Alþýðublaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 1
MMBUBUBIB Laugardagur 3. desember 1988 STOFNAÐ 1919 218. tbl. 69. árg. Handhafar forsetavalds 5000 flöskur á spottprís Síðast liðin 6 ár hafa hand- hafar forsetavalds keypt alls 4.794 flöskur af áfengi á sér- kjörum, þar af nálægt 3.500 flöskur af sterku víni. Þetta kemur fram i frétt frá fjár- málaráðherra í kjölfar hinna umdeildu áfengiskaupa Magnúsar Thoroddsens for- seta Hæstaréttar. Sem kunnugt er mega handhafar forsetavalds kaupa áfengi á kostnaðarverði þeg- ar svo ber undir, að forsetinn sjálfur er frá völdum. Þá taka þrír einstaklingar við, forsæt- isráðherra, forseti sameinaðs þings og forseti Hæstaréttar. Ljóst er af samantekt fjár- málaráðherra að Magnús Thoroddsen forseti Hæsta- réttar hefur ekki verið einn um slík áfengiskaup, en jafn- Ijóst er að hann jók mjög á kaup fyrirrennara sinna og jafnoka. Einnig virðist Ijóst, að Magnús gekk að kaupun- um í eigin þágu, en forseti sameinaðs þings virðist hafa notað áfengið í þágu emb- ættisins, miöað við framkom- inn framburð i málinu. Magnús Thoroddsen keypti alls 1.440 flöskur af sterku áfengi á þessu ári, þar af allt sterkar áfengistegundir, um 1.000 flöskur af vodka og um 400 flöskur af whisky. Fyrir þetta greiddi hann um 230 þúsund krónur, en almennur áfengiskaupandi greiðir nær tífalt meir fyrir sama magn í „rikinu". Á síðasta ári keypti Magnús 720 flöskur af áfengi, þar af 636 flöskur af sterku áfengi. Magnús hefur skilað 1.260 flöskum og nem- ur mismunurinn á tímabilinu því 900 flöskum. Forrennari Magnúsar í embætti forseta Hæstaréttar, Magnús Þ. Torfason, sem ekki gegnir lengur embætti dómara, keypti 216 flöskur á árinu 1986 og 174 flöskur árið 1985, þar af 156 flöskur af sterku víni fyrra árið og 92 seinna árið. Þór Vilhjálmsson keypti 387 flöskur af áfengi árið 1984 og 447 árið 1983, þar af voru rúmlega 230 flöskur af sterkur áfengi hvort árið. Logi Einarsson keypti 180 flöskur af áfengi árið 1982, þar af 48 af sterku. Af framburði Magnúsar Thoroddsens að dæma er hefðin ekki sú, meðal forseta Hæstaréttar, að áfengiö sé notað í þágu embættisins. Né heldur að dómarar Hæstaréttar skipti með sér þessum „hlunnindum". Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, fyrrverandi forseti sam- einaðs þings, keypti 246 flöskur árið 1988, 444 árið 1986, 216 fiöskur árið 1985 og 324 flöskur árið 1984. Skipt- ingin er sögð nokkuð jöfn á milli sterks og létts víns og um er að ræða margar teg- undir af hvoru. Lauslega áætlaö virðist um áfengiskaup upp á um 6 milljónir króna aö núvirði að ræða, sem þessir handhafar forsetavalds hafa keypt á kostnaðarverði upp á nálægt 700 þúsundir króna. í tilfelli forseta Hæstaréttar virðist um einkaneyslu að ræða, en óvíst er með notkunina hjá forseta sameinaðs þings. Erjur á stjórnarheimilinu HNÍFURINN Á BYGGINGASJÓÐINA Tekist á um húsnœðismálin, tekjuskattinn og gengisfellingu Efnahagsmálin í heild, en þó sérstaklega ríkisfjármálin, valda taugatitringi á stjórnar- heimilinu þessa dagana. Frammi fyrir vaxandi halla ríkissjóðs, þar sem tekist er á um tekjuöflun og niður- skurð, spilar inn i krafa hags- munaaðila atvinnurekstrarins um gengisfellingu. Þótt ekki sé talað um stjórnarslit er augljóst að mikið reynir á stjórnarsam- starfið þessa dagana. Helst mæðir á Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra, sem nú verst af mætti gegn hugmyndum Ólafs Ragnars Grímssonar um niðurskurð í útgjöldum til húsnæðismála, bæði í beinum framlögum ríkissjóðs, sem samkvæmt fjárlagafrumvarpi eiga að nema alls 1.800 milljónum króna og í lántökum frá líf- eyrissjóðunum, sem eiga alls að nema um 9.400 milljónum króna. Niðurskurðartillögur fjár- málaráðherra beinast nær eingöngu aó þessum mála- flokki. Miðað við fyrri reynslu má búast við því að mjög erfitt verði að sætta sjónar- mið í þessum efnum. í fjárlagadæminu er einnig tekist á um tekjuöflunina, en þó sérstaklega varðandi tekjuskattinn. „Það er ágreiningur um Dagvist barna i Reykjavík kynnti fjögur ný dagvistarheimili og gæsluvelli í gær. Magnús Reynir Ijósmyndari leit vió á skóladagheimilinu Stakkakoti við Bólstaöarhlíö, þar sem bygginganefnd ásamt boðsgestum heils- aði upp á börnin. Auk Stakkakots kynntu borgaryfirvöld gæsiuvöilinn Malarás i Seláshverfi, nýinnréttaða að- stöðu fyrir fötluð börn að Asparfelii 10 i Breiðholti og dagheimilið og leikskólann Jöklaborg við Jöklasel. 10 AREKSTRARIHÁLKUNNI Talsvert var um árekstra i umferðinni i Reykjavik í gær- morgun en þá myndaðist mikil hálka á götum borgar- innar. Á mjög skömmum tima var lögreglunni tilkynnt um 10 árekstra, einkum í út- hverfunum. Þá varö óhapp við Klepps- spítala þegar tveir saltbílar rákust saman. Lenti annar bíllinn út af götunni og valt á hliðina. Engin slys urðu á mönnum. Síðdegis varð harö- ur árekstur á mótum Miklu- brautar og Lönguhlíðar. Ekki var vitað hvort slys hefðu orðið á mönnum en bílarnir voru báðir óökufærir eftir áreksturinn og þurfti að kalla til kranabíla til að draga bíl- ana burt. ríkisfjármálin í heild, um fjár- lögin eins og þau voru sett fram. Menn hafa verið að takast á um happdrættis- skattinn en undanfarið þó sérstaklega um tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja. Það ríkir samkomulag um að hækka álagningaprósentuna, en spurningin er um nýtt skattþrep. Fjármálaráðherra vill nýtt þrep en sumir, aöal- lega Alþýðuflokksmenn, eru andsnúnir þessu og telja aðrar leiöir færar og betri til að ná sama markmiði" sagði einn viðmælenda blaðsins. Ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrirýmsum krisu- punktum að undanförnu, samanber álmálið, utanrikis- málin, varaflugvöllinn, láns- kjaravísitöluna og fjárlögin. Við það má bæta misjafna fyrirstöðu gagnvart kröfunni um gengisfellingu. Viðmæl- endur blaðsins vildu þó ekki draga úr þeim ýmsu mikil- vægu atriðum sem stjórnar- flokkarnir standa einhuga um og verður ekki séð að stjórn- arslit séu á borðinu. Tvímæla- laust má þó búast við mikl- um átökum vegna nær ein- hliða tillagna fjármálaráð- herra um niðurskurð á sviði húsnæðishnála. Kvennaathvarfið Eina og hálfa milljón vantar Eina og hálfa miiljón króna vantar i rekstrakostnað Kvennaathvarfsins til að starf- semi þess geti haldið áfram fram að áramótum. Þvi hafa Samtök um kvennaathvarf leit- að til nokkurra listamanna um að halda tónleika til fjáröflun- ar fyrir athvarfið. Tónleikarnir verða á morgun, 4. desember. Þeir sem koma fram eru: Bubbi Morthens, Bjartmar Guðlaugsson, Sverrir Storm- sker, Herdís Hallvarðsdóttirog Gullfiskarnir,Kársneskórinn, Hornaflokkur Kópavogs, Brá- vallagatan, Jóhanna Þórhalls- dóttir söngkona, og Perlan sem er leikhópur þroska- heftra. Bergljót Baldursdóttir mun kynnastarfsemi athvarfs- ins, og Hanna Maria Karlsdótt- ir er kynnir. Allir sem koma fram gefa vinnu sínaog Hótel island læt- ur samtökunum húsnæðið eftir þeim að kostnaðarlausu. Miðaverð á tónleikana er 1.000 kr. fyrir 12 ára og eldri. Gíró- númer samtakanna er 44442-1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.