Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GISTIHEIMILIÐ Brekkubær og Ferðaþjónusta Leiðarljóss á Helln- um hlutu á dögunum, fyrst íslenskra fyrirtækja, fullnaðarvottun Green Globe 21 samtakanna en verið er að vinna úttekt á Hópbílaafgreiðslu Guðmundar Tyrfingssonar á Sel- fossi. Samtökin voru stofnuð í kjölfar Ríó-ráðstefnunnar 1992 og eru þau stærstu vottunarsamtök í heimi sem votta bæði fyrirtæki og ákvörðunar- staði í ferðaþjónustu um allan heim. „Green Globe 21 veitir tvenns kon- ar staðla, annars vegar fyrir fyrir- tæki í atvinnugreininni og hins vegar fyrir áfangastaði. Þegar fullnaðar- vottun er náð metum við þau árlega til að staðlinum sé haldið við. Ég kom núna til Íslands vegna áhuga aðila hér á landi á að koma á fót umhverf- isstefnu á næstu árum,“ segir Reg Easy, framkvæmdastjóri vottunar- deildar Green Globe 21, en hann var staddur hér á landi í vikunni. Hólaskóli úttektaraðili samtak- anna hér á landi Að sögn hans er aðalskrifstofa Green Globe 21 í Bretlandi en sam- tökin hafa gert samninga við fyrir- tæki í fjölda landa til að framkvæma úttektirnar fyrir samtökin. Easy segist hafa átt fund með fulltrúum Hólaskóla sem hugsanleg- um úttektaraðila hér á landi. Hann segir Hólaskóla henta vel sem úttekt- araðili vegna stöðu þeirra, áreiðan- leika og fagmennsku. „Við náðum samningum þannig að Hólaskóli mun sjá um úttektir fyrir Green Globe 21 hér á landi. Áður en hann verður slík- ur aðili hljóta starfsmennirnir þjálf- un þannig að þeir fari eftir okkar að- ferðum við matið,“ bætir hann við og segir að þannig sé séð til þess að mat- ið verði sambærilegt alls staðar í heiminum. Hann lýsir matsferlinu og segir að samstarfsaðilar Green Globe 21 framkvæmi úttekt og sendi skýrslu til skrifstofu samtakanna í London. Þar er farið yfir skýrsluna og gengið úr skugga um að aðilinn sem um ræð- ir uppfylli staðalinn og hafi skilið skil- málana rétt og ef nánari skýringa er þörf er leitað eftir þeim. Síðan tekur Green Globe 21 ákvörðun um matið. „Við munum koma einu sinni á ári og gera úttekt á Hólaskóla. Við skoðum gögn þeirra og sjáum til þess að allt sé í lagi. Þetta gerum við um allan heim,“ undirstrikar Easy. Ferðamannaiðnaðurinn er ekki nógu stöðugur Green Globe 21 veitir fyrirtækjum af hvaða toga sem er innan ferða- þjónustunnar vottun, að sögn hans, og segir hann að forgangsröðunin í matsferlinu sé misjöfn eftir því hvers konar fyrirtæki eigi í hlut. Hann nefnir sem dæmi að ef golfvöllur sé við hótel þá sé vatnsnotkunin mjög mikilvægt atriði en ef hótel standi inni í borg þá sé orkunotkunin skoðuð ítarlegar og svo framvegis. Easy leggur áherslu á að Green Globe framkvæmi einnig úttektir á landsvæðum en það sé til þess að við- halda ferðamannastraumnum á þeim. „Spurningin er hvernig er hægt að auka ferðamannastraum á vistvænan hátt og halda honum stöð- ugum,“ bætir hann við og segir að auknum fjölda ferðamanna fylgi meiri orkunotkun, sorplosun og svo framvegis. Hann bendir á að ferða- mannaiðnaðurinn sé ekki nógu stöð- ugur og oft heimsæki fólk staði ekki aftur. Hann telur að því þurfi að vernda landslagið og ástæður þess að fólk komi á staðinn. Þurfum að gæta þess hvernig við göngum um náttúruna Easy átti fund með Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra og Jóni Birgi Jónssyni, ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu. Að sögn Easy var fundurinn mjög jákvæður og voru ræddir möguleikar Íslands til að hljóta fullnaðarvottun. „Það yrði of flókið í framkvæmd að meta Ísland sem eitt svæði. Betra er að taka út tvo staði á Íslandi og hefja sjálfbæra og umhverfisvæna þróun á þessum stöðum,“ segir hann og nefn- ir sem dæmi að þegar hafa áfanga- staðir í Portúgal, Suður-Afríku og á Englandi hlotið slíka fullnaðarviður- kenningu. Þegar hann er inntur eftir því hvort fólk eigi frekar eftir að velja staði sem hafi hlotið Green Globe 21 staðalinn í framtíðinni telur hann að fólk vilji sækja áfangastaði sem það viti að það geti farið aftur til. Hann segir að við þurfum að gæta þess hvernig við göngum um náttúruna sem einstaklingar. Easy segir sögu af því þegar Green Globe 21 hélt teiknimyndasamkeppni meðal ungra skólabarna fyrir bækl- ing samtakanna. „Ég varð yfir mig heillaður af mörgum myndunum en ein mynd stakk mig sérstaklega. Það var dæmigerð barnamynd, mynd af strönd og fyrir ofan var himinn. Það sem var sérstakt við þessa mynd var að barnið hafði rifið niður blað og beyglað og límt sem rusl á ströndina. Þetta var sýn barnsins á strönd. Það skelfir mig að barnið skuli ekki hafa sett krossfiska og kuðunga á mynd- ina heldur rusl,“ segir hann og ítrek- ar mikilvægi þess að við göngum vel um ferðamannastaði. Reg Easy frá samtökunum Green Globe 21 í heimsókn á Íslandi Íslensk fyrirtæki hljóta fullnaðarvottun Reg Easy, framkvæmdastjóri vottunardeildar Green Globe 21, Guðrún Bergmann, einn eigenda Gistiheimilisins Brekkubæjar og Ferðaþjón- ustu Leiðarljóss, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu. HERDÍS Bjarnadóttir frá Bjarg- húsum, sem var elst Vestur-Hún- vetninga, er nýlátin og hefur útför hennar farið fram. Herdís, sem fæddist í febrúar 1901, átti heima á fjölmörgum heimilum í Húnavatns- sýslum og einnig um tíma á Sauð- árkróki. Hún stofnaði aldrei eigið heimili og var ókvænt og barnlaus. Síðustu áratugi bjó hún á Heilbrigð- isstofnuninni á Hvammstanga. Hún var afar ern og las dagblöð og bækur án gleraugna og hlustaði mikið á út- varp. Hún hafði gott minni og hélt upp á fjölda fólks sem tengdist ævi- skeiði hennar. Herdís hafði sagt fyrir um, hvern- ig útför hennar skyldi fara fram. Ef hún andaðist að sumri til átti kista hennar að vera græn. Þá átti að syngja ættjarðarlag, þegar kista hennar yrði færð til kirkju á Breiða- bólstað í Vesturhópi en þar var hún fermd árið 1915. Hélt hún mikilli tryggð við kirkjuna sína og styrkti hana nýverið með stórri peningagjöf. Fjöldi fólks fylgdi þessari heiðurs- konu síðasta spölinn. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Kista Herdísar Bjarnadóttur borin til kirkju. Útför elsta Vestur- Húnvetningsins Hvammstangi ÞAÐ voru allar gerðir af kassabíl- um sem tóku þátt í kassabílarallýinu á Humarhátíðinni á Höfn. Gífurleg stemning var í kringum keppnina og tóku tólf bílar þátt. Tveir eru í áhöfn á hverjum bíl, annar stýrir en hinn gegnir hlutverki vélar og ýtir bílnum áfram. Fjölbreytni ökutækjanna var mik- il, allt frá „formúlubíl til olíubíls“ . Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson Kassabílarallý á Höfn Norður-Hérað S M Á A U G L Ý S I N G A RI ÝMISLEGT Heildræn heilun fyrir líkama, huga og sál Meðal annars hómópatía, lífsork- uheilun, kristallaheilun, reiki, nudd og ráðgjöf. Verið velkomin! Nánari upplýsingar: Martha Ernstsdóttir, hómópati og sjúkraþjálfari 863-8125, Sólbjört Guðmundsdóttir, heilari 862-4545. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla Alexandersdóttir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Samkoma fellur niður vegna sumarútilegu kirkjunnar. Í kvöld kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma í umsjón majórs Elsabetar Daníels- dóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnud. Samkoma kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.30. Miðvikud. Bænastund kl. 20.30. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20. Laugard. Samkoma kl. 20.30. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðum. Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. Mið: Biblíulestur kl. 20.00. Föst: Unglingasamk. kl. 20.30. Lau: Bænastund kl. 20.00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6.00. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.