Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ERUM EKKI ERFINGJAR
KALDASTRÍÐSINS
BOKMENNTAFELAGIÐ Mál
og menning var stofnað 17.
júní árið 1937. Að stofnun
félagsin.s stóðu Félag bylting-
arsinnaðra rithöfunda og
bókaútgáfan Heimskringla.
Helsti forsprakki Félags bylt-
ingarsinnaðra rithöfunda var
Kristinn E. Andrésson en ásamt honum voru
stofnendur félagsins meðal annarra skáldin
Halldór Kiljan Laxness, Steinn Steinarr, Jó-
hannes úr Kötlum og Halldór Stefánsson.
Vinstriróttæklingar voru þegar farnir að láta
að sér kveða í þjóðfélags- og menningarlegri
umræðu hér á landi á þriðja áratugnum, er
stundum sagt að Bréf til Láru eftir Þórberg
Þórðarson hafi markað upphaf framgangs ís-
lensku vinstrihreyfingarinnar en bókin kom
út árið 1924. Árið 1926 tóku vinstrimenn líka
yfir menningartímaritið Iðunni og stjórnmála-
tímaritið Rétt og urðu þau helsti vettvangur
skrifa þeirra næsta áratuginn.
Kristinn var einnig í fararbroddi um stofnun
Heimskringlu árið 1934 en með honum starf-
aði lengst af Ragnar Jónsson, síðar kenndur
við Smára. Heimskringla var allöflug útgáfa
og gaf meðal annars út bækur höfunda í Fé-
lagi byltingarsinnaðra rithöfunda, svo sem
Jóhannesar úr Kötlum, Steins Steinars, Hall-
dórs Stefánssonar, Guðmundar Böðvarssonar,
Halldórs Kiljans Laxness og Þórbergs Þórðar-
sonar; Halldór og Þórbergur fylgdu báðir
Ragnari í Smára þegar Kristinn keypti hann
út úr Heimskringlu og innlimaði hana í Mál
og menningu árið 1944, en Halldór sat reynd-
ar áfram í stjórn Máls og menningar. Hjá
Máli og menningu var haldið áfram að gefa
út undir merkjum Heimskringlu. Heimskringla
gaf og út tímaritið Rauðir pennar sem hafði
verið stofnað af Félagi byltingarsinnaðra rit-
höfunda árið 1935. Ritstjóri Rauðra pennavax
Kristinn E. Andrésson en hann var einnig
útgáfustjóri Heimskringlu. Mál og menning
tók við Rauðum pennum þegar félagið var
stofnað árið 1937 og gaf það út í tvö ár en
síðan má segja að Tímarit Máls og menningar
hafi tekið við hlutverki þeirra að vissu leyti.
Fyrir hönd Félags byltingarsinnaðra rithöf-
unda voru þrír menn kosnir í stjórn Máls og
menningar við stofnun þess, Halldór Kiljan
Laxness, Haildór Stefánsson og Eiríkur Magn-
ússon en fyrir hönd Heimskringlu sátu þar
Sigurður Thorlacius og Kristinn E. Andrésson
sem svo varð formaður félagsins.
Sósiafismi eg þjóófélagsleg
menningarendurreisn
Halldór Guðmundsson, núverandi útgáfu-
stjóri Máls og menningar, segir að tveir hug-
myndastraumar hafi leikið um félagið þegar
það var stofnað, annars vegar sósíalismi og
hins vegar þjóðleg menningarendurreisn sem
glöggt má sjá endurspeglast í stofnunardegi
félagsins, 17. júní. „I útgáfunni sér maður
blandast saman ýmsa strauma, auðvitað bæði
sósíalisma og kommúnisma en einnig útgáfu
í anda þjóðrækni og síðan þýðingar og fræði-
rit. Fyrstu tvær bækurnar sem fyrirtækið gaf
út voru Vatnajökull eftir Niels Nielsen og svo
þriðja hefti af Rauðum pennum. Árið 1938
kom fyrsta skáldsagan út sem var Móðirin
eftir Gorkí. Þegar líður frá stofnun félagsins
verður áherslan á hinn þjóðlega menningar-
þátt hins vegar sífellt sterkari."
Mál og menning starfaði fyrst sem bóka-
klúbbur; menn gengu í félagið, greiddu áskrift-
argjald og fengu félagsbækur sendar. Það
voru því ekki gefnar út margar bækur fyrstu
árin og segir Halldór að markmið félagsins
hafi frekar verið að gefa út góðar bækur ódýrt,
„verðið átti að lækka í krafti félaga fjölda sem
er í raun sígild bókaklúbbsuppskrift."
Halldór leggur mikla áherslu á að menn úr
ýmsum áttum hafi fljótlega orðið viðriðnir fé-
lagið eftir stofnun þess. „Árin 1939 og 1940
verða nokkur átök um Mál og menningu; Morg-
unblaðið ritar gegn félaginu og einnig Jónas
frá Hriflu í Tímann. í kjölfarið var sett á stofn
svokallað félagsráð Máls og menningar sem
gegndi hlutverki aðalfundar og kaus stjórn.
Þetta ráð var stofnað meðal annars í þeim
yfirlýsta tilgangi að fá fólk úr öðrum stjórn-
málaflokkum, eða öðrum áttum, til liðs og slá
skjaldborg um fyrirtækið, eins og það var kall-
að. í þessu ráði sátu því menn með allt aðrar
Á þjóðhátíóardaginn, 1 7. júní, veróa sextíu ár lióin
frá því aó Bókmenntgfélagió Mál og menning var
stofnað af Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda og
bókaútgáfunni Heimskringlu. Framan gf tengdist
saga Máls og menningar nokkuð pólitískum hrær-
ingum í íslensku menningarlífi en eins og ÞROSTUR
HELGASON komst aö í samtali vió núverandi útgáfu-
stjóra þess, Halldór Guðmundsson, hefur lítið farið
___fyrir þeim hin seinni ár.
skoðanir en Kristinn, eins og Gunnar Gunnars-
son, Páll ísólfsson og Sigurður Nordal og fleiri
borgaralegir lista- og menntamenn.
A þessum árum var mikið gefíð út af þýðing-
um og ákaflega erfitt að sjá neina pólitíska slag-
síðu á þeim; þarna má sjá höfunda eins og John
Galsworthy, John Steinbeck, Ernest Hemingway
og svo framvegis. En höfuðverkið sem félagið
ætlaði að vinna að á stríðsárunum við oft erfið-
ar aðstæður - pappírsskömmtun og pólitísk
átök - var stórvirki sem hét Arfur Islendinga
sem átti að verða margra binda verk með skrif-
um eftir fjölda manna. Sigurður Nordal var rit-
stjóri verksins og þurfti að verja hendur sínar
í greinum á þessum tíma gegn því að hann
væri farinn að þjónusta kommúnistana. En það
kom aðeins út eitt bindi í þessum flokki sem var
íslenzk menning sem Sigurður skrifaði sjálfur.
En það er kannski ágætt að minnast þess
í ljósi pólitískrar umræðu um þetta tímabil
að bandalagið við borgaralega menntamenn
helst í nokkur ár; Sigurður Nordal er til dæm-
is í stjórn langt fram á sjötta áratuginn þegar
hann fer til Kaupmannahafnar. Á þessu tíma-
bili eru einkum gefnar út þýðingar og svo
íslensk klassík; Sigurður sá til að mynda um
útgáfu á Andvökum Stephans G. og Gunnar
Gunnarsson gaf út Jóhann Sigurjónsson. Það
er hins vegar ekki gefið út mikið af íslenskum
samtímabókmenntum, þær koma frekar út hjá
Heimskringlu eða þá öðrum fyrirtækjum. Þessi
útgáfa hafði ekki mikinn pólitískan lit enda
voru straumarnir sem léku um fyrirtækið í
upphafi ekki jafn einsleitir og í kalda stríðinu.
Það er vitað að róttækir rithöfundar voru
mjög áberandi í íslenskum bókmenntum á
fjórða áratugnum en það var í raun ekki fyrr
en fór að líða á sjötta áratuginn sem hin pólit-
ísku átök milli hægri og vinstri manna í ís-
lenskri bókaútgáfu fóru að tvíeflast. Þá voru
hinir borgaralegu félasgráðsmenn flestir farn-
ir úr Máli og menningu, auk þess sem Al-
menna bókafélagið var stofnað árið 1955."
Snemma ákvað Mál og menning að stofna
til verslunarreksturs. Árið 1940 var tilgangur
félagsins sagður vera að efla frjálsa þjóðmenn-
ingu með bókaútgáfu og annarri upplýsinga-
starfsemi en tveimur árum seinna var verslun-
^arrekstri bætt við, auk þess sem Einar, bróð-
"Ir'Kristins, var gangandi bókabúð. Bókabúð
Máls og menningar tók við af bókabúð Heims-
kringlu og var til húsa á Laugavegi 19 en
upp úr miðjum sjötta áratugnum hófst Krist-
inn E. Andrésson handa við byggingu húss á
Laugavegi 18. „Sú bygging er greinilega risa-
vaxið átak," segir Halldór, „og stofnað um
það sérstakt hlutafélag sem má nánast kaila
almenningshlutafélag á vinstri kantinum.
Fjöldi velvildarmanna félagsins leggur fé til
þessa verks, menn sem við höfum verið að
kaupa út allt fram á þessi ár."
Slagurinn alveg eins á milli
Þjóóviljansog Morgunblaosins
En á þessum sama tíma segir Halldór að
Mál og menning hafi líka átt í töluverðum
erfiðleikum. „Kristinn var kannski ekki lengur
í takt við samtímabókmenntir. Það var ekki
gefin út nema ein og ein bók eftir unga höf-
unda og yfirleitt hélst honum ekki á þeim;
þeir fóru frekar til Helgafells eða jafnvel Al-
menna bókafélagsins. A sjöunda áratugnum
var því kannski mest reisn yfir Tímariti Máls
og menningar sem Sigfús Daðason sá mikið
til um og birti margar merkar greinar í."
Sigfús tók við sem formaður og fram-
kvæmdastjóri félagsins árið 1971 í veikindum
Kristins sem lést árið 1973. Þröstur Ólafsson
tók svo til starfa sem framkvæmdastjóri árið
1973 og varð Sigfús þá útgáfustjóri. Þorleifur
Hauksson tók við því starfi af Sigfúsi árið
1976 og gegndi því til ársins 1982 þegar Þuríð-
ur Baxter varð_ útgáfustjóri. Þröstur hætti árið
1980, Ólafur Ólafsson leysti hann af í þrjú ár
en síðan Ólöf Eldjárn í eitt ár. Árið 1984 komu
svo Halldór Guðmundsson og Árni Einarsson
til starfa hjá félaginu, Halldór sem útgáfu-
stjóri og Árni sem framkvæmdastjóri. Fyrir
tveimurárum leysti Sigurður Svavarsson Árna
af, en Árni varð verslunarstjóri.
Á áttunda áratugnum segir Halldór að hin
pólitísku tengsl félagsins hafi mjög verið farin
að rofna. „En eftir því sem manni sýnist voru
þau aldrei í skipulagi fyrirtækisins; þessi
tengsl voru fyrst og fremst persónuleg, Krist-
inn var frammámaður hjá-íslenskum sósíalist-
um. Fyrrnefndur tilgangur félagsins höfðaði
til margra og ekki aðeins vinstrimanna. Fé-
lagsmenn fóru upp í 6.600 á fyrstu sjö árunum
sem þýðir að um það bil fjórða hvert íslenskt
heimili fékk eitthvað af útgáfubókum þess. Á
þessum árum var meiri samfylking um félag-
ið en menn hafa síðar meir haldið; Halldór
Laxness og Sigurður Nordal sitja til dæmis
saman í stjórn Máls og menningar í meira en
tíu ár. Það er alltaf talað um að það hafi ríkt
eitthvert stríð en það stóð ekki samfellt á
þessum fyrstu áratugum starfseminnar. Það
má líka sjá í bókmenntasögu Kristins frá 1949
að hann er mjög yfirvegaður í skrifum sínum
um marga höfunda, yfirvegaðri en kannski
margar seinni tíma þjóðsögur segja og sama
á auðvitað við um hans nánustu samstarfs-
menn, eins og Jakob Benediktsson. Kristinn
hélt til dæmis greinilega mjög mikið upp á
Gunnar Gunnarsson, hann er einn af aðstand-
endum Landnámuútgáfunnar á verkum hans
í upphafi fimmta áratugarins. Það er líka
mikill fögnuður í Tímariti Máls og menningar
þegar Gunnar flyst heim. Svo má vera að það
hafi kólnað með þeim þegar kom fram í kalda
stríðið en þá sögu þekki ég ekki.
Eg er heldur ekki viss um að sú heift sem
einkenndi íslenskar bókmenntir í kalda stríðinu
hafi öll snúist um Mál og menningu eða tengst
henni á einhvern hátt; fæstir höfundanna
komu út hjá félaginu, hvorki Þórbergur né
Halldór Laxness voru gefnir út hér og svo var
einnig um marga yngri róttæka höfunda. Mál
og menning virðist yfirleitt hafa haft frekar
lítið bolmagn til þess að sinna frumsömdum
íslenskum bókmenntum á þessum árum kalda
stríðsins. Slagurinn var alveg eins á milli Þjóð-
viljans og Morgunblaðsins; maður sér milklu
frekar heiftargreinar gegn einstaka höfundum
í dagblöðum þessa tíma en í Tímariti Máls
og menningar. Tímaritinu var hins vegar beitt
mjög mikið í hermálinu.
Það er ljóst að það var pólitísk slagsíða á
Máli og menningu. Hins vegar vil ég bara
benda á - gegn hinum ýmsu þjóðsögum sem
menn hafa verið að hampa seinna - að ástand-
ið var miklu flóknara, að minnsta kosti fyrstu
tuttugu árin og hvað þá síðar meir. Það var
alltaf tekið fram að félagið væri óháð pólitísk-
um flokkum og það er greinilegt að Kristinn
fékk til liðs við sig borgaralega menntamenn.
Kristinn var ekki endilega svo djúpt sokkinn
í flokkspólitíkina á þessum tíma en hann var
eindreginn Sovétsósíalisti og auðsagt að hon-
um skjátlaðist hrapallega í þeim efnum. Þess-
ar skoðanir hans lita skrif hans um ýmsa hluti
en skrif hans um íslenskar bókmenntir litast
líka af því að hann er menntaður í Þýskalandi
á þriðja áratugnum, það er mjög sterkur róm-
antískur tónn í hans skrifum þar sem skáld-
skapurinn er hafinn upp til skýja en í því efni
er hann mjög langt frá þeim Sovétmarxisma
sem menn kannski tengja við hann núna."
Lengu búið aó skera á ell
flokkspólitisk lengsl
-Finnst þér ennþá eima eftir a/ þessum
flokkadráttum sem urðu á kaldastríðsárunum
í íslenskum bókmenntaheimi?
„Það gerir það vafalaust hjá eldra fólki en
ég held að þessu hafi verið lokið um miðjan
síðasta áratug. Sjálfur hef ég aldrei orðið var
við neina erfiðleika í starfi af þessum sökum.
En viss tortryggni sem verður að teljast eðli-
leg hefur verið áfram á báða bóga.
Það er ljóst að sú heift sem var ríkjandi á
tímabilinu frá 1960 til 1980 hefur skaðað ís-
lenskar bókmenntir feiknalega. Sjálfsagt hefur
stór hluti málsmetandi íslenskra rithöfunda
skipað sér vinstra megin í þessum átökum en
svo getur maður líka sagt að á hinn bóginn
sátu hægri menn við stjórnartaumana og réðu
fjármagninu; átökin á milli þeirra sem réðu
orðræðunni annars vegar og hinna sem höfðu
peningaleg og stjórnmálaleg völd urðu örugg-
lega mjög hörð. Á meðan Alþingi var að út-
hluta rithöfundalaunum á þessum tíma var
verið að setja menn út í kuldann og taka aðra
inn algjörlega eftir flokkspólitískum hagsmun-
um. Það hlýtur að vera mönnum geysilegur
léttir að vera laus við það að mestu."
-En er þín kynslóð ekki alin upp í þessum
kaldastríðsanda, fannstu til dæmis ekki fyrir
þessari togstreitu í Háskóla íslands?
„Ég var í Háskóla íslands árin 1975 til
1979 og fór svo í framhaldsnám í Danmörku.
Ég var reyndar lítið í íslenskudeildinni hér
heima en það fólk sem ég lærði hjá í almenn-
um bókmenntum við Háskólann, svo sem eins
og Sigfús Daðason, Álfrún Gunnlaugsdóttir
og Kristján Árnason og fleiri, stundaði enga
pólitíska innrætingu.
Ég náði þó í skottið á þessum tíma og þess-
ari umræðu eins og hún var í blöðunum. En
þrátt fyrir að ég hafi verið mjög vinstriróttæk-
ur á mínum háskólaárum þá finnst mér þessi
kaldastríðstími tilheyra eldri kynslóð. Mín
kynslóð var líka algerlega andsnúin þessari
pólitísku skiptingu í bókmenntunum; það má
til dæmis nefna að það var Almenna bókafé-
lagið sem gerði vel við Einar Má Guðmunds-
son en hann var samtíða mér í Háskólanum.
Einar Már var eindreginn vinstrisósíalisti og
mér þótti þetta vera táknrænt um að þetta
stríð væri liðið; það er að minnsta kosti ólík-
legt að Almenna bókafélagið hefði gefið Einar
Má út tuttugu árum fyrr.
Þess skal líka getið að þegar ég kom til starfa
hjá Máli og menningu árið 1984 þá voru forver-
ar mínir löngu búnir að skera á öll flokkspóli-
tísk tengsl; formaður Alþýðubandalagsins hefur
aldrei haft samband við mig til að koma ein-
hverju til leiðar, enda hefði það ekkert þýtt.
Við sem stjórnum hér nú höfum ekki litið á
okkur sem erfingja að því stríði sem geisaði
hér fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Og stalínismi
Kristins E. Andréssonar stendur að minnsta
kosti mér víðs fjarri þótt ég hafi samúð með
mörgu í viðhorfum hans til bókmennta og bóka-
útgáfu, eins og til dæmis því að gefa út ódýr-
ar bækur í stórum upplögum."
Óþriótandi jarovegur
samsceriskenninga
-Það er kannski engin ástæða til að ætla
að Mál og menning haldi enn úti hörðum
vinstrisósíalisma í útgáfu sinni og hafi gert
síðastliðinn áratug eða svo. Maður verður hins
vegar augljóslega var við ákveðna togstreitu
á milli hægri og vinstri aflanna í íslenskum
bókmenntaheimi enn þann dag í dag; kannski
er þetta ekki lengur hugmyndaleg eða pólitísk
togstreita heldur einhvers konar valdabarátta?
„Það hefur ekki allur skoðanamunur þurrk-
ast út. Það er alveg klárt að í bókmenntalífi
svona lítils lands verða alltaf átök en þau fara
ekki nærri eins mikið eftir pólitískum línum
og áður. Nú geta þetta verið klíkur sem eru
að takast á eða bara einstaklingar. Og auðvit-
8    LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR     14.  JÚNÍ   1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20