Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 26

Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 26
26 Laugardagur 14. nóvember 1981 vísm Syning Þórðar Ben Sveins- sonar á Kjar- vals- stöðum mm mm;m ■ wmm; mf/MyMíZii baö er titt meöal íslendinga á erl. grund aö þeir hugsi heim til gamla Frúns meö nokkurri eftirsjá. Sérstaklega á þaö viö um landa okkar, sem eru lang- dvölum á slóöum, þar sem mengun lofts og vatns er hvaö mest eins og i miö-Evrópu. Þaö er ekki einugis mengunin, sem áreitir landa okkar hvað mest, heldur og þröngur hibýlakostur, umferðaröngþveiti, skert ein- staklingsfrelsi, óhollusta um- hverfis og gráar óþrifalegar borgir sem færa landa vorum heim sanninn fyrir gæöum okk- ar lands. Vaxandi uggur ibúa nágrannalanda fyrir tilvist kjarnorkunnar og nálægð kjarn- orkuvera, sem þjóta upp eins og gorkúlur á haustdegi og orsaka smámsaman jarðvegsmengun, er okkur einnig lærdómsrik lexia. Viö búum enn við æðstu gæði náttúrunnar, hreint vatn og tært loft. Við getum ennþá boöið nýju kartöflurnar meö skrælingn- um, á meðan mið-Evrópubúinn þarf aö skræla og skræla vel. Einn af okkar ágætu löndum, er nú i heimsókn, en hann hefur dvaliö nokkur ár i Suður-Þýska- landi. Hann teflir nú fram draumum sinum á Kjarvals- stöðum. Og hvilikir draumar. Fjarri heimahögum hefur hann setið og horft inn i framtiðina og hugsaö um islenska morgun- birtu. Ef til vill hefur einhver steinrunninn ljósgeisli vakið hann? Hann tekur sér stööu eins og islenski landvætturinn, sem bægja vill frá öllu vanheilögu. Þessi landi okkar er Þóröur Ben Sveinsson, sem birtir nú þessa drauma sina meö fögrum myndverkum og styrkir þau meö skrifuöu máli um alla veggi. Þaö er vissulega fátitt meöal myndlistarmanna aö þeir skipti sér af arkitektúr i þetta riku máli. Þó hefur Hundertwasser, sá austurriski, steypt sér út i slikar hugleiðingar og haft gagnger áhrif. Er ekki arki- tektúr ein greinin á listatrénu? Var ekki i skóla Platons allt undir sama þaki, málaralist, höggmyndalist, önnur visindi svo og arkitektúr? Er málarinn nokkuö annað að gera en arki- tektinn? Reynir að hafa áhrif á samtið sina og tjáir sig um leiö. Hugmyndir Þórðar eru mjög vekjandi og ef ekki staönaöur islenskur arkitektúr tekur viö sér, þá er hann beinlinis dauður. Teikningar hans af framhliðum húsa, fjölbýlishúsa sem og garðhúsa, yfirbyggðum stræt- um með yl og gróöri, eru ekki einungis fullgild myndverk heldur undirstrika þær þörfina á manneskjulegra umhverfi og betri nýtingu auðlinda. 1 texta sinum minnist hann á misheppnaöar ibúðarblokkir, mistúlkaöan Le Corbusier, sem fyrst kom fram meö hugmyndir sinar 1925 i Paris. Sagt er frá flótta ungs fólks úr stybbu bæj- arkjarnanna, út i sveitina, þar sem fuglasöngurinn er ekki þagnaöur. Hugleidd er nýting raforkunnar fyrir almennings- vagna, konstaöarminni ak- brautarkerfi. Bent er á loft- mengun bifreiöanna, sem þok- ast úr svefnhverfum inn i mið- kjarna borganna, þar sem at- vinnulifiö fer fram og hin yfir- fylltu bilastæði. Þórður er með þessari viðleitni aö visa veginn eöa gera tilraun til þess. Mynd- verk hans eru i senn draumsýn og veruleiki. sjálfstæð listsköp- un og vakning. HUGLEIÐINGAR UM UTITAFL Þegar vorið hélt innreiö sina á okkarkæra Fróni og snjór leyst- ist af miklum krafti. Þegar hinn hreini tónn heiölóunnar hækkaöi um hálfan tón um leiö hún hóf sig á loft. Þá tókumst viö einnig á loft, ibúar þessa lands, eftir langan og dimman vetur og bjuggum til útitafl. Við gleymd- um storminum, rigningunni og næðingnum. Sem betur fer. Viö framleiðum bestu skjólföt i heimi, eigum bestu ullina. Þessi brekka fyrir framan Torfuna hefur á einhver óskilj- anlegan hátt alltaf angraö okk- ur. Viö tylltum okkur á grasbal- ann 17. júni og bakkusarvinir lognuðust þar hreinlega útaf. Þessvegna létti mörgum þegar umbætur hófust og fósturmoldin birtist i allri sinni nekt. Bitlarn- ir eru löngu orðnir þreyttir á siða hárinu, pönkararnir eru farnir aö linast I notkun rauöa hárlitarins og viö orönir dauð- þreyttir á sama grasbalanum. Upplagt að setja upp tafl, þar sem menn geta hugleitt næsta leik i kyrrð og ró, þrátt fyrir vaxandi umferð eftir Lækjar- götunni. A opnunardaginn, stóö ég á steinsteypta pallinum og horfði á tvo vaska pilta renna til þungri drottningunni, sem drap svartan biskup á rökfræöilegan hátt. Þegar ég hefi nú séö sjón- varpsmyndina um hann Snorra skáld, kom upp i hug mér þessi stórbrotni bardagi á Lækjargöt- unni. Maður sá fyrsta manninn falla, siöan kös, og enginn sá neitt fyrr en fáir voru eftir. Það stóö griskur listfræöingur viö hliö mina og býsnaðist yfir tafl- mönnunum. Þeir eru svo „agressivir" og hreint og beint ljótir. Ég sagði að hann þekkti ekki Islendinga og sögur þeirra, en þar væri grimmdin i háveg- um höfö. Viö þyrftum lika alltaf aö berast á, helst veröa heims- frægir og komast i heimsmeta- bók Guinnes. Þá liði okkur vel. Taflmenn þyrftu helst aö vera þaö stórir um sig, aö þeir þyrftu að vera á hjólum til þess aö hægt væri að hreyfa þá. Ég man eftir taflmönnunum i Finnlandi, sem voru bara kubb- ar meö máluðum táknum sem sýndu mismun á peði og kóng. Þeir eru viöa i hinum viöáttu- miklu almenningsgörðum Helsinki borgar og svo meðfæri- legir að sparka má i þá til þess aö kippa þeim á reitinn. Þar var allt þjónustuliö óþarfi og menn hreyföu mennina sjálfir. En Finnar hafa nú allt annað form- skyn en við. Þeir eiga heldur engar Islendingasögur. Ég reyndi nú að horfa yfir öxl manns, sem stóö viö litla taflið, þar sem skákmenn tveir böröu sér á brjóst (sennilega ekki af kulda). Maðurinn var stærri en ég og svo var llka einhver fyrir framan hann. En það var gott að fá sér pulsu á pulsubarnum rétt hjá. Nemendaleikhúsið sýnir. Leikgerð byggð á handriti eftir önnu Seghers/ en samin af Maríu Kristjánsdóttur og nemendur 4. bekkjar L.Í.. Þýðing söngtexta: Þorsteinn frá Hamri Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Ljós: David Walters Tónlist: Hjálmar R. Ragnarsson Leikstjóri: Maria Kristjánsdóttir. Sagan um Jóhönnu frá örk mun flestum kunn. Jóhanna var af bændastéttum, sem ekki máttu sin mikils á 15. öld i valdatogi aöalsins i Evrópu — i Jóhönnu tilfelli fransks og ensks. En Jó- hanna lét stjórnast af guðlegum röddum, sem leiddu hana og franska heri til sigurs i orrustu sem var hornsteinninn að frelsi Frakklands. Jóhanna hefur heillað margan höfundinn enda kona, sem bauð flestu þvi byrginn sem þá réöi i samfélagi mann- anna. Leikgerð Mariu Kristjánsdótt- ur og leikaraefna Nemendaleik- hússins mun einkum sótt til þýska rithöfundarins önnu Seghers, en einnig til Shaws og Jean Anouilh, auk viðauka frá Mariu. 1 leik- gerðinni er áherslan á hugrekki Jóhönnu, enda var að ætlunin að fjalla sérstaklega um hugrekki - ekki sist konu, þegar fyrir lá að velja verkefnið. Ef menn sam- sinna þvi, aö þaö aö trúa blint á likamslausar raddir — eða það aö hlýða æsingu múgsins sé vottur um hugrekki, þá geri ég ráö fyrir aö Jóhanna sé ágætt viðfangsefni þeim, sem um þann eiginleika vilja fjalla. Sjálf hef ég aldrei, frá NÝTT DLAÐ KOMID ÚT Qskriftarsíminn 26026 Yerður þú með?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.