Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 8
FRAMARAR hafa fengið staðfestingu frá færeyska knattspyrnuliðinu B68 þess efnis að varnarmaðurinn Hans Fróði Hansen muni ganga í raðir Fram og leika með því næstu þrjú árin. Heimasíða Fram greindi frá þessu í gær. Hans Fróði og landi hans Fróði Benjamínsen gerðu fyr- ir skömmu samning við Fram- ara en forráðamenn B68 neit- uðu að staðfesta félagaskipti þess fyrrnefnda. Eftir við- ræður stjórnarmanna Fram og færeyska liðsins er nú búið að höggva á hnútinn og eru Færeyingarnir nú báðir orðn- ir löglegir með Safamýrarlið- inu. Þeir eru væntanlegir til landsins í lok mánaðarins en halda síðan með landsliði Færeyinga í æfingaferð til Spánar í næsta mánuði. Hans Fróði orðinn Framari FÓLK  YINKA Dare, fyrrum framherji NBA-liðsins New Jersey Nets, lest á heimili sínu í Bandaríkjunum á föstu- dag en hann var aðeins 32 ára gamall. Læknar segja að Dare hafi fengið hjartaáfall en hann hafði verið með óreglulegan hjartslátt allt frá því að hann lék með háskólaliði George Washington.  DARE var fæddur í Nígeríu og lék með Nets frá árinu 1994-1998 en hann var valinn í fyrstu umferð, 14. í röð- inni enda rúmlega 212 cm. á hæð. Hann skoraði rúm tvö stig að meðtali í leik og tók einnig tvö fráköst að með- altali í þeim 111 leikjum sem hann tók þátt í. Hinsvegar gaf hann aðeins fjór- ar stoðsendingar í öllum leikjunum og fór í gegnum tvö tímabil án þess að gefa stoðsendingu.  FYRRUM bakvörður NBA-liðsins New York Knicks, Charlie Ward, hefur samið við meistaraliðið San Antonio Spurs og mun leika með lið- inu út leiktíðina. Ward var í hópi þeirra leikmanna sem sendir voru til Phoenix Suns á dögunum í leik- mannaskiptum þar sem m.a. Stephon Marbury og Penny Hardaway fóru til Knicks í staðinn. Suns ákvað að láta Ward fara frá liðinu en Spurs hafði áhuga á honum og fær hann aðeins um 70 millj. kr. fyrir samning sinn við Spurs.  JON Barry bakvörður Denver Nuggets verður frá keppni næstu 6 vikurnar eftir að hann fór í aðgerð til þess að láta laga meiðsli í hægri öxl. Barry gerði eins árs samning við Nuggets í sumar og hefur skorað 4000 stig á ferli sínum en hann fær um 210 millj. kr. fyrir samning sinn í ár.  JERRY Sloan þjálfari NBA-liðsins Utah Jazz mun ekki verða með liðinu í næstu leikjum þar sem eiginkona hans, Bobbye, er í meðferð vegna brjóstakrabbameins. Sloan segir að hann muni taka þann tíma sem fjöl- skylda hans þurfi en eigandi liðsins hefur sagt að ekki komi til greina að Sloan hætti með liðið. Sloan er sá þjálfari í NBA sem hefur starfað lengst allra hjá sama liði af þeim sem eru starfandi í dag, en hann hefur þjálfað Jazz frá árinu 1988.  MIÐHERJI NBA-liðsins L.A. La- kers, Shaquille O’Neal, verður enn um sinn frá keppni vegna meiðsla á kálfa en vöðvinn er ekki slitinn eins og talið var í fyrstu. Ekki er búist við að Shaq leiki á ný fyrr en í næstu viku með Lakers sem hefur ekki gengið vel eftir að hann meiddist. DAVID Seaman, aðalmarkvörður Manchester City, brákaðist illa á viðbeini á upphafsmín- útunum í leik City og Portsmouth á laugardag- inn og er talið líklegt að Seaman verði frá æfing- um og keppni næstu sex mánuðina. Eins og fram kemur fram hér að ofan er Árni Gautur Arason á leið til Manchester City til reynslu. Kevin Keegan, stjóri City, hefur í hyggju að fá jafnvel tvo nýja markverði þar sem Nicky Weaver þarf að fara í hnéaðgerð sem þýð- ir að hann verður frá í marga mánuði en fyrir hjá félaginu eru tveir Danir sem hafa litla reynslu. Enskir fjölmiðlar orðuðu í gær Paul Robinson hjá Leeds og David James, West Ham, við Man- chester City og eins Craig Gordon markvörð He- arts í Skotlandi. „Við erum komnir með fimm til sex nöfn á blað og ég er bjartsýnn á að við fáum einhvern þeirra. Við þurfum góðan markvörð með reynslu til okkar þar sem bæði Kevin Ellegård og Ka- sper Schmeichel eru ungir og reynslulitlir. Við viljum ekki þurfa að punga út miklum peningum og það er vel hugsandi að við fáum markvörð að láni,“ sagði Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City. David Seaman frá í tvo mánuði Reuters David Seaman, markvörður Man. City. Ég reikna með að spila vara-liðsleik og taka þátt í æfing- um og ef allt gengur að óskum þá hafa þeir sagst vera tilbúnir að gera við mig sex mánaða samning. Ég verð bara að standa mig allt frá fyrstu æfingu og sanna mig fyrir þeim sem stjórna liðinu,“ sagði Árni Gautur við Morgunblaðið. David Seaman aðalmarkvörður Manchester City meiddist í ósgri liðsins á móti Portsmouth á laug- ardaginn og fyrstu fréttir herma að sá gamli verði frá í allt að tvo mánuði. Fyrir hjá Manchesterlið- inu eru tveir danskir markverðir. Kevin Stuhr Ellegård, 21 árs gam- all sem leysti Seaman af hólmi á 11. mínútu í leiknum gegn Portsmouth, og hinn 17 ára gamli Kasper Schmeichel, sonur Peters Schmeichels sem gerði garðinn frægan með Manchester United og endaði feril sinn hjá Manchester City í fyrra. „Ég var svona á báðum áttum þegar ég heyrði þetta um Seaman. Ég hugsaði sem svo að þetta yrði til þess að City myndi hugsanlega fá til sín markvörð sem væri í leik- æfingu og það gæti því minnkað möguleika mína en svo getur þetta líkað verkað þannig að þetta auki möguleika mína að komast að,“ segir Árni Gautur. Spurður hvort ekki sé að rætast gamall draumur, það er að fara til Englands; „Jú að sjálfsögðu væri gaman að komast í úrvalsdeildina. Það er búið að vera draumur hjá mér frá því ég var ungur drengur.“ Árni segist óðum vera að ná sér eftir aðgerð sem hann gekkst und- ir á öxl fyrir skömmu og í gær tók hann þátt í æfingu HK-inga í Fíf- unni. „Ég er ekki kominn í 100% form en þetta er allt að koma hjá mér.“ Manchester City er ekki eina lið- ið í ensku úrvalsdeildinni sem beint hefur augum að íslenska landsliðsmarkverðinum. Forráða- menn Liverpool hafa spurst fyrir um Árna Gaut hjá umboðsmanni hans en eins og fram hefur komið eru tveir aðalmarkverðir Liverpool meiddir, Chris Kirkland og Jerzy Dudek, en fyrir helgina fékk Liv- erpool Paul Jones að láni frá Southampton í einn mánuð. „Ég veit svo sem ekki mikið um þetta en ég veit þó að það hafa verið einhverjar þreifingar hvað Liverpool varðar. Það er samt langur vegur frá því að ég sé á leið þangað og núna einbeiti ég mér al- farið að þessu dæmi hjá Manchest- er City,“ sagði Árni Gautur. Morgunblaðið/Kristinn Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður er kominn til enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City. Árni Gautur til skoð- unar hjá Man. City ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, gerir hugsanlega sex mánaða samning við enska úrvalsdeildarliðið Man- chester City. Árni Gautur hélt til Manchester í morgun og er ráðgert að hann verði til skoðunar hjá City í eina til tvær vikur og standi hann undir væntingum bíður hans hálfs árs samningur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.