Alþýðublaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 1
■ Hinirfrægu rússnesku listamenn Alex Melamid og Vitaly Komar óánægðir eftir sýningarhald á íslandi Telja Kjarvalsstaði hafa brotið á sér samning Komar og Melamid: Biðja Gunnar B. Kvaran að hafa skilning á því að líf þeirra sem listamanna byggist á sölu verka og því að menn standi við orð sín. Alex Melamid: „Við viss- um ekki betur eri að við hefðum komist að munn- legu samkomulagi." „Þegar við undirbjuggum sýninguna héldum við að málverkin myndu verða eign íslands. Við álitum að safnið mundi kaupa verkin, en svo varð ekki,“ segir Alex Melamid, myndlist- armaðurinn rússneski sem ásamt fé- laga sínum Vitaly Komar hélt í vetur sýningu á Kjarvalsstöðum undir yfir- skriftinni „Eftirsóttasta og óeftirsótt- asta málverk íslensku þjóðarinnar“. Alex segir að þeir félagarnir hafi ekki fengið neina greiðslu fyrir verkin eða fyrir sýninguna. Málverkin tvö voru send úr landi strax að sýningu lokinni, en vamslitamyndir sem gerðar voru eftir málverkunum hafa að und- anfömu verið sýndar í Listasafninu á Akureyri. Þær eru í eigu Hagvangs, en fyrirtækið fékk þær sem þóknun fyrir viðamikla skoðanakönnun sem Komar og Melamid efndu til um myndlistar- smekk íslendinga í tengslum við sýn- ingarhaldið á íslandi. Ekkert skriflegt samkomulag mun hafa verið gert um sýninguna á Kjar- valsstöðum. Hins vegar segir Alex Melamid að bréfaskriftir hafi verið milli málsaðila og þeir hafi litið svo á að munnlegt samkomulag væri um kaup á Kjarvalsstaða á verkunum. í því sambandi hafi verið nefnd talan 50 þúsund dollarar, en þeir félagar hafi verið til viðræðu um lægri upphæð. „Við töluðum oft saman og vissum ekki betur en að við hefðum komist að munnlegu samkomulagi. Við erum Rússar sem búum í Bandaríkjunum, svo við vitum ekki hvernig kerfið virk- ar á íslandi. Kannski er það eitthvað öðruvisi. Við höfðum rætt um að verk- in yrðu seld, en það varð ekki og við höfum álitið að það sé brot á samningi. Þetta er að minnsta kosti ekki eins og aðrir samningar sem við þekkjum." Alex Melamid lét blaðinu í té afrit af símbréfi sem þeir sendu Gunnari B. Kvaran, forstjóra Kjarvalsstaða, 18. janúar síðastliðinn, stuttu eftir að sýn- ingin var sett upp. Þar árétta þeir að þeir hafi talið að safnið myndi kaupa verkin, enda hafi það verið forsenda fyrir sýningunni. Segja þeir að þeim hafði brugðið illilega þegar þeir komu til fslands og Gunnar hafi tjáð þeim að hann myndi ekki getað greitt nema 10 til 15 þúsund dollara fyrir verkin. Ein af ástæðunum fyrir því að þeir héldu sýninguna hafi verið sú að Hannes Sigurðsson listfræðingur, sem hafði milligöngu um komu þeirra félaga, hafi fullvissað þá um að Kjarvalsstaðir myndu kaupa verkin á „sannvirði". Komar og Melamid hvetja til að þessi misskilningur verði leiðréttur sem lyrst og biðja Gunnar B. Kvaran að hafa skilning á því að líf þeirra sem listamanna byggist á sölu verka og því að menn standi við orð sín. Afrit af bréfinu var sent Guðrúnu Jónsdóttur, formanni menningarmálanefndar Reykjavíkur. Hannes Sigurðsson segir í samtali við Alþýðublaðið að sér þyki þetta hið versta mál. Hann segist hafa lagt áherslu á það við Gunnar að hann semdi við listamennina og gengi skrif- lega frá kaupunum. Nú vilji Gunnar hins vegar ekkert kannast við að þessi kaup hafi verið forsenda þess að Kjar- valsstaðir sýndu verkin, þótt munnleg- ur samningur lægi íyrir að mati Hann- esar. Hannes segir að þetta komi sér mjög illa fyrir sig, hann telji sig vera að bregðast trausti listamannanna taki hann undir það álit Gunnars að kaupin hafi aldrei verið skilyrði íyrir sýning- unni. „Listamennimir em að vonum afar sárir,“ segir Hannes. „Þetta em mjög uppteknir menn sem sýna verk sín út um allan heim og þeir hefðu aldrei komið hingað til lands og eytt hér næstum heilli viku ef Gunnar hefði ekki gefið í skyn að Kjarvalsstaðir ætl- uðu að kaupa verkin. Ég var búinn að bindast þessum mönnum vináttubönd- um, auk þess sem ég á í tíðum við- skiptum við stórgalleríin í New York sem þeir eru inni á gafli hjá. Nú' skammast ég mín að tala við þá. En hvað get ég gert. Hefði verið rétt hald- ið á málum með skriflegum samningi hefði þessi sorglega staða aldrei komið upp. Sýningin hefði þá væntanlega ekki farið inn á Kjarvalsstaði, sem virðast ekki hafa efni á henni, heldur í litla Mokka.“ ■ Þingforseti og stjórnarandstaða í hár saman Beitti Guðni ofbeldi við fund- arstjórn? í umræðum um stéttarfélög og vinnudeilur á Alþingi aðfaranótt laug- ardags kom fram hörð gagnrýni á for- seta þingsins, sem þá var Guðni Ag- ústsson. Stjórnarandstaðan taldi Guðna hafa brotið þingsköp þar sem hann gaf þingmönnum, sem beðið höfðu um orðið, ekki tækifæri til að koma með athugasemdir um fundar- stjórn, heldur hleypti næsta ræðu- manni í púlt. Stjórnarandstæðingar brugðist hart við og sögðu Guðna hafa gripið til ofbeldis þegar hann meinaði þeim að gera athugasemdir við stjóm fúndarins. Össur Skarphéðinsson sagði Guðna hafa sýnt ótrúlega þrælslund við Sjálf- stæðisflokkinn þegar hann meinaði stjórnarandstöðunni að gera athuga- semdir við fundarstjóm. Steingrímur J. Sigfússon sagði að í þrettán ára þingsögu sinni hefði hann aldrei orðið vitni að slíku atviki. Hann átaldi þessa framkomu forseta og sagði menn ekki Stjórnarandstaðan gagnrýndi Guðna harkalega fyrir fundarstjórn en niðurstaðan varð þó sú að hann hefði hjarta úr gulli. leggja inn hjá sjálfum sér með þessum hætti. Guðni Ágústsson sagðist telja sig vera að fara að lögum í fundarstjóm og hafa unnið af réttlæti. Ágúst Ein- arsson hvatti forseta til að játa mistök sín og biðjast velvirðingar á fram- komu sinni. Össur gekk í annað sinn í pontu og sagðist ekki hafa nokkra trú á því að Guðni gæti stjórnað fundi með þeim hætti sem sæmdi virðingu þingsins. Horfði nú fremur ófriðlega og virt- ist fullur fjandskapur ríkja milli for- seta og stjómarandstöðu. Guðni sá þá sitt óvænna, sagðist finna að fram- koma sín hefði sært háttvirtan þing- mann Össur Skarphéðinsson og bað hann velvirðingar. Össur tók erindi hans vel og sagði að þarna sannaðist að Guðni hefði hjarta úr gulli og taldi málið útrætt. Ríkti það sem eftir lifði fundar friður milli forseta og stjómarandstöðu. ■ Hrafnkell A. Jónsson verkalýðsforingi Segirsig úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins - „Geri mér vonir um að menn sjái að sér," segir Hrafnkell „Vegna frumvarps ríkisstjórnar- innar um breytingar á vinnulögjöf- inni tel ég mig ekki geta setið bæði í miðstjóm Alþýðusambands íslands og miðstjóm Sjálfstæðisflokksins. í frumvarpinu er vegið að grundvallaratriðum í uppbyggingu verka- lýðshreyfingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina gagnrýnt mjög harðlega rflásrekin stéttarfélög í Austur-Evrópu undir kommúnistastjóm. Með þessu er verið að stefna í sama far. Auk þess er sáttasemjara fært nánast alræðisvald," segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðfé- lagsins Árvakurs á Eskifirði, en hann hefur tilkynnt að hann segi af sér sem formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi og í leið úr miðstjórn flokksins. Hrafnkell segir að frumvarp ríkis- stjómarinnar sé gjörsamlega ósam- rýmanlegt skoðunum sínum á lýð- ræði og þeirri stefnu sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafi hingað til fylgt: „Við sem störfum að málefnum launþega Hrafnkell A. Jónsson: „Við vitum að í bígerð eru mjög alvarlegar breytingar á atvinnu- leysislöggjöfinni. Þar er verið að koma fátæku fólki aftur á sveitafram- færi og taka upp hrepp- sómaga hugsunarhátt miðalda." emm mjög slegin yfir því sem er að gerast. Við verðum mikið vör við að þær breytingar sem verið er að gera á velferðarkerfinu koma fyrst og fremst niður á þeim sem síst skyldi. Við vitum að í bígerð em mjög alvar- legar breytingar á atvinnuleysislög- gjöfinni. Þar er verið að koma fátæku fólki aftur á sveitafram- færi og taka upp hrepp- sómaga hugsunarhátt miðalda,“ segir Hrafn- kell. Eins og kunnugt er hefur Hrafnkell A. Jóns- son komið víða við í pólitík, hann hefur verið í Alþýðubandalaginu, tvívegis í Sjálfstæðis- flokknum og að auki boðið sig fram á óháð- um lista á Eskifirði. Hann slær þó þann var- nagla að hann sé enn ekki á leið úr Sjálfstæð- isflokknum, heldur muni hann sjá til hvað hann geri ef frumvörpin fara óbreytt gegnum þingið. „Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðis- flokknum. Launþegafylgi Sjálfstæð- isflokksins hefur verið mikið. Ég geri mér vonir um að menn sjái að sér og úthýsi ekki viðhorfum verkalýðs- hreyfingarinnar innan flokksins," segir Hraihkell A. Jónsson. Þ ó r h i I d u r t e k u r v i ð Þórhildur Þorleifsdóttir var í gær ráðin leikhússtjóri í Borgarleikhús- inu til næstu fjögurra ára. Á mynd- inni má sjá Þórhildi þar sem hún situr undir vökulu augnaráði Emilíu Jónasdóttur heitinnar. Emilía er mörgum minnisstæð fyrir túlkun sína á þeirri merku konu Soffíu frænku í Kardimommubæ. Eins og festum er kunnugt lét Soffía íbúa Kardimommubæjar ekki komast upp með neinn moðreyk og ekki er að efa að Þórhildur mun gera sitt til að efla húsagann í Borgarleik- húsinu. A - mynd: Ólafur Þ. ■ Forsetaframboð Ólafs Ragnars Líkurnar aukast dag frá degi -fremurspurning um hvenær en hvort hann ferfram „Það er enginn vafi á því að líkum- ar á því að Olafur Ragnar fari í frarn- boð aukast dag frá degi. Með hveijum deginum sem líður verður augljósara að Ólafur Ragnar hefur allt að vinna með því að fara fram. f mínum huga er ekki minnsti vafi á að hann eigi að fara í þetta. Spurningin er miklu fremur sú hvenær er | rétt að tíma- setja fram- boðið," segir stuðnings- maður Ólafs R a g n a r s Grímssonar sem kannar nú jarðveg- inn fyrir for- setaframboði hans. Stuðnings- maðurinn segir að það sé erfitt að gera sér grein fyrir hvort það sé taktískt rétt að láta til skarar skríða fyrir eða eftir páska. „Ég held hins vegar að það sé ekki boðlegt að koma fram með alvöru lfamboð seinna en tveimur mánuðum íyrir kosningar. Mér þætti annað bara dónaskapur við almenning, að gefa honum ekki færi á lengri kosningabar- áttu,“ segir stuðningsmaðurinn. Talsverður hugur ríkir nú í herbúð- um Ólafs Ragnars, enda telja stuðn- ingsmenn hans finna góðan hljóm- grunn fyrir framboði hans í öllum flokkum og meðal almennings. Þeir telja ekki síður mikilvægt að fólk sem ef til vill styður aðra frambjóðendur virðist gjaman telja Ólaf Ragnar næst- besta kostinn og álíta það góðan jarð- veg fyrir kosningabaráttu. „Skilaboðin sem við fáum alls staðar að eru slík að það er ekkert vit fyrir Ólaf annað en að fara fram,“ segir stuðningsmaður- Ólafur Ragnar Gríms- son: „Skilaboðin sem við fáum alls staðar að eru slík að það er ekkert vit fyrir Ólaf annað en að fara fram," segir stuðn- ingsmaður hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.