Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 12. maí 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 15 QUAYLE varaforseti haldandi á graskeri — Quayle til hægri. DAGFINNUR Minn maður Eg er Davíðsmaður. Eg er búinn að komast að því að eini maöurinn sem hefur einhverja stjórn á pakkinu er Davíð. ✓ Islendingar hafa ekkert vit á pólitík. Þeir hugsa aðeins um eigin hag, hver og einn og láta þá hagsmuni ráða ferðinni. Þetta hafa menn eins og Davíð löngum skil- ið. Davíð framkvæmir það sem HANN ætlar sér og ekkert múöur. Davíð er skítsama um hvað hyskið í horginni er að væla. HANN tekur ákvarðanir og HANN framkvæmir. Allir aðrir leika í aukahlutverkum. Þetta er eina rétta stjórn- araðferðin. Davíð ákvað til dæmis aö byggja heila byggð fyrir ut- an Aburðarverksmiðjuna. Allir æptu og hljóöuðu og sögðu að Áburðarverk- smiðjan gæti sprungið í loft upp. Davíð blés á pakkið og byggði eins og HANN vildi byggja. Um páskana var verk- smiðjan hins vegar nær sprungin í loft upp. Davíð brá við skjótt og var strax á móti Áburðar- verksmiðjunni og vildi hana burtu í hvelli. Nú hefði kannski átt að negla Davíð fyrir að hafa byggt ofan í Áburðarverksmiðj- unni um árið. En Davíð var á undan almenningsálitinu. Og hló að pakkinu eina ferðina enn. Þetta er minn maður. Nú er Davíð búin að mölva miðbæinn með ráðhúsinu sínu sem er alveg eins og tvö flugskýli. Hann er líka búinn að gera allar fast- eignir búðareigenda og at- vinnurekenda ónýtar eftir að hann flutti verslunina í Kringluna. En Davíð gerði þetta svo hratt að enginn fattaði neitt nema Gulli í Karnabæ og það hlustar enginn á hann þegar Davíð er að tala. Davíð er minn maður. Og Davíð byggir áfram og kaupir veitingahús svo að allir aðrir í bransanum eru orðnir grænir í framan. Davíð hampar sínum hirð- arkitektum og hirðverktök- um, hann ullar á mæöurn- ar sem ekki geta fætt leng- ur börn sín og þaðan af síð- ur komið þeim á dagvistun- arheimili síðar meir. Davíð veit best. Borgar- pakkið veit ekkert í sinn haus. Ég segi eins og sjálfstæð- ismaðurinn um daginn: Festum krossinn á Davíð. Vitsmunir á við grasker? Enginn stjórnmálamað- ur fær annað eins á bauk- inn og Dan Quayle, vara- forseti Bandaríkjanna. Sumir segja að graskerið sé meiri gáfum gætt en Quayle. Um hann eru sagð- ar ótrúlegustu sögur, gefið er út ársfjórðungslegt tímarit sem er helgað varaforsetanum og neyð- arlegum tilsvörum hans og öðrum uppákomum. Blöð og tímarit sýna þess- um næstæðsta manni landsins litla virðingu. Strax í kosningabaráttunni hófu blaðamenn að henda gaman að tilsvörum unga senatorsins frá lndiana og eft- ir að hann varð varaforseti hefur hann orðið enn betra blaðaefni og er í raun eins- konar ,,Hafnarfjarðarbrand- ari“, og sögur, sannar og logn- ar, birtast af honum nær dag- lega. Hér er ein klausan: ,,Varaforsetinn hélt af stað til Suður-Ameríku í dag. Hann kvaðst við brottförina hlakka til að sjá Mið-Amer- íku, — sérstaklega þó Ohio, Indiana og Nebraska". Önnur saga segir að þegar hann kom til Samoa hafi hann sagt við móttökunefnd- ina á flugvellinum: „Mér virð- ist þið öll eins og hamingju- samt tjaldferðafólk. Já, þið eruð það, tjaldferðafólk, hamingjusamt tjaldferðafólk, og verðið það áfram vona ég". Hjá Repúblikönum er Qua- yle sagður hafa sagt í borð- ræðu: ,,Ef ykkur tekst þetta ekki, þá er hætta á að þetta mistakist". Nýlega var Quayle forsíðu- maöur á tímaritinu Time og mikil umfjöllun um varafor- setann. Þar er haft eftir fyrr- um læriföður varaforsetans: ,,Ég horfði i bláu augun hans — ég hefði alveg eins getað horft út um gluggann". „Við svindluðum ekki" Norðmennirnir tveir sem náðu til Norðurpóls- ins gangandi á skíðum eru nú sakaðir um að hafa haft rangt við. Þeir heita Erling Kagge og Börge Dusland, 27 ára gamlir. Norðmenn- irnir tveir eru fyrstir allra til að komast á pólinn án þess að nota vélar eða dráttardýr á ferð sinni. Afrek þeirra hefur nú verið vefengt af Sir Ranulph Fien- nes, breskum landkönnuði. Hann segir að þegar félaga þeirra var bjargað upp í sjúkraflugvél hafi þeir verið úr leik. Kagge er ekki á sama máli. Hann talaði við Reuter-frétta- stofnuna í síma í gær þar sem hann og félagi hans voru á ferð til menningarinnar um norðurhéruð Kanada. Sagði hann að þeir félagarnir hefðu ekki notið neinnar aðstoðar. Þeir hefðu haldið áfram með sínar matarbirgðir eingöngu, þeir hefðu jafnvel hafnað boöi flugmannanna um ávexti. Viltu skipta A-þýskum mörkum? Opnaðu banka- reikning! Austur-Þjóðverjar sem streymt hafa til V-Þýska- lands, hafa margir hverjir viljað skipta austur-þýsku mörkunum sínum í vest- ur-þýsk mörk. Sérlega hafa A-Þjóðverjar horft með eftirvæntingu til fyrirhugaðrar myntsamein- ingar Þýskalands í júlí næst- komandi. Vestur-þýski ríkis- bankinn (Bundesbank) til- kynnti í gær að austur-þýsk- um mörkum yrði ekki skipt sjálfkrafa ytir i v-þýsk mörk, heldur þyrftu Austur-Þjóð- verjar fyrst að opna banka- reikning vestan megin áður en tekið yröi á móti aust- ur-þýsku mörkunum þeirra. Þaö var Helmut Schlesin- ger, bankastjóri Ríkisbank- ans í Vestur-Þýskalandi sem tilkynnti þetta í Bonn í gær. Hann sagði ennfremur að Austur-Þjóðverjir yröu krafð- ir um skilríki. Heimildir inn- an vestur-þýsku ríkisstjórnar- innar segja, aö þetta sé gert til aö draga úr svartamark- aðsbraski með mörk en búist er við að austur-þýska mark- ið seljist á hálfvirði gegn vest- ur-þýska markinu á svörtum markaði eftir myntsamein- inguna í júlí. Þá er ennfremur talið að austur-þýskir borgar- ar geti yfirfært sparnað í aust- ur-þýskum bönkum yfir í vestur-þýska eftir myntsam- eininguna í júlí næstkom- andi. Búist er við svo miklum ágangi í slikar yfirfærslur að austur-þýskir bankar reikna með að vera opnir einnig á sunnudögum til að byrja með. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 13.45 Enska bikarkeppnin í knattspyrnu. Bein útsending frá leik Manchester United og Crystal Palace 16.00 íþróttaþátturinn, Meðal efn- is: Meistaragolf og pílukast 18.00 Skytturnar þrjár. Spænskur teiknimyndaflokk- ur fyrir börn 18.25 Sögur frá Narníu. Breskur framhalds- myndaflokkur 18.50 Tákn- málsfréttir 18.55 Fólkið mitt og fleiri dýr. Breskur fram- haldsmyndaflokkur 18.30 Hringsjá. Bein útsending um álver frá Akureyri 20.10 Fólk- ið i landinu — Alltaf má fá annað hús og annað föru- neyti. Örn Ingi ræðir við Elfu Ágústsdóttur dýralækni en nýlega féll aurskriða á aldar- gamalt hús hennar við Aðal- stræti á Akureyri 20.35 Lottó 20.40 Gömlu brýnin. Breskur gamanmyndaflokkur 21.10 Fótalipur fljóð. Bandarísk bíó- mynd í léttum dúr frá árinu 1985 22.35 Neðran úr neðra. Bresk sjónvarpsmynd frá ár- inu 1989 00.30 Útvarpsfréttir og dagskrárlok SUNNU- DAGUR 21.30 íslendingar i Portúgal. Annar þáttur 22.15 Vinur trjánna. Kanadísk teiknimynd 22.45 Ástar- kveðja til Buddy Holly. Nýleg irsk sjónvarpsmynd í léttum dúr 23.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 09.00 Morgunstund. Erla Rut Harðardóttir heldur áfram með getraunaleikinn 10.30 Túni og Tella. Teiknimynd 10.35 Glóálfarnir. Teiknimynd 10.55 Perla. Teiknimynd 11.20 Svarta stjarnan. Teikni- mynd 11.45 Klemens og Klementína. Leikin barna- og unglingamynd 12.00 Fílar og tígrisdýr. Fyrsti hluti af þrem- ur endurtekinn 13.00 Heil og sæl — Listin að borða. í þess- um þætti veröur fjallað um matar- og neysluvenjur Is- lendinga 13.30 Fréttaágrip vikunnar 14.00 Háskólinn fyr- ir þig. Endurtekinn þáttur um félagsvísindadeild 14.30 Ver- öld — Sagan í sjónvarpi. Stórbrotin þáttaröð sem byggir á Times Atlas 15.00 Myndrokk 15.15 Slæm með- ferð á dömu. Náungi sem er iðinn við að koma konum fyr- ir kattarnef kórónar venju- lega verknaðinn og hringir í lögregluforingjann sem itrek- að hefur reynt að hafa hend- ur i hári morðingjars 17.00 Falcon Crest 18.00 Popp og kók 19.35 Eðaltónar 19.19 19.19 20.00 Séra Dowling Spenriumyndaflokkur 20.55 Kvikmynd vikunnar — Bless- uð byggðarstefnan. Frjósamt landbúnaðarhérað er við það að leggjast i eyði en högrökk ekkja, Sara, er staðráðin í að snúa þeirri þróun við áður en það verður um seinan 22.30 Elvis rokkari 22.30 ODion- bræðurnir. Verðlaunuð spennumynd með gaman- sömu ivafi 00.35 Undirheim- ar Miami. Spennumynda- flokkur 01.20 llla farið með góðan dreng. Ungur Brook- lynbúi grípur til sinna ráða er slökkvilið New York borgar neitar að veita mikið slööuð- um bróður hans bætur vegna hetjudáðar sem sá siðar- nefndi vann undir áhrifum áfengis á frivakt sinni 02.50 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 09.00 Paw, Paws. Teiknimynd 09.20 Selurinn Snorri. Teikni- mynd 09.45 Tao Tao. Teikni- mynd 10.10 Vélmennin. Teiknimynd 10.20 Krakka- sport. Blandaður íþróttaþátt- ur fyrir börn og unglinga 10.35 Þrumukettir. Teiknimynd 11.00 Töfragleðin. Teiknimynd 11.20 Skipbrotsbörn. Ástralskur ævintýramynda- flokkur 12.00 Popp og kók 12.35 Viðskipti í Evrópu. Nýj- ar fréttir úr viðskiptaheimi liðandi stundar 13.00 Mynd- rokk 13.25 Óvænt aðstoð. Frábærfjölskyldumynd 15.00 Menning og listir — Einu sinni voru nýlendur 16.00 íþróttir 19.19 19.19 20.00 Hneykslismál. Enn eitt hneykslismálið!!! Fólk fær seint leiö á hneykslismálum. Allt frá ósiðlegu einkalifi stór- stirna til sviksamlegra við- skipta biræfinna manna sem græða og tapa milljónum 20.55 Stuttmynd. Sam Logan stefnir hátt i heimi viðskiptanna og er reiðubúinn til þess að gera allt svo markmiðunum verði náð 21.20 Framagosar. Fyrsti hluti af þremur 23.00 Hver er næstur? Roy Scheider, sem hér leikur starfsmann bandarisku leyni- þjónustunnar, verður, ásamt konu sinni, fyrir óvæntri skot- árás sem grandar eiginkon- unni. Stranglega bönnuð börnum 00.40 Dagskrárlok. Bylgjan 08.00 Þorsteinn Ásgeirsson og húsbændur dagsins 12.00 Einn, tveir og þrír. Splunku- nýtt og spennandi. Frétta- stofa Bylgjunnar bregður á leik 14.00 Bjarni Ólafur Guð- mundsson 15.30 íþróttaþátt- ur. Valtýr Björn Valtýsson 16.00 Bjarni Ólafur spjallar við hlustendur og tekur niður óskalög 19.00 Hafþór Freyr Sæmundsson hitar upp fyrir kvöldið 23.00 Á næturvakt. Haraldur Gislason 03.00 Freymóður T. Sigurðsson fylgir hlustendum Ijúflega inn i nóttina SUNNUDAGUR 09.00 í bítið. Róleg og af- slappandi tónlist. Bjarni Ólaf- ur Guðmundsson 13.00 Á sunnudegi til sælu. Hafþór Freyr Sigmundsson 17.00 Haraldur Gislason með Ijúfa og rómantiska kvöldmatar- tónlist 20.00 Heimir Karlsson á rólegu sunnudagsrölti 22.00 Ágúst Héöinsson 02.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturvaktinni. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Auður Eir Vilhjálmsdót- tir flytur 07.00 Fréttir 07.03 Góðan dag, góðir hlustendur. Pétur Pétursson sér um þátt- inn 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn á laugardegi „Sólskinstréð" 09.20 Morg- untónar. Pianósónata i C-dúr eftir Joseph Haydn 09.40 Þingmál. Umsjón Arnar Páll Hauksson 10.00 Fréttir 10.03 Hlustendaþjónustan 10.10 Veðurfregnir 10.30 Vorverkin i garðinum. Umsjón Ingveld- ur G. Ólafsdóttir 11.00 Viku- lok. Umsjón Bergljót Baldurs- dóttir 12.00 Áuglýsingar 12.10 Á dagskrá.Litið yfir dagskrá laugardagsins i út- varpinu 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Auglýs- ingar 13.00 Hér og nú. Frétta- þáttur í vikulokin 14.00 Sinna. Þáttur um menningu og listir 15.00 Tónelfur i um- sjá starfsmanna tónlistar- deildar og samantekt Berg- þóru Jónsdóttur og Guð- mundar Emilssonar 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.30 Dagskrárstjóri í klukku- stund. Egill Ólafsson 17.30 Stúdió 11. Nýjar og nýlegar hljóðritanir Útvarpsins kynntar og rætt við þá lista- menn sem hlut eiga að máli 18.00 Sagan: „Mómó" eftir Michael Ende 18.35 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir 18.45 Veðurfregnir. Auglýs- ingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Ábætir 20.00 Litli barnatíminn „Sól- skinstréð" 20.15 Vísur og þjóðlög 21.00 Gestastofan. Finnbogi Hermannsson tek- ur á móti gestum á Isafirði 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins 22.15 Veðurfregnir 22.20 Dansað með harmoníkuunnendum 23.00 Seint á laugardagskvöldi. Þáttur Péturs Eggerz 24.00 Fréttir 00.10 Um lágnættið 01.00 Veðurfregnir SUNNUDAGUR 08.00 Fréttir 08.07 Morgunandakt. Séra Flosi Magnússon Bildudal flytur 08.15 Veðurfregnir. Dagskrá 08.30 Á sunnudags- morgni með Svavari Gests- syni ráðhera 09.00 Fréttir 09.03 Tónlist á sunnudags- morgni 10.00 Fréttir 10.03 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá sunnudagsins í Útvarpinu 10.10 Veðurfregnir 10.25 Skáldskaparmál. Fornbók- menntir i nýju Ijósi. Lokaþátt- ur 11.00 Messa i Neskirkju á 95 ára afmæli Hjálpræðis- hersins. Prestur sr. Harold Reinholdtsen, Guðfinna Jónsdóttir ofursti prédikar 12.10 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá sunnudgsins i Út- varpinu 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Auglýs- ingar. Tónlist 13.00 Hádegis- stund í Útvarpshúsinu. Ævar Kjartansson tekur á móti sunnudagsgestum 14.00 Hernám Islands i siðari heimsstyrjöldinni 14.50 Með sunnudagskaffinu Sigild tón- list af léttara taginu 15.20 Leyndarmál ropdrekanna eftir Dennis Júrgensen. Fjórði þáttur 16.00 Fréttir 16.05 Á dagskrá 16.15 Veður- fregnir 16.20 Kosningafundir i Útvarpinu. Framboðsfund- ur vegna borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavik 26. maí 18.30 Tónlist. Auglýsing- ar. Dánarfregnir 18.45 Veður- fregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsing- ar 19.31 Leikrit mánaðarins: Að lokum miðdegisblundi eftir Marguerite Duras 20.45 íslensk tónlist 21.00 Kikt út um kýraugað — Gruflað í Gerplu 21.30 Útvarpssagan: Skáldalíf í Reykjavik. Jón Óskar les úr bók sinni „Gang- stéttir í rigningu" 22.00 Frétt- ir. Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins 22.15 Veður- fregnir 22.30 íslenskir ein- söngvarar og kórar syngja 23.00 Frá Norrænum út- varpsdjassdögum í Reykja- vik 24.00 Fréttir 00.07 Sam- hljómur. Umsjón Anna Ing- ólfsódttir 01.00 Veðurfregnir Rós 2 09.03 Sunnudagsmorgun með Svavari Gests 11.00 Helgarútgáfan 12.20 Hádeg- isfréttir — Helgarútgáfan 14.00 Með hækkandi sól. Umsjón Ellý Vilhjálms 16.05 Raymond Douglas Davis og hljómsveit hans 17.00 Tengja 19.00 Kvöldfréttir 19.31 Zikk- Zakk. Umsjón Sigrún Sigurð- ardóttir og Sigiður Arnar- dóttir 20.30 Gullskífan, að þessu sinni, „The Innocence Mission" 21.00 Ekki bjúgul. Rokkþáttur í umsjón Skúla Helgasonar 22.07 Blítt og létt. Gyða dröfn Tryggvadótt- ir rabbar við sjómenn og leik- ur óskalög 23.10 Fyrirmynd- arfólk lítur inn til Rósu Ingólfs i kvöldspjall 00.10 I háttinn. Umsjón Ólafur Þórðarson 01.00 Áfram ísland. íslenskir tónlistarmenn flytja dægur- lög 02.00 Fréttir 02.05 Djass- þáttur. Jón Muli Árnason 03.00 Blitt og létt. Endurtekinn 04.03 Fréttir 04.03 Sumaraftann. Umsjón Ævar Kjartansson 04.30 Veðurfregnir 04.40 Undir værðarvoð. Ljúf lög undir morgun 05.00 Frétjir af veðri færð og flugsamgöngum 05.01 Harmorfikkuþáttur 06.00 Fréttir af veðfi, færð og flugsamgöngum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.