Tíminn - 07.01.1968, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.01.1968, Blaðsíða 10
10 TÍMINN SUNNUDAGUR 7. janúar 1968. Út eru komnar þrjár æsispennandi njósnasögur um bandaríska njósnar- ann Nick Carter, og hafa þær ^egar náð geysimiklum vinsældum hér á landi og annars staSar. Nick Carter hefur hvarvetna tekið við af James Bond, eftir að lan Fleming lézt. — Verð aðeins kr. 75,- U G L U - ÚTGÁFAN Sími 38740. I Guðmundur Asmundsson bóndi, Efra -Apavatni Guðmundur var sonur Ásmund ar bónda, á Neðra-Apavatni.Ei- rík&sonar bónda á Gjábakka, Grímssonar á Nesjavöllum, Þor- leifssonar sama stað, Jónssonar frá Norðurkoti. Móðir Guðmuml- ar, kona Ásmundar, var Guðrún Jónsdóttir, bónda í Slftgarkoti, Kristjánssoinar sama stað, en Kristján var sá, er lánaði Jónasi Hallgrímssyni reiðhest sinn, Baldur í hina frægu Skjalðbreið- arferð. (sbr. „Vel á götu ber mig Baldur“.) Kona Guðmundar Ásmundsson ar var Jónína Kristín Þorsteins- dóttir. Faðir hennar Þorsteinn JónssOn, Collin ,bjó í Úthlíð í Biskupstungum, þar er Jónína fædd. Þorsteinn og móðir Magn- úsar Jónssonar, próf., voru sömu ættar og náiskyld. Móðir hennar var Arnheiður Magnúsdóttir, Rang- æingur að ætt, systir Böðvars heit ins Magnússonar, hreppstjóra á Laugarvatni. Foreldrar Jónínu fluttu að Eyvindartungu í Laug- ardal. Ásmundur Eiríksson bjó fyrst í Eyvindartungu, þar er Guðmundur fæddur, en þegar hann var ungur drengur fluttu foreldrar hans að Neðra-Apavatni SPENNANDI NJÓSNASOGUR Auglýsið í Tímanum þar ólzt hann upp ásamt sjö systkinum sínum, bræðurnir voru fimm, systurnar þrjár. Meðal syist kina Guðmundar, eru Grímur bóndi á Neðra-Apavatni og Guð- iaugur einnig þar og Eiríkur hjá syni sinum og tengdadóttur í Ás- garði í Grímsnesi og frú Svan- borg á Laugarvatni. Látin eru auk Guðmundar, Kristj'án bóndi í Útey í Laugar- dal, Guðrún og Sesselja. þær voru báðar búsettar á Eyrarbakka. Guðmundur og Jónína giftust 1914 og hófu búskap í samlbýli við föður hennar í Eyviindar- tungu. Eftir þriggja ára búskap í Byvindartungu fluttu ungu hjón in að Bfra-Apavatni, vesturbæ. Þess er vert að geta, að þegar þau Jónína og Guðmundur fluttu, fylgdi þeim Þorsteimn faðir henn- ar, þá farinn að heilsu, og þrjú systkini Jón'ínu ófermd. Allir kunnugir vita að oftast var margt um manninn á þessu heimili, eink um börn, þau undu sér þar vel. Bf segja ætti satt og rétt frá barnaheimilinu f Vesturbænum á Bfra-Apavatni, yrði sú lýsing með ólíkindum. Dæmi voru til, að vandalaus börn peituðu með öllu að fara heim til sín að haustinu eftir sumarvistina hjá frú Jónínu. Lífs starf þeirra hjónanna á Apavatni, sem hér er minnzt látinna, var vissulega meira en það að ala upp sjn eigin sjö börn. Mörg þess ara barna sýndu þeim síðar vin- áttu og trygglyndi. Guðmundur var séríega farsæll bóndi. Þrátt fyrir miikla ómegð búnaðist þeim hjónum mjög ve!. Þau lögðu aðaláherzlu á að rækta tún og að auka búið, en gerðu minna að því "ð festa fé í hús- um. Þetta hafa jafnan reynzt ó- svikin búhyggihdi þegar ekki er hægt að veita sér og sínum allt, sem þarf. Meðan barnahópurinn var að alast upp beindu þessi hjón hugum sínum fremur að því að fá góðan arð af búi sinu en að skapa þægindi umfram það, að ölium liði sómasamlega. Börn- in höfðu ekki einungis allsnægt-j ir heima fyrir heldur voru flest! þeirra tvo vetur í heimavist LaugJ arvatnsskóla og luku héraðsskóla-j prófi. Sfðar fóru sum þoirra { sér j fræðinám ýmist áður en þau fóru' að heiman eða síðar og þá á eig- j in spýtur. Apavatnsbæirnir standa skammt frá vatninu og er Apa- vatn meðal beztu veiðivatna. Vissulega gaf silungurinn björg í bú og eftir því sem árin liðu inokkrar tekjur umfram neyzlu heima. En rétt er að benda á það, að fyrr meir var veiðiskap- urinn ekki látinn tefja fyrir öðr- um heimilisverkum. Hin algenga regla var sú, að húsbóndinn kæmi heim með veiðina um fótaferð. Þessa aukaviinnu lagði Guðmund- ur á sig svo lengi sem með þurfti, en þau ár voru mörg. Veið in var líka mikill lífgjafi ekki sízt á barnmörgu heimili. Sá mað- ur, sem hér er minnzt, taldi enga fyrirhöfn í þágu konu og barna ofrausn. Systkinin sögðu mér, að faðir þeirra hefði að lokinni veiði ferð jafnan sótt kýrnar, áður en hann vakti þau, þannig drýgði þamn til muna svefntima barna sinna. Þau lofuðu mjög hugulsemi föð ur síns og nærgætni. Þó að börn- um væri ætluð mikil vinna, vari það þó fyrst og fremst faðirinn, sem aldrei hlífði sér sjálfur. Guðmundur Ásmuindsson var að ýmsu leyti sérkennilegur mað- ur. Að ytra útliti var hann vart meðalmaður að stærð, en svaraði sér vel, hann var þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var að upp- lagi gæddur miklu fjöri, léttur á fæti, harðskeyttur tiil vinmu og ár- vakur. Hann var hneigður fyrir íþróttir og spretthlaupari í bezta lagi og vann fyrstu verðlaun í 100 m. hlaupi á fyrsta móti íþrótta sarmband'sins „Skarphéðinn“ árið 1911. Þetta var eina mótið, sem hamn sótti sem fþróttamaður. Er- fitt var í þá daga að æfa fþrótt- ir til sveita, því gamni urðu marg ir að sneyða hjá. Námsdvöl Guð- mundar á Hvíárbakka býst ég við að hafi verið eina tækifærið, sem hann naut sem nemandi í fþrótt- um og án efa hefir sú kennsla verið af skornum skammti. Guð- mundur var vel glöggur á fjár- muni og gætti þeirra af hinni mestu nákvæmni. Hann var skil- vís í bezta lagi og ýkvörðunum hans mátti treysta. í fyrstu var ekki úr miklu að spila, en síðar náðu þau góðum efmahag. Verð- ur þar ekki á milli séð hvort hjón anna á stærri hlut að þeirri nið- urstöðu. Það, sem um þetta atriði var sagt, á að vísu við fjölda bændaihjóna. Flest þeirra, sem hófu búskap í sveit í byrjun þessarar aldar höfðu bjartsýni að leiðarljósi, en aðeins voniina um að verða bjarg- álna. Bæði voru hjónin bókhneigð, ljóðels'k og söngvin. Þau kunnu mikið af Ijóðurn og lögum, en vininan gekk fyrir bóklestri. Guð- mundur lék það, sem fáir gerðu, hann dreif sig frá búi og börn- um á námskeið í Reykjavík og lærði á harmónium hjá ísólfi Pálssyni. Eftir það var hann org- anisti í Mosfellskirkju um tvo aratugi og stundaði þá list af mikilli kostgæfmi. Var langt að sækja og alla tíð var hesturinn hans förunautur og jafnan farið utan alfaravegar. Á vetrum lögðu þeir félagar, maður og hestur, leið sína yfir ísilagt Apavatn, oft vökótt. Þetta voru hættuferðir, en Guðmundur var gætinn og góð ur ferðamaður, útsjónarsamur á ferðalagi sem öðru, er hann gerði. Þeir bræður, bændur í Laugardal, Kristján í Útey, vitur maður og fróður og Guðmundur litu jafn- an inm til mín þegar þeir voru á ferð. Mér v^ir það óblandin á- nægja hve oft Guðmundur ræddi við mig um sín hugðarefni og vandamál, einnig var hanm gam- ansamur og greindur maður. Vel- kominn var hann til okkar og vel- komin vorum við á hans heimili og fjölskyldu hans, það leyndi sér ckki. Báðum var þeim Apa- vatnshjónum gestrisni í hlóð bor- in og greiðasemi. Guðmundur var orðheppinn og unun hafði hann af rökræðum, en gætti stillimgar þó að skiptar væru skoðanir. í svipmóti hans gætti bæði einurðar og góðvilja. Hann gat verið harður í horn að taka ef honum fannst rangsleitni beitt, em jafnan lét hamn það kyrrt liggja, sem hann taldi sér óviðk'omanjdi. Jónína, kona Guðmundar, var mikilhæf húsfreyja, einörð en gæt in, vinur vina sinna, trygglynd sæmdarkona og öllum góð. Þetta reyndi ég og mínir í ríkum mæli. Á Apavatni var tvíbýli. í austur bænum bjó Helgi Guðmundsson, fróður maður og skemmtilegur, með konu sinmi Sigríði Jónsdóttur, ásamt tveim sonum og fóstursyni. Mér hefir verið sagt, að samfoýl ið hafi fyrr og síðar verið hið bezta. greiðasemi á báðar hend ur þegar með þurfti. Hef ég heyrt orð falla á þessa lund frá irtí um aðiium. Eftir 41 árs sæmdar búskap á fögrum sveitasetrum fluttu þau Jónína og Guðmundur til Reykjavíkur. Þau keyptu sér þar iþúð, en átta árum síðar 20. des. 1963, lézt Jónína. Frú Aðal þjörg Hiaráldsdóttir ritáði um hana ■ minningargreih. Nokkru síðar fékk Guðmundur sér vist á Hrafnistu að eígin ósk og ákvörð un, þó að ekki stæði á börnúm hans að hafa föður sinn hjá sér og veita honum hina beztu að. hiynniingu. Á Hrafnistu leið hon um vel svo sem verið gat og tjáði sig ánægða þar, enda heimsóttu börnin hann til skiptis daglega að heita mátti. Börn þeirra Jónínu og Guð mundar og makar eru: Jóhanna Kristín, gift Snorra Laxdal slökkviliðsmanni, hann er Skag- firðingur. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Þorsteinn Collin, bif- reiðastjóri, giftur Elínu Björns- dóttur úr Vestaannaeyjum, þau eiga tvo syni. Ásmundur, vöruaf- greiðslumaður, giftur Jóhönnu Þorkelsdóttur úr Borgarnesi, þau eiga tvo syni og tvær dætur. Arnheiður Li’lja, gift Geir A. Björnssyni, raMrkjameistara, hann er Vatnsdælingur. þau eiga tvær dætur og tvo syni. Ágúst Karl, slökkviliðsmaður, giftur Ást ríði Hafliðadóttur úr Reykjavík, þau eiga þrjár dætur og einn son. Valur, rafvirki, giftur Þórdísi Skaptadóttur, Davíðssonar, hún er fædd í Noregi, móðir hennar, kona Skapta, er norsk. Þau eiga tvo syni og tvær dætur. Magnús, sjómaður, giftur Jóhönny Guð- mundsdóttur, hún er Reykjavík- ingur. — Þau eiga einn son. — Barnabörn þeirra Jónínu og Guðmundar er þannig 22 og harnabarnahörnin eru þegar fimm. Allt er þetta fólk þekkt að myndarskap, heiðarleika og frá bærri reglusemi, eftirsótt fólk. Guðmundur Ásmundsson veikt- ist af lungnabólgu, hann gerði sér vel Ijóst til hvers myndi draga. Hann sagðist vera sáttur við allt og alla. þakklátur fyrir lífið og kvaðst engu kvíða. Ha.nn verður jarðsettur á morgun kl. 13.30 frá kapellunni í Fossvogi og lagður við hlið konu sinnar. sem þar hvílir. Við vinir Guðmundar Ásmunds- sonar og konu hans minnumst þeirra með vinarhug og virðingu. Riarni Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.