Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Þriðjudagur 26. júní 1990
Utboö
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna-
málastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum í yfir-
borðsfrágang gatna og stíga.
Um er að ræða jarðvinnu, hellulögn um 1500 m2,
snjóbræðslulagnir um 2500 Im, steyptur stoðvegg-
ur, tröppur, kantfrágangur girðingar og trjáhæð.
Verkið nefnist: Kringlutorg, Skólastræti — Yfir-
borðsfrágangur.
Verklok eru 15. október 1990.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum
26. júní gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5.
júlíkl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUNREYKJAVÍKURBORGA'R
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800
FlokL
l£í
m
tarfid
Flokksstjórn Alþýðuflokksins
Flokksstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn
28. júní nk., kl. 20.30 á HOLIDAY INN (4. hæð).
Fundarefni:
1. Undirbúningur flokksþings 1990.
2. Önnur mál.
Skrifstofa Alþýöuflokksins.
Frá skrifstof u Alþýðuf lokks
Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 2.
júlí.
Opnað aftur 30. júlí.
Skrifstofa Alþýðuf iokksins.
Vinningstölur iaugardaginn
23.júní*90
VINNINGAR	FJÖLDI VINNINGSHAFA	UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA
1.  5af5	2	1.041.872
2. aTbM	I     1	361.092
3. 4af5	105	5.932
4. 3af5	3.759	386
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.518.670 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Afreksfólk framtídar:
Nær Jón Arnar 8000
stigum i tugþraut i sumar?
Innan raða iþróttafólks er margt ungt ffólk, sem loffar
góðu um affrek á stórmótum framtiðarinnar, svo sem
Evrópumótum, heimsmeistaramótum og Ólympiuleik-
um. Á næstu mánuðum ætlum við að kynna nokkur
þeirra i þætti hér í blaðinu sem bera heitið „ Affreksffólk
framtiðar".
Sá, sem fyrstur er á dagskrá hjá
okkur er Jón Arnar Magnússon,
frjálsíþróttamaður úr Gnúpverja-
hreppi í Árnessýslu. Hann er
fæddur 28. júlí 1969 og stendur því
á tvítugu. Jón Arnar er sonur Þu-
ríðar Jónsdóttur og Magnúsar
Óskarssonar, en móðir hans var
þekkt frjálsíþróttakona á yngri ár-
um. Faðir hans var ekki keppnis-
maður í íþróttum.
Sigursæll i sinni
fyrstu keppni__________
Jón Arnar tók fyrst þátt í
keppni, þegar hann var 16 ára
gamall. Það var í unglingakeppni
Frjálsíþróttasambandsins, þar sem
sex bestu í hverri grein koma til
úrslitakeppni síðla sumars. Arang-
ur hans var góður, hann vann tii
verðlauna í öllum greinum nema
einni. E.t.v. má segja, að þetta hafi
verið hans fyrsta tugþraut, en
flestir eru á þeirri skoðun, að Jón
Arnar hafi alla burði til að verða á
heimsmælikvarða í þeirri erfiðu
grein íþrótta, sumir segja þeirri
erfiðustu.
Nordurlundameistari
19 ára_________________
Þó að Jón Arnar sé að verða 21
árs hefur hann ekki keppt oft í tug-
þraut til þessa, en getur þó státað
af Norðurlandameistaratitli, sem
hann vann 1988. Sama sumar
keppti hann í tugþraut á heims-
meistaramóti unglinga í Kanada.
Hann var framarlega þar til í
stangarstökkinu, sem er áttunda
greinin, en hann meiddist og varð
að hætta.
Heffur æfft litio__________
Það vekur töluverða furðu, að
þessi ungi afreksmaður sem kom-
inn er í fremstu röð í nokkrum
greinum hér heima, hafði, þar til
sl. haust, æft mjög lítið. Jón Arnar
hefur enga skýringu á takteinum,
en nofnir þó metnaðarleysi. En
áhugamál hans eru mörg og má
þar nefna snjósleða, jeppa, skytt-
erí og músík, en hann var trymbill
í hljómsveitinni Nonni og Mann-
arnir þar til á sl. hausti, er kafla-
skipti urðu í lífi hans.
Dvaldi i USA i vetur
Jón Arnar ákvað að fara til
Jón Arnar í öruggum höndum Vésteins Hafsteinssonar Islandsmeistara í
kringiukasti.
Bandaríkjanna til náms. Vegna ár-
angurs síns í íþróttum, nýtur hann
ýmissa hlunninda við Monroe-há-
skólann í Louisiana, en á móti er
ætlast til að hann þjálfi vel. Jón
Arnar hefur æft af kappi í vetur, en
þátttaka í mótum var í lágmarki.
Aftur á móti hafa borist fréttir af
ótrúlega góðum æfingaafrekum
hjá honum. Við ætlum ekki að
skýra frá slíku hér, heldur bíða eft-
ir þátttöku hans í mótum á næstu
vikum, t.d. landskeppninni við
Skota og íra. landsmóti UMFÍ og
tugþrautarlandskeppni í Hollandi
í lok júlí.
Keppir Jón Arnar á
Evrópumeistaramótinu
i Split?               ~
Við Islendingar höfum oft átt
tugþrautarmenn í fremstu röð á
undanförnum áratugum, en lengst
náði Örn Clausen í EM í Brússel
1950, er hann varð annar. Ýmsir
fleiri hafa gert það gott og má þar
nefna Valbjörn Þorláksson, Pétur
Rögnvaldsson, Stefán Hallgríms-
son, Elías Sveinsson o.fl. o.fl.
Áhugamenn um tugþraut eru
þess fullvissir, að Jón Arnar Magn-
ússon verði fyrsti íslendingurinn,
sem nær 8000 stigum, en með því
er hann kominn á heimsmæli-
kvarða í þessari stórkostlegu
íþróttagrein. Evrópumeistaramót í
frjálsum íþróttum fer fram í Split í
Júgóslavíu í lok ágúst í sumar og
til þess að fá að keppa þar þarf að
ná 7700 stigum. Við góð skilyrði
og í harðri keppni eru flestir þeirr-
ar skoðunar, að Jón Arnar nái
þeim árangri. Við bíðum og von-
um, að gæfan verði þessum unga
afreksmanni hliðholl á mótunum í
sumar og á næstu árum.
Jón Arnar Magnússon.
Hér reynir Jón Arnar fyrir sér
kringlukastinu.
Árangur Jóns Arnars
Við ætlum að birta hér árangur Jóns Arnars Magnússonar í hans
helstu greinum frá og með 1985 til og með 1989.
Langstökk  Grindar-
Örn Eíðsson
skrífar
Ár	100 m	110 iii	hlaup	Tugþra
1985		6,27 m		
1986	11,6 sek	6,74 m		
1987	10,9 sek	6,86 m		6232 st.
1988	10,72	7,37 m	16,0 sek.	6975 st.
1989	10,88	7,40 m	14,8 sek.	7351 st.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8