmaður mikill og óvinsæil. Hann
gerði margan óskunda og óspekt í hérað-
inu. Hann gerði sér virki suður við Frið-
mundará skammt frá Vatnsdalsá við gjá
eina og gekk nes í milli gjárinnar og árinn-
ar en hamar stór fyrir framan. Grunaður
var hann um það að hann mundi blóta
Þessi skýringartilraun
gengur að sjálfsögðu út
frá því að Vatnsdæla saga
sé þesskonar texti sem
kalla má launsögn, en þar
er tvíræðni máls og
sagnahefðar beitt þannig
að lesa má hulin fræði á
bak við hina
yfírborðslegu frásögn.
Eftir KARL
GUNNARSSON
mönnum og var eigi sá maður í dalnum
öllum er óþokkasælli væri en hann."
Orðin „nes í milli gjárinnar og árinnar"
eiga greinilega við tunguna eða hamranesið
milli gljúfurs Friðmundarár, sem kalla má
gjá, og Vatnsdalsár. Það verður ljósara síð-
ar í sögunni að virkið á að hafa verið á
þessu nesi. Lýsing höfundar á þessum landn-
ámsmanni er furðulega ýkjukennd, og hann
er gerður að hreinni ófreskju.
HVER NAM FORSÆLUDAL?
Ingimundur nam Vatnsdal og bjó á Hofi.
Hann var forfaðir valdaættar Vatnsdælinga,
en sagnaritarinn er þeim mjög hliðhollur
og lýsir Ingimundi sem hinum mikla leið-
toga héraðsins. Þegar þess er gætt hve land-
nám Þórólfs er tiltölulega lítið og rýrt, hlýt-
ur það að teljast ákaflega ósennilegt að
hann hafi haft bolmagn til að komast upp
með slíkan ósóma í næsta nágrenni við
héraðshöfðingjann. Reyndar er það ein-
kennilegt að landnám Ingimundar, sem var
mjög stórt, hafí ekki líka tekið yfir þennan
afdal.
í Landnámabók (Sturlubók) er hvergi
minnst á Þórólf heljarskinn, en þar segir
að landnámsmaður í Forsæludal hafi heitið
Friðmundur. Þessu nafni bregður þar aftur
fyrir í upptalningu á átta fylgdarmönnum
Ingimundar, og er sá Friðmundur sagður
vera þræll. Ekki er ljóst hvort um sama
manninn sé að ræða, og allt er þetta ein-
kennilegt. Fékk þrællinn leyfi til að nema
land, eða voru þarna tveir menn með þessu
sjaldgæfa nafni? Nú verðum við að hafa í
huga að þær gerðir Landnámabókar sem
varðveist hafa eru engan veginn sjálfstæðar
frumheimildir. Sturla Þórðarson tók efni úr
Islendingasögum í bók sína, og þar á meðal
er langur útdráttur úr Vatnsdæla sögu, en
í sögunni fyrirfínnst einmitt keimlík upptaln-
ing á fylgdarmönnum Ingimundar. (Reyndar
er hún í ýmsu frábrugðin og er þar víxlað
þrælum og frjálsum mönnum, en það er
álit fræðimanna að þessi setning* í Vatns-
dælu hafí spillst í uppskrift, og að hún hafi
upphaflega verið lík þeirri sem lesa má í
Landnámu). Hér er ekki vert að rekja þenn-
an samanburð í smáatriðum, en líklegast
er að Sturla hafi haft fyrir sér landnámalýs-
ingu sem nefndi Friðmund en ekki Þórólf,
og hafi honum þótt það trúlegra en furðu-
sagan í Vatnsdælu, en síðan tekið þaðan
upptalningu fylgjaranna og ekki hirt um
að skýra hvernig stóð á því að Friðmundur
var þar sagður vera þræll.
Það verður einnig að teljast líklegt að
höfundur Vatnsdælu hafi þekkt til Frið-
mundar landnámsmanns. Við sjáum að hann
kannast við nafnið í sambandi við fylgjara
Ingimundar og hann þekkir örnefnið Frið-
mundará. Að líkindúm hefur hann haft und-
ir höndum sömu upplýsingar og hinar fyrstu
landnámalýsingar byggðu á. Hvernig stend-
ur þá á því að hann hefur falið Friðmund
en leitt fram hinn feiknlega Þórólf, sem
hann virðist hafa svo mikla andúð á?
ÞÓRÓLFUR REKINN ÚT
í sögunni stingur Þórólfur aftur upp koll-
inum löngu síðar, þegar Ingimundur er
dauður og synir hans teknir við mannaforr-
áðum, þá enn í fullu fjöri og við sama hey-
garðshornið: „Þórólfur lagðist á fé manna
og gerðist hinn mesti þjófur". Hann settist
í virki sitt við Friðmundará, og voru nokkr-
ir illvirkjar með honum, „allir hans jafningj-
ar eða verrf.
Þeir Ingimundarsynir, Þorsteinn, Jökull
og Þórir, söfnuðu þá liði og fóru að Þórólfi
inn að Friðmundará. Þar leist Þorsteini ekki
á blikuna og mælti: „Eigi veit ég hversu
vér fáum að sótt virkinu fyrir árgljúfrum
þessum". Hér er Þorsteinn gerður furðu
ráðalaus, sem annars var þó skynsamastur
bræðra sinna. Að sjálfsögðu er ekki hægt
að sækja beint yfir hyldjúpt gljúfrið, og er
Jökull látinn finna upp á því bragði að
krækja upp fyrir gljúfrið og koma aftan að
virkismönnum. En nú má spyrja: hafði höf-
undur einhverja ástæðu til að setja á svið
þetta hik við árgljúfrið - láta þá standa og
mæna suður yfir gjána? Jú, þeir voru þar
staddir í sömu sporum og ég var júnídaginn
góða þegar klettamyndin af Þórshamrinum
blasti við mér. Lausn gátunnar er þessi:
Þórólfur er ekkert annað en hamarinn og
krumlan í berginu, eða e.t.v. frekar vættur
í berginu sem birtir tilvist sína með þessum
ummerkjum. í sögunni eru þeir bræður
leiddir á þann eina stað þar sem þessi jar-
teikn eru sýnileg.
Jökull sótti djarflega fram og komst í
virkið en sá í fyrstu hvergi Þórólf því hann
var nefnilega kominn ofan í eina af svoköll-
uðum „blótgröfum" sínum. Síðan flæmdist
hann upp úr gröfinni og hljóp úr virkinu út
á svokallaða Grátmýri, þar sem hann grét,
gungan, áður en Jökull drap hann. Þessar
blótgrafir Þórólfs eru einstök fyrirbrigði að
sögn fræðimanna, og þekkjast hvergi ann-
ars staðar í sögunum. Einfaldast er að skýra
þær sem kænskubragð og uppfinningu höf-
undar, því hann þurfti að gefa til kynna
að bergbúinn Þórólfur hafi verið flæmdur
upp úr jörðinni og af staðnum.
Sú er niðurstaða mín að kletturinn við
Friðmundará hafi verið merkilegur helgi-
staður fyrir hina fornu Vatnsdæli, og þeir
trúað að þar byggi einhvers konar kraftur
eða vættur, í tengslum við Ása-Þór. Þetta
hefur hinn kristni höfundur Vatnsdælu vitað
og skilið, og þess vegna hefur hann svo
mikla andúð á þessu fyrirbæri. Samkvæmt
þessum skilningi hefur hvorki Friðmundur
né Þórólfur verið landnámsmaður, heldur
eru þeir í raun sama fyrirbærið, bergbúinn
við Friðmundará, og heitir áin eftir honum.
Friðmundur er reyndar ágætt dulnefni eða
gælunafn á krumlunni með hamarinn, enda
tók Þór oft hamar í mund til þess að friða
heiminn fyrir ágangi jötna. Þórólfs-nafnið
hefur höfundur líklega sjálfur smíðað til
þess að dylja betur frásögnina, en gefa þó
í skyn eðli fyrirbærisins.
Þessi skýringartilraun gengur að sjálf-
sögðu út frá því að Vatnsdæla saga sé þess
konar texti sem kalla má launsögn, en þar
er tvíræðni máls og sagnahefðar beitt þann-
ig að lesa má hulin fræði á bak við hina
yfirborðslegu frásögn. Þetta er nýr skilning-
ur á íslendingasögunum, sem Einar Pálsson
launsagnafræðingur hefur þróað. í þessu
ljósi má t.d. sjá nýja merkingu í staðarlýs-
ingu Vatnsdælu, sem vitnað var í hér fyrr:
„... og gekk nes í milli gjárinnar og árinn-
ar, en hamar stór fyrir framan." Er hér
ekki verið að lýsa klettamyndinni af Þórs-
hamrinum sem stendur í raun framan við
bergið? Þessi orð eru meistaralega tvíræðin,
og hér hefur höfundinum tekist óvenju vel
upp - oft eru stílbrögð hans heldur klunna-
leg.
I launsögn sinni gefur höfundur í skyn
að hinir heiðnu Ingimundarsynir hafí haft
andúð á Ása-Þór, eða fulltrúa hans í jörð-
inni. Það er íhugunarvert hvort þetta sé
einungis óskhyggja og sögufölsun höfund-
ar, eða hvort nokkur fótur sé fyrir þessum
sögum. Það mætti hugsa sér að hræringar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12