Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SKULDIR Ingvars Helgasonar hf.
og Bílheima ehf. nema tæpum 2.700
milljónum króna eftir fjárhagslega
endurskipulagningu í tengslum við
eigendaskipti fyrirtækjanna. Nýr
framkvæmdastjóri segir að skuldir
fyrirtækjanna séu ekki lengur
íþyngjandi fyrir reksturinn og nú
muni fara í hönd endurskipulagning
hans. 
Fjórir aðilar hafa keypt fyrirtæk-
in og tekið við rekstri þeirra. Einn af
nýju eigendunum er Eignarhalds-
félagið 3X, sem er í eigu Baldurs
Guðnasonar, framkvæmdastjóra
Sjafnar, Róberts Wessmann, for-
stjóra Pharmaco og Steingríms Pét-
urssonar, aðstoðarforstjóra Sjafnar,
og á 31,25% hlut. Á hluthafafundi
sem ætlunin er að halda á næstu
dögum verður félaginu kjörin ný
stjórn og mun Baldur Guðnason
verða stjórnarformaður. Aðrir eig-
endur eru Eignarhaldsfélagið Ás-
kaup, sem á 31,25% hlut og er að
meirihluta í eigu Vátryggingafélags
Íslands, Jón Pálmason, sem á
31,25% hlut og bílaleigan AVIS, sem
á 6,25% hlut.
Nýir stjórnendur fyrirtækjanna
tveggja verða Kristinn Þ. Geirsson,
framkvæmdastjóri, áður fram-
kvæmdastjóri Skjás eins, Ólafur
Steinarsson, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs, áður fram-
kvæmdastjóri framleiðslusviðs Ís-
fells, og Haukur Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs, áður
fjármálastjóri JB Byggingafélags.
Þess má geta að fjórir þeirra sem
hér hafa verið nefndir og koma að
kaupum fyrirtækisins og stjórnun
þess störfuðu saman í Samskipum á
árunum 1997-2000. Þetta eru Baldur
Guðnason, Róbert Wessman, Krist-
inn Þ. Geirsson og Ólafur Steinars-
son.
Í fréttatilkynningu vegna kaup-
anna segir að reksturinn hafi verið
tryggður með nýju hlutafé, samning-
um við lánardrottna og samningum
við fjármálastofnanir um endurfjár-
mögnun fyrirtækjanna. Í tilkynning-
unni segir að helstu ráðstafanir séu í
stórum dráttum þær, að nýtt hlutafé
að fjárhæð 1.000 milljónir króna
komi inn í fyrirtækin, að skuldir séu
felldar niður um 500 milljónir króna
og að 1.700 milljónir króna séu end-
urfjármagnaðar með sambankaláni
Íslandsbanka og Landsbanka. Krist-
inn Þ. Geirsson segir að eftir þá fjár-
hagslegu endurskipulagningu sem
farið hafi fram séu skuldir fyrirtækj-
anna tæpar 2.700 milljónir króna og
greiðslufyrirkomulagið sé með þeim
hætti að skuldirnar séu ekki lengur
íþyngjandi fyrir félagið.
Kristinn segir að fyrirtækin hafi
verið orðin illa stödd, en þau séu
gamalgróin með góð umboð. Áfram
verði byggt á því og ætlunin sé ekki
að umturna rekstrinum. Nýir eig-
endur hafi séð tækifæri í fyrirtækj-
unum og vilji meðal annars efla þjón-
ustuímyndina og tryggja arðsemina.
Nú þegar fjárhagsleg endurskipu-
lagning hafi farið fram þurfi nýir
stjórnendur að hefjast handa við að
snúa við rekstrinum. Áhersla verði
lögð á kostnaðaraðhald og sókn í
markaðsmálum.
Starfsmenn fyrirtækjanna eru
rúmlega 80 og aðspurður segir
Kristinn að engin ákvörðun hafi ver-
ið tekin um breytingar í starfs-
mannahaldi, fyrst þurfi nýju stjórn-
endurnir að kynna sér reksturinn
vel, gera ferlagreiningu og áætlanir
um framhaldið.
Skuldir Ingvars Helgasonar
og Bílheima 2,7 milljarðar
Morgunblaðið/Sverrir
Fjórir aðilar hafa keypt Ingvar Helgason hf. og Bílheima ehf.
SAMNINGUR um kaup alþjóðlegra
fjárfesta á 65% hlut í búlgarska
símafyrirtækinu Bulgarian Tele-
communications Company, BTC,
var undirritaður í Sófíu, höfuðborg
Búlgaríu, í gær. Eins og greint hef-
ur verið frá áður eru Carrera, eign-
arhaldsfélag í eigu Björgólfs Thors
Björgólfssonar og fleiri, og Advent
International leiðandi í hópi fjár-
festanna.
Samkvæmt fréttatilkynningu
greiddu kaupendur 20% tryggingu
við undirritun kaupsamningsins í
gær en auk þess voru nýir stjórn-
endur ráðnir til fyrirtækins.
Greiðsla kaupverðs er háð skilyrð-
um kaupsamnings um eignastöðu,
uppgjör og fjarskiptaleyfi. Gangi
allt að óskum verða hlutabréfin af-
hent í lok apríl og kaupverðið greitt
að fullu. Kaupverð 65% hlutar í
BTC er samtals um 24 milljarðar ís-
lenskra króna.
Fyrir utan Carrera og Advent
International eru Þróunarbanki
Evrópu, National Bank of Greece
og Swiss Life ásamt fjórum öðrum
meðal fjárfesta. Segir í fréttatil-
kynningunni að Björgólfur Thor
hafi verið einn helsti forsvarsmaður
fjárfestanna enda sé reynsla hans af
einkavæðingu og fjárfestingum í
Búlgaríu og Austur-Evrópu mikil.
Björgólfur Thor á meirihluta í
Carrera en nokkrir íslenskir fjár-
festar eiga einnig hlut í félagsinu,
þar á meðal Straumur, Síminn og
Burðarás.
?Carrera mun hafa mann í stjórn
BTC og verður jafnframt virkur
þátttakandi í þeim verkefnum sem
fram undan eru. Markmið fjárfesta
er að BTC verði leiðandi í fjarskipt-
um í Suð-Austur Evrópu og að fé-
lagið verði rekið samkvæmt vest-
rænum kröfum. Sérstök áhersla
verður lögð á að nýta þekkingu og
reynslu Íslendinga á sviði fjarskipta
í verkefninu og er þátttaka Símans
mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni,?
segir í fréttatilkynningunni.
Í frétt frá AP-fréttastofunni í gær
segir að kaupendur 65% hlutarins í
BTC hafi fallist á að hækka upp-
haflegt tilboð sitt um 20 milljón evr-
ur, jafnvirði um 1,7 milljarða króna,
og jafnframt að fjárfesta fyrir um
700 milljónir evra á næstu fimm ár-
um, til að nútímavæða fyrirtækið.
Þá hafi kaupendurnir einnig sam-
þykkt að segja upp færri en fjórum
þúsundum af 24 þúsund starfs-
mönnum fyrirtækisins á næstu
þremur árum. Upphaflegar áætlanir
kaupendanna hafi miðað að því að
segja upp um átta þúsund starfs-
mönnum.
BTC er öflugasta símafélag Búlg-
aríu með grunnnet sem nær til allra
landsmanna og er kerfið um þrjár
milljónir lína. 
Gengið frá kaupum
á BTC í Búlgaríu
BAKKAVÖR Group
stefnir að því að tekjur
félagsins verði orðnar
um 200 milljarðar ís-
lenskra króna á árinu
2013. Tekjur félagsins á
síðasta ári námu um 17
milljörðum króna. Þetta
var meðal þess sem fram
kom í máli Ágústar Guð-
mundssonar, stjórnarfor-
manns Bakkavarar 
Group, á aðalfundi fé-
lagsins í gær. Sagði hann
að starfsmenn Bakkavar-
ar Group, sem eru um
tvö þúsund talsins nú, verði vænt-
anlega um tólf þúsund er kemur
fram á árið 2013.
Ágúst sagði að árið 2003 hafi ver-
ið enn eitt árið sem rekstur Bakka-
varar Group hafi gengið vel. Gengi
hlutabréfa félagsins hafi hækkað
um 56% á árinu og hagnaður eftir
skatta hafi aukist um 23% frá fyrra
ári.
Fjögur stig í sögunni 
og framtíðinni
Fram kom í máli Ágústar að
langtímasjónarmið hafi ávallt verið
höfð að leiðarljósi í rekstri Bakka-
varar Group, en þannig náist mest-
ur árangur í rekstrinum. Sagði
hann að skipta mætti sögu félags-
ins og framtíðaráætlunum í fjögur
mismunandi stig. Fyrsta stigið hafi
verið tímabilið frá stofnun Bakka-
varar árið 1986 til ársins 1996. Á
þessum tíma hafi fyrirtækið breyst
frá því að vera lítið þriggja manna
fyrirtæki, sem útvegaði matvæla-
hráefni, í fyrirtæki sem framleiddi
matvörur með 500 milljóna króna
veltu og 65 starfsmenn. Annað stig-
ið í sögu Bakkavarar hafi verið
tímabilið frá árinu 1997 til 2002.
Þetta tímabil hafi einkennst af út-
rás á erlenda markaði auk þess
sem fyrstu skrefin hafi verið tekin í
framleiðslu kældra matvara. Félag-
ið hafi haslað sér völl í sjö löndum,
veltan hafi aukist úr 500 milljónum
króna í 17 milljarða og starfsmönn-
um hafi fjölgað úr 65 í 2.000. Þá
hafi hagnaður félagsins aukist úr
20 milljónum króna í 1,4 milljarða.
Sagði Ágúst að Bakkavör Group
væri nú í upphafi þriðja stigsins í
þróun félagsins, sem næði yfir
tímabilið frá 2003 til 2013. Fyrir-
tækið sé lítið meðalstórt á sínu
sviði, en stefni að því að verða stórt
innan þess hóps sem inniheldur
meðalstór fyrirtæki.
Fjórða stig Bakkavarar Group
sagði Ágúst að væri tímabilið frá
2013 til 2026. Þá muni félagið
þróast í að verða alþjóðlegt fyr-
irtæki og eitt af þeim stærstu sinn-
ar tegundar í heiminum. Þó þessi
framtíðarsýn virðist stórtæk þá sé
hún í raun raunsærri þegar mið sé
tekið af því að velta félagsins hafi
náð að verða 17 milljarðar króna á
aðeins 17 árum.
Fram kom í máli Ágústar að um
80% af hluthöfum í Bakkavör 
Group væru langtímafjárfestar.
Sagði hann þetta mjög mikilvægt
og auðvelda félaginu að gera áætl-
anir til langs tíma.
Stjórnarformaður Bakkavarar
Group á aðalfundi félagsins
Stefnt að 200
milljarða tekjum
eftir áratug
Morgunblaðið/Sverrir
Ágúst Guðmundsson stjórnarformaður.
MISTÖK áttu sér stað við mat á
álagningu, sem liggur í eigin vörum
í birgðum dótturfélaga Medcare
Flögu erlendis. Þessi mistök komu
ekki í ljós fyrr er farið var að ganga
frá ársreikningi samstæðunnar fyr-
ir síðasta ár. Þetta segir Svanbjörn
Thoroddsen, forstjóri Medcare
Flögu, að sé ástæðan fyrir því að
félagið hafi í fyrradag sent frá sér
afkomuviðvörun vegna ársins 2003,
einungis þremur mánuðum eftir að
það var skráð á aðallista Kauphall-
ar Íslands.
?Álagning á birgðum dóttur-
félaganna var vanmetin, sem þýðir
að matið á sjálfum birgðunum var
of hátt,? segir Svanbjörn. ?Þetta
kom ekki fram fyrr en
við frágang ársupp-
gjörsins fyrir síðasta
ár og við höfðum eng-
ar vísbendingar um
þessi mistök fyrr en að
því kom. Við stjórn-
endur fyrirtækisins
berum alfarið ábyrgð á
því mati sem lagt var á
birgðir dótturfélag-
anna.?
Svanbjörn segir að
vegna þeirra mistaka
sem átt hafi sér stað
við mat á álagningunni
á eigin vörum hafi
væntingar um áfram-
haldandi framlegð af
vörusölu á fjórða árs-
fjórðungi síðasta árs
ekki gengið eftir. Þess
vegna geri stjórnend-
ur Medcare Flögu nú
ráð fyrir að allt að 1,5
milljóna dollara tap
verði af rekstri félags-
ins á árinu 2003 í stað
hagnaðar eins og
áætlað hafði verið og
birt í útboðslýsing-
unni sem gefin var út í
tengslum við skrán-
ingu félagsins í Kaup-
höll Íslands í nóvem-
ber síðastliðnum.
Ástæður afkomuviðvörunar Medcare Flögu hf.
Mistök komu fyrst fram
við frágang ársuppgjörs
Svanbjörn 
Thoroddsen
EGLA hefur selt 4,05% af hlut sínum
í KB banka og er eignarhlutur Eglu
eftir viðskiptin 10,78% í bankanum.
Viðskiptin voru á genginu 265 og er
söluverðið því rúmir 4,7 milljarðar
króna.
Er það þýski bankinn, Hauck &
Aufhäuser Privatbankiers KGaA,
sem átti 50% hlut í Eglu sem er að
selja af hlut sínum. Hauck & Auf-
häuser átti 50% hlut í Eglu en aðrir
hluthafar í Eglu eru Ker sem átti
49,5% og VÍS sem á 0,5%. Með söl-
unni í gær hefur Hauck & Aufhäuser
selt um 55% af eignarhlut sínum í
KB banka og hefur hlutur hans í
Eglu minnkað sem því nemur. Hefur
hlutur Kers í Eglu aukist að sama
skapi.
Egla selur
4,05% í KB
banka 
EIGNARHALDSFÉLAG í eigu Ei-
ríks Tómassonar forstjóra Þorbjarn-
ar Fiskaness, Gunnars Tómassonar,
Gerðar Sigríðar Tómasdóttur og
Tómasar Þorvaldssonar, á orðið ríf-
lega 88% hlut í Þorbirni Fiskanesi.
Frá þessu var greint í tilkynningu til
Kauphallar Íslands í gær.
Þorbjörn Fiskanes
Fjölskyldan
með rúm 88%
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72