Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 5
I MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997_______________________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 s t j ó r n m á I stefnu annarra vestrænna ríkja og ótt- uðust að viðskiptum við Sovétmenn væri stefnt í hættu, eins og Jón Bald- vin sjálfur taldi reyndar líka hugsan- legt. Sjálfstæðismenn sem voru í stjóm- arandstöðu fram í maí 1991 sögðu ís- lendinga verða að viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna og taka upp stjómmálasamband við þau þegar í stað, annað bæri vitni um pólitíska linkind. En Sjálfstæðismenn voru í stjómarandstöðu og gátu þess vegna leyft sér að vera ögn róttækari en annars. Enda kom á daginn þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjóm- artaumunum þá komst þetta stjóm- málasamband ekki á þegar í stað heldur urðu menn að bíða valda- ránstilraunarinnar í Moskvu í ágúst 1991, þegar reynt var að steypa Gor- batsjov af stóli. Þá töldu flestir embættismenn ut- anríkisráðuneytisins að yfirmaður þeirra færi of hratt í Eystrasaltsmál- um. „Þeim var um og ó hversu geyst Jón Baldvin fór,“ sagði stjómmála- maður, sem vel þekkti til, síðar. Og ráðamönnum í Skandinavíu fannst furðulegt að Islendingar væm að skipta sér af sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Þeir sögðu að Jón Baldvin og aðrir á fslandi væra óvarkárir og ábyrgðarlausir. Að mínu mati má leiða að því get- um að aðrir íslenskir stjómmálamenn hefðu ekki skorið sig úr á alþjóða- vettvangi eins og Jón Baldvin var reiðubúinn að gera. Varkárari stjóm- málamenn hefðu ekki tekið þá af- dráttarlausu afstöðu sem þessi öri og tilfinninganæmi stjómmálamaður gerði. Eg held að það sé óhætt að fullyrða að við hefðum ekki gengið svona langt í stuðningi okkar við Eystrasaltsríkin hefði Jón Baldvin ekki verið utanríkisráðherra." Enda er hann þjóðhetja í Eystra- saltsríkjunum. „Það er hann vissulega. Eg hef komið tvisvar til Eistlands og einu sinni til Litháen og hef orðið var við þessa aðdáun. Formaður litháensku utanríkismálanefndarinnar sagði við mig: “Hannibalsson, það er hugrakk- ur maður. Hann kom hér þegar dekkst var yfir. Eg gleyrni þessum manni aldrei". Og í Eistlandi hafði fólk á orði að það myndi enn eftir „þessum hnarrreista manni sem líkt- ist helst fomum víkingi“. Hvaða lœrdóm má draga affram- gangi íslendinga? „Það má kannski helst segja að þótt við hljótum að hafa takmörkuð áhrif á alþjóðavettvangi getum við reynt að láta til okkar taka. Við get- um reynt að veita kúguðum þjóðunt siðferðislegan stuðning en um leið getum við ekki frelsað heiminn. Svo má spyrja hvort við getum verið sjálfum okkur samkvæm. Eigum við að mótmæla mannréttindabrotum í Kína og í fjölmörgum öðrum lönd- um? Eigurn við að skipta við ríki eins og Kína? Þegar við studdum sjálf- stæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna vildum við láta siðferðissjónarmið ráða ferðinni þótt við þyrftum líka þá að hafa þær viðvaranir Sovétmanna til hliðsjónar að viðskipti Islands og Sovétríkjanna gætu beðið hnekki. Ég efast urn að smáþjóð í hörðum lieimi geti leyft sér að lifa eftir þeirri reglu að gera alltaf rétt og þola ekki órétt." ■ Edinborgarhúsið á ísafirði Menningarmiðstöð Vestfjarða „I hvert sinn sem stjómmálamenn eiga kost á hampa þeir menningunni en gera í raun og veru aldrei neitt til að auka veg hennar. Menningarhug- takið á íslandi er neikvætt, almenn- ingur sér það sem pólitískt vopn. Þessu verður einungis breytt með þvi að gera menninguna að sjálfsögðum hlut í daglegu lífi,“ segir Jón Sigur- pálsson myndlistarmaður sem er í stjóm Edinborgarhússins á ísafirði en segja má að húsið sé menningarmið- stöð bæjarins. Edinborgarhúsið var byggt úrið 1907 og var lengi eitt mesta mann- virki á fsafirði. Fyrir nokkrum árum fengu félagar Litla leikklúbbsins þá hugmynd að kaupa húsið og nýta til menningar- og listastarfsemi. Fleiri félög, fyrirtæki og einstaklingar komu síðan að kaupunum sem gengið var frá haustið 1992. 1 húsinu er starfræktur listaskóli sem kenndur er við Rögnvald Ólafs- son aikitekt hússins. Þar fer fram tón- listar- myndlistar- og leiklistar- kennsla. Edinborgarhúsið hefur einnig tekið þátt í svokölluðum „sum- arkvöldum í Neðstakaupstað" sem hafa verið haldin í Fjöruhúsinu und- anfarin tvö ár í samvinnu við Byggða- safn Vestfjarða og Vesturferðir. „Sum- arkvöldin" era haldin á fimmtudags- kvöldum yfir sumartímann. Þar era flutt erindi og er efnið oftar en ekki tengt mannlífi fyrir vestan, flutt er tónlist og þjóðlegar veitingar era á boðstólum. Annað kvöld mun Jón Baldvin Hannibalsson mæta til leiks og skemmta gestum með sögum og mun vafalaust fara á kostum. Edinborgarhúsið á eigið málgagn, Mannsmál úr Edinborg, sem kemur út tjórum sinnum á áii og þar birtast til- kynningar um það sem helst er á döf- inni í menningarstarfsemi hússins. Það er engin lognblær yfir menn- ingarstarfsemi á ísafirði og hátíðleik- inn og helgislepjan sem of oft virðast slást í för með menningunni era víðs fjarri. „Það leiðinlegasta í umræðunni um menningu er snobbið sem í raun- inni er hálfgerð ómenning," segir Jón Sigurpálsson. „Hinir raunveralegu fulltrúar menningar er venjulegt fólk enda hefur það yfirleitt rniklu meira vit á menningu en sjálfskipaðir menn- ingaivitar." í iiíujMflaíi Velkomin um borð larferjuna Baldur ! Daglegar ferðir með viðkomu í Flaley Frá Stykkishóimi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.