Alþýðublaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 6
6
þriójudagur 18. júlí 1989
ísland aðili
að Ferðamála-
ári Evrópu
Samgönguráöherra hefur
ákveðið að ísland verði aðili
að Feröamálaári Evrópu árið
1990, sem Evrópubandalagið
og EFTA-rikin ætla að standa
að í sameiningu. Markmiðið
með Ferðamálaárinu er að
vekja athygli á sivaxandi
mikilvægi ferðaþjónustunnar
sem atvinnugreiriar i öllum
löndum Evrópu og þýðingu
hennar í efnahags- og félags-
legu tilliti í framtíðinni, en
jafnframt að móta nýjar leiðir
og áherslur í ferðaþjónust-
unni.
Skipuð hefur verið þriggja
manna landsnefnd átaksins
hér á landi og eiga sæti í
henni Birgir Þorgilsson ferða-
málastjóri, sem jafnframt er
formaður nefndarinnar, Árni
Þór Sigurðsson hagfræðing-
ur í samgönguráðuneyti og
Haukur Olafsson sendiráðu-
nautur í utanríkisráðuneyti.
Verkefni landsnefndarinnar er
m.a. að sjá um undirbúning
og framkvæmd ferðamálaárs,
kynna þetta átak meðal aðila
í ferðaþjónustu og koma á
framfæri hugmyndum um
nýjungar. Þá mun lands-
nefndin einnig hafa með
höndum samskipti og sam-
starf við stjórnarnefnd átaks-
ins, sem er samstarfsnefnd
EB og EFTA og hefur aðsetur
í Brússel, en ritjórnarnefndin
tekur stefnumarkandi ákvarö-
anir um framkvæmd ferða-
málaársins. íslenska lands-
nefndin hefur hafið störf og
mun kynna hugmyndir sínar
um skipulagningu ársins hér
á landi á haustmánuðum.
Alþjóðlegar
sumarbúðir
barna
Nú í sumar eru haldnar
þriðju sumarbúðirnar á ís-
landi á vegum alþjóðlegra
sumarbúða barna.
Fyrstu sumarbúðirnar voru
haldnar i Hlíðardalsskóla
1984, aðrar á Laugalandi í
Holtum 1986 og þriðju sum-
arbúðirnar nú í júlí frá 1. júlí
til 28. júlí að Laugalandi i
Holtum.
Þátttakendur í sumarbúð-
unum eru frá 10—12 löndum,
austri og vestri, frá norðri og
suóri. Börnin koma í hópum
4 saman 2 stúlkur og 2
drengir ásamt fararstjóra.
Fyrir mörg þeirra eru þetta
fyrstu samskipti við fólk frá
öðrum löndum, fólks, sem
býr við aðra menningu og
önnur trúarbrögð. í sumar-
búðunum dvelja þau saman
heilan mánuð. Sameiginlegt
tungumál sumarbúðanna er
enska. Fararstjórar og starfs-
fólk sumarbúðanna sjá um
dagskrá, sem stuðlar aó
þessari alþjóðlegu samvinnu.
Lífið i sumarbúðunum ein-
kennist af leik, íþróttum,
söng, dansi, skapandi vinnu,
leiklist og ferðum. Nú, þegar
þessar þriðju sumarbúðir
fara fram, er stjórn félagsins
og öllum aðstanderidum það
mikið ánægjuefni að geta
boðið til fjöllskyldudags,
kynningardags á starfsemi
félagsins og sumarbúðunum
að Laugarlandi í Holtum,
laugardaginn 22. júlí. Hefst
skemmtunin kl. 3:00. Allir vel-
komnir, fjölbreytt skemmti-
dagskrá, segir í fréttatilkynn-
ingu.
\por\ui11.imimoKmiimi immuh
> U> »M VI, ISIIA>KKV WikHft\MI,I M>A
mw
Mll sm |)ii |wi!i advllii iinbilínu’
l'inlíiWar ífíðlieinÍBfiiíir inu iidli.ild ««vlóseiðir!
Mioai ri*k>i(trskos!ttdAiir! \»kin rmfíiis,*
Bíllinn minn
— ný handbók fyrir bíleig-
endur.
Vaka-Helgafell hefur gefið
út bókina Bíllinn minn. I
þessari handbók eru greinar-
góðar og hagnýtar upplýsing-
ar sem gera öllum bíleigend-
um kleift að annast sjálfir
viðhald bíla sinna. Þannig er
hægt að draga verulega úr
verkstæðiskostnaði og spara
stórfé.
I bókinni er á einfaldan og
skýran hátt farið yfir helstu
þætti í innri byggingu bílsins,
sýnt hvernig fylgjast má meö
ástandi hans, hvernig greina
má bilanir og hvernig gera
má við það sem aflaga fer.
Þessar leiðbeiningar eru
þannig settar fram að allir bíl-
eigendur ættu aógeta nýtt
sér þær.
í þessari bók má finna allt
sem bíleigandinn þarf að vita
um bílinn, hann getur sparað
reksturskostnað og aukið
endingu bílsins og hækkað
þar með endursöluverð hans.
Fjöldi Ijósmynda og skýr-
ingateikninga eru í þessari
hagnýtu og skemmtilegu
handbók sem Johannes
Jóhannesson tæknifærðing-
ur þýddi og staðfærði. Bókin
er unnin í samvinnu við Fé-
lag íslenskra bifreiðaeigenda.
Bíllinn minn er 312 blaðsíð-
ur. Prentsmiðjan Oddi sá um
prentun og bókband og
Magnús Hjörleifsson tók
kápumynd. Bókin kostar
2.450 krónur með söluskatti.
Nýr bæjarfógeti
á Ólafsfirði
Forseti íslands hefur, sam-
kvæmt tillögu dómsmálaráð-
herra, skipað Kjartan Þorkels-
son, fulltrúa, bæjarfógeta í
Ólafsfirði frá 1. ágúst 1989 að
telja.
Nýr
sýslumaður
Forseti íslands hefur, sam-
kvæmt tillögu dómsmálaráð-
herra, skipað Jón Magnús-
son, aðalfulltrúa, sýslumann í
Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu og bæjarfógeta í
Ólafsvík, frá 1. ágúst 1989 að
telja.
Sumarferð
Verkakvenna-
félagsins
Framsóknar
Árleg sumarferð Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
verður að þessu sinni farin til
Vestmannaeyja, dagana 12-13
ágúst. Nánari upplýsingar
eru gefnar á skrifstofu fé-
lagsins.
Sýning á
verkum
heimsfrægs
Ijósmyndara
í austursal Kjarvalsstaða
gengst Ljósmyndarafélag ís-
lands fyrir sýningu á verkum
YOUSUF KARSH.
Yousuf Karsh er fæddur í
Armeníu 1908 og upplifði
hörmungar þjóðarmorðsins á
Armenum. Hann komst til
Kanada fyrir tilstilli frænda
síns, þá 16 ára gamall og hóf
nám í Ijósmyndun hjá hinum
víðfræga John Garo í Boston.
Árið 1932 opnaði hann
stofu sína í Ottawa og öðlað-
ist þegar mikla viðurkenn-
ingu fyrir verk sin. Mynd
hans af Winston Churchill frá
1941 aflaði honum síöan
heimsfrægðar og aðrar
myndir hans er víða að finna
í merkum listasöfnum, s.s.
Metropolitan í New York,
Listasafni Filadelfiu, Lista-
safninu í Chicago, alþjóðlegu
Ijósmyndamiðstöðinni í New
York og víðar.
Sýningin að Kjarvalsstöð-
um er afmælissýning, sem
opnuð var 1988, í tilefni átt-
ræðisafmælis Yousuf Karsh
og er mikill fengur að fá hana
hingað til lands. Sýningin
stendur til 30. júlí nk.
Fundarboð
Hluthafafundur í Alþýöubankanum hf. verö-
ur haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A,
Reykjavík, miðvikudaginn 26. júlí nk. og
hefst kl. 20.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Tillaga bankaráös um staðfestingu hlut-
hafafundar á samningi formanns banka-
ráös viö viöskiptaráðherra um kaup
bankans á Vz hluta hlutabréfa ríkissjóös
í Útvegsbanka íslands hf. og aö rekstur
Alþýöubankans hf., Verslunarbanka ís-
lands hf. og lönaöarbanka íslands hf.
veröi sameinaöur í einn banka ásamt Út-
vegsbanka íslands fyrir 1. júlí 1990. Jafn-
framt veröi bankaráöi veitt heimild til aö
vinna aö öllum þáttum er varóa efndir
samningsins.
2. Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt
hlutafjárútboö.
3. Önnur mál löglega fram borin.
Aögöngumiöar aö fundinum veröa afhentir
hluthöfum eöa umboösmönnum þeirra í Al-
þýöubankanum, Laugavegi 31, Reykjavík, á
venjulegum afgreiöslutíma bankans frá og
meö 21. júlí nk.
Viku fyrir fundinn mun samningurinn
ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum
liggja veröa hluthöfum til sýnis á sama
staö.
F.h. bankaráðs Alþýðubankans hf.
Ásmundur Stefánsson.
RAÐAUGLÝSINGAR
Umsjónarmaður
nýs íþróttahúss
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsjónamanni
nýs íþróttahúss, sem er í byggingu í Kaplakrika.
Húsið veröur tekiö í notkun í febrúar 1990, en
ráðningart ími er frá desember nk.
Nánari upplýsingar gefur fþróttafulltrúi, Strand-
götu 4, 3. hæð, sími 53444 og þangað berist
einnig umsóknir.
Umsóknir, þar sem gerð er m.a. grein fyrir
menntun og fyrri störfum, berist íþróttafulltrúa
eigi síðar en 31. ágúst nk.
Bæjarstjórinn i Hafnarfirði.
Starfsfólk
í nýja sundlaug
Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar
stöður starfsfólks í nýja sundlaug í suðurbæ.
Um dag-, helgar- og kvöldvinnu er að ræða. Ráð-
ið er í störfin frá og með september/október
næstkomandi, en þá hefst starfsemin.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Suður-
bæjarsundlaugar á Strandgötu 4, 3. hæð, sími
53444 og þangað berist einnig umsóknir.
Umsóknir, þar sem m.a. er upplýst um menntun
og fyrri störf, berist eigi síðar en 8. ágúst nk.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Rauður:
þríhymingur
= Viðvörun
Gera aukaverkanir lyfsins
sem þú tekur þig hættulegan
í umferöinni?
.Flokksstarfíð
Skrifstofa
Alþýðuflokksins
sumarleyfi
Skrifstofan verður opin frá kl. 12:00—16:00 frá
15. júlí — 27. júlí.
Lokað verður frá 28. júlí — 12. ágúst.
Frá 14. ágúst — 22. ágúst verður opið frá
kl. 12:00—16:00.