Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 05.03.1976, Blaðsíða 3
3 vism Föstudagur 5. mars 1976 Samkomusalur Austurbæjarskólans er uppi á lofti i suðurálmunni. Gefur þetta nokkra mynd af þvi hvernig aðbúnaður skóladagheimilisins kemur til með að vera ef af verður framkvæmdum Aðal- álman er alimikiu stærri. ., ' L^ósmynd JIM Tillaga frœðsluráðs: Skóladagheimili á lofti Austurbœjarskólans Þarna er að visu lágt undir loft, en ég geri ráð fyrir þvi, að innrétta mætti þetta húsnæði til þessara afnota. Ég hef að visu ekki gaumgæft þctta mál og það er auðvitað heilbrigðisy fir- valda, slökkviliðsstjóra og skólayfirvalda að kveða á um það. Á þessa leið fórust Kristjáni Gunnarssyni, fræðslustjóra orð þegar Visir innti hann álits á til- lögu fræðsluráðs um að hafa skóladagheimili á lofti Austur- bæjarskólans. Var hann með- mæltur þessari tillögu. Tillaga fræðsluráðs er á þessa leið: „Vegna mikillar þarfar fyrir skóladagheimili i Austur- bænum og vegna erfiðleika fé- lagsmálaráðs við að finna hús- næði fyrir það i þvi hverfi, og þar eð á lofti Austurbæjarskól- ans er litt nýtt ca. 500 fermetra húsnæði, samþykkir fræðsluráð að láta kanna, hvort þarna megi ekki innrétta og koma fyrir skóladagheimili þvi, sem borg- arstjórn hefur ákveðið að koma upp i Austurbænum. •Jafnframt telur fræðsluráð rétt að kannað sé, hvort ekki sé hagkvæmt að tengja skóladag- heimili meira skólunum i borg- inni. Samþykkir fræðsluráð að fela fræðslustjóra að kanna hvort áhugi sé fyrir hendi á þessari lausn.” I greinargerð með tillögunni segir að húsnæði þetta sé rúm- gott, hægt sé að hafa sér inn- gang frá Vitastig og hugsanleg- ur aðgangur gæti verið að leik- svæði, sundlaug, bókasafni o.fl. Þá segir að flutningsmaður til- lögunnar hafi haft óformlegt samband við skólastjóra Aust- urbæjarskólans, slökkviliðs- stjóra og borgarlækni og sjái þeir ekki neina annmarka á þessum notum húsnæðisins. Sjálfsögö réttlætiskrafa. Skólastjóri Austurbæjarskól- ans hefur skilað áliti til fræðslu- ráðs og er málið nú i höndum fé- lagsmálaráðs. — Mér finnst þetta sjálfsögð réttlætiskrafa, ekki einungis fyrir þennan skóla heldur alla skóla, sagði Hjalti Jónasson, skólastjóri Austurbæjarskólans. Sagði hann að sér þætti það synd að á meðan þörfin væri mikil fyrir dagheimili i borginni en húsnæðisskortur mikill, þá stæði allt þetta húsnæði ónotað. Að visu hefur Eyjólfur Eyfelis þarna smávægilega aðstöðu en að mestu er loftið þakið gömlu dóti, sem er að mestu leyti ruslahaugsmatur að sögn Hjalta, nema kannski kjörkass- arnir, sem þarna eru geymdir. —VS Frœðsluróð um íþróttahús fyrir Hlíðaskóla og Hamrahlíðarskóla EINN STOR HAGKVÆM- ARI EN TVEIR LITLIR Þeirri hugmynd hefur verið hreyft I fræðsluráði, að væntanlegt iþróttahús við Hamrahliðarskóla verði reist með sameiginleg afnot iþróttasalarins við Hlíðarskóla I huga. — Þetta er þó aðeins hugmynd en ekki tillaga fræðsluráðs, sem samþykkt var að leita eftir um- ræðum við menntamálaráðuneytið um, sagði Kristján Gunnarsson, fræðslustjóri i samtali við Visi. — Hugsunin er sú, sagði Kristján, að i staðinn fyrir að gera ráð fyrir iþróttasal i viðbótarhúsnæöi fyrir Hliðaskóla, verði sameiginleg aðstaða i iþróttahúsi menntaskólans. Salnum þar mætti skipta i tvennt eða þrennt eftir atvikum með lausum skilrúmum, sem þá gæti nýst sem einn stór til stærri iþróttamóta. Hvenær væntanlegt iþróttahús ris er ekki ákveð- ið, er það háð fjárveitingavaldi Alþingis. — Það er að minnsta kosti ekki inn á fjárlögum þessa árs, sagði Kristján. —-VS Ólafur sótti ekki dómþing og eng inn fyrir hann Ólafur Jóhanncsson, dóms- málaráðherra sótti ekki dóm- þing, við þingfestingu máls þess, sem ritstjóri og þrir stjórnarmanna úr útgáfustjórn Visis höfðuðu á hendur honum. Enginn mætti heldur fyrir hans hönd. Við þingfestingu lögðu stefn- endur fram málsskjöl sin. • •• Málið var þvi dómlekið að kröfu stefnenda og verðurdæmt á framlögðum gögnum að svo miklu leyti sem þau fara ekki i bága við landslög. Óvenjulegt er svo ekki sé meira sagt, að ekki sé sótt þing af hálfu stefnda i mciðyrðamáli. Eru þess fá ef nokkur dæmi. — VS Fjórir nýir olíutonkar í Örfirisey Hafnarstjórn hefur fallist á gerö sameigin- legrar lóöar Olíufélagsins h/f og Olíufélagsins Skeljungs fyrir f jóra 7800 rúmmetra olíugeyma á nýju landsvæði suðvestan við núverandi stöðvar fé- laganna í örfirisey. Mál þetta er nú til um- fjöllunar hjá skipulags- yfirvöldum og umhverf- isráði Reykjavíkurborg- ar. Er siglingamálastjóri að kanna hvort fyrirhug- aður frágangurá tönkun- um sé fullnægjandi/ en gert er ráð fyrir þró í kringum tankana, sem á aðgeta tekið við innihaldi eins tanks. Getur haft áhrif á stað- setningu oliuhafnar „Þessi ákvörðun getur haft áhrif á staðsetningu oliuhafn- ar,” sagði Ólafur B. Thors for- maður hafnarnefndar Reykja- vikurborgar er hann var spurð- ur hvaða áhrif þetta myndi hafa á legu oliuhafnar sem rætt hefur verið um að gera i Reykjavik. „Enn er ekki ákveðin stað- setning oliuhafnarinnar enda er nú unnið að endurskoðun aðal- skipulags. Hins vegar hefur verið rætt um ýmsa staði svo sem Geldinganes. Það að reistir eru fleiri tankar i örfirisey getur orðið til þess að höfninni verði endanlega valinn staður i örfirisey. Jafnvel getur svo orðið i framtiðinni að lagður verði garður út i Engey.” SJ/EKG Aldarafmœlis Ásgríms Jónssonar minnst í tilefni af þvi að i gær voru liöin hundrað ár frá fæðingu Ásgrims Jónssonar, listmálara, eftir Reykjavikurborg í samvinnu við Ásgrimssafn til yfirlitssýningar á vcrkum hans. Verður sýningin opnuð á morgun laugardag á Kjarvalsstöðum. Þetta er stærsta sýning, sem haldin hefur verið hér á landi á verkum eins málara. Myndirnar eru 274 talsins og eru þær allar úr Asgrimssafni, sem var dánargjöf listamahnsins til þjóðarinnar. Ásgrimur Jónsson varð fyrstur islendinga til að gera málaralist að ævistarfi sinu eingöngu. Þegar hann andaðist árið 1958 voru i safni hans 192 fullgerð oliumál- verk og 277 fullgerðar vatnslita- myndir, auk ófullgerðra mynda frá ýmsum timum og fjölda þjóð- sagnateikninga. Siðan hafa safn- inu borist að gjöf frá ýmsum aðil- um 6 myndir, sem Ásgrimur mál- aði um aldamótin, þar á meðal elsta mynd listamannsins máluð þegar hann var 15 ára. Yfirlitssýningin mun standa nokkrar næstu vikur og hyggst borgin gangast fyrir tveim Mozart-tónleikum i vestursal Kjarvalsstaða á meðan á sýning- unni stendur, en Asgrimur var mikill unnandi tónlistar og hafði hann sérstakar mætur á tónverk- um Mozarts. Verða tónleikarnir auglýstir sérstaklega, þegar þar að kemur. —SJ Næturhólf Þaö er ætið óvarlegt aö geyma peninga eða aðra fjármuni í misjafnlega traust- um geymslum, - hvort sem þær eru i heimahúsum eöa á vinnustaö. Meö næturhólfum veitir Landsbankinn yður þjónustu, sem er algjörlega öháö afgreiöslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæöi fyrirtækjum og einstakling um; gerir yöur mögulegt að annast bankaviöskipti á þeim tíma sólarhringsins, sem yður hentar best; sparar yöur fyrirhöfn; tryggir yöur trausta og örugga geymslu á fé og fjármunum. Kynnið yður þjónustu Landsbankans. UNDSBANKI ÍSLANDS LANDSBANKINN Vidskipti allan sólarhringinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.