Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001 E RRÓ er öllum mönnum hógvær- ari þegar að því kemur að tala um list hans. Og þó að nú sé ver- ið að opna yfirlitssýningu á verkum hans í öllum salarkynn- um Hafnarhússins í tilefni formlegrar opnunar Errósafns- ins, reynir hann að eyða öllu tali um ævistarf sitt og ávinninga sem þekktur frumkvöðull á sviði popplistar. Guðmundur Guðmundsson, eða Erró, hasl- aði sér völl erlendis fyrir meira en fjörutíu ár- um, á tímum mikilla hugmyndafræðilegra um- brota þar sem gömul gildi voru dregin í efa og listamenn úr öllum greinum fóru fremstir í flokki hreyfinga sem vildu endurskilgreina vestræna heimsmynd. Listin hverfðist því um pólitísk málefni enda varð allt sem tilheyrði hefðbundnu samfélagsmynstri eldfimt á þessu skeiði, hvort sem það laut að pólitískum and- stæðum austurs og vesturs, hernaði og ný- lendustefnu, eða kynþáttafordómum, úreltum kvenímyndum og kynlífi. Meðal allra þeirra áhugaverðu verka sem nú eru til sýnis í Hafnarhúsinu hefur ein mynd nokkra sérstöðu en hana gerði Erró aðeins fjórtán ára gamall. Myndin endurspeglar fá- nýti og eyðileggingu stríðsreksturs og þegar Erró er spurður að því hvort hann hafi þá þeg- ar verið orðinn pólitískur í verkum sínum bros- ir hann. „Þetta var svona höfuðverkur í kjölfar stríðsins. Það voru fimm hermenn á Kirkju- bæjarklaustri sem voru með teikningar af þýskum flugvélum sem þeir áttu að fylgjast með, en þær sáust oft fljúga yfir Klaustur snemma morguns. Við vorum allir handvissir um að það væru þýskir hermenn þarna í Með- allandinu,“ segir hann og hlær, „og ég vakti því hermennina oft upp til að segja þeim frá þýsk- um flugvélum sem ég sá.“ Erró segir að stríðið hafi því vissulega haft sín áhrif á hann, þótt allar upplýsingar um það hafi að sjálfsögðu verið takmarkaðar við það sem hægt var að lesa úr blöðunum. En til marks um það hve átökin voru fólki ofarlega í huga segist hann minnast þess að á bænum þar sem hann ólst upp var gamall og merkilegur maður sem hóf hvern morgun á því að fara út í glugga því hann var að bíða eftir því að Hitler kæmi. „Hann horfði alltaf á veginn og sagði: hann kemur í dag,“ segir Erró og hlær dátt. Aldrei tilheyrt neinum pólitískum hópi á ævinni Erró segir það hafa komið af sjálfu sér að hann sogaðist inn í róttækar hreyfingar þeirra tíma sem hann upplifði sem ungur maður. „Ég hef samt sem áður aldrei tilheyrt neinum pólitískum hópi á ævi minni, það gæti ég ekki þolað. Þó er búið að reyna að innlima mig í alls konar flokka í gegnum tíðina, meira að segja með Maóistum, en sjálfum finnst mér ófært að láta draga sig í dilka.“ Nú ert þú í París þegar hvað mest er að gerst fyrir og eftir 1968, er fólk krafðist þess að fá að spyrja þeirra spurninga sem það vildi fá svarað og tjá sig um það sem því þóknaðist, burt séð frá gömlum samfélagslegum skil- greiningum og viðhorfum. „Alveg rétt,“ segir Erró og grípur hugs- unina á lofti þótt hann geri lítið úr sínum hlut. „Ég dróst eiginlega bara inn í þetta uppbrot gegn hefðinni. Ég hef alltaf átt góða vini sem voru inni í pólitíkinni og hinum og þessum hreyfingum. Menn eins og Jean-Jacques Lebel og fleiri, hafa haft mikil áhrif á mig. En það sem ég hef haft einna mesta ánægju af frá þessum tíma er það tækifæri sem mér gafst til að skilja eitthvað eftir í hugmyndafræðilegum skilningi. Það er t.d. heilmikið um það núna að pólitískar myndir eftir mig frá þessum tíma séu settar í skólabækur. Þá er verið að reyna að varpa ljósi á ákveðna atburði eða ár í sög- unni og myndirnar notaðar sem vísun til þess. Í rauninni hefur mjög lítið verið gert af póli- tískum myndum í gegnum tíðina, ef miðað er við fjölda listamanna síðustu fjörutíu eða fimmtíu árin. En ég fór í gegnum heila syrpu af svona verkum og myndirnar voru stundum byggðar á upplýsingum sem ég fékk frá Rúss- landi. Mest úr einu tímariti sem ekki er lengur til. Það voru sérstaklega þrír listamenn sem unnu saman að því, en ég fékk tímaritið sent í hverjum mánuði í lengri tíma. Ég safnaði sam- an upplýsingum og myndum úr því og flokkaði eftir löndum. Og það er í raun upphaf þessara pólitísku mynda minna. Ég reyndi þannig að grafa undan valdinu báðum megin í mínum myndum.“ Þú hefur þá í rauninni komið fram með „hitt“ sjónarhornið, ef svo má að orði komast – andstæðuna við vestrænt sjónarhorn? „Já, því fyrstu myndirnar voru í raun mót- aðar af því sem Rússar hugsuðu um Vestur- lönd á sínum tíma. Rússarnir tóku alltaf við sér ef eitthvað kom upp á, sérstaklega í Ísrael eða í Bandaríkjunum. Núna er þessum átökum öll- um lokið og er ekkert á seyði lengur heldur. Það er eins og allt sé eins, alls staðar í heim- inum og allir eru að gera sömu vitleysuna aftur og aftur,“ segir Erró. Ótrúlega margt fólk sem lifir óbeint á listinni Það liggur þá kannski beint við að spyrja hvað hafi orðið um hugmyndafræðilegar hrær- ingar þessa tíma og hvað þér finnist vera efst á baugi í dag? „Sósíalisminn og allt annað sem þessum tíma fylgdi er bara að hverfa. Það vekur eft- irtekt mína hversu mikið er spekúlerað í pen- ingum í listunum í dag. Það er svo ótrúlega margt fólk sem lifir óbeint á listinni, fólk stundar viðskipti með málverk eins og það sé á Wallstreet. Vinur minn fór t.d. nýverið til New York og keypti þar eina mynd á 5 milljónir dollara, sem er þó ekkert í þessum bransa.“ RÁÐIÐ Í MERKINGU RÁÐVILLTS HEIMS Morgunblaðið/Sverrir Erró í einum sal Hafnarhússins, sem kemur til með að hýsa Errósafnið, gjöf hans til Reykjavíkurborgar. Erró er nú staddur hér á landi í tilefni af opnun Errósafnsins í Hafnarhús- inu í dag. Hann gaf sér tíma til að ræða við FRÍÐU BJÖRK INGVARS- DÓTTUR, þrátt fyrir að hann telji það mesta vanda sinn sem málara að tala um verkin sín. Hvað sem því líður er Erró óumdeilanlega einn þeirra sem mótuðu hina róttæku popplist í Evrópu á umbrotaárum sjöunda áratugarins, þegar öll mörk voru afmáð í upp- reisn gegn hefðinni. Verk Erró „Endurreisn nasismans“ frá árinu 1974 (220x330), þar sem pólitískt inntak vinnu hans kemur berlega í ljós. „Það sem knýr mig áfram er ekkert dul- arfullt; heldur eitt- hvað margþætt, mót- sagnakennt og sem kemur jafnvel sjálf- um mér á óvart.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.