Alþýðublaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 4
alþýdu * i r: i i ] i i Laugardagur 5. mars 1983 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Áslaug G. Nielsen. Gjaldkeri: Halldóra Jonsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Reykjavik, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Askriftarsíminn er 81866 Magnús Maríusson skrifar: Gegn atvinnuleysi - gegn þjóðfélagsupplausn Hvað er maðurinn eiginlega að fara, hljóta ýmsir að spyrja. Hér er ekkert atvinnuleysi og hér er allt í lukkunnar velstandi. Og ef okkur skortir skotsilfur, þá sláum við bara lán hjá Alþjóðabankanum eða ein- hverjum öðrum, því við erum nefni- lega svo vel þekkt í erlendum bönk- um, að þeir lána okkur bara út á andlitið. Er þá ekki allt í lagi? Þarf þá nokkuð að vera að gera sér grillur út af þessu? Bjargast þetta ekki eins og venjulega? Flýtur á meðan ekki sekkur. Nei, svo einfalt er það ekki, því nú er að koma upp sú staða hjá okkur, að verðbólgan er að stíga upp undir hundrað prósentin og af- leiðing þess hlýtur að vera sú, að fyrirtækin gefast unnvörpum upp með tilheyrandi atvinnuleysi. Við höfum nú búið í meira en heilan áratug við óðaverðbólgu og nú lítur út fyrir það, að við ætlum að bæta atvinnuleysinu við. Ef einhver veit ekki hvað óðaverðbólga er, þá lýsir hagfræðin henni svo, að þar séu á ferðinni verðhækkanir svo örar, að menn missa alveg trú á verðgildi peninganna. Talið er, að helst sé hætta á þessu fyrirbæri á styrj- aldartímum eða í kjölfar styrjalda. Mér vitanlega eigum við ekki í neinni styrjöld, nema þá helst við okkur sjálf. Og það er vist erfiðast að sigra sjálfan sig. Til marks um þá þjóðfélagsupp- lausn, sem hér ríkir, er sá aragrúi flokksbrota og sprengiframboða, sem spretta upp eins og gorkúlur á hinum pólitíska haug íslenskra stjórnmála. Hver „lukkuriddar- inn” á fætur öðrum yfirgefur sína gömlu samherja og fer að berjast við vindmillur „frjáls og óháður”. Heima sitja hinir gömlu samherjar og tauta í barminn „farið hefur fé betra” eða eitthvað í þá áttina. Þung er hún orðin undiraldan í íslensku þjóðlífi, þegar svo er kom- ið. Til eru þeir, sem vilja skella allri skuldinni á stjórnmálaflokkana; þeir séu bæði spilltir og óhæfir, ó- alandi og óferjandi. Vissulega má margt laga í starfi stjórnmálaflokk- anna. Þeir verðg að taka upp ný og heilbrigðari vinnubrögð, ef menn vilja stöðva flótta fólksins frá þeim. En eitt er víst, að flokksbrotin og sprengiframboðin munu ekki leysa hin miklu efnahagsvandamál okk- ar. Það leysir enginn mál með því að splundra stjórnmálaöflum þjóðar- innar í ótal fylkingar, þar sem fyrir fara forystusauðir margir og mis- ratvísir. Flestum ef ekki öllum ætti nú að vera Ijóst, að við verðum að gera eitthvað afgerandi í þeim efnahags- málum sem okkur hrjá. Við getum ekki haldið þessu áfrarn,smáredd- ingum og bráðabirgðaráðstöfun- um. Ef það eru einhverjir stjórn- málamenn eða aðrir ráðamenn, sem halda það að þeir komist hjá því að taka á vandanum og beita þess í stað einhverjum sjónhverf- ingum, þá ættu þeir hinir sömu að snúa sér að einhverju öðru en póli- tík. Þjóðinni stafaði þá að minnsta kosti minni hætta af þeim. Það er skylda þeirra sem fara með æðstu mál þjóðarinnar, að visa veginn út úr þeim vítahring, sem þjóðfélag okkar er fast í. Ef ráðamenn okkar bregðast skyldu sinni og láta teyma sig út í hvað sem er, hversu vitlaust sem það er, þá leiðumst við óhjákvæmilega út í algert stjórnleysi. Leiðin^sem að mínu mati verður að fara f er mörkuð eftirfarandi kennileitum. Forðast verður at- vinnuleysið af öllum mætti þrátt fyrir að aðhald og sparnaður verði látinn sitja í fyrirrúmi. Dreifbýli og þéttbýli verða að vinna saman að lausn vandamálanna. Vinna verður að viðgangi og uppbyggingu at- vinnuveganna á heilbrigðum og eðlilegum grundvelli. Reyna verður að ná þjóðarsátt um lausn þessara mála. Fjölda annarra atriða mætti nefna, en þess gerist ekki þörf, því það vantar sjaldnast ráðin. Það sem vantar er hins vegar viljinn; það vantar viljann til að horfast í augu við vandann og taka á honum. Ghanasöfnunin: Hjálparstofnun og Rauöi Krossinn skora á fólk að taka þátt í söfnuninni Um þessar mundir stendur yfir söfnun á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins á ís- landi til stuðnings flóttafólkinu frá Nígeríu til Ghana. Neyðarástand hefur ríkt í Ghana vegna komu flóttafólksins. Ghana er ein fátæk- asta þjóð í Afríku og því ekki í stakk búin til að veita viðtöku mikl- um fjölda flóttamanna, en þeir eru taldir vera yfir eina milljón talsins. Eins og kunnugt er af fréttum gripu stjórnvöld í Nígeríu til þess ráðs að vísa útlendu vinnuafli úr landi þegar efnahagsástandið í Ní- geríu fór versnandi m.a. vegna lækkunar á olíuverði. Þessi stjórn- valdsaðgerð kom mjög harkalega niður á Ghanamönnum sem hafa fjölmennt í atvinnuleit til Nígeríu undanfarin ár vegna atvinnuleysis og bágra lífskjara heima fyrir. Kirkjan, Rauði Krossinn ásamt ýmsum stofnunum SÞ hafa skipu- lagt hjálparstarf vegna flóttafólks- ins í Ghana og hafa sent út beiðni um neyðarhjálp til aðildarfélaga sinna. Búist er við að neyðarhjálp- inni ljúki ekki fyrr en í september þegar uppskerutíminn hefst. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði Krossinn á íslandi brugðust við neyðarkalli með því að taka höndum saman og' stofna til skyndisöfnunartil stuðnings flótta- fólkinu. Fyrirhugað er að senda íslensk matvæli fyrir söfnunarféð en helst er skortur á mat og lyfjum í Ghana. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði Krossinn á íslandi vilja skora á íslendinga að taka þátt í söfnun- inni og rétta bágstöddu flóttafólki hjálparhönd. Bankar, sparisjóðir og póstaf- greiðslur taka við framlögum inn á gíróreikning 46000-1 ásamt skrif- stofum Rauða Kross og Hjálpar- stofnunar. Ljós- myndarinn Emile Zola Síöasta sýningarhelgi Ljósmyndasýning aö Kjarvalsstööum 26. febrúar — 8. mars. Opiö daglega kl. 14.00-22.00 Aögangur kr. 40.00 Heimildarmyndir um franska Ijósmyndun sýndar daglega kl. 18-22. Ljósmyndasafnið hf — Menningardeild Franska sendiráðsins. Ljósmyndir Emil Zola í Reykjavík Ljósmyndasafnið og menningar- deild franska sendiráðsins standa fyrir ljósmyndasýningu að Kjar- valsstöðum, frá 26ta febrúar til 8da mars, sem nefnist „Ljósmyndarinn Emile Zola”. Jean Dieuzaide, einn frægasti núlifandi ljósmyndari Frakka, hef- ur undirbúið sýninguna, en hann er stofnandi og forstöðumaður „Gale- rie du Chateau d’Eau” í Toulouse, sem er mjög frumlegt safn og ein- vörðungu helgað ljósmyndum, gömlum sem nýjum. Sýningin, í Reykjavík saman- stendur af 140 stórum sepía-mynd- um (30 cm x 40 cm). Hér er um að ræða úrval bestu myndamótanna af þeim 7000 sem Emile Zola gerði siðustu ár ævi sinnar. Þá getur hér að líta myndir frá blóma- og skemmtigörðum París- arborgar, götulífsmyndir og frið- sælar sveitalífsmyndir, þar sem fólk er á skemmtisiglingu í smábátum líkt og á málverkum Renoirs eða Manets. Jafnframt er heil röð ljósmynda sem teknar voru í Englandi á árun- um 1898 og 1899, meðan á útlegð- inni vegna Dreyfus-málsins stóð. En einkum þó er hér um að ræða myndir úr einkalífi Zola, hrífandi og nærfærnar myndir af börnum hans, af Jeanne Rozerot fylgikonu hans og af eiginkonu hans Alex- andrine. Zola hafði á snjallan hátt komið því svo fyrir að hann gat með hjálp snúru og rofa, sem hann sté á með fætinum, tekið fjöldann allan af sjálfsmyndum, strangvísindaleg- um eða þá all skoplegum. FELAGSFUNDUR SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund um skipulagsmál verkalýðs- hreyfingarinnar þriöjudaginn 8. mars n.k. aö Hótel Esju 2. hæö kl. 20:30. Framsögumenn: Hannes Þ. Sigurðsson varaform. VR Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ Aöalheiöur Bjarnfreðsdóttir form. Sóknar Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson Félagsmenn eru hvattir til þess aö mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um þetta þýðingar- mikla mál. V E R I Ð V I R K í V. R. Verslunarmannafélag Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.