Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 304. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						10
Laugardagur 11. desember 1976 VISIR
VISIR
Ctgefandi:  Reykjaprenthf.
Framkvsmdasijort:  DavfbGubmi ndsson.
Ritsrjórar:  ÞorsteinnPatsson.abm.
Olafur Ragnarsson
RitstJórnarfulltrul:Bragi Gubjpundsson.'Fréttasljdri erlendra frétla: Guömundur PétursBOn. Um-
sjón meo helgarblabl: Arni Þórarinsson. Blabamenn: Edda Andrésd6Uir, Einar K. GuMiniisson,
Gubjdn Arngrlmsson, Kjartan L. Pálssoo, öli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jönsdóttir. Akur-
eyran itstjórn: Anders Hansen. Iþróulr: BJörn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ctlitstelknun: Jdn úsk-
ar Hafsteinsson, ÞórarinnJ- Magnus&on.   LJósmyndir: Jens Atexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjorl: Þorsteimi Fr. Sigurosson. Drelflngarstjórl: Sigurbur R. Pétursson.
Auglýsingar: HverfisgaU 44. Sfmar 11CC0.85611
Afgrelosla: Hverflsgata44.Sfmi86eil
RlUtjórn: Sfbumula 14.SImi866U, 71Inur
Akureyri. Slmi 96-19806
' Askrlttargjald kr. 1100 á mánubi'innanlands.
Verb I lausasölu kr. 60 eintaklb.
Prentun: Blabaprent hf.
Gríman breytir engu
Samningar viö norska stórfyrirtækið Elkem um
járnblendiverksmiðju í Hvalfirði virðast nú vera
komnir á lokastig. Menn eru að sjálfsögðu ekki á eitt
sáttir við stóriðjusamstarf af þessu tagi við útlend-
inga. En f lestir gera sér þó Ijóst, að það hefur opnað
möguleika á stórvirkjunum og um leið tryggt lægra
raforkuverð til almennings en ella hefði orðið.
Stóriðjusamstarf við útlendinga hófst í tíð viðreisn-
arstjórnarinnar og markaði þáttaskil í atvinnusögu
landsmanna. Vinstri stjórnin hélt áfram á þessari
braut með samningaviðræðum við bandaríska risa-
fyrirtækið Union Carbide. Astæðan var enn sem fyrr
orkusöluhagsmunir okkar.
Til þess að réttlæta samstarf af þessu tagi setti
vinstri stjórnin fram þá kenningu, að það væri í alla
staði eðlilegt, ef íslendingar væru sjálfir meirihluta-
aðilar að slíkum fyrirtækjum. Orkuyfirvöld í núver-
andi rikisstjórn gleyptu við þessari hugmynd. Hún er
talin vera þjóðernislegri.
Vitaskuld er mikils um það vert, að stjórnvöld séu á
öllum tímum á verði um fjárhagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar. En í þessu tilviki gildir einu, hvort við
höfum meirihluta eoa ekki. Raunveruleg yfirráð eru
ávallt i höndum erlenda samstarfsaðilans.
Það eru erlendu samstarfsaðilarnir, sem ráða yfir
allri tæknilegri þekkingu, sem til þarf í hverju tilviki.
Þeir ráða einnig sölukerfinu. Sá aðili, sem ekki hefur
ítök á þessum sviðum, hefur eðlilega lítil áhrif, hvort
sem hann á meirihluta i fyrirtækinu eða ekki.
Skýrt dæmi hér að lútandi er atriði í væntanlegum
orkusölusamningi Járnblendifélagsinsog Landsvirkj-
unar, sem Vísir uppiýsti fyrir tveimur dögum. A
síoasta stigi samningaviðræðnanna um endurreisn
fyrirtækisins fékk norski samstarfsaðilinn því fram-
gengt, að í orkusölusamninginn yrði sett ákvæði, er
kvæði á um neitunarvald minnihlutans varðandi
breytingar á samningunum.
Slíkt ákvæði var ekki í samningnum við Union Car-
bide. En ef til vill breytir þetta ekki miklu því að við
hefðum sjálfsagt aldrei komið slíkum breytingum
fram í krafti meirihlutavalds, þar sem samstarfsaðil-
inn hefur bæði tögl og hagldir að þvi er varðar grund-
vallaratriði í rekstri fyrirtækisins eins og t.a.m. þekk-
inguna og sölukerfið.
Þetta dæmi sýnir Ijóslega, hversu barnaleg meiri-
hlutastef nan er í raun og veru. Hún er einhvers konar
gríma fyrir þá stjórnmálamenn, sem skilja nauðsyn
þessa samstarfs, en þora ekki að horfast í augu við
raunveruleikann.
Union Carbide ævintýrið, sem byrjaði í tíð fyrri
ríkisstjórnar, sýnir á hinn bóginn að við verðum að
fara varfega í þessum efnum. Með samningunum við
norska fyrirtækið hefur Járnblendifélagið í raun
réttri verið endurreist. Það er merkilegt afrek. En
auðvitað var það álitamál, hvort hætta átti við verk-
smiðjuna, þegar Union Carbide dró sig út úr fyrir-
*  tækinu.
Ljóst er að frestun framkvæmda hefur það i för
með sér, að Sigölduvirkjun nýtist ekki nema að hálfu
næstu þrjú ár. Afleiðingin hlýtur að verða hærra orku-
verð til almennings en ella hefði orðið. Við það er að
sjálfsögðu ekki unnt að ráða eins og málum er komið.
Og bótagreiðslurnar frá Union Carbide jafna vissu-
lega metin að nokkru leyti.
Mestu máli skiptir, að stjórnmálamenn átti sig á því
í eitt skipti fyrir öll, að samstarf af þessu tagi snýst
ekki um meirihlutaaðild heldur orkusölu.
Islendingum gefin brjóstmynd
eftir Sigurjón Ólafsson
Listasafni Islands var I gær
afhent brjóstmynd eftir
Sigurjón Ólafsson af Islands-
vininum og prestinum Finni
Tulinius. Forseti tsiands dr.
Kristján Eldjárn, afhenti mynd-
ina, fyrir hönd gefandans, sem
er sr. Finnur sjalfur.
Kristján Eldjárn sagöi viö þaö
tækifæri aö gefandinn heföi taliö
aö vel færi á því a6 myndin yrði
á Þjóðminjasafninu eða annars
staðar I byggingunni. Gjöf þessi
væri merkileg fyrir tveggja
hluta sakir. Gefandinn væri að
hálfu leyti Islendíngur og að
hálfu leyti dani og þó hann hefði
starfað i Danmörku hefði hann
alltaf sýnt mikla ræktarsemi I
garð íslands. Hann hefði áður
gefið hingað gjafir og eins hefði
hann ætið verið reiðubiiinn að
taka málstað islendinga þegar á
þurfti að halda.
1 annan stað væri myndin
merkileg vegna listamannsins
sem gerði hana, Sigurjóns
Ölafssonar myndhöggvara.
Forstöðumaður   Listasafns-
ins, dr. Selma Jónsdóttir veitti
slðan myndinni. viðtöku  og
þakkaði forseta milligönguna I
þessii máli.             —SJ
Sigurbjörn Einarsson, biskup, Sigurjón ólafsson, myndhöggv-
ari, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, Selma
Jónsdóttir og Kristján Eldjárn við mynd Sigurjóns af Finni
Tulinius.                                    Ljósm. LÁ
Gagnrýnendur sýna Val '76
„Það eru mörg sjónarmiö á
ferðinni I samtiðinni og þessl
sýning teljum við að þeki flest
þau viðhorf sem fram hafa
komið á árinu, allt frá
Jóhannesi Geir til Magnúsar
Pálssonar," sögðu myndlistar-
gagnrýnendur  dagblaðanna
pegar þeir sýndu blaðamanni
Visis sýningu þá sem þeir efna
til og opnuð verður I dag,
laugardag, kl. 3, að Kjarvals-
stöðum.
Myndlistargagnrýnendur
völdu i sameiningu verk 16 lista-
Þessir völdu myndirnar: ólafur Kvaran, Jónas Guðmundsson,
Aðalsteinn Ingólfsson og Valtýr Pétursson. A myndina vantar
Braga Asgeirsson.                            Ljósm.JA
manna á þessa syningu, sem
gefið hefur verið nafnið Val '76,
Þessir listamenn hafa allir sýnt
á árinu, annað hvort á samsýn-
ingum eöa einkasýningum.
Aðeins yfirlitssýningar voru
teknar út Ur valinu.
Verkinásýningunnieruum 70
og er elsti listamaðurinn sem
þarna kemur við sögu um
sjötugt, Sigurjón Ölafsson, en sá
yngsti rúmlega tvitugur. Gagn-
rýnendurnir eru 5 og völdu þeir
verkin þannig að þeir greiddu
atkvæðium listamennina og eru
aðeins þeir með sem hlutu 4
atkvæði eða fleiri. Aðeins einn
listamannanna sem leitað var
til sá sér ekki fært að taka þátt i
sýningunni.
Eitt verkanna komst ekki
fyrir I sýningarsalnum og er þvi
á ganginum við dyrnar. Fer
ekki illa á þvi, þar sem verkið
höfðar beint til þeirra sem að
sýningunni standa. Það er eftir
Kristján Daviðsson og heitir:
Gagnrýnandinn hefur fjögur
augu og sex putta.
Sýningin verður opin til 21.
desember.              —SJ
Islenskir listamenn samfagna
Ólafi Jóhanni og Atla Heimi
Bandalag islenskra lista-
manna hefur gefið út mynt-
sláttu úr gulli, silfri og bronsi I
tilefni af bókmennta- og tónlist-
arverðlaunum Norðurlandaráðs
til Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
rithöfundar og Atla Heimis
Sveinssonar tónskálds.
Formaður bandalagsins, Thor
Vilhjálmsson, afhenti I gær
listamönnunum eintök af mynt-
inni og sagði við það tækifæri að
meö þessu vildu félagar þeirra
sýna I verki að þeir samfögnuðu
þeim I sigri þeirra um leið og
þeir fögnuðu þvl að Islendingar
heföu Iíyrsta skipti hlotið þessa
viðurkenningu.
Jafnframt sagði hann að
bandalagið vildi með þessari út-
gáfu reyna aö renna stoðum
undir fjárhag bandalagsins, en
hann er mjög bágborinn.
„Vegna þess- að peningarnir
eru of litlir til þess að rúma
svona stór andlit valdi hönnuð-
urinn, Snorri Sveinn Friðriks-
son, að hafa á þeim eins konar
alfa og omega sem takn listar
þeirra Ólafs Jóhanns og Atla
Heimis. Það eru tónkvisl og
bókarkjölur. Einnig eru á pen-
ingunum eiginhandaráritanir
þeirra," sagði Thor.
Peningarnir eru gefnir út I
litlu upplagi, og er útgáfan tölu-
sett, 40 gullpeningar, 300 silf-
urpeningar og 400 bronspening-
ar. Gullpeningarnir kosta 50
þúsund krónur stykkið, silfur-
peningarnir 12 þúsund krónur
og bronspeningarnir 5 þúsund
krónur.
Allur ágóði af sölu pening-
anna rennur til bandalagsins, en
stærsta verkefni þess nú er út-
vegun húsnæðis fyrir starfsem-
ina og að koma upp listdreifing-
armiðstöð.
Þess má geta að flautukonsert
Atla Heimis, sem hann hlaut
verðlaunin fyrir, kemur út á
hljómplötu á næstunni.   — SJ
Thor Vilhjálmsson afhendir Atla Heimi minnispeningasett nr.
21, en það er afmælisdagur tónskáldsins.         Ljósm.AA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24