Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 7
7 Þriðjudagur 22. janúar 1991 ERLEHD FRÉTTASKÝRING Danska þingid rannsakar fyrrum dómsmálarádherra Danmerkur: Innttvtningsbann kostaði ttöUa Tamila lifíð Um þessr mundir eru að koma i Ijós ffyrstu niður- stöður þeirrar rannsóknar sem danska þingið kraffð- ist ó meðhöndlun dómsmólaróðuneytisins á órunum 1987—1989 á umsóknum tamilskra flóttamanna frá Sri Lanka um að heimila fjölskyldum þeirra að fflytjast til Danmerkur. Erik Ninn-Hansen, þingmaöur Hægriflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Danmerkur: Saltaði i tvö ár umsóknir tamílskra flóttamanna frá Sri Lanka um að flytjast til Danmerkur. Afleiðingin var að fólkið, m.a. kon ur og börn, var myrt og limlest. Allt bendir til að þáverandi dómsmálaráðherra, íhaldsflokks- þingmaðurinn Erik Ninn-Hansen, og háttsettir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu hafi með- vitað brotið lög og mannréttinda- samþykktir þegar ráðuneytið að ósk ráðherrans saltaði umsóknir hinna örvæntingarfullu tamíla í tæp tvö ár. Ákvörðun ráðherrans hafði alvarlegar afleiðingar fyrir tamíla og hinar ofsóttu fjölskyldur þeirra á Sri Lanka; eiginkonur og börn hafa verið myrt, konum hef- ur verið nauðgað og fjölskyldu- meðlimum misþyrmt. Auk þess hafa hinir tamíisku flóttamenn í Danmörku liðið vítiskvalir vitandi af fjölskyldum sínum í stöðugri hættu. Morð og limlestingar ó Sri Lanka_________________ Samkvæmt dönskum lögum og samþykktum Sameinuðu þjóð- anna hafa flóttamenn rétt á að fá leyfi yfirvalda í því landi sem þeir búa í að fá fjölskyldu sína til sín í útlegðina, ef öryggi fjölskyldunn- ar er stefnt í hættu. Þegar hinir tamílsku flóttamenn sóttu um að fá fjölskyldur sínar til Danmerkur var innanríkisástandið á Sri Lanka vægast sagt óöruggt, skv. heimild- um Amnesty International fóru indverskir hermenn um héruð tamíla með morðum, limlesting- um og nauðgunum á óbreyttum borgurum. Þrátt fyrir hið óörugga ástand á Sri Lanka taldi dóms- málaráðherrann ekki ástæðu til að taka umsóknir tamílanna til umfjöllunar. Aðspurður lýsti hann því yfir að ástandið á Sri Lanka væri langt því frá að vera óöruggt. Umsóknir tamílanna hefðu því ekki forgang fram yfir aðrar um- sóknir, og þar sem dómsmálaráðu- neytið næði ekki að anna öllum þeim verkefnum sem lægju fyrir yrðu tamílarnir einfaldlega að bíða. Vaffasamur róðherra kosinn fforseti þingsins Ninn-Hansen hafði ekki heppn- ina með sér. Bæði fréttamönnum og pólitískum andstæðingum fundust skýringar ráðherrans ansi götóttar. Umfjöllun ráðuneytisins á umsóknum tamílanna var kærð til umboðsmanns þingsins sem hóf rannsókn á málinu. Umboðs- maðurinn varð þó að hætta rann- sókn sinni á málinu þegar flokks- systir Ninn-Hansens og formaður dómsmálanefndar þingsins, Grethe Fenger Meller, lagði fram spurningu um tamílamálið til ráð- herrans í dómsmálanefndinni. Skv. reglum þingsins er umboðs- manninum ekki heimilt að rann- saka þau mál sem eru til umfjöll- unar á þinginu. Þegar staða forseta þingsins skyndilega varð laus ákváðu stjórnarflokkarnir í stjórn Schlut- ers að Ninn-Hansen væri þeirra kandidat í stöðuna. Staða forseta þingsins telst mikil virðingarstaða og gegna menn yfirleitt þeirri stöðu til loka þingsetu sinnar. Þar sem það er hefð fyrir því í danska þinginu að velja sem forseta þings- ins þingmann sem er virtur af þingheimi og hefur stuðning allra þingflokka, gerði það mikinn usla þegar ríkisstjórnin tefldi fram Ninn-Hansen sem kandidat sín- um. Pólitískt mannorð hans hafði óhreinkast illilega við tamílamálið og fór svo að hann var kosinn for- seti þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun. Um leið og Ninn- Hansen tók við stöðu forseta þingsins vék hann úr stöðunni sem dómsmálaráðherra. Ninn-Hansen var ekki lengi for- seti þingsins. Við upphaf næsta þings var andstaðan gegn honum orðin svo öflug að hann var neyddur til að segja af sér for- mannsstarfinu. Pressan á ríkis- stjórnina til að rannsaka tamíla- málið niður í kjölinn jókst stöðugt og þann 8. maí á sl. ári neyddist Schlúter á endanum til að draga Ninn-Hansen undan hlífiskildi sín- um og fara fram á dómsrannsókn á tamílamálinu. Það eru niður- stöður þessarar rannsóknar sem nú eru að koma í dagsljósið. Grun- ur manna um að Ninn-Hansen hafi eitthvað óhreint í pokahorninu hefur verið staðfestur og vel það. Meðvitað lögbrot róðherrans Vitnaleiðslur hafa leitt í ljós að dómsmálaráðuneytið hefur reynt að halda sannleikanum leyndum með röngum upplýsingum og vill- andi útskýringum. Ninn-Hansen vildi ekki veita fjölskyldum tamil- anna leyfi til búsetu í Danmörku, þó svo honum væri Ijóst að fjöldi manna og barna væru í hættu, og hugðist ganga svo langt að vísa tamílunum úr landi. Með því að neita fjölskyldunum um dvalar- leyfi í Danmörku virðist sem ráð- herrann hafi ætlað sér að leggja pressu á flóttamennina að snúa aftur til Sri Lanka, þar sem ofsókn- ir og dauði biðu þeirra. Þar sem allt bendir til að Ninn-Hansen og ýmsir starfsmenn dómsmálaráðu- neytisins hafi meðvitað brotið dönsk lög og alþjóðasamþykktir hafa jafnaðarmenn farið fram á að Ninn-Hansen verði kærður fyrir ríkisrétti. Ríkisréttur hefur ekki verið settur í Danmörku síðan 1909 þegar þingmaðurinn og fyrr- verandi dómsmálaráðherrann, Peter A. Alberti, var kærður fyrir fjármálamisferli og dæmdur í átta ára fangelsi. Ákvörðunin um hvort ríkisréttur verði settur í máli Ninn-Hansens verður fyrst tekin þegar dómsrannsókninni lýkur nk. sumar. Allt bendir þó til að til- skilinn meirihluti sé á danska þinginu fyrir þvi að ríkisréttur verði settur í málinu. Schliiffer medsekur? Það er ekki bara Ninn-Hansen og fyrrverandi embættismenn hans sem komnir eru i alvarlega klemmu. Fyrrverandi formaður dómsmálanefndar danska þings- ins, Grethe Fenger Moller, og for- sætisráðherrann, Poul Schlúter, eiga yfir höfði sér að dragast inn í málið sem meðsek. Grethe Fenger Moller, sem nú þegar hefur sagt af sér sem formaður dómsmála- nefndar þingsins, viröist hafa lagt fram spurningu til Ninn-Hansens í dómsmálanefndinni til þess eins og stöðva rannsókn umboðs- manns þingsins á tamílamálinu. Það hafa verið lögð fram sönnun- argögn sem sýna að það var Ninn- Hansen og embættismenn hans sem sömdu spurninguna og sendu til Grethe Fenger Moller. Þaö er snnþá óljóst hvenær Schlúter fyrst fékk vitneskju um hvað var að ger- ast bak við tjöldin í dómsmála- ráðuneytinu. Komi í Ijós að Schlút- er hafi vitað um lögleysuna frá upphafi getur ríkisréttur dæmt hann til allt að tveggja ára fangels- isvistar. Staða Schlúters er allt annað en glæsileg; hann lýsti því yfir á sl. vori að hann og ríkis- stjórnin hafi verið vitandi um meðferð dómsmálaráðuneytisins á umsóknum tamílanna og að hann taki á sig réttarfarslega ábyrgð á ákvörðun dómsmálaráð- herrans. Bjarni Þorsteinsson skrifar frá Kaupmannahöfn DAGSKRAIN Sjónvarpið 11.50 HM i alpagreinum skíðaíþrótta 17.50 Einu sinni var 18.15 íþrótta- spegill 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fjölskyldulíf 19.20 Brauðstrit 19.50 Jóki björn 20.00 Fréttir og veður 20.35 Tónstofan 21.00 ísland í Evr- ópu — Hvað er framundan 23.00 Ellefufréttir 23.10 Mannvíg 00.10 Dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Maja býfluga 17.55 Fimm félagar 18.20 Eðaltónar 19.19 19:19 20.15 Neyðarlínan 21.05 Sjónaukinn 21.35 Hunter 22.25 Hundaheppni 23.15 Ég vil lifa 01.50 Dagskrárlok Rós 1 06.45 Veðurfregnir 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur rásar 1 08.00 Fréttir og Morgunauki 08.15 Veður- fregnir 08.30 Fréttayfirli t09.00 Frétt- ir 09.03 Laufskálinn 09.45 Laufskála- sagan 10.00 Fréttir 10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Endurtekinn morgun- auki 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veð- urfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dán- arfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Út- varpssagan: Konungsfórn 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Kíkt út um kýraugað 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Ég man þá tíð 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 19.55 Daglegt mál 20.00 í tónleikasal 21.10 Stundarkorn í dúr og moll 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veður- fregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Leikrit vikunnar 23.15 Djassþáttur 24.00 Fréttir 00.10 Miðnæturtónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturút- varp á báðum rásum til morguns. Rós 3 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níufjögur 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 13.20 Vinnustaðaþrautimar þrjár 14.10 Gettu betur! 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskífan 20.00 Lausa rásin 21.00 Á tónleikum með B.B. King 22.07 Landiðog miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Páll Þor- steinsson 11.00 Haraldur Gíslason 14.00 Snorri Sturluson 17.00 ísland i dag 18.30 Kristófer Helgason 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson 23.00 Kvöldsögur 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin stofa 102 12.00 Sigurður Helgi Hlöð- versson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Jó- hannes B. Skúlason 22.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir 02.00 Næturpopp á Stjörnunni. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Morgunverk Margrétar 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Heimilispakkinn 10.00 Hvað er þetta? 10.30 Morgungestur 11.00 Margt er sér til gamans gert 11.30 Á ferð og flugi 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Glugg- að i síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dags- ins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á baugi vestanhafs 16.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 16.30 Aka- demían 18.30 Tónaflóð Aðalstöðvar- innar 19.00 Sveitatónlist 22.00 Vina- fundur 24.00 Næturtónar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.