Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SPEER
OG SANN-
LEIKURINN
EFTIR OLA JON JONSSON
Eftir Núrnberg-réttarhöldin hlaut ALBERT SPEER, arki-
tekt Hitlers og síóar hervæóingarráóherra, 20 árg
fgngelsisdóm, en staóhæfói alltaf aó hann hefói
ekki vitaó um útrýmingarbúóimar. En vissi hann
ekki alltgf um þær? Um þaó, m.g., fjgllar ný bók:
„ALBERTSPEER: Baráttahans viö sannleikann", sem
austurríska blaöakonan Gitta Sereny hefur skrifað.
Hér er litiö á bókina.
ALBERT SPEER var í þjón-
ustu Adolfs Hitlers um
árabil, upphaflega sem
arkitekt og höfundur að
risavöxnum áætlunum um
endurbyggingu höfuð-
borgar Þriðja ríkisins, en
síðar sem ráðherra her-
gagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni.
Eftir að hafa afplánað tuttugu ára fangelsis-
dóm sem hann hlaut við stríðsglæparéttar-
höldin í Nurnberg, ritaði hann æviminningar
sínar sem náðu metsölu víða um lönd. I skrif-
um sínum gerir Speer upp samband sitt við
Hitler og líf sitt á valdatíma nasista í Þýska-
landi á einstæðan hátt. Iðrun hans og vilji
til að axla ábyrgð á grimmdarverkum Hitlers-
stjórnarinnar hefur allt frá tímum Nurnberg-
réttarhaldanna skapað honum jákvæða
ímynd í hugum fjölda fólks. Speer er eflaust
sá af leiðtogum Þriðja ríkisins sem hvað
næst hefur komist því að hljóta fyrirgefningu
heimsins. I nýlegri bók sinni opinberar aust-
urríska blaðakonan Gitta Sereney hins vegar
sannleikann um Albert Speer.
i iakka af Feringianwm
Ef hægt er að segja að Hitler hafi átt vin,
þá var ég hann", sagði Speer við réttarhöldin
í Niirnberg 1946 og að mati
margra sem til þekktu voru það
orð að sönnu. Samband þeirra
Hitlers og Speers hefur lengi
verið mönnum ráðgáta og víst
er að ýmsir háttsettir menn í
Þýskalandi nasismans öfunduðu
Speer af nánu vinfengi hans við
„Foringjann". Þýski sálfræðing-
urinn Alexander Mitscherlich
hefur raunar haldið því fram að
'samband þeirra hafí haft eró-
tíska undirtóna og Speer féllst
fyrir sitt leyti á það. Með þessu
er ekki sagt að samband þeirra
hafi á nokkurn hátt byggst á
leyndri samkynhneigð þeirra
beggja. Það sem átt er við er
að milli þeirra lágu straumar
sem lýstu gagnkvæmri djúp-
stæðri aðdáun og viðkvæmum tilfínningum
sem gerðu samband þeirra svo sérstakt.
Enginn annar maður, svo vitað sé til, tengd-
ist Adolf Hitler á þennan hátt. „Þú ert hin
forboðna ást Hitlers", var eitt sinn sagt við
Speer.
Albert Speer var af vel efnuðu fólki og
ólst upp í Mannheim og Heidelberg. Hann
fetaði í fótspor föður síns og gerðist arkitekt
og lauk námi um það leyti er heimskreppan
reið yfír Þýskaland. Hann var einn margra
FORSÍOA   bókarinnar
ALBERT SPEER, Bar-
átta  hans við sann-
leikann.
ungra Þjóðverja sem hrifust af sannfæringar-
krafti og bjartsýni nasistanna og gekk sjálf-
ur í flokkinn árið 1931 eftir að hafa sótt
fund Hitlers með stúdentum. Eftir það rak
hvert atvikið annað og Speer fékk tækifæri
til að sanna hæfileika sína í þjónustu nasista-
flokksins við hönnun sviðsmynda fyrir úti-
fundi og seinna við byggingu nýrrar flokk-
smiðstöðvar í Berlín. En kynni Hitlers og
Speers hófust fyrir alvöru þegar Speer tók
þátt í endurhönnun kanslarasetursins í Berlín
á fyrsta ári valdatöku nasista í Þýskalandi.
Speer minnist þess að Hitler kom oft að
kanna framkvæmdir við bygginguna. I þess-
um heimsóknum virtist Hitler ekki taka eftir
Speer fremur en öðrum sem þar unnu og
spurði alltaf án þess að horfa á þann sem
varð fyrir svörum. Dag einn þegar Speer
hafði gengið með Hitler um svæðið og svar-
að samviskusamlega spurningum hans, leit
Hitler skyndilega í augu hans og spurði hann
hvort hann vildi snæða með sér hádegismat:
„Þarna var ég, ungur, óþekktur og algerlega
án mikilvægis og þessi mikli maður sem all-
ir kepptust við að ná athygli hjá bauð mér
í mat".
Speer segir næstum hafa liðið yfir sig við
þetta tilboð. Hann minnist þess að hafa
óhreinkað eitthvað jakkann sinn þennan
morgun á byggingarsvæðinu.
Hitler bauð honum heim með sér
og lánaði honum dökkbláan
jakka af sjálfum sér og síðan
settust þeir til borðs. Speer gat
auðvitað ekki trúað heppni sinni
og skyndilegri upphefð þennan
dag. Hann var þá nýorðinn tutt-
ugu og átta ára.
Árið 1936 fékk Speer í hend-
ur stærsta verkefnið sem hann
hafði tekist á við; umsköpun
Berlínar. Hitler vildi skrýða
Berlín með mikilfenglegum
byggingum og minnisvörðum
sem hæfa mundu hlutverki
hennar sem höfuðborgar hins
stóra ríkis sem hann hafði í
hyggju að reisa á meginlandi
Evrópu. „Germanía" skyldi hún
heita og Speer hlotnaðist sá heiður að leggja
drög að byggingu hennar og hanna útlitið.
I kjölfarið varð Speer yfirmaður húsnæðis-
mála í Berlín og þegar síðari heimsstyrjöld-
in braust út var hann niðursokkinn í þetta
nýja risavaxna verkefni. En árið 1942 var
vinnufriður hans skyndilega rofinn þegar
Hitler útnefndi hann hergagnaráðherra.
Speer hafði kannski ekki mikla reynslu af
hernaði en skipulagshæfileikar hans og
dugnaður átti eftir að reynast afdrifaríkur
SPEER hannafii þessa stórkostlegu umgjörð utan um flokksþingið í Nurnberg 1934.
Það sem virðist vera súlur eru Ijósgeislar öflugra Ijóskastara.
þegar síga tók á ógæfuhliðina fyrir Þjóð-
verja í stríðinu. Því hefur reyndar verið
haldið fram að Speer hafi í starfi sínu sem
hergagnaráðherra tekist að draga stríðið á
langinn og seinka ósigri Þjóðverja um eitt
til tvö ár. Þegar Speer tók við starfi her-
gagnaráðherra segir hann að samband sitt
við Hitler hafí breyst. Kumpánlegheitin viku
nú fyrir formlegri samskiptum og þeir fjar-
lægðust hvor annan. „Fyrir mig var þessi
breyting mjög sársaukafull", lýsir Speer.
Þegar endalokin nálguðust fór svo að Speer
sveik Hitler í tryggðum með því að óhlýðn-
ast skipunum hans. Hitler hafði mælt svo
fyrir að þegar bandamenn kæmu á þýska
grund skyldu þeir ekki fínna annað en sviðna
jörð og eyddar byggðir. Þýska þjóðin átti
að farast með Foringja sínum. Speer eyddi
starfsorku sinni á síðustu vikum stríðsins í
að hindra með kerfisbundnum hætti að þess-
ar fyrirætlanir næðu fram að ganga. En
þrátt fyrir þetta lagði Speer á sig hættulegt
ferðalag til Berlínar í apríl 1945 til þess
eins að kveðja Hitler hinstu kveðju. „Ég
einfaldlega varð að vera þar við endalokin",
segir Speer. Þó svo að Speer væri á þessum
tíma að eigin sögn orðinn andsnúinn Hitler
voru tilfinningar hans til mannsins enn svo
sterkar að hann fann sig knúinn til að sjá
hann í eitt síðasta skipti. Og þótt Hitler
hefði frétt um svik Speers við sig lét hann
ekki taka Speer af lífi samkvæmt reglum
sem hefði áreiðanlega orðið raunin ef ein-
hver annar hefði átt í hlut. En kveðjustund-
in var stutt og ekki orðmörg; aðeins hefð-
bundin kveðjuorð og handtak. Þannig lauk
sambandi þeirra, a.m.k. af Hitlers hálfu.
En fyrir Speer varð uppgjörið ævilangt.
„Þaó vor ekki yewr að kennal"
Við réttarhöldin í Niirnberg var Speer
fundinn sekur um tvær sakir af fjórum sem
á hina tuttugu leiðtoga nasista voru bornar.
Sekt hans byggðist fyrst og fremst á því að
hann hafði í embætti sínu sem hergagnaráð-
herra haft milljónir nauðugra verkamanna í
þjónustu sinni í verksmiðjum um alla hina
hernumdu Evrópu. Hryllingssagnir af með-
ferð þeirra og aðbúnaði voru margar og
ábyrgð Speers þótti hafín yfír vafa. Hann
var raunar sá eini hinna ákærðu sem lýsti
sig ábyrgan af öllum þeim voðaverkum sem
framin voru í nafni nasismans.
Speer viðurkenndi aldrei vitneskju sína um
marga myrkustu glæpina, einkum og sér í
lagi fjöldamorð nasista á gyðingum. Það mál
var þó, að hans eigin sögn, það sem alla tíð
þjáði samvisku hans mest og innri barátta
hans allar götur frá Nurnberg-réttarhöldun-
um snérist um. Þeir sem gagnrýnt hafa Spe-
er og skrif hans í endurminningabókum hans
hafa líka sérstaklega staðnæmst við þetta
atriði; hvernig gat maður sem svo lengi var
náinn samstarfsmaður Hitlers og háttsettur
nasisti ekki vitað um fjöldamorðin á gyðing-
um? Þótt flestir fallist nú á að þýskur almenn-
ingur hafí ekki vitað um „lokalausnina" og
skipulegar aftökur gyðinga á sléttum Rúss-
lands og í útrýmingarbúðum Póllands meðan
á þeim stóð, þykir ýmsum erfítt að trúa að
það sama gildi um Albert Speer.
Arið 1943 var Lokalausnin í fullum gangi
og gasklefarnir höfðu þegar sannað gildi sitt
sem afkastamikil aðferð við útrýmingu gyð-
inga. Þegar hér var komið við sögu taldi
forystan tímabært að upplýsa lægri yfirmenn
og embættismenn í Þriðja ríkinu um áætlun-
ina. Þetta var eflaust liður í þeirri viðleitni
að gera alla stjórnendur ríkisins að vitorðs-
mönnum og tryggja þannig samstöðu þeirra
og koma í veg fyrir að einhverjir reyndu að
hlaupast undan merkjum ef stríðið virtist
ætla að snúast á enn verri veg fyrir Þjóð-
verja en orðið var. Þann 6. október 1943,
klukkan 15:30, flutti Himmler ræðu á ráð-
stefnu  með héraðaleiðtogum flokksins og
16    LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR    8. FEBRÚAR 1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20