Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1998, Blaðsíða 13
NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN SORGMÆDDI ARIÐ 1993 kom út í Noregi bókin Hjörtu mannanna. Sigrid Undset - ævisaga (Menneskenes hjerter. Sigrid Undset - en livshi- storie. Aschehoug 1993, 426 bls.) eftir Tordis 0rjesæter. Þetta er sér- stætt verk sem fjallar um ævi eins mesta rit- höfundar á Norðurlöndum. Sigrid Undset hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1928, aðeins 46 ára að aldri, fyrir skáldsögur þær sem gerast á miðöldum, en þekktust þeirra er trílógían um Kristínu Lavranzdóttur: Kransinn, Hús- freyjan og Krossinn. Rithöfundarferill Sigrid Undset vai- glæsi- legur en aðstæður hennar voru erfiðar og í einkalífinu beið hún mörg skipbrot. Athvarf hennar varð kaþólska kirkjan. Ævisagan Hjörtu mannanna hlaut verðlaun norskra bókaútgefenda og varð metsölubók í Noregi. Hún hefur verið þýdd á sænsku og dönsku. Eðlilegt væri að hún yrði einnig þýdd á ís- lensku, svo mikillar aðdáunar sem verk Sigrid Undset hafa notið hér. Markmið ævisögurit- arans er að vekja áhuga nýrra lesenda á verk- um Sigrid Undset. í fótspor Sigrid Undset Fyrir nokkrum áratugum var sú aðferð ríkjandi í bókmenntafræðum hér á landi að skoða verk höfunda í ljósi ævi þeirra. Sú að- ferð þokaði fyrir annars konar greiningu en ljóst er að ævisöguaðferðin hefur margt áhugavert fram að færa. Reyndar er Hjörtu mannanna svokölluð innlifunarævisaga þar sem söguritarinn samsamar sig sögupersón- unni á þann hátt að hún setur sig í spor henn- ar um leið og atburðirnir gerast, en leggur ekki mat á gerðir hennar. Sjónarhornið er alltaf hjá Sigrid Undset þótt sagan sé sögð í þriðju persónu. Ahugamál Sigrid Undset verða áhugamál höfundar. Meðvitað er stíll- inn æskulegri þegar lýst er fyrstu árum Sigrid Undset en verður þroskaðri, alvarlegri og dýpri þegar á ævina líður. Tordis 0rjesæter fæddist í Osló árið 1927. Hún er hvorki sagnfræðingur né bókmennta- fræðingur, heldur uppeldisfræðingur og pró- fessor í sérkennslufræðum við Háskólann í Osló. Þessi reynsla höfundar gefur verkinu annað sjónarhorn, aðra vídd. Það tók Tordis fimm ár að skrifa Hjörtu mannanna, en heiti verksins er tilvitnun í Sigrid Undset þess efnis að hugmyndir og sið- ir breytist en ekki mannshjörtun. Tordis fór á slóðir Sigrid Undset, gekk t.d. um sömu göt- urnar í Osló og Róm, og hún las verk hennar í réttri tímaröð, en Sigrid skrifaði á fjórða tug bóka og hundruð greina. Tordis einsetti sér að hafa bókina aðgengilega og færa hana í skáldlegan búning. Það hefur henni vissulega tekist. Hún hefur engar beinar tilvitnanir í verk Sigrid Undset eða annarra, heldur er getið heimilda í sérstökum kafla aftast í bók- inni. Auk ritaðra heimilda styðst Tordis við mikið safn einkabréfa og samtöl við fólk sem var nákomið Sigrid Undset. Tordis staðhæfir í formála að ekkert sé sagt í bókinni sem ekki styðjist við heimild. Lesandinn fylgir sögu- persónunni frá vöggu til grafar og er að lestr- inum loknum orðinn svo nákominn henni og umhverfi hennar að honum finnst hann þekkja Sigrid betur en nánir vinir hennar hafa gert. I bókinni er að finna margar mynd- ir, bæði ljósmyndir, teikningar og málverk. Föðurmissir Sigrid Undset fæddist 20. maí 1882 í Ka- lundborg í Danmörku, þar sem móðir hennar, Charlotte, fædd Gyth, ólst upp en hún var af efnuðu fólki komin. Faðir Sigrid, Ingvald Undset, var frá Þrándheimi í Noregi og virtur fornleifafræðingur. Ingvald veiktist alvarlega skömmu eftir giftinguna er hann var við rann- sóknir í Róm. Kona hans var barnshafandi og þau hjón fluttu til foreldra hennar þar sem Sigrid fæddist. Hún var óvenjubráðger, fór t.d. að tala níu mánaða gömui. Veikindi föður- ins áttu eftir að hafa djúptæk áhrif á fjöl- skylduna sem flutti til Oslóar þegar Sigrid var tveggja ára, ásamt nýfæddri dóttur, Ragn- hild. Signe fæddist svo þremur árum síðar. Ingvald starfaði við fornminjadeild Oslóarhá- skóla og þar dvaldist Sigrid löngum stundum með föður sínum. Hún var afburðagáfuð og námfús og mótaðist af áhuga og ást föðurins á EFTIR GERÐI STEINÞÓRSDÓTTUR Um ævi og feril Sigrid Undset sem telst vera eitt af stórskóldum Norðurlanda og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum aðeins 46 óra gömul. Þótt rithöfundar- ferill væri glæstur voru aðstæður hennar erfiðar og hún beið mörg skipbrot í lífinu. SIGRID Undset var afar lagleg ung stúlka, en árin fóru ekki vel með útlit hennar. Eiginmaður- inn málaði þetta portret af henni 1912 þegar þau voru nýgift. klassískri menningu fornaldar og norrænni miðöld. Hún las mikið, tíu ára gömul las hún Njáls sögu heima hjá föðurforeldrum sínum í Þrándheimi og heillaðist af henni. Fimmtíu árum síðar skrifaði hún grein um þessa upp- lifun, Sagan sem breytti lífi mínu. Heilsu Ingvalds hrakaði stöðugt. Sigrid las mikið fyrir hann, m.a. Islendingasögurnar á dönsku, en einnig valda kafla úr þeim á ís- lensku. Síðar á ævinni átti hún eftir að þýða þrjár íslendingasögur á norsku, Víga-Glúms sögu, Kormáks sögu og Bandamanna sögu (1923). Þótt ung væri að árum las hún fræði- greinar fyrir föðurinn, m.a. á þýsku. Erlend tungumál vöfðust aldrei fyrir Sigrid. Ingvald lést í desember 1893 þegar Sigiid var ellefu ára. Dauði föðurins er án efa afdrifaríkasti at- burðurinn í lífí Sigi-id Undset. Allt breyttist við dauða hans. Aþreifanlegast var að efna- hagur mæðgnanna varð bágborinn. Auðveld- ast hefði verið fyrir Charlotte Undset að snúa aftur til föðurhúsa með dæturnar en það vildi hún ekki. Hun vildi að þær yi-ðu norskar eins og faðirinn. í Osló hafði fjölskyldan sífellt ver- ið að flytja. Sigrid kynntist því vel mörgum hverf'um í Osló og mismunandi aðstæðum fólks. Sigrid Undset var óvenjulegt barn sem átti ekki samleið með jafnöldrum sínum. Hún skynjaði meira, var næmari og minni hennar var einstakt. Hún gat t.d. kallað fram í huga sér landslag sem hún hafði séð einhvern tím- ann. Hún hafði mikla þekkingu á blómum, var aðdáandi grasafræðingsins Linné, en blóm lærði hún að lesa í Nordmarken. Frænkur Sigrid í Kalundborg voru ágætir sögumenn, en þangað fór fjölskyldan iðulega í sumarfrí. Sigrid var ung þegar hún fór að fást við skáldskap, ekki síst ljóðagerð, og brúðu- leikhúsi kynntist hún ung í Kalundborg. Móð- ir hennar var listræn og myndskreytti bækur. Sigrid erfði þessa gáfu og ætlaði um skeið að gerast listmálari. Eftir dauða föðurins færðist mikil ábyrgð á herðar elstu dótturinnar. Sigrid hætti skóla- námi sextán ára gömul til þess að afla heimil- inu tekna. Hún fékk vinnu á skrifstofu hjá þýsku fyrirtæki, AEG, í Osló. Það kom sér sannarlega vel fyrir forstjórann að hafa einkaritara sem gat endursagt orðrétt samtöl frá fundum í fyrirtækinu! Skrifstofustúlka Fátt í ytri aðstæðum Sigrid Undset gefur til lcynna að hér sé að mótast eitt höfuðskáld Noregs. í tíu ár vann hún hversdaglegt starf á skrifstofu. Hún átti samleið með fáum, var alvarleg og fámál. Hún hafði lítið samneyti við aðrar stúlkur á skrifstofunni. Síðar átti hún engu að síður eftir að lýsa á raunsæjan hátt lífi þeirra og draumum í verkum sínum. Frí- stundirnar notaði hún til lestrar og skrifta. Sigrid eignaðist sextán ára að aldri sænska pennavinkonu, Andreu Hedberg, sem alltaf var kölluð Dea. Hún hafði sömu áhugamál og Sigrid. Þetta varð ævilöng vinátta og mikið af bréfum Sigrid til Deu hefur varðveist. Þar kemur fram að átján ára tók Sigrid þá ákvörðun að gerast rithöfundur. Ævisöguritarinn greinir frá fjölmörgum bókum sem Sigrid las á þessum árum. Hún las t.d. höfuðskáld Englands, eins og Chaucer og Shakespeare, Byron og Keats. En hún fékk líka lánaðar Heilagi’a manna sögur á bókasafnij en þær höfðu ekki verið lánaðar út. í 23 ár. „Eg hef lesið of mikið en reynt of lít- ið,“ segir hún í bréfi til Deu. Á þessum árum mótast þær vinnuaðferðir sem hún notaði næstu áratugina, að skrifa fram á nótt og halda sér vakandi með kaffi- drykkju og reykingum. Sigrid Undset sagði lausu starfinu á skrif- stofunni 26 ára að aldri ákveðin í að gerast at- vinnurithöfundur. Þá höfðu komið út tvær bækur eftir hana. Upphaf rithöfundarferils Sigrid Undset hafði alla tíð hefðbundna skoðun á hlutverki kvenna og snerist gegn femínistum. Hún var sannfærð um að móður- hlutverkið væri æðsta skylda kvenna. Fyrsta greinin sem birtist eftir hana opinberlega var svargrein um kvenréttindi. Það var viku áður en Sigrid varð 22 ára. Greinin þótti nokkuð hátíðleg sem blaðagrein. Hún var nafnlaus en undir henni stóð „Líka ung stúlka". Þegar litið er yfir feril Sigrid Undset má segja að líf hennar hafi verið miklu nútíma- legra en hún ætlaði sér, en hún barðist hetju- legri baráttu við að sameina móðurhlutverk rithöfundarstarfi sínu. Fyrsta skáldsagan sem hún skrifaði og reyndi að fá útgefna gerist á miðöldum. Hún sendi handritið til Gyldendal í Kaupmanna- höfn. Peter Nansen útgáfustjóri hafnaði því og sagði að hún skyldi ekki reyna að skrifa sögulegar skáldsögur því að það gæti hún ekki, „en þér gætuð reynt að skrifa eitthvað nútímalegt". Þessi ummæli eru fræg og oft vitnað til þeirra þegar sýna þarf fram á að bókmenntafræðingum getur skjátlast hrapal- lega. Sigrid skiáfaði þá skáldsöguna Frú Marta Oulie og sendi handritið til Aschehoug-for- lagsins. Því var einnig hafnað. En þá var Signe systur hennar nóg boðið og hún ræddi við rithöfundinn Gunnar Heiberg. Þetta varð til þess að bókin kom út hjá forlaginu í októ- ber 1907 og var vel tekið. Fyrsta setning bók- arinnar vakti athygli: „Eg hef verið mannin- um mínum ótrú.“ Bókin var þýdd á íslensku 1946 af Kristmanni Guðmundssyni. Sigrid gekk nú í norska rithöfundasambandið og naut sín vel í þeim félagsskap. Fleiri verk fylgdu í kjölfarið, en það var árið 1911 með skáldsögunni Jenny sem Sigrid festi sig í sessi sem rithöfundur. Ástfangin í Róm Sigrid Undset hafði sagt upp störfum á skrifstofunni vorið 1909. Hún hafði fengið styrk og ákvað að halda til Rómar. Áður fór hún til ættingja í Danmörku og til Þýskalands en til Rómar kom hún í desember og flutti á Via Frattina 138. Þar bjó einnig norskur mál- ari, Anders Castus Svarstad, og með þeim tókust ástir. Hann var kvæntur, þriggja barna faðir og þrettán árum eldri en Sigrid. Hann var einrænn í lund. Sigi-id vildi vaða eld og brennistein til að giftast honum. Þremur árum síðar giftust þau í Amsterdam og var Sigrid þá barnshafandi. Þau ætluðu að búa í Róm um tíma og þar fæddist frumburðurinn, Anders, 1913 en hann var svo veikburða að honum var vart hugað líf. Sigrid hélt með son- inn til Noregs en eiginmaðurinn varð eftir. Það hafði alltaf verið draumur hennar að búa úti á landi og hún leigði nú hús á Ski, Sol- vang, og hélt áfram ritstörfum. Eftir að Svar- stad kom til Noregs leigði hann sér vinnu- stofu í Osló og kom heim þegar honum hent- aði, seint á kv’öldin eða einungis um iielgar. 1 stuttu máli má segja að eiginmaðurinn hafi brugðist öllum vonum hennar um fjölskyldu- föður. Og sjálf hafði hún stöðugt samviskubit gagnvart fyrri eiginkonu hans og börnum af fyrra hjónabandi. í reynd varð Sigi'id að bera ein ábyrgð á sér og börnum þeirra Svarstad, sem urðu þrjú talsins, Maren Charlotte fædd- ist 1915 og Hans 1919. Þá hafði Sigrid mikil afskipti af börnum Svarstad, sem voru henni erfið, Ebbu, Gunnhild og Trond, og tók þau til SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. SEPTEMBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.