Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 4
„HÉR á landi er mjög fjörug bókmenntaumræða.sem kemur til af því að almenningur hefur lært að lesa bækur og getur því fylgst með umræðu um þær. Hér á iandi er hins vegar ekki mjög almenn og fjörug umræða um myndlist þvf að hér hefur fólki ekki verið kennt að lesa myndlist og njóta hennar.11 Myndin er tekin á Kjarvalsstöðum. Og hér hefur því miður ekki tekist að aia upp samsvarandi kynslóð safnara sem leggja eigið fé í nútímalist, eins og er einnig í flestum löndum í kringum okkur. Þetta er kannski að hiuta til skólakerfmu að kenna, það hefur ekki sinnt fræðslu um myndlist jafn vel og því ber. Það er mikilvægt að söfnin geti sinnt þessu fræðsluhlutverki vegna þess að listin lifir ekki til lengdar eingöngu sem opinbert fyrirbæri; hún hlýtur að þurfa bakland hjá söfnurum, hjá almenningi, hjá þjóðinni sjálfri. En það er óhjákvæmilegt sem stendur að söfnin hafi forystu í mótun samtímalistarinn- ar. Án þessarar forystu og án þessa stuðnings sem söfnin veita þá held ég að fljótt færi að draga af listamönnum." „Á hvetjum tíma,“ bætir Gunnar við, „eru menn að taka afstöðu til fyrri tíma listar, það er alltaf einhvers konar framúrstefna í gangi, hún er bara mismunandi fyrirferðamikil. Þessi „reaksjón" og framúrstefna var sérstaklega fyrirferðarmikil allt frá SÚM-tímanum fram yfír miðjan aldur Nýlistasafnsins vegna þess að fólkið á bak við hana og list þess fékk enga svörun í hinum opinberu söfnum. Eftir að við tókum að sýna framúrstefnuna hér, sækja inn á samtímalistina og lækka þar af leiðandi meðalaldur sýnenda þá minnkaði þessi hópur sem var fyrir utan hinar opinberu lista- stofnanir. Þessi hópur er hins vegar alltaf til staðar; hann gerir sér alltaf hreiður einhvers- staðar, hvort sem það er í Nýlistasafninu eða í þessum minni galleríum sem hafa verið að spretta fram. En stofnun sem er upplýsandi og miðlar sterkt hefur alltaf áhrif og hún getur líka haft áhrif sem leiða af sér aðra hluti.“ - En þið óttist ekki að listasöfnin geti hamlað eðlilegri þróun með áhrifum sínum og mótunarvaldi? NÝTT LÍF í LISTASÖFNIN A AUNDANFORNUM árum hafa menn velt nokkuð fyr- ir sér hlutverki og stöðu listasafna í myndlistar- heimi samtímans. Spurt hefur verið hvort þau búi ekki yfir miklu mótunar- valdi á samtímalist og hvort hin miklu áhrif þeirra séu æskileg. Vald listasafnanna virðist því meira hér á landi þar sem hinn almenni listaverkamarkaður er hér afar lítill. Einnig hafa menn velt því fyrir sér hvort listasöfn ættu ekki að taka meiri þátt í skoðanamyndun samfélagsins en þau gera. í tilefni þess að nýir stjómendur eru að taka við í stærstu listasöfnum landsins þessa dagana ræddi blaðamaður við nokkra viðkom- andi um þessar spurningar og um stöðuna í íslenskum safnamálum og íslenskri myndlist almennt. Þátttakendur eru Gunnar Kvaran, listfræðingur sem hefur látið af störfum sem safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Kjarvals- staða, og tekið við stöðu safnstjóra í Borgar- listasafni Björgvinjar í Noregi, Olafur Kvaran, bróðir Gunnars sem er listfræðingur og hefur verið deildarstjóri skrifstofu norrænu ráð- herranefndarinnar í Kaupmannahöfn frá árinu 1991, en hann tekur við stöðu safnstjóra í Listasafni íslands af Beru Nordal, Eiríkur Þorláksson, listfræðingur sem starfað hefur sem myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu og framkvæmdastjóri Fullbright stofnunarinn- ar, en hann tekur við stjóm Listasafns Reykja- víkur, Kjarvalsstöðum, af Gunnari Kvaran og Kristín G. Guðnadóttir, listfræðingur og fyrr- verandi safnvörður við Listasafn Reykjavíkur, en hún er tekin við stöðu safnstjóra í Lista- safni ASÍ. Söfnin eiga aó faka þótt i skodanamyndun samfélagsins Fyrsta spurningin sem spyrill varpar fram er um hlutverk listasafna og fyrstur tii svars er Gunnar. „Hlutverk safna er fyrst og fremst að safna listaverkum og varðveita þau, rannsaka þau og miðla þeim, bæði innlendum og erlendum." „Síðan er það pólitísk ákvörðun," bætir Eiríkur við, „eða ákvörðun þeirra sem eiga og reka söfnin hvað af þessum þáttum er lögð mest áhersla á hverju sinni; er það að safna, að halda mikið af góðum sýningum, að miðla og þjóna." Kristín bætir því við að helstu breytingarn- ar í framtíðinni muni verða á sviði miðlunar- innar. „Ný upplýsingartækni mun opna söfn- unum nýjar leiðir til að koma verkum sínum á framfæri, til dæmis á alnetinu. En þessi grundvallarhlutverk safnsins sem Gunnar Eiríkur Gunnar Þorláksson Kvaran nefndi munu ekkert breytast í sjálfum sér.“ Ólafur bendir hins vegar á að hér á landi hafí lítið verið fjallað um samfélagslegt hlut- verk safnanna sem mjög hafi verið í brenni- depli í Skandinavíu undanfarin misseri. „Að sjálfsögðu er meginhlutverkið að safna, varð- veita, rannsaka og sýna. En jafnframt eru söfnin, bæði lista- og menningarsöguleg söfn, hluti af hinu sameiginlega minni samfélagsins og sem slík geta þau tekið þátt í hugmynda- legri samræðu þess, átt þátt í að móta menn- ingarlega sjálfsvitund þjóðarinnar. Söfnin eiga ekki aðeins að varðveita menningararfínn heldur einnig að gera hann lifandi og spenn- Kristín G. Ólafur Guðnadóttir Kvaran andi og miðla almenningi sem kemur í söfnin þekkingu, innsæi og samhengi." Söfnin þurfa aó hafa forystu ■ mófun samfimalistarinnar - Eruð þið sammála því að listasöfn hafí áhrif á eða jafnvel móti samtímalist með áhersl- um sínum í innkaupum og umfjöllun? Og ef svo, eru þau áhrif æskileg? „Ég held að hér á landi sé það hreinlega óhjákvæmilegt," svarar Eiríkur, „því að hér hafa ekki náð fótfestu gallerí sem hafa verið rekin á viðskiptalegum grundvelli og af fagleg- um metnaði, eins og við sjáum í stærri löndum. „Það er eðli safnsins að velja og hafna,“ segir Kristín, „en ég held að það sé liðin tíð að söfnin hamli, þau eru frekar skrefinu á undan en hitt. Listasöfnin hafa tök á því að miðla samtímalist og að fræða almenning um það sem er að gerast. Styrkur safnanna felst kannski einna helst í því að þau eru betur í stakk búin til að fræða fólk um það sem er verið að sýna og þannig geta þau stækkað þann hóp sem nýtur samtímalistar." Ólafur segir að það séu miklu fleiri aðilar sem komi að mótun liststöðunnar en söfnin á hverjum tíma. „Það eru bæði gallerí og sýning- arsalir ýmis konar auk gagnrýnenda og fjöl- miðla. Spurningin um hugsanlega mótsetningu á milli safnanna og samtímalistarinnar er í mínum huga ekki áleitin bæði vegna þess að söfnin hafa yfirleitt jákvæða afstöðu til sam- tímalistar - kemur meðal annars fram í inn- kaupum safnanna - og einnig vegna breyttrar afstöðu listamanna. I dag eru samtímalistin og söfnin oft háð hvort öðru; verk eru í mörg- um tilfellum gerð sérstaklega fyrir ákveðnar sýningar í söfnum og þannig eru þau oft mikil- vægur þáttur í gerð þeirra sem stofnanir og umhverfi. Hvað sem þessu líður þá eiga söfn- in að svara ákveðnum grundvallarspurningum um samtímalistina. Það geta þau gert með sýningum, fræðslustarfsemi og umræðum. Markmið safnanna hlýtur að vera að skapa hinn „virka áhorfanda“ sem tekur þátt í því sem söfnin bjóða upp á og það gildir bæði um eldri og yngri myndlist. Til þess að söfnin nái því markmiði þurfa þau að endurskoða starfshætti sína og efla þjónustu sína við al- menning sem kemur í söfnin." „En það hefur hins vegar verið reynt að hafa mótandi áhrif á samtímalistina hér á landi,“ heldur Eiríkur áfram, „við getum sagt að með Gefjunarsýningu Jónasar frá Hriflu hafi hann sem formaður menntamálaráðs ver- ið að reyna að móta menningar- og listinn- kaupastefnu landsins. Við getum líka sagt að með innkaupum Listasafns íslands frá sjötta áratugnum og fram á þann níunda hafí verið reynt að framfylgja ákveðinni stefnu sem úti- lokaði hið nýja en það fann sér þá bara annan farveg eins og Gallerí SÚM og Nýlistasafnið. Þessar tilraunir hafa verið gerðar en þær hafa mistekist, nýlistin mun alltaf finna sér farveg.“ Markaósleysi - menntunarleysi - Þessu tengist vissulega það að hér á landi er engin raunverulegur markaður fyrir list, hann er að minnsta kosti mjög lítill því að almenningur virðist ekki hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í listaverkum? „Þjóðin er ekki alin upp við það að lista- Nokkur eftirvænting ríkir í íslenskum myndlistarheimi vegna mannabreytingg í stjórnunarstöóum nokkurra stærstu listasafna landsins. Þaó er forvitnilegt aó vita hvort nýir stjórnendur mæti til leiks meó ein- hver ný vióhorf til hlutverks listasafnanna og starf- semi þeirrg. ÞRÖSTUR HELGASON mælti sér mót vió þremenningang sem eru aó takg vió í Lista- safni Islands, Reykjavíkur og ASI og fráfarandi safn- stjóra á Kjarvalsstöóum. Af samtölunum vió þau má ráóa aó ýmsar nýjar hugmyndir eru uppi um starfsemi safnanna, aó nýtt líf muni færast í þau sem þó byggist á traustum grunni. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.