Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Austurríski heimspekingur-
inn Ludwig Wittgenstein
er af mörgum talinn einn
óvenjulegasti og jafnframt
áhrifamesti heimspekingur
20tu aldar. Hann var verk-
fræðingur að mennt en
lagði verkfræðina á hill-
una, þegar hann var í framhaldsnámi í flug-
vélaverkfræði til þess að rannsaka heimspeki,
sem átti hug hans allan. Hann var að mestu
leyti sjálfmenntaður í heimspeki og lítt lesinn
í sígildri heimspeki. Meginviðfangsefni hans
voru rökfræði, heimspeki stærðfræðinnar og
merkdngarfræði. Hann lagði öðrum fremur
grunninn að málheimspeki, sem hefur verið
ein fyrirferðarmesta grein heimspekinnar á
þessari öld. Wittgenstein kom í heimsókn til
Islands haustið 1912. I þessari grein verður
sagt í grófum dráttum frá litríku lífshlaupi
hans, en í seinni tveimur greinum verður sagt
frá íslandsheimsókninni sem til er prýðileg
heimild um, en það er dagbók samferðamanns
hans og vildarvinar Davids Pinsents. Þor-
steinn Gylfason prófessor í heimspeki mun
síðan fylgja þessum greinum eftir með um-
fjöllun um meginhugmyndirnar í heimspeki
Wittgensteins.
Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg
26ta apríl árið 1889. Hann var af gyðingaætt-
um, yngstur átta systkina sem öll voru skírð
til kaþólskrar trúar. Faðir þeirra, Karl Wittg-
enstein, var einn umsvifamesti stáliðnrekandi
í Evrópu. Móðirin, Leopoldine Kalmus, var
gædd ríkri tónlistargáfu, spilaði á píanó og
stóð fyrir gróskumiklu tónlistarlífi á heimilinu
meðfram hússtjórn, þar sem fjölskylduvinir á
borð við Brahms, Mahler og Bruno Walter
voru tíðir tónleikagestir. Hermt er að fimm
flyglar hafi verið á gríðarstóru heimilinu, sem
var líkara höll en húsi. Karl Wittgenstein var
auk þess stórtækur listaverkasafnari og vel-
unnari myndlistarmanna eins og Gustafs
Klimts sem málaði þekkta brúðarmynd af
systur Ludwigs, Margréti Stoneborough. Vín-
arborg var undir lok 19du aldar á hátindi gull-
aldar sinnar. Menningaráhugi almennings var
mikill og almennur. Listræn afrek voru dag-
legt brauð og á allra vörum. Vísindajarðvegur
var mjög frjór. Ósjálfrátt urðu allir Vínarbuar
að heimsborgurum eins og rithöfundurinn
Stefan Zweig lýsir svo meistaralega í ævisögu
sinni, Veröld sem var.
PORTRET af Ludwig Wittgenstein á yngri árum sínum.
WITTGENSTEIN
Karl Wittgenstein ól syni sína fimm upp,
með það fyrir augum að þeir tækju við stál-
samsteypunni sem hann hafði byggt upp frá
grunni og gert að alþjóðlegu stórfyrirtæki.
Þessi metnaður hans samrýmdist illa per-
sónulegum áhuga og áformum sonanna og
þrýstingurinn leiddi af sér hörmulega atburði.
Flest bðrnin voru með mikla listræna hæfi-
leika. Þeirra fremstur fór Hans sem var
undrabarn í tónlist. Hann framdi sjálfsmorð
eftir að hafa flúið undan ofríki föður síns tíl
Bandarfkjanna. Annar bróðirinn, Rudolf, fyr-
irfór sér af svipuðum ástæðum. Einn bróðir-
inn enn, Kurt, svipti sig einnig lífi en það var
fimm árum eftir andlát föður þeirra. Sjálfsvíg
Hans og Rudolfs leiddu til þess að tveimur
yngstu bræðrunum, þeim Paul og Ludwig,
voru gefnar frjálsari hendur um framtíðará-
form. Paul var píanóleikari. Hann átti fram-
tíðina fyrir sér sem einleikari, en í fyrri
heimsstyrjöldinni varð hann fyrir því að missa
hægri höndina. Einhentur píanóleikari virðist
dæmdur úr leik en Paul lét mótlætið herða sig
og þrautþjálfaði sig í einleik með einni hendi.
Þetta tókst honum svo vel að einleikaraferill
hans hélt áfram og árið 1931 samdi Maurice
Ravel handa Paul Wittgenstein, píanókonsert
fyrir vinstri hendi.
Úr verkf ra»ði í heimspeki
011 börn Karls og Leopoldine fengu einka-
kennslu á heimili þeirra fram að gagnfræða-
skóla. Eftir nám í gagnfræðaskóla í Linz, þar
sem Wittgenstein var samskóla jafnaldra sín-
um Adolf Hitler, hóf hann nám í vélaverk-
fræði í Tækniháskólanum í Berlín. Verkfræði-
námið sóttist honum vel en hugur hans
hneigðist þó æ meir til heimspekinnar. Það
varð þó að ráði að hann héldi verkfræðinám-
inu áfram og hann hélt til Manehester á
Englandi til náms í flugvélaverkfræði nítján
ára gamall. Wittgenstein var með áform um
að hanna, smíða og fljúga eigin flugvél. Þetta
var á árdögum flugrannsókna. í verkfræði-
náminu varð á vegi hans nýleg bók Bertrands
ASTRIÐUFULLUR
OGÓÚT-
REIKNANLEGUR
EFTIR HALLDÓR FRIDRIK ÞORSTEINSSQN
„Hvernig get ég orðið góður heimspekingur ef mér tekst
ekki að vera góður maður?" spurði Wittgenstein, einn
mesti heimspekingur þessarar aldar, sem var þó sjálf-
menntaður í greininni og lítt lesinn í sígildri heimspeki.
Hann var mesta ólíkindatól; bað um að fá að veToT"
fremstu víglínu í stríðinu og þegar hann varð skyndi-
lega stórauðugur eftir lát föður síns, gaf hann systkinum
sínum öll auðæfin.
Russells, Lögmál stærðfræðinnar. Wittgen-
stein varð gagntekinn af efni bókarinnar. Hún
leiddi hann m.a. á slóðir Gottlobs Frege, pró-
fessors í stærðfræði í háskólanum í Jena í
Þýskalandi, sem kalla má föður nútíma rök-
fræði. Bertrand Russell hafði uppgötvað
þverstæðu í verki Freges, Undirstöðum
reikningslistarinnar,  sem  kollvörpuðu  rök-
fræðikerfi því sem Frege hafði eytt áratugum
í að smíða af miklu hugviti og hagleik. Wittg-
enstein las verk hugsuðanna tveggja ítarlega
og gerði m.a. atrennu að þverstæðunni frægu.
Þrátt fyrir að vera orðinn nokkuð afhuga
verkfræðináminu, tókst honum að hanna
þrýstiloftshreyfil fyrir flugvélar, sem þrátt
fyrir vissa annmarka á þeim tíma var seinna
notaður með góðum árangri í sfðari heims-
styrjðldinni við framleiðslu á sérstakri gerð af
þyrlum. Wittgenstein fékk rannsóknarstyrk
til verkefnisins og einkaleyfi fyrir uppfinn-
ingu sinni skömmu síðar. Góður byr í flug-
verkfræðinni breytti ekki því að Wittgenstein
hafði fengið nýja hugsjón: hann ætlaði að
skrifa bók um heimspeki.
í sumarlok árið 1911, eftir að hafa dregið
upp meginlínur fyrirhugaðs heimspekirits, fór
Wittgenstein til Jena á fund Frege, líklega til
að bera undir hann hvort hann hefði eitthvað í
heimspekina að gera eða hvort hann ætti að
sitja við sinn keip í verkfræðinni. Frege var
þá kominn til ára sinna en hann tók vel á móti
Wittgenstein sem hann vissi engin deili á.
Frege hvatti hann til að nema heimspeki hjá
Bertrand Russell í Cambridge. Þetta olli
þáttaskilum í lífi Wittgensteins. Teningunum
var kastað. Heimspekin tók við.
Cambridge
Óðar um haustið hóf Wittgenstein að sækja
tíma hjá Bertrand Russell í stærðfræðilegri
rökfræði. Hann var einn kappsamasti nem-
andi sem rekið hafði á fjörur Russells, hafði
sig mjög í frammi í kennslustundum og elti
meistara sinn á röndum að þeim loknum,
brennandi í andanum. Wittgenstein var þó
mjög óöruggur um hæfni sína sem heimspek-
ings og þráspurði Russell hvort hann teldi sig
geta orðið hlutgengan heimspeking. Russell
lýsir þessu á skemmtilegan hátt í ævisögu
sinni, þegar Wittgensteins spyr hann: „Gæt-
irðu sagt mér hvort ég sé einskær hálfviti eða
ekki? - „Kæri vinur, ég veit ekki hvað skal
segja, hvers vegna spyrðu?- „Vegna þess að
ef ég er erkifífl þá ætla ég að verða flugmað-
ur, annars heimspekingur." Russell kvaðst
þurfa að sjá einhver skrif frá honum tíl að
dæma það.
Eftir jólaleyfið skilaði Wittgenstein ritgerð.
Hún bar með sér að höfundurinn væri efni í
mikinn heimspeking. Russell hvatti hann til
áframhaldandi heimspekiiðkana. Hvatningin
*    12     ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR  18. APRÍL1998
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20