Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 16. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Mikið
Íslandsár
Jane Campion kynntist Íslend-
ingum og íslenskri menningu | Fólk
Lesbók og Börn í dag
LESBÓK | Hin mörgu líf Lee Miller Samtal við John
Mortimer Sýning Elíasar Hjörleifssonar BÖRN | Foreldrar
með börnum sínum í tónlistarnámi Viltu verða geimfari?
POPPSTJARNAN Michael Jackson lýsti
sig saklausan af að hafa beitt ungan
dreng kynferðislegu ofbeldi er hann
mætti fyrir rétt í Santa Maria í Kaliforníu
þar sem ákæra á hend-
ur honum var þingfest í
gær. Dómarinn skamm-
aði Jackson fyrir að
mæta 20 mínútum of
seint. Ákveðið var að
bráðabirgðayfir-
heyrslur færu fram
föstudaginn 13. febr-
úar.
Jackson kvaðst saklaus af öllum ákæru-
atriðum en viðurlög við hverju þeirra eru
3–8 ára fangelsi. Hann lýsti sig einnig
saklausan af því að hafa gefið drengnum
áfengi.
Þúsundir aðdáenda auk fjölda fjöl-
miðlafólks hafði safnast saman fyrir utan
dómshúsið, sumir höfðu gist þar um nótt-
ina. Sextíu aðdáendur fylgdust með inni í
salnum en dregið var um hverjir fengju
að vera viðstaddir. Margir klæddust bol-
um þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við
goðið og heyra mátti ekkasog. Þá var
miðum dreift fyrir utan dómshúsið þar
sem aðdáendum var boðið að koma á bú-
garð Jacksons, Neverland, í gærkvöldi og
þiggja hressingu. Eftir að hafa komið fyr-
ir dómara stökk Jackson upp á glæsi-
bifreið og dansaði fyrir aðdáendur sína.
Kveðst vera
saklaus
Santa Maria. AP. AFP.
ÞRÍR pörupiltar lentu illa í því er þeir
hugðust hrekkja gesti á veitingahúsi í
borginni Spokane í Washington-ríki,
með því að hlaupa naktir í gegnum stað-
inn og hverfa svo á braut. Komu þeir inn
í skóm einum klæða og með húfur á
höfði en brá heldur betur í brún þegar
þeir sáu út um gluggann að flóttabílnum,
sem þeir höfðu skilið eftir í gangi fyrir
utan, var stolið á meðan. Voru þeir held-
ur lúpulegir þegar lögreglan sótti þá þar
sem þeir biðu naktir í 11 gráða frosti á
bílastæðinu. „Við erum alltaf að segja
fólki að skilja ekki bílinn eftir í gangi,“
sagði talsmaður lögreglunnar.
Seinheppnir
strípalingar
Spokane. AP.
TVENN af sex viðskiptum frum-
innherja með bréf Eimskipafélags-
ins á þessu ári voru ekki tilkynnt
fyrirfram til regluvarðar félagsins,
að sögn Magnúsar Gunnarssonar,
stjórnarformanns Eimskipafélags-
ins. Hann segir að stundum sé það
þannig að viðskiptin eigi sér stað
rétt fyrir lokun og menn ekki náð
saman. Hann telji þó að viðskiptin
séu öll með eðlilegum hætti.
Sigríður Hrólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Eim-
skipafélagsins, segir að eitthvað
hafi verið um að viðskipti fruminn-
herja með bréf Eimskipafélagsins
hafi ekki verið tilkynnt til reglu-
varðar félagsins fyrir upphaf þessa
árs. Upplýsingar um fjölda þeirra
viðskipta hafi hún þó ekki. Þá hafi
hún heldur ekki upplýsingar um
fjárhæð þeirra viðskipta sem ekki
hafi verið tilkynnt um fyrirfram til
regluvarðar. Hún segir að reglan
um það að fruminnherji þurfi að til-
kynna til regluvarðar fyrirfram sé
nýleg, og hún sé að síast inn hjá
þeim sem við eigi hjá félaginu.
Að sögn Sigríðar setti Eimskipa-
félagið sér ákveðnar reglur um inn-
herjaviðskipti hinn 31. júlí sl. Þær
reglur séu í samræmi við gildandi
lög um verðbréfaviðskipti og leið-
beinandi tilmæli frá Fjármálaeftir-
litinu og hafi reglurnar verið sam-
þykktar af Fjármálaeftirlitinu.
Viðurlög eru stjórnvaldssektir
Í lögum um verðbréfaviðskipti
nr. 33/2003 kemur fram að frum-
innherji skal, áður en hann, eða að-
ili fjárhagslega tengdur honum, á
viðskipti með verðbréf útgefand-
ans, tilkynna það til regluvarðar fé-
lagsins. Regluvörður hefur eftirlit
með því innan félags að reglunum
sé framfylgt og um skráningu sam-
skipta sem fram fara á grundvelli
reglnanna.
Fjármálaeftirlitið getur, sam-
kvæmt lögum um verðbréfavið-
skipti, lagt stjórnvaldssektir á þann
sem brýtur gegn ákvæðum laganna
um innherjaviðskipti. Geta sektirn-
ar numið frá 10 þúsund krónum til
tveggja milljóna.
Fruminnherji er sá sem býr yfir
innherjaupplýsingum vegna eign-
araðildar eða hefur að jafnaði að-
gang að slíkum upplýsingum vegna
aðildar að stjórn, rekstri eða eft-
irliti eða vegna annarra starfa á
vegum útgefanda verðbréfa.
Landsbankinn tekur
undir gagnrýni
Greiningardeild Landsbankans
telur að tímasetning innherjavið-
skipta með hlutabréf Eimskipa-
félagsins sé óþægileg þar sem
stjórn félagsins kunni að hafa búið
yfir upplýsingum um kaupin þegar
viðskiptin áttu sér stað. Þetta kom
fram í markaðsyfirliti bankans í
gær og hefur greiningardeildin þar
með tekið undir gagnrýni greining-
ardeilda KB banka og Íslands-
banka frá því í fyrradag.
Viðskipti fruminnherja í Eimskipafélagi Íslands á þessu ári
Tvívegis ekki tilkynnt
fyrirfram til regluvarðar
Meirihluti viðskipta/12
FROST Activity, eða Frost-
virkni, er yfirskrift sýningar á
verkum Ólafs Elíassonar sem
opnuð verður í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag
kl. 16. Hún er stærsta sýning
listamannsins á Íslandi til þessa
og eru þar sýnd tvö ný verk;
Frost Activity og Activity Hori-
zon, auk tveggja ljósmynda-
syrpa, safns módela af vinnu-
stofu listamannsins og loks er
þar einskonar vinnuherbergi
fyrir gesti sýningarinnar.
Rætt verður við Ólaf í Tíma-
riti Morgunblaðsins á morgun.
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Elíasson tók á móti blaðamönnum og öðrum gestum í Hafn-
arhúsinu í gær. Stærsta sýning hans hérlendis verður opnuð í dag.
Frostvirkni Ólafs
STOFNANDI Hamas-samtaka Pal-
estínumanna, Sheik Ahmed Yassin,
er „merktur dauðanum“ eftir að liðs-
maður þeirra varð fjórum Ísraelum
að bana á miðvikudaginn var, að
sögn aðstoðarvarnarmálaráðherra
Ísraels, Zeevs Boims, í gær.
Boim dró þó í land síðar um dag-
inn og sagði að ísraelsk stjórnvöld
hefðu ekki ákveðið að ráða Yassin af
dögum.
Bandarísk stjórnvöld vöruðu Ísra-
ela við í kjölfarið og hvatti þá til að
íhuga afleiðingar þeirra aðgerða sem
þeir væru að hugleiða. Þúsundir Pal-
estínumanna lýstu yfir stuðningi við
Yassin á götum Gaza-borgar í gær.
„Óttumst ekki dauðann“
Yassin, sem er lamaður á höndum
og fótum, reyndi ekki að fela sig í
gær og var færður í hjólastól í mosku
nálægt heimili sínu í Gaza-borg.
„Við óttumst ekki dauðann,“ sagði
hann. „Við látum ekki undan þrýst-
ingi og andspyrnunni verður haldið
áfram þar til hernáminu lýkur.“
Ísraelskir embættismenn komu
saman í varnarmálaráðuneytinu í
gær til að ræða hvernig bregðast
ætti við sprengjutilræði Hamas á
miðvikudaginn var. Einn sagði lík-
legt að haldið yrði áfram árásum á
háttsetta Hamas-menn, eftir nokk-
urra mánaða hlé á tilræðunum.
Boim sagði í útvarpsviðtali að
Yassin væri mikilvægt skotmark.
„Sheik Yassin er merktur dauðanum
og hann ætti að fela sig djúpt neð-
anjarðar þar sem hann sér ekki mun-
inn á degi og nóttu. Við finnum hann
í göngunum og gerum út af við
hann.“ Síðar um daginn sagði Boim
að ekki hefði verið ákveðið á fund-
inum í gær að ráða Yassin af dögum.
Embættismenn í Jerúsalem stað-
festu það.
Stjórnandi
Hamas „merkt-
ur dauðanum“
Reuters
Sheikh Ahmed Yassin andlegur
leiðtogi og stofnandi Hamas.
Jerúsalem. Washington. AP. AFP.
LÖGREGLAN í Reykjavík setti björg-
unarsveitir í viðbragðsstöðu vegna
ófærðar í efri hverfum borgarinnar seint
í gærkvöldi. Akstursskilyrði voru farin
að versna umtalsvert á suðvesturhorni
landsins í gærkvöldi í austanstormi og
ofankomu. Flugmenn Flugleiðavélar á
leið frá London ákváðu að lenda á Egils-
stöðum vegna veðurs á Keflavík-
urflugvelli.
Veðurstofa Íslands beinir því til skíða-
og vélsleðafólks að vera ekki á ferð, þar
sem snjóflóð geta fallið. Viðvörunin er
gefin út vegna hvassviðris og ofankomu
undanfarna daga og ótryggra snjóalaga.
Hrina árekstra reið yfir Reykjavík síð-
degis í gær þegar mikil hálka kom öku-
mönnum í opna skjöldu. Vel á annan tug
árekstra höfðu orðið um kl. 22.30. Á
Kringlumýrarbraut skapaðist vand-
ræðaástand þegar nokkrir árekstrar
urðu þar með skömmu millibili.
Ökumenn í
erfiðleikum í
ófærð og hálku